Morgunblaðið - 08.07.1979, Page 32

Morgunblaðið - 08.07.1979, Page 32
EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAOINT] \l 4.1 > s|\«. \ n|\1I\\ Kl«: 22180 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐtNU \l M.\ >l\«. \ SIMIW KK: 22480 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1979 Norska olíutil- boðinu hafnað en möguleikum á kaupum sídar haldið opnum „NIÐURSTAÐAN varð sú, að þar sem við höfum tryggingu fyrir svartolíu að minnsta kosti til tveggja mánaða, þá væri ekki rétt að taka þessu tilboði á þessu stigi, en leita jafnframt eftir því, að við getum tekið upp viðræður aftur við Norð- menn síðar og þá ef til vill keypt af þeim í setember, ef ekkert annað finnst hagstæðara,* sagði Vil- hjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins hf., er Mbl. spurði hann í gær hver hefði orðið niðurstaðan varðandi svartolíutilboð Norsk Olje. Vilhjálmur sagði, að til þess að gera norsku olíuna að söluhæfri vöru hér þyrfti að endurvinna hana með léttri olíu, blanda hana upp með 27% gasolíu. íslenzku olíufélögin eiga ekki umfram- birgðir af gasolíu til að flytja út til Noregs til slikrár endurvinnslu og Norðmenn sögðust ekki geta útvegað gasolíuna. Vilhjálmur sagði að í norska tilboðinu væri miðað við 201 dollar á tonn fob. og væri þá ótalinn flutningskostnaður á gasolíu til Noregs vegna endurvinnslunnar og svo flutningskostnaður á ol- íunni hingað til lands. Til saman- burðar kaupum við nú svartolíu af Sovétmönnum á 142 dollara tonnið fob. Þá sagði Vilhjálmur mjög mikl- ar líkur benda til að togarar gætu ekki notað þessa norsku blöndu, en aftur á móti lægi ljóst fyrir, að til dæmis loðnubræðslur gætu notað hana. / síðustu viku varð skyndilega þröng á þingi á tjaldstæðinu í Laugardal og um þessa helgi eru þar mörg tjöld. Bæði eru þar á ferð íslenzkir ferðamenn og erlendir, sem þá gjarnan koma hingað saman f hópum og ferðast á ódýran hátt um landið. (Ljósm. Mbl. ÓI.K.Mag.) Ragnhildur Gísladóttir er bet- ur kunn sem söngkona með Lummunum en sem leikkona í kvikmyndum. Söngkonan íaðalhlut- verki ÁKVEÐIÐ hefur verið hvernig skipan helstu hlutverka í kvikmynd- inni Land og synir verð- ur, en kvikmyndin er gerð eftir samnefndri sögu Indriða G. Þor- steinssonar. Sigurður Sigurjónsson leik- ur hlutverk Einars Ólafsson- ar, Ragnhildur Gísladóttir fer með hiutverk Margrétar Tóm- asdóttur og Jón Sigurbjörns- son með hlutverk Tómasar, en þessi eru þrjú helztu hlut- verkin í verkinu. Að sögn Indriða G. Þorsteinssonar gengur aliur undirbúningur eftir áætlun og er gert ráð fyrir að kvikmyndunin hefjist um verzlunarmannahelgina. Verður svartolía ekki fáanleg mikið lengur? SKOÐANIR ERU mjög skiptar um ágæti þess að breyta vélabúnaði skipa þannig að þau brenni svartolíu í stað gasolíu en stöðugt fleiri skipum er breytt í þá veru. Eftir því sem Morgunblaðið hefur fengið upplýst munu olíuféiögin vera uggandi um, að svartolía fáist ekki mikið lengur og því sé breyting fyrir svartolíu aðeins skammtímalausn í orkuvandanum. Olíufélögin hafa ekki blandað sér inn í umræður um breytingar á togurum og öðrum fiskiskipum fyrir svartolíu. Þó munu þau hafa bent viðskiptavinum sínum á, að e.t.v. verði svartolía ekki fáanleg mikið lengur eins og hún er notuð hér. Sú olía, sem notuð er hér á landi, er mjög þunn og sagði starfsmaður eins olíufélagsins í gær, að spurning væri hvort rétt væri að tala um svartolíublandaða gasolíu, eða gasolíublandaða svartolíu. Þessi svartolía mun ekki vera framleidd nema eftir sérstök- um óskum. Heildarinnflutningur á svart- olíu árið 1977 nam 125 þúsund tonnum og um 133 þúsund tonnum í fyrra. I ár hefur verið samið við Sovétmenn um kaup á 121 þúsundi tonna af svartolíu. Af svartolíu- notkuninni fer mestur hluti til loðnubræðslnanna eða um helm- ingur. Árið 1977 var um 12 þúsund tonnum brennt um borð í fiski- skipum, 10 þúsund tonn voru notuð til húshitunar og um 13. þúsund í Sementsverksmiðjunni. Á síðasta ári var 15 þúsund tonnum brennt um borð í fiski- skipaflotanum, en í ár má ætla að 30—35 þúsund tonn svartolíu fari til flotans. Ef allir 80 skuttogarar landsmanna væru komnir yfir á svartolíu myndu þeir brenna um 70 þúsund tonnum af svartolíu á ári. Ef svartolíunotkun verður mikil á komandi loðnuvertíð getur kom- ið til þess að skortur verði á þessu brennsluefni. Þar sem fyrirhugað er að draga úr loðnuveiðum eru þó taldar litlar líkur á því að svo verði og þeir samningar, sem þegar hafa verið gerðir, dugi til að anna eftirspurn í ár. Olíunefndin íhugar að senda mann erlendis „ÞAÐ getur verið að ritari nefndarinnar fari í stutta ferð utan á næstunni, en ég reikna með að næstu tvær, þrjár vik- urnar fari í gagnasöfnun og að komast í samband við ýmsa aðila, sem geta veitt okkur upplýsingar og aðstoð,“ sagði Jóhannes Nordal formaður olíunefndar, er Mbl. spurði hann í gær um fyrstu störf nefndarinnar. Ritari nefnd- arinnar er Geir H. Haarde hagfræðingur. Kolmunni á Seyð- isfjarðardýpi FYRSTU merkin um að kolmunni sé að koma upp að landinu sáust aðfar- arnótt laugardags á Seyðisfjarðar- dýpi, en til þessa hefur hann verið dreifður úti fyrir Austurlandi og ekki virst kominn í torfur, að því er Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni tjáði Mbl. í gær. Skipið hefur að undanförnu leitað kolmunna við Suðaustur- og Austur- land og sagði Sveinn að búast mætti við að hann safnaðist í torfuref veður yrði áfram hagstætt. Frestum allri fram- leiðslu til haustsins f — segir Oli V aldimarsson hjá Niðursuðuverksmiðju KEA - AÐ UNDANFÖRNU hefur verið mjög erfitt að fá samþykkt- ar nokkrar hækkanir á fram- leiðslu niðursuðuverksmiðja og þess vegna höfum við gripið til þess ráðs að stöðva alla niður- suðu okkar nú um nokkurt skeið, sagði ÓJi Valdimarsson verk- smiðjustjóri f niðursuðudeild hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur- eyri í samtali við Mbl. — Þegar það dregst í fleiri vikur að fá samþykktar hækkanir er ekki annað að gera en stöðva framleiðsluna þar sem verðhækk- anir eru nú svo tíðar, jafnvel allt að því mánaðarlega. Við höfum yfirleitt ekki legið með neitt hráefni á lager, það er ekki hægt þegar vaxtakostnaður er svo mik- ill. Ég sótti um hækkun nú í byrjun júnímánuðar og þar sem nú hafa enn orðið hækkanir í júlí var orðið nauðsynlegt að reikna út nýja hækkunarþörf. Við féllum þó frá því þar eð fyrri hækkunar- beiðnin hafði ekki verið samþykkt og höfum fallið frá' allri fram- leiðslu að sinni, en tökum upp þráðinn í haust eftir að haustverð- ið kemur. Við höfum t.d. frestað prentun á nýjum miðum, sem við hugðumst taka upp nú á næstunni. — Það eina sem að okkar viti er hægt að gera í þessu tilviki er að við fengjum að hækka vöruna í samræmi við sannanlega hækkað- an tilkostnað, en við þurfum alltaf að senda útreikninga okkar suður til Reykjavíkur í þríriti þar sem hinar og aðrar nefndir og ríkis- stjórn verða að fara yfir þá. Þetta tekur alltof langan tíma og ef við fengjum að hækka vöruna á eigin ábyrgð, en með eftirliti fulltrúa verðlagsyfirvalda hér nyrðra, gætu nauðsynlegar hækkanir komið strax til framkvæmda og þá væri framleiðslan ekki í eins mikilli óvissu. Þær vörur sem við höfum einkum framleitt til niður- suðu eru, saxbauti, lifrarkæfa, bjúgu og kjötbollur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.