Morgunblaðið - 08.07.1979, Page 13

Morgunblaðið - 08.07.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ1979 „Stórir bflar og jepp- ar nær óseljanlegir” „FÓLK spyr varla um annað en neyzlugranna bíla þessa dagana og við fáum mikið af upphring- ingum frá fólki úti á landi sem biður okkur að útvega sér bíla sem eyða sem allra minnstu", sagði Jónas Ásgeirsson sölu- stjóri hjá Sveini Egilssyni, er Mbl. innti hann eftir áhrifum hinna miklu olíuverðshækkana hér á landi að undanförnu. „Það gengur verulega erfið- lega að selja alla stóra sex og átta cylindra bíla í dag og stóra jeppa kaupa nær einvörðungu þeir sem þurfa að nota vegna vinnu eða þess háttar. Af nýjum bílum seljum við langmest af Ford FIESTA sem er lítill og eyðslugrannur bíll, en af stærri bílunum seljum við mest af Ford Fairmont fjögurra cylindra, en hann er líka fáan- legur með stærri vélurn," sagði Jónas ennfremur. Aðspurður sagði Jónas að hann teldi heppilegast fyrir þá sem ættu jeppa sér til ánægju, þ.e. til að fara á þeim í fjalla- ferðir og á skíði, að fá ser annan lítinn bíl til að vera á innanbæj- ar. Þetta væri heppilegra þegar á heildina væri litið þrátt fyrir að þá yrði auðvitað að greiða tvöfaldar tryggingar og þess háttar. Hafsteinn Hauksson hjá Bíla- sölunni Braut tók alveg undir orð Jónasar og sagði að sala á benzínfrekum bílum væri nær dauð. Eini möguleikinn fyrir eigendur slíkra bíla væri að bjóða mjög góð kjör. — „Eini jeppinn sem selst í dag er Lada Sport, enda er hann fjögurra cylindra, aðrir hreyfast hrein- lega ekki,“ sagði Hafsteinn. Aro jepp- inn í sýn- ingarferð UM ÞESSA helgi verða tveir ARO jeppar kynntir á Norður- landi, en Aro umboðið á íslandi hefur sent tvo bfla í hringferð um landið og verða þeir sýndir á ýmsum stöðum Norðan-, Aust- an- og Sunnanlands nú næstu eina til tvær vikurnar. Aro jeppinn er fjórhjóladrif- inn og má aka honum ýmist á fram- eða afturdrifi eingöngu og er hann fáanlegur í þremur gerðum, 5 manna, eða með stærra húsi og þá 8 manna eða með tveggja manna húsi en sú gerð er pallbíll með eða án yfirbreiðslu. Bergur Lárusson hjá Aro umboðinu tjáði Mbl. að Aro jepparnir hefðu reynst vel, en þeir hafa verið hér um nokk- urt skeið þótt innflutningur þeirra sé nú að hefjast fyrir alvöru. Eyða þeir kringum 13 lítrum á 100 km, eru með 4 strokka 86 SAE hestafla vél og kosta frá 5,4 upp í 5,9 m.kr. Bergur sagði að verkstæði er tekið hefði að sér að annast viðgerðaþjónustu fyrir Aro jepp- ana flytti í nýtt húsnæði í haust. Myndlr: Kristján Aro jcppann má fá 5—8 manna og kostar frá 5,4—5,9 m.kr. Grind Aro jeppanna kemur ryðvarin, en umboðsmenn ráðleggja þó ryðvörn hérlendis einnig. Ritmo — nýr bíll frá Fiat í haust RITMO nefnist nýr bfll frá Fiat verksmiðjunum, sem er að koma á markað hérlendis í haust. Hefur hann þegar verið kynntur erlendis, en hann á að vera hliðstæður Fiat 128, sem margir þekkja. Er hann fáan- legur 3 eða 5 dyra með hinu venjubundna lagi, sem svo margir bflar hafa fengið á sfðustu árum og nefndir á íslenzku skutbflar. Fiat Ritmo var af 19 blaða- mönnum hjá bílablaðinu Motor kjörinn bíll næsta áratugsins og var honum m.a. talið til ágætis að vera hagkvæmur í rekstri, liggja vel á vegi og smekklega innréttaður og þægilega. Þá hef- ur hann verið valinn bíll ársins í Danmörku af hópi bíla- og véla- sérfræðinga, er skrifa um bíla fyrir ritið „Morgunpóstinn", en 21 bíll var til meðferðar í þessari athugun. Hlaut Ritmo 67 stig á móti 33 stigum næsta bíls á eftir, Citroen Visa, Reunault 18 var í 3. sæti með 30 stig, en þetta er í fjórða sinn sem Fiat hlýtur þennan titil. Fiat verksmiðjurnar segja að sala á Fiat hafi stórlega aukizt það sem af er árinu, t.d. um 49% í Svíþjóð, sem sé einkum að þakka hinum nýja bíl og sé hlutfall Fiat í Danmörku nú 16% af allri bílasölu þar. Fiat Ritmo er fáanlegur með 3 vél- _ arstærðum, 60, 65 og 75 hestafla, 4,5 gíra eða sjálfskiptur. Fiat Ritmo lítur nokkuð skemmtilega út svo sem sjá má af þessari mynd. VW og Chrysler hyggjast smíða sparneytnar bíl- vélar í sameiningu VOLKSWAGEN verk- smiðjurnar vestur-þýzku og bandarísku Chrysler— verksmiðjurnar hyggjast í framtíðinni sameinast um smíði sparneytinna bíla- véla í Bandaríkjunum, að því er Toni Schmuecker aðalframkvæmdastjóri Volkswagenverksmiðj- anna tilkynnti á fundi með fréttamönnum í vikunni. Bflar Umsjón: JÓHANNES TÓMASSON OG SIG- UR BLÖNDAHL Þetta yrði þá önnur tveggja stórra bílaverksmiðja sem VW ætlar að byggja utan Þýzkalands á næstu árum. Þegar hefur verið samið um að VW byggi stóra verksmiðju í Mexíkó og á hún að vera komin í gagnið innan fjög- urra ára. Schmuecker sagði á frétta- mannafundinum, að með þessu samstarfi VW við Chrysler styrktist staða VW verulega á heimsmarkaði, en verksmiðjurn- ar hafa gert sérstakt átak á undangengnum fimm árum til að auka hlutdeild sína á erlend- um mörkuðum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. í því sam- bandi má geta þess að í dag eru VW bílar í fjórða sæti yfir mest seldu bílana í Bandaríkjunum, eftir að þeir skákuðu American Motors úr því sæti á s.l. ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.