Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAI1979 Skipting Barentshafsins ~ liður í víðtækari lausn deilu- mála á norðurslóðum? ÁGREININGUR Norðmanna og Sovétmanna um skiptingu Barentshafs er það vandamál, sem hæst ber í samskiptum ríkjanna, ok frá sjónarmiði norsku stjórnarinnar það mál, sem mestu varðar í samskiptum við náKrannaríkin. Sovétmenn hafa látið í ljós áhuga á að koma á rejíluleftum viðræðum við norsku stjórnina um utanríkis- mál, ok sumir eru þeirrar skoðunar, að slík skuldbindinj; sé það verð, sem Norðmenn þurfi að j;reiða fyrir málamiðlunar- lausn varðandi skiptingu Barentshafsins. Ýmislejjt bendir til þess að lausn þessa máls sé lykill að lausn annarra mála í samskiptum ríkjanna, svo sem þeirra er varða Svalbarða. I þessari þriðju oj; síðustu grein úr flokki norska blaðsins Aften- posten er fjallað um horfur á því að þráteflið um Barentshaf verði til lykta leitt á næstunni. Skiptalínan í Barentshafi hefur um lanj;t skeið valdið áj;reininj;i milli stjórnanna í Ósló oj; Moskvu, og hefur fjöl- margar tilraunir til að komast að samkomulagi um þetta mál hefur sú leið verið farin að láta það ligjrja á milli hluta að sinni, en láta svokölluð „grá svæði“ gilda á fiskimiðum þar til bráða- birgða. Lausn skiptalínudeilunn- ar hefði það í för með sér að samningurinn um „gráu svæðin" yrði úr gildi numinn, en þar með yrðu samningar um fiskverndun og framkvæmd þeirra auðveld- ari viðfangs. bessi mál eru afar mikilvæg í augum norsku stjórnarinnar, ekki sízt þar sem hún kappkost- ar að viðhalda þeirri lágspennu, sem ríkjandi hefur verið á norðurslóðum um langt skeið. Slíkir hagsmunir breyta þó ekki þeirri staðreynd, að mikilvægt er að linur skýrist og skipting hafsvæðanna þar nyrðra verði afdráttarlaus. Þegar Norðmenn færðu skiptalínu í Barentshafi fyrst í tal við Sovétmenn fyrir meira en tíu árum sáu fæstir fyrir hversu margslungið mál hér yrði um að ræða. Stjórn borgaraflokkanna, sem á þessum tíma var við völd í Noregi, sá hvorki ástæðu til að gera Stórþinginu né nánustu samstarfsþjóðum Norðmanna grein fyrir málinu áður en það var. tekið upp, en slík málsmeð- ferð væri með öllu óhugsandi nú. Frá því að skiptalínan í Barentshafi komst á dagskrá hefur Norðmönnum lærzt að óþolinmæði kemur ekki að minnstu notum þegar leysa á ágreining þar sem Sovétmenn eiga hlut að máli. Norðmenn hafa fremur kosið að búa við óleyst vandamál en að sætta sig við ófullnægjandi niðurstöðu, sem væri afleiðing skjótræðis. Skiptalínumálið snýst í fáum orðum sagt um það að draga mörk milli norska landgrunnsins og fiskimiða annars vegar og sovézka landgrunnsins og fiski- miða hins vegar. Báðar þjóðirn- ar hafa helgað sér 200 mílna efnahagslögsögu, en í Barents- hafi skerast 200 mílna mörkin, og svæðið sem lendir beggja vegna miðlínu er það, sem deilt er um. Norðmenn hafa frá upphafi haldið því fram að miðlínuregl- an skuli gilda í Barentshafi, en Sovétmenn vilja hins vegar legjya til grundvaliar póllínu, og telja að Norðmönnum beri einungis það svæði, sem nær að henni. Póllínan liggur vestar en miðlínan, og er þannig til komin að dregin er lína frá norðurpóln- um að landamærum Sovétríkj- anna og Noregs við Barentshaf, en hið umdeilda svæði tekur yfir 155 þúsund ferkílómetra. Er sýnt var að ekki tækist að svo stöddu samkomulag um skiptalínu, var stefnt að því að ná samkomulagi til bráðabirgða um stjórnun fiskveiða á svæð- inu, enda var það í samræmi við hagsmuni begjya aðila. Slíkur samningur var nauðsynlegur til verndunar fiskistofnun og til að skera úr um hver fylgjast skyldi með veiðunum. Niðurstaðan að loknum löngum og ströngum samningaviðræðum varð sú að komið var á svokölluðum „gráum svæðum“. Samningur þessi var óyndisúrræði og er af opinberri hálfu skoðaður sem bráðabirgða- lausn í því skyni að takmarka veiðar á viðkvæmum miðum. Samningurinn gildir til 1. júlí næstkomandi, en þá eru horfur á að hann verði framlengdur um eitt ár í þeirri von að samningar takist um endanlega skiptalínu. Án efa hefur þessi bráðabirgða- samningur orðið til þess að stemma stigu við veiðum á þeim miðum, sem hér um ræðir. Samt sem áður er það óumdeilanleg staðreynd, að það eru Sovét- menn, sem fyrst og fremst hafa haft hag af honum. Af því umdeilda svæði í Barentshafinu, sem samkvæmt Genfarsáttmálanum um land- grunn frá 1958, átti í heild sinni að koma í hlut Norðmanna, fengu Sovétmenn óskoraða lög- sögu á 9.500 ferkílómetra svæði. 10.000 ferkílómetrar urðu opið haf, en 41.500 ferkílómetrar urðu sameiginlegt yfirráðasvæði. Að auki voru 23fl00 ferkílómetrar, sem áður voru óumdeilanlega innan norskrar lögsögu, inn- limaðir í sameiginlega svæðið, en aðeins 3.000 kílómetrar af því svæði, þar sem Sovétmenn einir hafa átt hagsmuna að gæta, eru nú á sameiginlega svæðinu. Þegar allt er talið nær sovézka hagsmunasvæðið nú mun vestar en áður var, og það er gjald, sem andstöðuflokkarnir á Stórþing- inu töldu of hátt að greiða fyrir fiskveiðisamning við Sovétmenn. Af hálfu sovézku og norsku stjórnanna beggja var áherzla á það lögð við undirritun samningsins, að hann skapaði ekki fordæmi varðandi fram- tíðarlausn skiptalínumálsins, og sú afstaða var áréttuð með því að samingurinn fól ekki í sér ákvæði um sjálfkrafa framleng- ingu hans af neinu tagi. Viðræður þær um skiptalín- una, sem fram fara um þessar mundir, eru að frumkvæði Sovétstjórnarinnar. Áður hafði norska stjórnin gefið til kynna að hún væri fús að leita mála- miðlunar, en það þýðir í raun fráhvarf frá þeirri afstöðu, að miðlínureglan sem á sér stoð í alþjóðalögum, væri ekki lengur ófrávíkjanleg, heldur skyldi nú reynt að finna pólitíska lausn, þar sem staðreyndir málsins yrðu látnar ráða úrslitum. Sovétstjórnin hefur í orði kveðnu ekki gefizt upp á því að halda póllínunni til streitu, en ráðamenn hafa samkvæmt áreiðanlegum heimildum látið í það skína hvað eftir annað að þeir gætu verið til viðtals um samræmda lausn deilumála á norðurslóðum, þar sem samningur um reglulegar við- ræður yrði lagður til grundvall- ar. Samningar af þessu tagi eru þegar í gildi milli Sovétríkjanna og margra annarra ríkja, þar á meðal Danmerkur. SJíkur samningur við Norðmenn mundi ekki fela í sér skuldbindingar um að norska stjórnin ráðfærði sig við Moskvustjórnina áður en ákvarðanir yrðu teknar í utan- ríkismálum, heldur fæli hann í sér að utanríkisráðherrar ríkj- anna hittust reglulega ti! að ræða sameiginleg hagsmunamál þjóðanna. Afleiðingin yrði fremur sálræns eðlis en áþreifanleg. Norska stjórnin hefur ekkert á móti því að hitta sovézka utanríkisráðherrann stundum að máli, sem yrði þá oftar en verið hefur. Viðræðu- samningur hefði það í för með sér að slíkir fundir yrðu kerfis- bundnir og færu fram innan ákveðins ramma, en ein ástæðan fyrir því að heimsókn Andrei Gromykos utanríkisráðherra til Noregs hefur verið frestað hvað eftir annað er sú að slíkur samningur er ekki fyrir hendi. Herdís Hermóósdóttir: Alþingi eins og alls- herjar leikbrúðuland Það virðist vera sannur Valhallarbragur á íslenzku þjóð- lífi þetta ár. Að vísu vegast menn á með orðum og þess vegna eiga þeir jafn gott með og raun ber vitni að rísa upp jafngóðir að morgni og hefja hjaðningavígin að nýju. En hafi menn einhvern tíma fundið sannleikann í þvi að „orð orð innantóm fylla storð fölskum róm“, hefur aldrei verið meiri ástæða til þess en nú. Alþíngi er orðið eins og allherjar leikbrúðu- land og alþingismenn eins og strengibrúður sem sprella eftir list þeirra, er fyrir utan standa og kippa í spottana. Þeir tala fyrir einu máli í dag og gegn því á morgun. Þetta á sér í lagi við um stjórnmálaflokkana, sem heyja nú innbyrðis þann hildarleik sem flestum blöskrar og óar við. Þeir bera hver annan flestum sökum, s.s. um óheillindi, svik, ósannsögli og vísvitandi rangfærslur. Og þessir menn eiga að stjórna landinu!! Enda er stjó’nin eftir því. Og landsfólkið má i j sjá sína sæng uppreidda. er h rmkvæla- frumvarp forsætisráðherra hefur nú útgengið sem lög frá Alþingi. Þetta frumvarp sem var jafn umdeilt daginn sem það vár sam- þykkt og allar þær vikur sem það hefur setið fast í burðarliðnum og sem forsætisráðherra þurfti að flytja einn, af því að í raun vildi enginn í stjórnarherbúðunum við það kannast. En hráskinnaleikur ASI-for- ystunnar er þó sennilega það sem mesta furðu og andstyggð vekur. Eða er ekki ómaksins vert að hugsa sér viðbrögð ASÍ, ef það hefði verið stjórn Geirs Hall- grímssonar, sem ætlað hefði verkafólki aðrar eins „kjarabæt- ur“ og þetta dæmalausa frv. gerir ráð fyrir. Það má glöggt sjá, að nú þykjast þeir hafa öll ráð verkalýðsins í hendi sér og treysta á að hann gangi hlýðinn og svínbeygður und- ir okið. Og svo á þetta að heita „að vinna að hjöðnun verðbólgunnar". En hún slær undir nára og ryðst yfir þjóðfélagið sem aldrei fyrr. eins og allir mega kenna á sjálfum sér. Á meðan lýsa formenn félaga í Alþýðusambandi Austurlands sig fúsa til að taka á sig nokkra kaupmáttarskerðingu, en há- launaðir ríkisstarfsmenn og alþingismenn ákveða sjálfum sér stórfelld laun og ómæld fríðindi. Skattar eru stórhækkaðir og nýir búnir til. Allt af því að „stjórnin" þarf að mæta verðbólg- unni, að sögn. En að mínum dómi er það forkastanlegt að enginn af hinum kjörnu fulltrúum almennings skuli láta þess getið, að hinn almenni launamaður þurfi líka fleiri krónur til þess að mæta hinni verðbólgnu dýrtíð, sem ég tel að stjórnvöld blátt áfram viðhaldi, til að geta náð fleiri ':rónum í sína eyðsluhít. Á meðan þau tala fagurlega um að allir aðrir verði að spara og klípa 3% af umsömdum launum láglauna- mannsins, er hátekjumönnum veitt launabót, sem nemur hærri krónutölu á mánuði hverjum en mánaðarlaun lágtekjumannsins nema, sbr. laun flugmanna sem er algert hnevksli. En synd væri að segja, að ráðstafanir hæstvirtrar ríkis- stjórnar léti á sér standa. Við erum nú sem óðast að fá í skiptum fyrir hinn „heilaga rétt“, sem gengið hefur kaupum og sölum síðan „stjórn hinna vinn- andi stétta"!! tók við völdum sl. haust. Fyrir afsal „þeirra læst- launuðu“ á samningsbundnum kauphækkunum vegna sívaxandi dýrtíðar. eru láglaunamennirnir nú að meðtaka hagræðinguna á “félagslegum grundvelli". Og hún er ekki svo smá eða hvað? Svo sem gengisfellingar með þar af leiðandi stórhækkunum á öllum innfluttum vörum og vitanlega í kjölfarið stórhækkaðir tollar og verðjöfnunarjaald ásamt sölu- skattinum, því að sjálfsögðu er allt reiknað prósentvís!! Og svo ríkið geti fengið sem mest í sinn hlut er auðvitað um að gera að varan sé sem dýrust í innkaupi. Endurteknar stór- hækkanir á rafmagni gera enn hærri skattheimtu af þeim sem búa við dýrustu raforkuna, því vitanlega verða þeir að greiða prósentvís verðjöfnunargjald og söluskatt af raforkunni, sjálfsagt til heiðurs réttlætinu og „jafnvæginu í byggð landsins". Hækkanir á útvarpi og sjónvarpi gera auðvitað sama gagn og sjálf- sagt eigum við að hrópa húrra fyrir þeim ágætu kjarabótum. Stórhækkanir á póst- og síma- gjöldum vofa yfir, sem margir hygjyast mæta með því að fara í hópum á símstöðvarnar og segja upp símanum. Og lái þeim hver sem vill. Stanzlausar hækkanir á öllum nauðsynjavörum, s.s. smjör- líki og brauðum, að ógleymdum hinum hefðbundnu stórhækkun- um á landbúnaðarvörum, ekki hvað sízt eftir að dúsunni var kippt út úr kjósendabjálfunum, sem stungið var upp í þá við stjórnarmyndunina í haust í formi nokkurra króna lækkunar á smjöri, kjöti og mjókurvörum, sem voru svo lækkaðar um tugi og hundruð króna pr. kg fyrir nokkr- um vikum eins og allir vita. Og núna flytja blöðin okkur gleðitíðindin, um þær stórkostlegu „félagslegu umbætur", sem 233% hækkun á lyfjagjaldi og læknis- þjónustu hefur í för með sér. Já, þær eru ekki skornar við nögl hinar „félagslegu umbætur“ eins og vænta mátti af hinni „velviljuðu vinstri stjórn" eins og nýjustu tillögur forsætisráðherra bera með sér, þar sem kaupskerð- ingin verði 3,5% í stað 5,5% sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.