Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JULI 1979 15 Karl- menn eiga að klæðast Ijósum fötum í sumar Buxur verða ráðandi í kven- fata- tískunni hér- lendis í sumar. rauðar, bláar og gular. strokjárnsins og erfitt verður fyrir piparsveina bæjarins að fylgjast náið með tískunni. „í vor fór ég til London og kynnti mér þá m.a. nýjustu herratískuna. Þar er mest um brún og beislituð föt. Ég sá þar t.d. brúna liti sem ég hef aldrei séð áður. Einna auðveldast er líklega að líkja núverandi tísku við þá sem var árið 1930. Tískan er hringrás sem fylgir tónlist- inni og því sem viðkemur poppheiminum sbr. Grease-æði. Disco-stílinn sem ruddi sér til rúms hér s.l. vetur held ég að líði undir lok í haust.“ Stefán sagði að samkvæmistíska karlmanna hefði staðið í stað í fjölda ára. „Þó held ég að í ár fari hvít og Ijós föt að velta hinum hefð- bundnu svörtu fötum úr sessi." Að lokum spurði blm. Stefán hvort hægt væri að Stefán Á. Magnússon, fram- kvæmdastjóri. fylgjast grannt með tískunni vegna peninganna? „Það er ekki eins erfitt fyrir karlmenn að fylgjast með tískunni og kvenmenn. Kvenfatatískan breytist mun örar en þó kosta góð herra- jakkaföt um 100 þúsund krónur í dag. Annars er það ótrúlegt hvað íslendingar kaupa af fatnaði. Á sumrin er ég leið- sögumaður bandarískra lax- veiðimanna og geng alltaf með þeim niður Laugaveginn eftir að hafa frætt þá um Reykjavík, m.a. íbúafjöldann. En er við komum niður á Lækjartorg segja þeir: Stefán, þú hlýtur að hafa sagt Lxkur ósatt um íbúafjöldann. Fataverslanirnar við þessa götu hljóta að þjóna 1—2 milljónum manna en ekki 120 þúsundum." (MenninKarstofnun Handaríkjanna ok starfsfólki hennar eru færÓar sórstakar þakkir fyrir aóstoó vió tciku meðfyÍKjandi mynda.) Texti: Rannveig M. Níelsdóttir Myndir: Emilía B. Bjömsdóttir og Kristjdn Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.