Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ1979 30 bátar eru með leyf i til rækju- veiða á djúpslóð ÞRJÁTÍU bátar eru nú með leyfi til rækjuveiða á djúpslóð og hafa þeir ekki áður verið svo margir. Þá eru níu bátar með leyfi til veiða á rækju við Eldey og á þeim slóðum fá ekki fleiri bátar leyfi, þar sem kvótinn er fulíur. Djúprækjubátarnir hafa verið að veiðum úti af Vestfjörðum og fyrir Norðvesturlandi og hafa yfirleitt aflað vel af góðri rækju. Fyrirhugað hafði verið að togarinn Dagný yrði við rækjuleit og rannsóknir á djúpslóð, en skipið bilaði á leiðinni á miðin og liggur nú í Siglufirði. Þeir bátar, sem eru á djúprækj- unni eru víðs vegar að af landinu en þó einkum frá stöðum við Isafjarðardjúp og á Norðvestur- landi. Stærsta skipið, sem stundar þessar veiðar, er rækjutogarinn Dalborg frá Dalvík, en minnstu bátarnir með leyfi eru 30—40 tonn að stærð. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir bátanna, sem leyfi hafa, eru byrjaðir veiðar, en ætla má að þeir séu í kringum 20. Vestfjarðabátar eru einkum í norðaustanverðu Kögurhólfinu á tiltölulega litlu svæði og veiða þar á allt að 200 faðma dýpi og með aflanum er enginn fiskur. Norð- lendingarnir hafa hins vegar verið að fá rækjuna djúpt út af Húna- flóa. Á báðum svæðunum hefur í heildina aflast vel, en hölin hafa verið mjög misjöfn. Af bátum á Eldeyjarsvæðinu er það hins veg- ar að frétta, að afli hefur verið frekar lélegur til þessa. Járnblendiverksmiðjan: Rætt um frek- ari stækkun? í NÝLEGRI grein í tímaritinu Metal Bulletin er greint frá formlegri opnun Járnblendi- verksmiðjunnar að Grundar- tanga og er gefið í skyn að íslenzk stjórnvöld kunni að hafa áhuga á að stækka verksmiðjuna Höggbor- vél stolið HÖGGBORVÉL af gerðinni Meta- pó var stolið úr húsi í smíðum við Rituhóla í síðustu viku ásamt handverkfærum. Höggborvélin er um 300 þús. kr. virði og ef einhver verður var við slíka vél á glám- bekk er hann beðinn að láta rannsóknarlögregluna vita. á næstunni m.a. vegna góðrar samvinnu við Norðmenn á þessu sviði. Sem kunnugt er verður haustið 1980 tekinn í notkun annar bræðsluofn eftir að fyrri ofninn hefur verið starfræktur í tæplega hálft annað ár. Jón Sigurðsson forstjóri Járn- blendiverksmiðjunnar sagði í samtali við Mbl. að Brian Robin- son, sá er skrifaði umrædda grein, hefði verið viðstaddur opnun verksmiðjunnar á dögunum. Sagði Jón að ekkert hefði enn verið talað um stækkun verksmiðjunnar um- fram ofnana tvo, sem þegar væru ákveðnir, en taldi ekki útilokað að farið yrði að ræða slíka stækkun áður en ofn 2 verður tekinn í notkun, þar sem hún þyrfti langan aðdraganda m.a. með hliðsjón af raforkumöguleikum. Evrópumótið í bridge: ísland 10 — Svíþjóð 10 Dregur úr ökuhraða í Reykjavík „OKKUR virðist hraðinn vera heldur minni en áður,“ sagði Ásmundur Mattíasson, varð- stjóri hjá Umferðardeild lög- reglunnar í Reykjavík, er hann var spurður um ökuhraðann á götum Reykjavfkur um þessar mundir. Ásmundur sagði að lögreglan væri með stöðugar radarmæiingar á götum borg- arinnar og væru oft þrír radar- ar í gangi í einu. Nefndi Ás- mundur að við mælingar á Hringbraut við Bjarkargötu hefði einn ökumaður verið tek- inn á 94 kílómetra hraða og allmargir á um 80 kflómetra hraða en leyfilegur hámarks- hraði þar væri 50 kflómetrar eins og almennt er í borginni en 60 km hámarkshraði er á nokkrum götum. Ásmundur sagði að dag hvern tæki lögreglan tugi bílstjóra fyrir of hraðan akstur og síðustu daga hefðu margir verið teknir á milli 90 og 70 kílómetra hraða. „Árekstrar í Reykjavík eru færri það, sem af er árinu, en í fyrra og slys á fólki í umferðinni verulega færri og við teljum að það hversu dregið hefur úr hrað- anum eigi m.a. þátt í þessari breytingu. Því miður er alltaf einn og einn ökumaður, sem ekki virðir reglurnar um hámarks- hraðann eins og mælingar okkar gefa til kynna. Um ástæður þess að dregið hefur úr hraða skal ég ekki fullyrða en það kann vel að vera að fólk haldi aftur af sér þegar bensínið hefur hækkað en ég hef þó trú á að fólk sé orðið tillitssamara í umferðinni og skilji að ef á annað borð verður slys þá verður það því alvar- legra, sem hraðinn er meiri,“ sagði Ásmundur. Rannsóknir á kolmunna- veidi og vinnslu hans UMFANGSMIKLAR tilraunir verða í sumar gerðar á kolmunnaveiði og vinnslu kolmunna. Þessar tilraunir eru gerðar á vegum „Nordforsk“ og eru styrktar af norræna iðnaðarsjóðnum. Norðmenn og Færeyingar hafa tekið að sér tilraunir með svokallaðri stórmöskva- flotvörpu, en íslendingar tilraunir með kaðalflotvörpu. Þá eiga íslendingar einnig að gera tilraunir með stórar botnvörpur. Átti heldur betur að nota hafrannsókna- skipið Hafþór í þessum tilraunum en ennþá er ekki séð fyrir endann á þeim viðgerðum og breytingum sem staðið hafa yfir á skipinu í meira en ár. Loks verður reynt að fá togara á leigu til að sinna veiðitilraunum með botnvörpu. Um borð í Óla Óskars verða gerðar vinnslutilraunir undir stjórn Ara Jónssonar hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Hér mun vera um að ræða tilraunir með flokkunarvél og geymslu fisks í ís í sérstökum gámum. í raun má líta þannig á, að öll þau skip, sem taka þátt í kolmunnaveiðum í sumar, stundi tilraunaveiðar. íslenzka landsliðið í bridge gerði jafntefli við Svíþjóð í 9. umferð Evrópumótsins í bridge sem fram fer í Lausanne í Sviss með 10 stigum gegn 10. í áttundu umferð tapaði sveitin fyrir Þjóð- verjum 5—15. Staða efstu þjóða er þessi eftir 9 umferðir: 1. Frakkland 139, 2. Pólland 128%, 3. Ítalía 128, ,4. írland 127, 5. Noregur 106, ísland er nú í 11. sæti með 98%. Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson er nú við kolmunnaleit úti fyrir Austurlandi og verður á þeim slóðum til 9. júlí undir stjórn Sveins Sveinbjörnssonar. Veiðitil- raunir verða gerðar á Óla Óskars með kaðaltrolli og venjulegu flottrolli frá Hampiðjunni. Varpa sú sem reynd verður var notuð á ms. Grindvíkingi í fyrra og reynd- ist vel, er því um eins konar samanburðartilraunir að ræða. Sjórallinu lýkur í dag RALLBÁTURINN Inga öslaði á fullri ferð suður með Vest- fjörðum í gærmorgun og var væntanleg til Ólafsvíkur um miðjan dag í gær. Er Morgun- blaðið hafði síðast fréttir af þeim Ólafi Skagvik og Bjarna Sveinssyni gekk ferðin eins og bezt varð á kosið. Fyrir hádegi í dag átti að leggja af stað í síðasta áfangann til Reykja- víkur, en komutími í mark var ekki vitaður þegar blaðið fór í prentun. í gær var Inga orðinn u.þ.b. fjórum tímum á undan áætlun í „Sjóralli ’79“. Leiðrétting í FRÉTTUM af málsókn Þorkels Valdimarssonar og Valdimars Þórðarsonar á hendur Reykja- víkurborg féll niður nafn lög- manns þeirra en það er Helgi V. Jónsson hrl. „Með vindil í trant- inum, burgeisabros og veiðistöngina á lofti ÞJÓÐVILJINN birtir í gær viðtal við Dóru Guðmundsdótt- ur á jafnréttissíðu blaðsins. Viðmælandi blaðsins segir skoð- anir sínar þar umbúðarlaust, cn fyrirsögn greinarinnar er „Að sjá hann í laxinum — Jesús minn“. Á einum stað í samtali segir svo: „Ég myndi ekki kjósa neitt. Mér finnst Alþýðubandalagið hafa brugðist ög svikið nærri allt sem lofað var og mér finnst það hræðilegt að horfa uppá flokksbroddana bókstaflega breytast í fígúrur fyrir framan augun á sér. Tökum til dæmis hann Sigur- jón. Að sjá hann í laxinum — jesús minn! Með vindil í trantin- um, burgeisabros og veiðistöng- ina á lofti. Guð, hvað ég vildi að hann hefði fengið gamla striga- skó á öngulinn. Þá hefði ég nú hlegið. Og vesalings konan hans. Sú má nú pressa og stífa eftir myndunum af honum að dæma. Og svo sér maður hana í humátt á eftir honum þegar hann kveik- ir á jólatrénu og sinnir öðrum „róttækum umbótastörfum." Ég hef satt að segja aldrei þolað snobbara af neinu tagi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.