Morgunblaðið - 08.07.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.07.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ1979 19 Aðalfundur Sjómannadagsráðs: Hafnar hugmyndum um yfírráð embættismanna — yfir dvalar- og hjúkrunarheimilum MORGUNBLAÐINU heíur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Sjóntannadagsráði: Aðalfundur Sjómannadagsráðs hafnar hugmyndum um yfirráð embættismanna yfir dvalar- og hjúkrunarheimilum Síðari hluti aðalfundar Sjó- mannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði var haldinn að Hrafnistu í Reykjavík 17. maí sl. Á fundinum fóru fram venju- leg aðalfundarstörf. Voru reikn- ingar samtakana fyrir árið 1978, svo og ítarleg skýrsla formanns lögð fram til umræðu á fyrri hluta aðalfundar 2. maí sl. Fjöldi tillagna kom til umræðu og afgreiðslu. Má þar nefna eftirfarandi tillögur: 1. „Aðalfundur Sjómannadags- ráðs haldinn að Hrafnistu í Reykjavík 2. maí og 17. maí 1979 hefur kynnt sér gögn og áætlanir um byggingaráfanga II, hjúkrun- arheimili Hrafnistu Hafnarfirði, kostnaðaráætlun Teiknistofnunar sf. Ármúla 6 svo og samningsupp- kast það sem fylgir með árs- skýrslu formanns fyrir árið 1978. Á grundvelli þessa og fyrri samþykktar felur aðalfundurinn stjórn ráðsins að vinna áfram að framgangi málsins við opinbera aðila og samningagerð við sveitar- félög og aðra aðila sem til sam- vinnu vilja ganga um framkvæmd þess.“ 2. „Aðalfundur Sjómannadags- ráðs haldinn 17. maí 1979 lýsir yfir sérstakri ánægju og þakklæti til Guðmundar H. Oddssonar og Guðmundar Jakobssonar yfir út- gáfu á hinu stórglæsilega skip- EinarNjáls- son formaður Bandalags ísl. leikfélaga Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga var haldinn nú fyrir skömmu í Reykjavík. Sátu fund- inn 66 fulltrúar áhugaleikfélaga víðsvegar að af landinu, auk gesta frá öðrum leiklistarstofnunum og menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, sem ávörpuðu fundar- menn. Úr stjórn bandalagsins gengu Jónína Kristjánsdóttir, Keflavík, formaður og Trausti Hermanns- son, ísafirði, meðstjórnandi. Þau gáfu hvorugt kost á sér til endur- kjörs. Voru fráfarandi formanni þökkuð störf í þágu bandaiagsins en hún hefur setið í stjórn þess síðan 1972 þar af verið formaður frá 1974, einnig voru Trausta Hermannssyni þökkuð störf hans í þágu bandalagsins en hann hefur setið í stjórn þess frá 1976. For- maður bandalagsins var kjörinn Einar Njálsson frá Húsavík og meðstjórnandi Signý Pálsdóttir, Stykkishólmi, aðrir í stjórn bandalagsins eru Magnús Guð- mundsson, Neskaupstað, varafor- maður, Rúnar Lund, Dalvík, ritari og Sigríður Karlsdóttir, Selfossi, meðstjórnandi. Umræður urðu á fundinum um fjárhag félaganna og bandalags- ins og fögnuðu fundarmenn ný- samþykktri þingsályktunartillögu sem er áskorun til ríkisstjórnar- innar um að fella niður söluskatt af leiksýningum áhugamanna. Væntu fundarmenn þess að rík- isstjórnin mundi nú fella miður söluskatt af leiksýningum áhuga- manna og létta þar með stórri byrði af mörgum leikfélögum. I tengslum við aðalfundinn var tæknikynning, leiðbeinendur voru: Daníel Williamsson ljósam. hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Kristinn Danielsson ljósam. hjá Þjóðleik- húsinu, Ragnar Hólmarsson leik- myndasmiður hjá Leikfélagi Reykjavíkur. stjóra- og stýrimannatali, sem er góð kynning á sjómönnum og sjómannastéttinni til mikils sóma.“ 3. „Aðalfundur Sjómannadags- ráðs 1979 lýsir þakklæti og fyllsta stuðningi við málflutning þann, sem fram kom í greinaflokki um málefni aldraðra er birtist í Morg- unblaðinu eftir formann Sjó- mannadagsráðs, Pétur Sigurðs- son, og fylgir með skýrslu hans til aðalfundar þess 2. og 17. maí 1979. Aðalfundurinn beinir því til allra aðildarfélaga samtakanna og heildarsamtaka þeirra að bregðast við með öllum samtakamætti fé- laganna geng þeim hugmyndum og tillögum er fram kunna að koma um að svipta Sjómanna- dagsráð, önnur frjáls félagasam- tök og þar með sveitarfélög, yfir- ráðarétti yfir dvalar- og hjúkrun- arheimilum sínum. Hafnar aðalfundurinn alfarið fyrirætlunum embættismanna og annarra þar um.“ Þá fór fram kosning stjórnar. Úr stjórn Sjómannadagsráðs áttu að ganga Garðar Þorsteinsson ritari og Tómas Guðjónsson með- stjórnarndi ásamt Ántoni Niku- lássyni varamanni í stjórn, og voru þeir allir endurkjörnir. Nú eiga sæti í stjórn Sjómanna- dagsráðs auk þeirra, þeir Pétur Sigurðsson formaður, Guðmundur H. Oddsson gjaldkeri, Hilmar Jónsson meðstjórnandi, Óskar Vigfússon varamaður í stjórn og Jón Pálsson varamaður í stjórn. Landabækur Bjöllunnar: Rit um Stóra-Bret- land og Sovétríkin bókaflokki, sem hefur verið þýddur á mörg tungumál og hvarvetna notið mikilla vinsælda. Fyrstu tvær bækurnar í þessum bókaflokki, LANDABÆKUR BJÖLL- UNNAR, eru STÓRA BRETLAND í þýðingu Sigurðar R. Guðjónssonar og SOVÉTRÍKIN í þýðingu Ernu Árnadóttur. Lesefni er skipt niður í stutta kafla og ítarlég efn- isorðaskrá auðveldar les- endum leit að einstökum atriðum. Fjöldi litprent- aðra ljósmynda, korta, teikninga og línurita eru í bókunum. Prentstofa G. Benedikts- sonar annaðist setningu, umbrot og filmuvinnu. Bækurnar eru prentaðar í Bretlandi." Útgáfufyrirtækið Bjall- an í Reykjavík hefur ný- lega gefið út tvö rit um landafræði í samvinnu við brezkt útgáfufyrirtæki. Flokkurinn heitir „Landa- bækur Bjöllunnar“ og fyrstu bækurnar eru um Stóra-Bretland og Sovét- ríkin. í tilkynningu frá Bjöll- unni segir m.a.: „Hér á landi hefur um árabil verið skortur á að- gengilegum uppsláttarrit- um í landafræði fyrir skóla og hinn almenna lesanda. Til þess að koma á móts við þessa þörf hefur Bjallan hafið útgáfu á enskum Al GLYSINGA SÍMCS'N ER: 22480 Bestu kaup ^ á landinu. BILINN Utvarp og segulband Hátalarar og bílloftnet í úrvali. Isetning samdægurs! Verð frá kr. 24.960 til 94.200 Versliðisérverslun með LITASJÓNVÖRP og HUÖMTÆKI 29800 BUÐIN Skipholti19 /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.