Morgunblaðið - 08.07.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 08.07.1979, Síða 1
64 SÍÐUR 154. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fellur Skylab áWashington? Washington, 7. júlí. Reuter. HLUTAR úr Skylab gætu fallið hvar sem er, meira að segja í Washington, þar sem ákvörðun var tekin um að skjóta geimvísinda- stöðinni á braut fyrir sex árum, samkvæmt síðustu spádómum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. NASA gizkar á að Skylab hrapi til jarðar kl. 19.00 (GMT) á mið- vikudag en stofnunin tekur fram að munað geti nokkrum klukku- tímum og nokkrum þúsundum kílómetra. En Washington er talin vera á leið geimfarsins á miðviku- daginn. Talið er að um 400 til 500 hlutar úr geimfarinu falli til jarðar og áhyggjufullar ríkisstjórnir hafa gert margar fyrirspurnir þótt litlar líkur séu taldar á því að nokkur maður verði fyrir brotum úr rannsóknastöðinni. Líkurnar á því að sá sem þetta les verði fyrir brotum úr stöðinni eru taldar 600 milljarðar á móti einum. En líkurnar á því að einhver maður einhvers staðar verði fyrir brotum úr stöðinni eru sagðar um 150 á móti einum. _ Ríkisstjórnum hefur verið til- kynnt að þeim verði tafarlaust tilkynnt um fall Skylabs svo að þeim gefist tóm til að ráðleggja borgurum að fara í skjól. NASA telur að-fólk standi betur að vígi ef það heldur sig innan dyra þegar Skylab fer hjá, en vitað er að sá tími verður 40 mínútur. Sovétstjórnin hefur þeg- ar verið vöruð við hrapi Skylabs, svo að Rússar verða ekkert hissa þegar stöðin birtist á ratsjár- skermum þeirra og munu ekki taka hana í misgripum fyrir bandaríska eldflaug. Annað geimskip nálgast Júpíter Pasadena, Kaliforníu, 7. júlí. AP. ANNAÐ geimskipið á fjórum mánuðum nálgast risareiki- stjörnuna Júpíter. Voyager I lenti á reikistjörn- unni í marz og á mánudag verður Voyager I kominn í innan við 400,000 mílna fjarlægð frá þykk- um skýjum hennar. öll tækin í Voyager II eru sögð í ágætu lagi þrátt fyrir biianir sem urðu á þeim fyrr í ferðinni og urðu til þess að óttazt var á tfmabili að ferðin færi út um þúfur. Ferðaáætlun Voyagers II hefur verið breytt til að rannsaka nokkrar uppgötvanir Voyagers I. Síðan fylgir Voyager II systur- skipi sínu lengra út í geiminn til Satúrnusar. Þar er áætlað að geimfarið lendi í ágúst 1981 og síðan getur verið að ferðinni verði heitið til Úranusar. Voyager I er þegar kominn rúmlega 72 milljónir mílna frá Júpíter og á að koma til Satúrnus- ar í nóvember 1980. ,*b (Ljósm. Ól.K.M.) Við vissum að ástandið var ekki beysið, en GEM með 225 tonn af geislavirkum úrgangi Ferð Voyagers II hófst í ágúst 1977 og nú er geimskipið í rúmlega hálfs milljarðs mílna fjarlægð frá jörðu. Upplýsingar frá Voyager I vöktu mikla furðu vísindamanna og upplýsingar og ljósmyndir eru einnig farnar að berast frá Voyager II. Beizla orku golfstraums NORÐMENN taka innan skamms að nýta hita golf- straumsins og hefur sérstök hita- dæla verið framleidd af þeim sökum. Það er Bolsönes skipa- stöðin í Molde sem framleitt hefur dæluna og verður hún tekin í notkun í gróðurhúsum í Molde á næstunni. Hitadælan dregur hita úr sjón- um, umbreytir honum og dælir til viðkomandi húss, eða herbergis. Miðað við útreikninga á árinu 1975 var dælan talin hagkvæm í notkun, og hefur hagkvæmnin aukist til muna vegna mikilla verðhækkana á olíu og öðrum orkuforða. Litið er björtum augum til vinnslu hitaorku úr golfstraumin- um, þar sem jafnt hitastig er að fá árið um kring. A 30 metra dýpi er hitastigið að jafnaði sjö gráður á Celcius. Hagkvæmni vinnslunnar byggist á meiriháttar framleiðslu. Sharpness, 7. júlí. AP. ÁÆTLAÐ er að brezka skipið GEM kasti geislavirkum úrgangi í Atlantshafið á mánudag, um I 500 mflur suðvestur af Land’s End, vestasta odda Bretlandi. GEM hefur innanborðs 225 tonn | af geislavirkum úrgangi og I brezka stjórnin hefur lagt bless- un sina yfir þessa framkvæmd en togarinn Rainbow Warrior, skip I Greenpeace-samtakanna, mun reyna að hindra að úrganginum verði kastað í hafið. Skipið var lestað af verkamönn- um er buðu sig sérstaklega fram til þess, en fjöldi verkamanna í Sharpness, skammt norður af Bristol, neitaði að vinna með skipið. í fréttaskeyti Greenpeace— samtakanna til Mbl. segir að á svæðinu, þar sem kasta á úr- ganginum, hafi á síðastliðnum 20 árum verið kastað um 65 þúsund tonnum af geislavirkum úrgangi og eiturefnum. Rainbow Warrior reyndi að koma í veg fyrir að úrgangi væri kastað í sjóinn í fyrra. Gúmmíbát- um frá Rainbow Warrior voru siglt að skipshlið, þar sem varpa átti úrganginum útbyrðis. Þá var að sögn samtakanna kastað um 300 kílóa tunnu á einn bátinn og mun áhöfn hans hafa sloppið naumlega við meiðsli. Lestun geislavirkra úrgangsefna um borð í brezka skipið GEM á föstudag. Rainbow Warrior mun reyna að koma í veg fyrir losun úrgangsefnanna í Atlantshafið. Kína fær beztu kjör Peking, 7. júlí. Reuter. KÍNA og Bandaríkin gerðu í dag með sér viðskiptasamning sem mun tryggja Kínverjum beztu kjör að fengnu samþykki Þjóð- þingsins, aðstöðu sem Rússar hafa enn ekki fengið. Samninginn undirrituðu kín- verski utanríkisviðskiptaráðherr- ann Li Qiang og bandaríski sendi- herrann Leonars Woodcock í Al- þýðuhöllinni í Peking. Bandarískir embættismenn segja að með til- komu samningsins geti viðskipti landanna næstum því fimmfald- azt miðað við árið í fyrra og numið fimm milljörðum dollara á ári. Kínverjar munu spara 100 milljón dollara á ári í tollalækk- unum samkvæmt ákvæðum samn- ingsins um að þeir njóti beztu kjara í viðskiptum landanna. Heitið er allri nauðsynlegri fyrir- greiðslu fyrir fjármála- og banka- viðskipti milli landanna. Ævintýraleg björgun KGB? Beirut, 6. júlí. Reuter. VIKURITIÐ A1 Hawadess í Líb- anon staðhæfði í dag, að sovéska leyniþjónustan hefði bjargað 30 leiðtogum írakska kommúnista- flokksins úr fangelsi í aprfl síðastliðnum. A1 Hawadess sagði, að KGB hefði skipulagt björgun þeirra eftir að ljóst varð að taka átti þá af lífi. Forstöðumaður KGB í Mið-Austuriöndum, Vladi- mir Tshariev, stjórnaði björgun mannanna, að sögn A1 Hawadess. Tímaritið segir að mönnunum hafi verið komið til Suður-Yemens og þaðan til Moskvu. Frétt tíma- ritsins hefur ekki verið staðfest en undanfarið hafa verið harðar deil- ur milli kommúnista í írak og stjórnvalda og hafa leiðtogar kommúnista orðið að fara huldu höfði. Nixon gefur gjafir sínar New York. 7. júlí. Reuter. RICHARD Nixon og kona hans hafa gefið bandariska krabba- meinsfélaginu eitt hundrað þúsund dollara til minningar um leikarann John Wayne, Hubert Humphrey og aðra þá sem dáið hafa úr þessum sjúk- dómi. Fyrr í vikunni gaf Nixon Whittier College í Kaliforníu, þar sem hann nam á sínum tíma, aðskiljanlega listmuni og 50 þúsund dollara í peningum og skal þeim varið til að endur- bæta ráðstefnusal í skólanum og verði listaverkin þar til sýnis. Meðal þessara listmuna var dýrindis vasi sem Hua formaður Kína gaf Nixon, og forkunnarfagur Iampi, sem Ben Gurion, fyrrverandi for- sætisráðherra Israels, gaf hon- um á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.