Morgunblaðið - 08.07.1979, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.07.1979, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ1979 23 skilgreint svo að Grigorenko væri haldin þrálátu ofsóknaræði, sem stundum magnaðist svo að hann væri ekki með sjálfum sér, og þar væri komin skýringin á ólög'legu athæfi hans. Veikindi hans kæmu einkum fram í því að hann fyndi hjá sér hvöt til að endurbæta þjóðfélagið, ráðast gegn stjórn- völdum með orðum og athöfnum og telja sjálfum sér trú um með sífelldum endurtekningum að hann ætti hvergi heima annars staðar en í hópi andófsmanna. Þegar þessi gállinn væri á Grigo- renko væri honum ekki sjálfrátt, heldur væri hann ófær um að sæta ábyrgð athafna sinna, eins og lög gerðu ráð fyrir. Af þessum ástæð- um væri unnt að meina honum aðgang að réttarhöldum í máli hans og að bera vitni sjálfum sér til varnar. Sovézku geðlæknarnir gáfu jafnframt til kynna að sjúk- dóm Grigorenkos mætti ef til vill rekja til kölkunar í veggjum æða þeirra, sem lægju til heilans, en einnig kynni þessi kölkun að hafa orðið til þess að sjúkdómur hans hefði ágerzt. Ný geðrannsókn Til að geta metið andlegt ástand Grigorenkos eins gaumgæfilega og kostur væri hófum við undirbún- ing að óvenju nákvæmri geðrannsókn. Viðtölin, sem sam- tals tóku um átta klukkustundir, voru allt einkaviðtöl við hvern lækni. Eitt fór fram í Harvard-háskóla en hin tvö í upptökusal Geðrannsóknastofn- unar New York-ríkis á Manhatt- an. Spurningarnar, sem lagðar voru fyrir voru fyrir Grigorenko, tóku til nánast allra þátta í lífi hans, s.s. fjölskyldumála, bernskuminninga, kynlífs, greind- ar- gog siðferðisþroska, tilfinninga, hugmynda hans um framtíðina, og samskipta hans við annað fólk. Að sjálfsögðu varð ekki hjá því komizt að taka sér- staklega til meðferðar viðhorf hans til stjórnmála og rökstuðn- ing hans fyrir þátttöku hans í andófi. Öll fóru viðtölin fram með aðstoð túlks. Þau voru öll hljóðrit- uð, þar af tvö á myndsegulband. Sérstakur þáttur rannsóknar- innar beindist að þeim sjúklegu einkennum sem lýst var í sovézku skýrslunni, og fór hann fram í þrennu lagi undir umsjón sérfræð- inga við Harvard-háskóla. Irene P. Stiver stýrði sálfræðilegri rannsókn, sem meðal annars var fólgin í sérstökum prófum, sem beitt er til að framkalla einkenni um ofsóknaræði, s.s. blekklessu-aðferð Roschachs. Þá rannsakaði taugasérfræðingurinn Norman Geschwind sérstaklega hvað hæft væri í því að breytingar í veggjum æða, sem liggja til heilans, hefðu haft áhrif á þanka- gang Grigorenkos, eins og sagði í sovézku skýrslunum, en taugasál- fræðilegan þátt könnunarinnar annaðist Barbara P. Jones. Loks afhentum við myndsegul- böndin starfsfólki Lífeðlisrann- sóknadeild Geðrannsóknastofnun- ar New York-ríkis, og á grundvelli upplýsinga, sem þar komu fram, var ætlunin að meta hvort Grigor- enko stæðist rannsóknaviðmiðun stofnunarinnar um geðheilbrigði, fyrr og síðar. Grigorenko getur hvorki talað né lesið ensku. Dr. Boris Zoubok, sem var hálfnaður seð sérnám sitt í geðlækningum við Colombia- háskóla eftir að hafa flutzt frá Sovétríkjunum árið 1973, gerði Grigorenko grein fyrir áformum okkar. Hann gaf okkur gagnlegar ábendingar varðandi sjúkdóms- greiningu í Sovétríkjunum og þýddi fyrir okkur og ráðgjafa okkar allt, sem fram fór meðan á rannsókninni stóð. Það var skrýt- in tilviljun, að Boris Zoubok hafði einmitt stundað nám undir leiðsögn þess sama Snezhnevskys, sem hvatti til þess að Grigorenko gengist undir nýja geðrannáókn. Enda þótt því yrði ekki mótmælt, að Boriz Zoubok væri sér- fræðingur, höfðum við af því áhyggjur að Sovétmenn mundu saka hann um að hafa afflutt ummæli Grigorenkos, þar sem hann, þ.e. Zoubok, væri hlut- drægur innflytjandi, sem reyndi að fela sjúkdómseinkenni Grigor- enkos. Því fengum við þrjá aðra rússneskumælandi menn til að vera viðstaddir rannsóknina eða fylgjast með samtölunum af bandi. Allir voru þeir sammála um að túlkun Zouboks væri óvefengjanleg. Samtöl og niðurstöður Grigorenko er maður mikill að vallarsýn og virðulegur í fram- göngu. Hann er krúnurakaður, gengur hægt og ekki er laust við að hann dragi fæturna. Þótt stundum yrði hann fámáll og niðurdreginn meðan samtölin fóru fram sýndi hann oft mikinn áhuga og snörp viðbrögð við því sem bar á góma, einkum þegar rætt var um stjórnmálaskoðanir hans og þróun þeirra með árunum. Einnig þegar atburðir rifjuðust skyndilega upp fyrir honum mjög skýrt og ollu honum annaðhvort sársauka eða ánægju. Hann var fær um að rifja upp í ágætu samhengi tiltekin æviskeið, sem hann var spurður beint um. Geðbrigði hans í slíkri upprifjun voru afdráttarlaus, — báru annaðhvort vott um hryggð eða augljósa ánægju, og ánægjan kom ýmist fram í bjartsýni eða glettni. Hann komst fljótt og auðveldlega í persónulegt sam- burðum? Leit hann á sjálfan sig sem ofurmenni, eða kannski sem sérstakan fulltrúa Guðs? Grigorenko kvaðst ávallt hafa gert sér ljósa grein fyrir þeim afleiðingum, sem athafnir hans gátu haft í för með sér. Hvað viðkom stofnun „Samtaka um endurreisn Leninismans" þá sagðist hann ekki hafa látið sér annað til hugar koma en að hann yrði skotinn fyrir þann atbeina sinn. Hér fara á eftir bein orðaskipti geðlæknis og Grigorenkos um þetta efni: Sp: Hvers vegna gerðirðu þetta fyrst þú bjóst við að verða skot- inn? Sv: Af því að eg gat ekki sætt mig við harðstjórnina. Eg vissi að ég fengi engu áorkað með því að skipuleggja þessi samtök, en ég taldi að með þessu gæti ég vakið aðra til siðferðilegrar meðvitundar . . . Sovézkir geðlæknar' töldu þetta óræka sönnun þess að ég væri geðveikur, en staðreyndin er eigi að síður sú, að ég fór út í þett vitandi um hætturnar. Ef bandaríksir geðlæknar kæmust að sömu niður- stöðu hlyti ég að ítreka þá skoðun mína, að þeir færu villur vegar. Við reyndum að ganga á hann og fá hann til að segja okkur hvað rak hann til að halda áfram að andæfa þrátt fyrir vonbrigði og áhættu. „Það var ekki af persónulegum ástæðum," sagði hann. „Ástæðan er félagslegs — þjóðfélagslegs var herferðin, sem farin var mér til varnar. Það eru margir, sem lögðu meira af mörkum en ég, án þess að nokkrum sé kunnugt um það. Sp: Voru þeir líka innblásnir af guði? Sv: Það héd ég. Ég held, að almættið hafi meiri áhrif á líf okkar, en við gerum okkur almennt grein fyrir. Sp: Telurðu sjálfan þig standa í einhverju sérstöku sambandi við guð? Sv: Nei. Þótt ég trúi því staðfastlega að guð sé til í heimin- um og að einhver æðri tilgangur sé með öllu, þá hefur mér því miður ekki tekizt að gleyma sjálf- um mér í bæninni... Við athugun á tengslum Grigorenkos við þá sem hann umgekkst gerðum við okkur sér- stakt far um að afla vitneskju um þð hvort hann hefði tilhneigingu til að halda að allt, sem honum væri gert, væri liður í einu alls- herjar samsæri um að ofsækja hann, en slikt er háttur þeirra, sem haldnir eru ofsóknaræði. Vissulega hafði hann gætt ofsókn- um KGB og það hafði verið fylgzt náið með öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur, þannig að við gerðum ráð fyrir þvi að hann mundi leggja áherzlu á vafasamar aðferðir yfirvalda í sambandi við handtöku hans. Við áttum von á því að hann teldi hefnigirni vera ástæðuna fyrir sjúkravistinni og því að hann var sviptur titlum sínum og réttindum til eftirlauna. ar afstöðu sína til stjórnmála, og hafnaði þá þeim sömu lenínisku kenningum og hann hafði áður lagt til grundvallar ólöglegum andófsaðgerðum sínum, og orsak- að höfðu handtöku hans og innilokun í sjúkrahúsi. Þá leituðum við kerfisbundið að öðrum vísbendingum um of- sóknaræði hans fyrr og nú, — einkennum sem annaðhvort gátu bent til þess að hann væri haldinn slíkum sjúkleika í litlum mæli eða miklum. Sálfræðingur, sem við höfðum okkur til ráðuneytis, gerði sams konar tilraunir, en mistókst á sama hátt og okkur að finna minnstu merki um nokkuð slíkt. Að lokum reyndum við að leita skýringa í því að æðakölkun hefði haft áhrif á heilastarfsemina. Það kom í ljós að á árinu 1972 hafði Grigorenko fengið aðkenningu að hjartaslagi, sem orsakaði sjón- depru á hægra auga. Við læknis- skoðun kom auk þess í ljós kölkunarvottur í veggjum slag- æðar, sem liggur upp í höfuðið, hægra megin. Þrátt fyrir þetta tókst engum okkar — heldur ekki taugasérfræðingnum — að koma auga á það að kölkunin hefði minnstu áhrif á þankagang Grigorenkos, skaphöfn hans, hegðun eða persónuleika, né heldur að hún hefði nokkru sinni gert það. Niðurstöður Þegar við að endingu fórum yfir niðurstöður rannsóknarinnar við- töl og önnur gögn, fundum við Geðheilsa Grigorenkos endurmetin band við okkur alla og var fær um að gera okkur þátttakandi í mestu. sorgum sínum jafnframt því sem hann vakti athygli okkar á því sem var spaugilegt við and- stæðurnar í lífi hans. Hann svar- aði spurningum okkar opinskátt og ýtarlega, og bætti við ýmsu varðandi viðbrögð sín, sem hann vissi — reynslunni ríkari frá Sovétríkjunum — að unnt væri að snúa upp í einkenni eða vísbend- ingar um geðveilu og nota gegn honum. Flestar spurningar okkar beind- ust að því að sannreyna hvort fullyrðingar um að Grigorenko væri haldinn ofsóknaræði ættu við rök að styðjast. Væri sjúkdóms- greining Sovétmannanna rétt hlytu einhver einkenni ofsókn- aræðis enn að vera merkjanleg, ellegar þá að þau hlytu að koma fram í frásögnum hans af liðnum atburðum. Við spurðum Grigorenko í þaula um tilgafig hans með því að taka þátt í andófi og þær hugmyndir, sem lágu að baki þeirri breytni. Hafði hann gert sér grein fyrir þeirri hættu sem hann lagði sig í? Var hann knúinn af einhverri óbifanlegri sannfæringu um einhverja tilveru, sem ekki var í tengslum við raunveruleikann? Hafði hann ofurtrú á eigin yfir- eðlis. Einhver verður alltaf að ríða á vaðið ... Þetta stjórnkerfi á ekki að líðast, en það mun aldrei gerast að allir rísi gegn því í einu. Það verður alltaf að vera einhver sem byrjar, — þá koma aðrir á eftir. Þeir, sem fara á undan, hvort sem þeir hafa hæfileika eða sérstaka getu, — þeir gefa tóninn, verða nokkurs konar tákn fyrir þá, sem koma á eftir... í lífi mínu og þjónustu minni við kommúnism- ann hef ég valdið þjóð minni stórtjóni, og mig langaði til að bæta fyrir það, að minnsta kosti eftirleiðis ... Hvaða ávinningur væri að því að lifa einu ári lengur í blekkingunni og neita að horfast í augu við staðreyndir? Þá er nær að reyna að ávaxta sitt pund það sem ólifað er svo maður verði ekki til skammar í augum barnabarna sinna. (Þegar hér var komið var Grigorenko orðinn dapur í bragði, en hélt fúslega áfram að segja frá vel og skipulega). Ég hef alltaf litið svo á að þessi innri hvöt væri köllun, sem guð hefði blásið mér í brjóst, og þroskað í sál minni. Sp: Af hverju í sál þinni? Það voru þó ekki nema örfáir, sem gerðu það sama og þú? Sv: Það er ekki rétt. Munurinn er bara sá að ég varð þekktur. Ég varð bara svo heppinn að verða þekktur, og aðalástæöan fyrir því í stað þess að halda þessu fram vakti hann iðulega athygli á heiðarleika, einlægni, hreinskilni og sómatilfinningu tiltekinna and- stæðinga sinna, þar á meðal meðlima í miðstjórn Kommúnistaflokksins. Þar sem sovézkir geðlæknar höfðu gert persónueinkennum Grigorenkos ýtarleg skil og lagt áherzlu á að þau styddu kenningu þeirra um að sjúklingurinn væri haldinn ofsóknaræði, gerðum við okkur sérstakt far um að leita að slikum einkennum. Til dæmis inntum við hann eftir því hvað gerzt hefði er hann komst í kast við yfirmann sinn er hann gat þess í skýrslu, að hug- myndir ónefndra háttsettra her- foringja um hernaðarleg efni væru vafasamar. Yfirmaður hans hafði ráðlagt honum að slá striki yfir þessa gagnrýni. Við spurðum hvernig hann hefði brugðizt við þessari ráðleggingu og vorum þar að slægjast eftir dæmigerðri sönnun um ofsóknaræði, þar er að segja skorti hæfileikas á mála- miðlun. Hann kvaðst eftir nokkra umhugsun hafa fallizt á að draga til baka þessa gagnrýni. Við fundum fleiri sannanir um sveigjanleika Grigorenkos. Meðan á fyrri sjúkrahúsvistinni stóð tók hann til gagngerrar endurskoðun- ekkert, sem benti til þess að Grigorenko væri andlega vanheill. Starfsfólk við lífeðlisrannsókna- deild Geðrannsóknastofnunar New York-ríkis komst að sömu niðurstöðu án þess að vita um afstöðu okkar. Við fundum heldur engin merki þess að Grigorenko hefði áður fyrr getað verið sál- sjúkur. Áherzla skal á það lögð, að ekki fannst minnsti vottur sjúk- legrar ofsóknarhyggju. Hvað viðkemur sögulegri og lífeðlis- fræðilegri sönnun um æðakölkun þá bendir ekkert til þess að hún hafi haft áhrif á vitsmunalegt eða tilfinningalegt atgervi Grigor- enkos, eða hafi ráðið nokkru um atferli hans eða lundarfar. Rannsókn okkar beindist fyrst og fremst að því að leita að skjúkdómseinkennum. Það, sem við fundum í staðinn, var maður, — maður, sem að sumu le.vti minnti á sjúklinginn, sem lýst var í sovézku skýrslunum, þótt kald- hæðnislegt megi virðast. Munur- inn var sá að sovézka útgáfan var vísvitandi rangfærsla. Þar sem þeir bentu á þráhyggju fundum við staðfestu. Þar sem þeir tilgreindu sk.vnvillu sáum við raunsæi. Þar sem þeir töldu sig sjá óeðlilegt kæruleysi fundum við alúð. Þar sem þeir sáu sjúkleika fundið við heilbrigði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.