Morgunblaðið - 08.07.1979, Síða 29

Morgunblaðið - 08.07.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ1979 29 heimsóknum margra landa sinna og fólks af ólíkum þjóðernum og þjóðlöndum, þótt ekki byggju þau í þjóðbraut. Nafnalistinn, sem geymdur var í gestabókum heimil- isins um meir en hálfrar aldar skeið, er langur og fjölskrúðugur. Er ekki að efa að flestir gestanna hafa farið ríkari af þeirra fundi. Ef hægt var að tala um einhverja aufúsugesti, þá voru það Hafnar- stúdentar, en undirritaður var í hópi þeirra. Það var alveg eins og koma á rammíslenzkt heimili, þar sem hin forna þjóðlega menning var í hávegum höfð. Þar voru alltaf íslenzk málefni efst á baugi, enda alltaf vel fylgzt með því sem gerðist heima á Fróni. Allur heimilisbragur var mjög til fyrirmyndar og þau hjón mjög samrýmd. Sigfús dó 1950 og höfðu þau hjón áður sótt okkur heim á 75 ára afmæli hans. Héldu gamlir Hafnarstúdentar þeim veglega veizlu að því tilefni. Þau hjón voru barnlaus, en mörgum Hafnarstúd- entinum þótti sem ætti hann góða fósturmóður, þar sem Hildur var. Hún var fróð kona og ljúf og ritfær í bezta lagi, skrifaði margar greinar í dönsk og sænsk blöð og tímarit um ísland og hafði yndi af góðum bókum. Hún átti því láni að fagna, sem margir fara á mis við um ævina, að eignast sanna vini af þeirri gerð sem var henni sjálfri eigin. Hún átti sér mörg áhugamál og sat aldrei auðum höndum. Hún skrifaðist á reglulega við fjölda vina hér heima og annarsstaðar þar til fyrir fáum árum og alltaf var sami hressi blærinn í bréfum hennar. Hildur bjó í Hörsholm til ævi- loka og kaus sér legstað við hlið eiginmanns síns „heima á Fróni“. Hennar ber að minnast með þökk og virðingu, þegar hún er kvödd hinztu kveðju. Agnar Tryggvason. var alþýðukona, fyrst og fremst móðir, húsmóðir og eiginkona. Hún naut sín við bókalestur og hahnyrðir og heimili hennar var ætíð blómum prýtt, sem lifðu vel, því hún talaði líka við þau. í um það bil tuttugu ár starfaði hún einnig utan heimilisins við ræstingarstörf í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Heimilið og börnin sátu þó alltaf í fyrirrúmu. Til þess er tekið hve náið og fallegt sam- band var á milli hennar og barn- anna alla tíð, en Laufey yngri, dótturdóttir hennar bjó hjá afa og ömmu til fjögurra ára aldurs og meira og minna síðan. Um skeið bjó hún hjá ömmu sinni á Háteigsveginum eftir að Jens lézt. Á milli þeirra var innilegt sam- band. „Því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill í Paradís hjá góðri og göfugri móður?“, kvað Matthías og ég veit að því eru þau sammála börnin hennar. Fyrir stuttu hafði Laufey keypt sér minni íbúð sem ætlunin var að flytja í nú í ágúst, en flutningur- inn varð annar og lengri. Undan- farið hafði hún því átt heima á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar að Arnartanga 76 í Mos- fellssveit. Laufey var glaðlynd kona og spaugsöm og var gaman að hlæja með henni. Henni var tamt að hlæja dátt að græskulausu gamni, svo að hún táraðist og smitaði í kringum sig kátínunni. Síðustu árin gekk hún ekki heil til skógar, en bar sig eins og hetja fram á síðustu stundu. Sterk kona sem brotnaði aldrei. Þannig ætla ég að muna hana. Unaðsreit átti hún sér, en það voru Eyjarnar. Margar ferðir fór hún þangað sér til gleði, ekki hvað síst síðustu árin, en þá var henni tíðförult til Eyja. Hún lézt að heimili vinkonu sinnar skyndilega þann 21. júní s.l. Ég og fjölskylda mín vottum öllum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Hjartans þakkir kæra Laufey mín fyrir alllt og allt. Guð blessi minningu þína. Valgeir Sveinsson. Hjólhýsi Sumarbústaðaland í Grímsnesinu er til sölu sumarbústaöarland 1 ha. og hjólhýsi meö tjaldi. Til greina kemur aö selja hjólhýsiö sér. Uppl. í síma 50877 á mánudag. Saab — Lancía Verkstæöiö er lokaö vegna sumarleyfa frá og meö 16. júlí til og meö 13. ágúst. Töggur h.f. Bíldshöfða 16. \mWAM:IWÆ ÞAKRENNUR og fylgihlutir ==r ~ :( = ~ n BORGARAS Sundaborg 7. S. 81044. Kynnist töfrum öræfanna í 6, 12 eöa 13 daga háfjallaferöum ukkar. Allar máltíöir framreiddar í sérstökum eldhúsbílum til hagræöis fyrir farþegana. Matur og tjaldgisting innifalið í veröi. Allar nánari upplýsingar í síma 13499 og 13491 eöa á skrifstofunni. ÚLFAR JACOBSEN FERÐASKRIFSTOFA AUSTURSTRÆTI9 SÍMAR 13499 0G 13491. Klapparstíg 27, sími 19910. Leitiö ekki langt yfir skammt. Vagninn sem þér leitið að fæst hjá okkur, víösýn barnsins er komin undir útsýninu. Margir litir. Póstsendum. „Pakkningarefni“ Hvítar Asbest-plötur Asbest-dúkur Pípueinangrun úr asbest og glerull. Gúmmíþéttir meö striga. Gaskoid-olíuþéttir. G.J. Fossberg, vélaverzlun hf. Skúlagötu 63, Reykjavík. Sími 18560. qSSBa Romanze — dyrindisstell fra Rosenthal. Fagað form. Því næst sem gegnsætt postulín. Romanze er árangur margra ára þróunar í efnisblöndun og framleiðsluaðferðum. Þess vegna hefur Wiinblad og Wohlrab tekist aö hanna sannkallað meistaraverk: Romanze — dýrindisstell frá Rosenthal. A. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.