Morgunblaðið - 12.05.1979, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979
Frumvarp að lánsfjárlögum:
Ríkissjóður hjálpi til við skuldabyrði RARIK
— Lán en ekki skil til Ríkisútvarps
Lánsf járáætlun (lánsfjárlög) 1979, sem verið hefur til
meðferðar í f járhags- og viðskiptanefnd neðri deildar og
hjá þingdeildinni frá því skömmu eftir áramót, var
afgreidd í fyrrakvöld frá deildinni til efri deildar.
Frumvarpið var samþykkt með 19 samhljóða atkvæðum
viðstaddra stjórnarþingmanna, þingmenn Sjálfstæðis-
flokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, 13 þingmenn
greiddu ekki atkvæði og 8 voru fjarverandi.
• 5) Enn kom til atkvæða breyt-
ingartillaga frá EUert B. Schram
(S) þess efnis, að fjármálaráð-
herra skuli heimilt, f.h. ríkisjóðs,
að taka lán í því skyni að skila
Ríkisútvarpinu eftirstöðvum af
tolltekjum af innfluttum sjón-
varpstækjum á árinu 1978 að
fjárhæð 832 m.kr. Tillagan var
felld með 17 atkvæðum gegn 7.
Hins vegar var samþykkt með
21 atkv. gegn 1 (Einar Ág. F)
tillaga frá fjármálaráðherra og
Breytingar-
tillögur
Nokkrar breytingartillögur við
lánsfjáráætlun komu til afgreiðslu
í neðri deild, bæði frá stjórnar-
þingmönnum og stjórnarandstöðu.
• 1) Fyrsta breytingartillagan,
sem kom til atkvæða, var þess
efnis. að hækka lántökuheimild í
l. gr. frv. úr 9.295 m.kr. í 9.955
m. kr. Heimildin var bundin 660
m.kr. láni til að ljúka tveimur
vinnsluholum við Kröflu á þessu
ári, sem flutningsmenn, Ingvar
Gíslason (F) og Lárus Jónsson
(S), töldu fljótvirkustu og hag-
kvæmustu leið til orkuöflunar
1979. Tillagan var felld að við-
höfðu nafnakalli með 19 atkv.
gegn 11, 2 sátu hjá, 8 vóru fjarver-
andi. Stjórnarþingmenn sem sátu
hjá vóru Stefán Valgeirsson og
Lúðvík Jósepsson (Abl). Aðrir
stjórnarþingmenn, sem þátt tóku í
atkvæðagreiðslunni, greiddu at-
kvæði gegn tillögunni.
• 2) Þá kom til atkvæða breyting-
artillaga frá Pálma Jónssyni (S)
þess efnis, að ríkissjóður skuli
standa að fullu undir afborgunum,
vöxtum og öðrum kostnaði við 600
m.kr. lántöku vegna skulda-
greiðslna Rafmagnsveitna ríkis-
ins.
Tillagan var samþykkt að
viðhöfðu nafnakalli með 21 at-
kvæði gegn 8, 3 sátu hjá, 8
fjarverandi. Með tillögunni
greiddu atkvæði flestir þingmenn
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
bandalags.
• 3) Næst kom til atkvæða breyt-
ingartillaga frá Eggert Haukdal
(S) þess efnis að hækka lánt.öku-
heimild til hitaveituframkvæmda,
og skyldi ákveðinn hluti hækkun-
arinnar renna til Hitaveitu Vest-
mannaeyja. Tillagan var felld með
19 atkv. gegn 7.
• 4) Breytingartillaga frá Albert
Guðmundssyni (S) þess efnis, að
ákvæði í tillögu á þingskjali 577
(breytingartillögur nefndar við
lánsfjárfrumv.) um að „framlag úr
ríkissjóði skv. 25. gr. laganna" til
ferðamála af sérstöku gjaldi „fari
eigi fram úr 30% af skilum Frí-
hafnarinnar til ríkissjóðs", séu
bundin við árið 1979. Tillagan var
samþykkt með 30 samhljóða at-
kvæðum.
menntamálaráðherra, sem fól í
sér heimild til þess fyrrnefnda að
taka lán, f.h. ríkisjóðs, innlent eða
erlent, að fjárhæð 300 m.kr., til að
greiða framkvæmdakostnað við
dreifingu sjónvarps á þessu ári.
Frumvarpið var samþykkt til
efri deildar um miðnætti í fyrra-
kvöld, kom til umræðu efri deildar
í gær og var þar afgreitt við eina
umræðu til nefndar.
Fundi frestað 1 miðri atkvæðagreiðslu
— vegna fjarveru stjórnarþingmanna
Á FUNDI neðri deildar í
sær sleit forseti hennar,
Ingvar Gíslason, fyrir-
varalaust fundi í miðri
atkvæðagreiðslu um frum-
varp ríkisstjórnarinnar
um framhaldsskóla, þar
sem ekki voru mættir
nægilega margir þing-
menn úr stjórnarflokkun-
um til þess að koma mál-
inu áfram, en þingmenn
Sjálfstæðisflokksins sátu
hjá.
Til fundar í sameinuðu þingi
hafði verið boðað kl. 16, en honum
var frestað til þess að atkvæða-
greiðsla gæti farið fram í neðri
deild um framhaldsskólafrum-
varpið og höfðu þingmenn stjórn-
arflokkanna verið boðaðir sér-
staklega vegna þess. Minni hluti
menntamálanefndar, Ellert B.
Schram og Ólafur G. Einarsson,
hafði lagt til, að frumvarpinu yrði
vísað frá, þar sem það þyrfti
„bersýnilega frekari athugunar
við“. Sú tillaga var felld með 19
atkvæðum gegn 9.
Síðan kom 1. gr. frumvarpsins
til atkvæða og vegna ónógrar
þátttöku í atkvæðagreiðslu greip
forseti til nafnakalls og var grein-
in samþykkt með 20 atkvæðum, en
7 sátu hjá. 13 voru fjarstaddir.
Þegar sama sagan endurtók sig
við 2. gr., frestaði forseti atkvæða-
Ölgerðarefnin:
Nefndarálit
Stjórnarfrumvarp um
bann við innflutningi og
sölu á efnum til ölgerðar
og vína, sem fengist hafa í
venjulegum verzlunum.
greiðslunni og sleit fundi.
21 þingmaður verður að taka
þátt í atkvæðagreiðslu í neðri
deild eða meirihluti þingmanna til
þess að hún sé lögleg.
komið fram
hefur hlotið meðferð í fjár-
hags- og viðskiptanefnd
efri deildar. Meirihluti
nefndarinnar hefur skilað
nefndaráliti, svohljóðandi:
„Nefndin var ekki sammála um
afgreiðslu málsins. Meiri hl. bygg-
ir afstöðu sína á því, að Áfengis-
og tóbaksverslun ríkisins hafi
einkasölu á vörum til framleiðslu
á áfengi, og mælir því með sam-
þykkt frv. Jón G. Sólnes leggur til
að frv. verði fellt. Karl Steinar
Guðnason og Eyjólfur K. Jónsson
voru fjarverandi við afgreiðslu
málsins.
Jón Helgason,
form., frsm.
Ólafur Ragnar Grímsson,
fundaskr.
Ágúst Einarsson.
Geir Gunnarsson.
Álit minnihlutans, Jón G. Sól-
nes, sem leggur til að frumvarpið
verði fellt, hefur enn ekki verið
lagt fram.
Málið á eftir að fara til 2ja
umræðna í efri deild og 3ja í neðri
deild, ef það nær samþykki í hinni
fyrri.
Alþingi í gær:
Ríkisreikningur
og útgjáLdatiUögur
FUNDIR vóru í báðum þing-
deildum og í Sameinuðu þingi í
gær og nokkur skriður á þing-
málum. Meðal þingmála, sem
komu á dagskrá, var „Ríkis-
reikningur 1977“, sem lagður var
fram áður en þingi lauk á sl.
vori. Af því tilefni spurði
Matthías Á. Mathiesen (S) fv.
fjármálaráðherra, hvort líkur
væru á því að ríkisreikningurinn
fyrir árið 1978 kæmi fram fyrir
þinglausnir, sem æskilegt væri,
vegna undirbúnings þingmanna
fyrir næstu fjárlagagerð. Tómas
Árnason, f jármálaráðherra,
sagði m.a. að tveir fyrstu kaflar
ríkisreiknings 1978 yrðu full-
unnir aður en þingi lyki og
afhentir þingmönnum. Hins
vegar væri verið að taka í notk-
un nýjar vélar í ríkisprentsmiðj-
unni Gutenberg, sem nota ætti
við vinnslu taflna og töluupp-
setningar. Einhverjar tafir yrðu
því á afhendingu ríkisreiknings í
heild en hann myndi ýta á að
þær yrðu ekki úr hófi.
Matthfas Bjarnason (S), fv.
sjáArarútvegsráðherra,
gagnrýndi harðlega, að stjórnar-
liðar hlypu nú upp með alls
konar útgjaldatillögur, sem
spönnuðu milljarða króna út-
gjöld og gengju þvert á nýja
löggjöf forsætisráðherra um
stjórn efnahagsmála.
Verkstjórn
ríkisstjórnar og ráðherra á
stjórnarþingmönnum væri verri
en engin og samhengið í stefnu-
mótun og gjörðum ekkert. Til-
lögur stjórnar og stjórnarliða
gengju á víxl og stönguðust á og
forystan fyrir liðinu væri fum og
fuður.
Þessi gagnrýni kom fram í
umræðu um frv. um almanna-
tryggingar. Matthías minnti á,
að á sl. ári hefðu verið sam-
þykktar, að lokinni vandaðri
könnun nefndar, sem allir þing-
flokkar hefðu átt aðild að, ýmsar
mikilvægar breytingar í heil-
brigðis- og tryggingarmálum.
Núverandi rikisstjórn hefði sett
á laggir hliðstæða nefnd til að
vinna að framhaldskönnun og
endurskoðun þessara mála í
einstökum atriðum og í heild.
Tillagna hennar væri að vænta
áður en þing kæmi saman að
nýju. Ekki gætu þó stjórnar-
þingmenn beðið með tillögugerð
í þessum málaflokki eftir niður-
stöðum nefndarinnar, heldur
hlypu til' með allra handa út-
gjaldaaukandi tillögugerð.
Svava Jakobsdóttir (Abl) taldi
fæðingarorlof, sem næði til allra
kvenna og tryggingakerfið stæði
straum af, í samræmi við stefnu-
mótun í löggjöf frá fyrri árum.
Eðvarð Sigurðsson (Abl) sagði
rangt að Atvinnubótasjóður
bæri kostnað af fæðingarorlofi,
eins og núv. lög kvæðu á um,
enda væri svo komið, að sjóður-
inn stæði ekki undir hlutverki
sínu, greiðslum til atvinnu-
lausra, ef út af bæri með
atvinnuöryggi í þjóðarbúskapn-
um. Hann mótmælti og öðrum
ráögerðum útgjaldaákvörðunum
úr sjóðnum, sem ekki féllu undir
upphaflegan tilgang hans.
Synjað um lánsfjárút-
vegun tíl boranavið Kröflu
Fundur í Sameinuðu
þingi í gær:
Matthías Bjarnason, fv.
sjávarútvegsráðherra í
ræðustól. I forsetastól er
Gils Guðmundsson. Ritarar
Friðrik Sophusson og Páll
Pétursson.