Morgunblaðið - 12.05.1979, Page 36

Morgunblaðið - 12.05.1979, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 Vt«> MORötlK/-^ KAttlNÚ begar öllu er á botninn hvolft er loftið ekki lengur jafn lævi blandið? Þú ert alltof lítill tii að byrja að reykja? Úr því konan þín skilur þig ekki, — er hún útlend? Ekki á móti trúarbrögðum,... „Ultra religionem, non contra" — (Ekki á móti trúarbrögðunum, heldur lengra fram) — eru einkunnarorð Nýals. Að sjálfsögðu hefði ég ekkert á móti því að kynnast kenningum sem næðu lengra en trúarbrögðin, en mér sýnast kenningar nýals- sinna vera langt frá því að uppfylla það hlutverk. Þær hafa þó það fram yfir ýmsar kenningar, að þær virðast vera vísindalegar við fyrstu sýn, eða a.m.k. hef ég ekki heyrt um annan trúarhóp, sen notar kenningar í kjarneðlis- fræði til stuðnings skoðunum sín- um. • Flísin og bjálkinn „En hví sérð þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?“ Þessi orð, sem höfð eru eftir einu mikil- menna jarðarinnar, eiga, að mínu áliti, vel við viss skrif nýalssinna, þar sem þeir afgreiða ýmsar hug- myndir og kenningar, sem eru andstæðar þeirra eigin heimspeki, á einfaldan hátt. Með öðrum vegna skýringar 'og leiðréttingar við. Ekki virðist hvarfla að þeim, að hið sama gæti gilt um þeirra eigin kenningar. Til dæmis er alkunnugt, að sjónvarpsmyndir geta haft áhrif á einstaklinga, bæði til betri og verri vegar, en ég get ekki séð, að þörf sé að „sameiginlegu lífafls- svæði sjónvarpsáhorfenda" til að útskýra þau áhrif, eins og gert í grein þeirri er birtist hér 8. maí. Röksemdafærslur nýalssinna minna mig oft að gamla indverska dæmisögu, sem var á þessa leið: Tveir munkar voru ósammála um túlkuná torskildu atriði. Þeir höfðu þrætt nokkurn tíma, þegar annar sagði: „Ég hef rétt fyrir mér, og ég ætla að sanna það með því að ganga yfir ána þarna og koma þurrfættur til baka.“ Hann gerði það, staðnæmdist fyrir framan félaga sinn og sagði: „Þarna sérðu, ég hafði rétt fyrir mér. Hinn munkurinn svaraði þá rólega: „Þú hefur aðeins sýnt mér að þú getir gengið á vatni, en ekki að þín skoðun sé rétt.“ Éftirfarandi tilvitnun er gott dæmi um röksemdafærslur af BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í varnaræfingu fáum við okkur sæti í austur. Við erum með okkar þrettán spil, eins og venja er, en oft höfum við þá fengið meir en eitt háspil í okkar hlut. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. G97 H. 753 T. ÁG5 L. ÁKG9 Austur S. KIO H. 1062 T. 10832 L. 8654 Suður er sagnhaíi í fjórum spöðum eftir þessar sagnir: Sudur Norður 1 spaAi 2 lauf 2 apadar 4 spaAar Vestur hefur fengið meir af háspilum en við og tekur þrjá fyrstu slagina á hjartaás, kóng og drottningu. Síðan skiptir hann í tígulníu og gosinn í borðinu sér um þar.n slaginn. Sagnhafi spilar þá trompsjöinu frá borðinu og nú er komið að þér. Ertu búinn að sjá hvar vörnin gæti fengið fjórða slaginn? Ekkert flókið né margslungið er við þetta spil. Sigurslag varnar- innar er hvorki að finna né fá með hefðbundnum aðferðum. Við grípum þá til annarra ráða og látum kónginn á spaðasjöið. Vestur Norður S. G97 H. 753 T. ÁG5 LÁKG9 Austur S. 842 S. K10 H. ÁKD8 H. 1062 T. 964 T. 10832 L. 1032 L. 8654 Suður S. ÁD653 H. G94 T. KD7 L. D7 Hvað á suður að halda? Auðvit- að ætlar hann fjórlit í spaðanum í vestur, tekur kónginn með ásnum og svínar spaðaníunni. Einn niður. COSPER Hefurðu séð slíka furðuskepnu? orðum, þeir segja að þær séu sannleikur í misskildri og aflagaðri mynd, og þurfi þess þessari gerð: „Hér að framan hefur verið á það minnst, að Nina Kulagina hin rússneska hreyfir Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. ] 41 um. Asta Frederiksen hafði lengi setið og verið í þann veginn að sofna og nú loks hafði hún ekki getað unnið bug á syfjunni og sat í lítt þekki- legri stellingu og hálfhraut. Vinkona hennar sat og horfði sljóum augum fram fyrir sig. Þegar Caja settist andspænis illúðlegum lögregluforingjanum. skulfu fæturnir undir henni. Hún beit á vörina og átti fullt í fangi með að halda grátnum í skef jum. — Enn á ný lítur út fyrir að þér hafið verið sfðasta manneskjan sem talaði við þann myrta, sagði Jacobsen umsvifalaust. — Þetta hlýtur að vera dálítið undarleg til- finning ekki satt? Caja brast í grát og tárin runnu f strfðum straumum nið- ur kinnarnar og lögreglu- maðurinn hvæsti geðillskulega. Jörgensen leit hneykslaður á hann. — Góða reynið að herða yður upp og það snarlega, svo að við getum drifið f þessu, sagði lögregluforinginn skömmu sfðar. — Við þurfum helzt að fá einhverja hvfld og ég held það sé ekki eftir neinu að bfða: Hvers vegna komuð þér hingað í kvöld? Var yður boðið? — Það var lögreglumaður sem sótti mig, sagði Caja ringluð og horfði á hann gegn- um tárin. — Æ, guð, hrópaði Jacobsen mæðulega. — Ég á ekki við NÚNA heldur fyrr í kvöld. Hafði frú Lange boðið yður að koma? — Nei, ég kom vegna þess ég þorði ekki að vera ein heima. Mér fannst ég heyra hljóð allan tfmann. Foreldrar mínir voru í silfurbrúðkaupsveizlu, var það ekki? — Það hef ég sannarlega ekki minnstu hugmynd um, sagði lögregluforinginn fýlu- lega — Var það vegna morð- anna á konunum tveimur að þér þorðuð ekki að vera aleinar heima? — Já, ég var svo hrædd. Hann horfði lengi á hana, svo sagði hann: — Þér voruð skelfingu lostn- ar við það að vera einar heima f harðlæstu húsi, en þér víluðuð ekki fyrir yður að vera á ferli einar á dimmum götunum hér — og það er drjúgur spotti sem þér hafið orðið að ganga einar yðar liðs til að komast upp f hverfið. Er þetta ekki rétt? Hún kinkaði þögul kolli. — Getið þér skýrt fyrir mér það rökræna f hugsanagangi yðar?, spurði Jacobsen og horfði miskunnarlaus á hana. Hú leit hjálparvana f kringum sig og sagðí svo: — Nú, eftirlit8sveitirnar — ég vissi að þær voru á ferðinni og þeir hefðu heyrt ef ég hefði kallað á hjáip en heima hjá mér — húsið stendur eiginlega eitt og... — Hvenær komuð þér hingað? - Um ellefu, hálf-tólf held ég. — Skrítið að velja þann tíma, sagði lögreglumaðurinn. — Þá hafið þéú verið einar allt kvöldið og væntanlega þess þá ekki langt að bíða að foreldrar yðar kæmu heim aftur. — Ég bjóst ekki við þeim í bráð. Svona silfurbrúðkaup... Ekki var ljóst hvaða hugmyndir Caja gerði sér um siifurbrúðkaup og ekki fór hún út f það nánar. — Hvað töluðuð þið um, Solvej Lange og þér? — Ja, svona um morðin og allt það. — Hvers vegna lá yður svo alit f einu svona mikið á að stinga af? Þér höfðuð varla verið þar í kiukkutfma. Var ekki hugmynd yðar að fá að gista þar? — Jú, það hafði ég hugsað mér, en svo heyrðum við hljóð úti. — Hvers konar hljóð?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.