Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLI 1979 dag til að spyrja frétta, en í fimm daga fengum við alltaf sama svarið, „það er ólendandi uppi, en ég læt ykkur vita þegar hægt verður að reyna“. Dagarnir liðu mjög hægt og menn voru farnir að verða frekar hvekktir á þessu. Við gerðum raunar ekkert annað en að borða og drekka bjór, auk þess að spila lítillega billjard á mótelinu sem við bjuggum á. Bærinn sjálfur er mjög lítill og því fljótlegt að skoða hann, þar eru tvær verzlan- ir, ein benzínstöð, eitt leðurverk- stæði og þrjú mótel, auk nokkurra íbúðarhúsa. Loksins að morgni fimmtudags- ins 7. júní kom kallið frá Cliff. Ákveðið var að við Arnór færum með fyrri ferðinni og síðar myndi Cliff sækja Arngrím og Helga. Allt var gert klárt í skyndingu og komið fyrir á palli pickupbílsins sem Cliff flutti farangurinn á. Cliff bað svo einn okkar að aka honum út á aðalflugvöll bæjarins, því hann sjálfur hefði aðstöðu á smávelli inni í bæ. Þaðan flaug hann sjálfur yfir á aðalvöllinn. Hafurtaskinu var komið fyrir í lítilli Cessnu 185 skíðaflugvél, það var reyndar búið að taka öll sæti nema flugmannssætið úr til þess að hægt væri að koma öllum þessum farangri fyrir og við máttum sitja á bakpokunum okk- ar reyrðir niður í öryggisbelti. Flugferðin var mjög skemmti- leg, við fengum sæmilegt útsýni yfir hið hrikalega landslag sem þarna er, þúsundir fjallatoppa eru allt í kringum sjálft „aðalfjallið" McKinley. Eftir mjúka lendingu stéum við út og á móti okkur kom steikjandi hiti, maður hefði vart trúað því að uppi í rúmlega tvö þúsund metra hæð væri yfir tutt- ugu stiga hiti og sólskin, og það á „kaldasta" fjalli heims. A móti okkur tók indíánakerlingin, eins og við nefndum hana, en það er kona sem hefur aðsetur þarna á jöklinum til að fylgjast með veðri fyrir flugmennina sem þarna lenda. Hún býr þarna í gömlu „vegavinnutjaldi", þar sem hún er með talstöðvar af ýmsum gerðum og stærðum. Við Arnór fórum þegar í að tjalda skammt frá aðaltjaldstæð- inu, en þá vildi það óhapp til að ég braut einn fiberbogann í tjaldinu, þannig að við töfðumst um þrjá klukkutíma við viðgerðir. Á með- an bisað var við viðgerðina feng- um við þær fréttir að ekki yrði flogið meira þennan daginn vegna þoku sem var að læða sér inn yfir jökulinn. Við vorum því heldur kvíðnir um að nú þyrftum við að bíða einhverja daga eftir strákun- um, en svo fór þó ekki því að þeir lentu í fínasta veðri um hádegi daginn eftir. Nú var því stundin runnin upp, við gátum hafið hina raunverulegu ferð. Sagt verður frá framhaldinu í næstu greinum. Clitf vinur okkar kemur dótinu tyrir í véiinni. Arnór, Arngrímur og Helgi tilbúnir á flugvellinum í Talkeetna. Fyrir utan Talkeetna mótelið, allt haturtaskii tilbúið til flutnings. i .....— ———— Grein Sighvatur Blbndahl Myndir Arngrímur Blöndahl Tilbúnir að hoppa um borð. Helgi skorðaður af innan um bakpokana. unoríku, (il9 1 m á liaið, moð íslenzkum fjallsöngumönnum: I. jurroin „Biðum í byggð ííimm aaga áður en hægt var að fljúga upp á jökul“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.