Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ1979 i Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiósla Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. ó mánuói innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakió. Aðkallandi verkefni Starf stjórnarskrár- nefndar er nú komið á þann rekspöl, að nefnd- in mun leggja hugmyndir um breytingar á kjör- dæmaskipan og kosninga- rétti fyrir stjórnmála- flokkana í haust, með upplýsingum, útreikning- um og rökstuðningi, að því er fram kom í viðtali við formann stjórnar- skrárnefndar, dr. Gunnar Thoroddsen, í Morgun- blaðinu í fyrradag. Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Ranglætið í kosningarétti fólks eftir því hvar það er búsett á landinu er orðið svo mikið, að ekki er hægt að ganga til nýrra kosn- inga án þess að kjósendur fái í þeim kosningum tækifæri til að fjalla um þetta mál. Sums staðar hefur fólk rúmlega sex atkvæði á móti hverju einu atkvæði kjósenda í öðrum landshlutum. Stjórnarskrárnefnd er ætlað það verkefni að endurskoða stjórnar- skrána í heild sinni. Henni er ætlað að skila tillögum um það heildar- verkefni í árslok 1980. Þá eiga stjórnmálaflokk- arnir eftir að fjalla um þær tillögur og það tekur sinn tíma. Þess vegna er augljóst, að leiðrétting á því misvægi atkvæða, sem nú ríkir, má ekki bíða heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar, sem getur dregizt eins og reynslan sýnir. Mikilvægt er, að samstaða takist milli flokkanna um þetta atriði. Þegar stjórnarskrár- nefnd hefur lagt sínar tillögur fyrir stjórnmála- flokkana í haust er mikil- vægt, að þegar í stað hefjist skipulagsbundin vinna af þeirra hálfu að athugun þeirra hug- mynda. Slík vinna þarf að fara fram bæði innan flokkanna og með sam- ráði þeirra í milli. Vegna mikillar óvissu, í stjórnmálum landsins ekki sízt, er nauðsynlegt að stefna að því, að Al- þingi fjalli um breytingar á kosningarétti og kjör- dæmaskipan á næsta þingi. Með það í huga er æskilegt, að samráð verði haft milli flokkanna á þessu sumri um, hvernig unnið verði að málinu, þegar hugmyndir stjórn- arskrárnefndar hafa ver- ið lagðar fram. Ella er hætta á því, að óhæfileg- ur dráttur verði á með- ferð málsins, þegar aðrar annir flokkanna á hausti og fram eftir vetri eru hafðar í huga. Of lítið hefur verið fjallað um kjördæma- og kosninga- réttarmálið á opinberum vettvangi. Að vísu komu nokkrar tillögur fram á þingi skömmu fyrir síð- ustu kosningar um breyt- að var vel ráðið hjá Benedikt Gröndal ut- anríkisráðherra að breyta fyrri ákvörðun sinni um rýmkun á ferðafrelsi varnarliðsmanna. Það er ingar. Þær náðu ekki fram að ganga enda tókst samkomulag innan þings- ins um málsmeðferð og skýringin á því, að málið var ekki rætt á þingi á sl. vetri er sú, að stjórn- arskrárnefndin hafði fengið tveggja ára starfstíma. Stjórnmála- flokkarnir verða hins veg- ar að gera sér grein fyrir því, að ástandið í þessum málum er orðið svo slæmt, að kjósendur í tveimur fjölmennustu kjördæmum landsins hafa á orði, að það taki því ekki að neyta atkvæð- isréttar síns. Þess vegna verða menn að láta hend- ur standa fram úr erm- um. sjaldgæft að stjórnmála- menn viðurkenni mistök sín. Það hefur utanríkis- ráðherra nú gert og með skjótum hætti. Slíka af- gtöðu ber að virða. Vel ráðið hjá ut- anríkisráðherra Reykj av í kurbréf Laugardagur 7. júlí Landbúnaður og neytendur Höfundur Reykjavíkurbréfs hefur á ferðum sínum um landið hitt marga bændur og spurt þá frétta úr sveitinni. Borgarbúum er ekki síður hollt að tala við sveita- fólk en því við neytendur afurða þess í bæjum og þorpum. Slík skoðanaskipti eru gagnleg, ekki sízt vegna þess, að hugmyndir eru gjarna jafnmargvíslegar í lýðræð- isríki og fólkið er margt. En þá er nauðsynlegt að byggja helzt á skoðunum þeirra, sem mesta reynslu hafa og geta miðlað öðrum af henni. A íslandi eru margir merkir og hagsýnir bændur, sem kunna sín verk til hlítar og er ástæða til þess að hlusta vel á hugmyndir þeirra, nú þegar landbúnaðarmál eru á oddinum og margt um þau fjallað, bæði af sanngirni og ekki síður ofstopa, eins og gengur. Gætnir og reynsluríkir bændur fara ekki hamförum í pressunni eins og ýmsir aðrir, en það er ekki þar með sagt, að við eigum ekki að kynna okkur skoðanir þeirra og reyna að koma þeim á framfæri við fólkið í landinu, ekki sízt þá sem í þéttbýli búa og kaupa eiga afurðir þeirra. Slíkir bændur hrópa ekki ókvæðisorð að þeim, sem neita að skattleggja fólkið í landinu á síðustu dögum Alþingis, með milljarða álögum til að drepa í skörð úreltrar lausnar á vanda- málum landbúnaðarins. Þeir reyna miklu fremur að setja sig í spor neytenda og skattgreiðenda og leita lausnar á eigin vandamál- um, s.s. offramleiðslu á landbún- aðarvörum, sem kalla á stórfelld- ar niðurgreiðslur og enn meiri offramleiðslu á vörum, sem seljast ekki hér á landi, en eru hálfgefnar til útlanda vegna greiðslna, sem teknar eru úr vasa íslenzkra skattborgara. Þessir bændur fagna hverju því spori, sem stigið er til lausnar vandamálum þeirra og þjóðarinnar allrar, án þess gripið sé til vígorða og pólitískra herferða, sem engan vanda leysa, en auka fremur á hann. Ymsir þéttbýlismenn telja sig hafa ráð undir rifi hverju og geta leyst vanda landbúnaðarins með einu pennastriki — og þá helzt með því að leggja að mestu niður búskap í landinu (!). Slíkt hlustar enginn viti borinn maður á í alvöru. Sveitamenningin er ein helzta vörn okkar gegn utanað- komandi þrýstingi og óþjóðhollum áhrifum: Við þurfum hennar nú meir við en nokkru sinni fyrr. Hún eflir íslenzkt þjóðlíf og andlegt þrek okkar. Að vísu er ekki hægt að mæla hana í krónum og aurum, svo að ýmsum getur fundizt fátt um hana fyrir bragðið, en slík landvörn menningar, sögu og þjóðernis verður aldrei vegin á vogarskál Mammons. Annað er það, að Islendingar vilja lifa í landi fullbyggðu, en ekki borgríki, eins og yrði, ef landauðn yrði í sveitum. En eitt skulum við muna umfram allt, að sú tíð getur komið, að erfitt verði um matföng og hvar stæðum við þá, ef land- búnaðarafurðir skorti? Olíu- skortur og farmannaverkfall hafa sýnt okkur svart á hvítu, hve nauðsynlegt er, ekki sízt nú á tímum, að vera sinn eigin herra í tvísýnni veröld. Sú tíð gæti komið í hungruðum heimi, að matvæla- framleiðendur reyndu að græða stórfé á matarskorti eins og Rotterdambraskarar á olíuskorti. Við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun. Og svo eiga menn að þakka sínum sæla fyrir okurverð á olíu! Okurverð á landbúnaðarvör- um gæti einnig orðið okkur skeinuhætt einn góðan veðurdag. Þá hefur landbúnaður lagt und- irstöðu að fjölbreyttum iðnaði víða um land, sem byggður er á frábærum afurðum eins og ís- lenzkri ull og ýmsu gæðahráefni öðru. Eða hvað ætli Akureyringar og ýmsir aðrir segðu, ef flytja þyrfti inn ull og gærur, e.t.v. á okurverði? Það er nú einu sinni svo, að vísindin hafa ekki enn fundið ráð til að „framleiða" gærur án kjöts. Kindina verðum við að fá í heilu lagi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Því verður ekki einu sinni breytt með fundarsamþykktum, þótt góðar séu! Leiðir sveita og þéttbýlis fara saman í flestum efnum, þegar málin eru brotin æsinga- og útúr- snúningalaust til mergjar. Vanda- mál verða ekki leyst með því að menn steyti hnefana hver framan í annan. Vandamál landbúnaðar- ins verða sízt af öllu leyst með því að gera þau að pólitísku bitbeini eða gljáfagurri beitu atkvæðaveið- ara. Málið er í senn stærra og brýnna en svo, að um það sé fjallað í æsingartóni einum eða af alkunnri íslenzkri fjölmiðlaþröng- sýni og hótfyndni. Það þarf yfir- vegunar með. Hagsmunir alls al- mennings á íslandi eru undir því komnir, að vel takizt til um lausn þessa vanda. Bændur gera sér ekki sízt grein fyrir því. Þeir einblína ekki á eina hugmynd, sem allt geti leyst, hvorki svokallaðan fóður- bætisskatt, sem dregur ekki endi- lega úr offramleiðslu, heldur gæti aukið hana, né neitt annað, sem nefnt hefur verið — allra sízt auknar álögur á skattgreiðendur, sem taka á með geðþóttaákvörð- unum á síðustu dögum þingsins. Um það hefur höfundur Reykja- víkurbréfs sannfærzt í samtölum við mikilsvirta og farsæla bændur. Þeir standa ekki á torgum úti og hrópa hver í kapp við annan um patentlausnir. En það er raunsæ afstaða, ekki sízt blaðamanna, að hlusta vandlega á þá, reyna að skilja vandamál þeirra til þrautar og túlka þau fyrir borgarbúum og öðrum neytendum. Þá er ekki síður nauðsynlegt fyrir bændur að hlusta minna á pólitíska ofstopamenn, sem sjaldnast koma neinu góðu til leiðar, en meira á óskir þess fólks, sem til frambúðar á að kaupa afurðir þeirra, svo að báðir aðilar megi vel við una. Margvíslegar tillögur hafa kom- ið fram um landbúnaðarmál, bæði á Alþingi og annars staðar, og flestar vel og rækilega kynntar í fjölmiðlum. Sumar þessara hug- mynda eru gagnmerkar og allrar athygli verðar. En hvað segja bændur sjálfir? Höfundur Reykja- víkurbréfs bað heldur ungan, en reynslumikinn bónda á SV-landi að senda sér línu um það, hvernig hann teldi, að leysa ætti vandamál bænda nú, en hann kvaðst vera of önnum kafinn við bú sitt til að finna tíma aflögu. Hann hefur nú samt gert sér það ómak að senda okkur nokkrar línur um landbún- aðarmál og fara þær hér á eftir til íhugunar þeim, sem vilja hugsa um þau á grundvelli reynslu, en ekki tilfinninga einna saman, eða vegna pólitísks ávinnings. Bónd- inn sagðist ekki hafa tíma til að standa í þessum venjulegu ís- lenzku ritdeilum um hvaðeina og léti því ekki nafns síns getið, en hugmyndir hans eiga þó ekki síður erindi á prent af þeim sökum. Hann lagði áherzlu á, að tillögurn- ar um gróðurkort jarðanna ættu ekkert skylt við það að auka áhrif og yfirstjórn ýmiss konar nefnda yfir jörðum og búum bænda, hvað þá að þær beri vott um tilhneig- ingu til þjóðnýtingar jarða. Hér sé aðeins um það að ræða, að jarðir séu nýttar eins og beitarþol þeirra segir til um — og ef það yrði gert, gætum við haft minni áhyggjur af offramleiðslu en hingað til. Þann- ig ynnist tvennt í senn: lífsnauð- synleg landvernd, þ.e. sú um- gengni við landið, sem það á skilið af okkur, og raunhæfur búrekstur, sem væri reistur á þoli jarðanna, en ekki ofnýtingu. Af þessu skað- aðist enginn bóndi, þegar fram í sækti, heldur yrðu búin betri, landgæði meiri — og búrekstur allur með þeim hætti að koma ætti báðum í hag, búandfólki og neytendum í þéttbýli. Við verðum að lifa með landinu með framtíð- ina í huga, ekki síður en líðandi stund. Annars kemur sá tími, að landið verður óbyggilegt, menn flosna upp — og offramleiðslan leiðir til móðuharðinda af manna- völdum. Slíka „lausn“ á brýnu vandamáli kýs enginn íslending- ur. Og nú er mikið í húfi, að vel sé á málum haldið. Við verðum að standa vörð um landið, ekki síður en fiskimiðin. Ræktun lands og sjávar, verndun og hagsýni, eru brýnustu verkefni samtímans og vísa okkur leiðina inn í farsæla framtíð. Bréf frá bónda á Jónsmessu Bréf bóndans er svohljóðandi: „Nú þegar bændur eru að fá vorgreiðslu fyrir afurðir sínar, fá þeir vissulega sinn „félagsmála- pakka", þar sem er greiðsla á útflutningsgjaldi. Af verðlags- grundvallarbúi eru teknar rúmar sex hundruð þúsund krónur af vorgreiðslu sauðfjárafurða en af mjólk mun eiga að taka kr. 9 af hverjum lítra til áramóta. Þétt- býlisfólki til glöggvunar má geta þess, að útflutningsbæturnar, sem ríkissjóður greiðir á útfluttar landbúnaðarvörur, kjöt og mjólk- urafurðir, eru ekki nógar og verða því bændur sjálfir að greiða það, sem á vantar, eða að öllum líkind- um yfir milljón krónur á verðlags- grundvallarbú. Ef fullar niður- greiðslur hefðu komið til, hefðu bændur fengið þessa peninga óskipta. Þetta er mjög tilfinnan- legur skattur vegna þess að hann MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1979 17 er tekinn af nettótekjum bóndans og kemur sérlega illa við menn nú vegna vorharðindanna. Ekki mun of í lagt að telja fóðurkostnað á grip um 20% meiri en í meðalári, og þó einkanlega á sauðfé og hrossum. Hvað hefur gerst í íslenskum landbúnaði, þegar framleiðsluráð ákveður að leggja slíka skatta á bændur til þess að borga þeim eigin afurðir — og það ekki í neinu gæðaárferði? Undanfarin þrjú ár hafa verið óþurrkasumur á Suður- og Suð- vesturlandi, en að vísu fremur góð ár á Norður- og Austurlandi og er þá árinu, sem nú er að líða, alveg sleppt. Að mínu viti er ástæðan í fyrsta lagi sú, að bændur á Suður- og Suðvesturlandi stóðust þessi þrjú óþurrkasumur, þ.e. þeir þurftu ekki að fækka gripum og gátu haldið fullum afurðum, þegar á heildina er litið. Þetta tókst fyrst og fremst yegna góðra heyvinnutækja, dugn- N eskaupstaður: F jöldi aðkomu- manna tekur þátt í hátíðahöldunum Neskaupstað, 7. júlí. Frá Anders Hansen blm. Mbl. í DAG, laugardag, verður hátíð- arhöldunum haldið áfram hér á Neskaupstað í tilefni 50 ára afmælis kaupstaðarins. Veður- guðirnir eru ekki hliðhollir kaup- staðarbúum og gestum og er þoka yfir og fremur kalt. Vonast menn þó til að létti í dag og hlýni eitthvað. I morgun kom varðskipið Þór til Neskaupstaðar og sigldi með bæj- arbúa og gesti út á Norðfjarðar- flóa og inn á Viðfjörð og Hellis- fjörð. Var þessi ferð hin ánægju- legasta þrátt fyrir kulda og frem- ur lélegt skyggni vegna þoku. Klukkan 2 hefjast síðan hátíð- arhöld í skrúðgarðinum, ávörp verða flutt og ýmislegt verður til skemmtunar. íþróttakeppni fer fram, lúðrasveit leikur og í kvöld verður stiginn dans í félagsheimil- inu Egilsbúð. Fjöldi aðkomu- manna er nú í bænum og setja brottfluttir Norðfirðingar og fólk frá vinabæjum kaupstaðarins í Danmörku og Noregi mikinn svip á bæinn, sem er fánum skrýddur í tilefni hálfrar aldar afmælisins. Guðmundur með V2 vinning Fyrsta umferð á Vesterhavs- skákmótinu í Esbjerg í Dan- mörku var tefld á föstudag og gerði Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari þá jafntefli við Har- stone frá Englandi. Alls taka þátt í mótinu 14 keppendur, 4 stórmeistarar og 6 alþjóðlegir meistarar. Önnur umferð var tefld síðdegis í gær en mótinu á að ljúka 21. júlí. Frá borgarstjórn: Tillaga um opnunartíma sundstaða samþykkt Á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld var borin upp tillaga frá Alþýðubandalag- inu þess efnis, að fela ætti borgarráði að kanna ítarlega möguleika á því að um helgar verði sundstaðir opnir lengur en nú er. Samkvæmt tillög- unni átti einnig að fela borg- arráði að athuga hvort ekki væri hægt að opna almenn- ingi sundlaugarnar í Árbæ og Breiðholti. í umræðum um tillöguna upplýsti Markús Örn Antons- son, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, að tillaga um að sundlaugarnar í Árbæ og Breiðholti verði opnaðar al- menningi, hefði verið sam- þykkt í íþróttaráði þá um morguninn. Taldi íþróttaráð að þetta ætti að gera til reynslu í ágústmánuði. Svo virðist, að í borgarstjórn hafi verið borin upp tillaga um athugun á málinu, þegar búið var að samþykkja framkvæmd þess í íþróttaráði. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með fimmtán samhljóða atkvæð- um. aðar og þjálfunar manna við að standast erfitt tíðarfar, en ekki vegna þess að votheysverkun hafi aukist að ráði. Votheysgerð hefur aukist hægar en ýmsir opinberir aðilar hafa viljað, og kemur þar margt til. Að þessu hefur markvisst verið stefnt, að bændur yrðu sem allra minnst háðir veðráttu við heyskap og virðist árangur þeirrar baráttu koma glöggt í ljós í því, að bændur stóðust þessi þrjú óþurrkasumur í röð, án þess að fækka skepnum. Góðærið fyrir norðan og norð- austan hefur hins vegar verið notað til þess að stækka búin og auka framleiðsluna, sem var þó nóg fyrir. Þar komum við að þessum vanda, getum við minnk- að framleiðsluna? Raunar er ekki hægt að spyrja, hvort við getum það, við verðum að minnka hana, Og þá er ólíkt hagstæðara að framleiða minna og fá fullt verð fyrir, en að framleiða 20—30% meira magn og fá sama verð fyrir. Allar þær tillögur, sem Stétt- arsambandið og framleiðsluráð hafa samþykkt og lagt fyrir Al- þingi hafa meira og minna gengið út á skattlagningu og að mynda sjóði, sem þessir sömu aðilar hafa svo ætlað að útdeila eftir vissum reglum; sem sagt að taka úr einum vasanum og stinga í hinn. Öll skattheimta er óvinsæl, þó er hún þeim mun óvinsælli sem hún er óþarfari. Þetta hafa alþingismenn fundið og ekki viljað samþykkja þessar álögur, alla vega ekki nógu marg- ir. Sá, er þetta ritar, vill gera tillögu um að minnka framleiðsl- una án nokkurrar skattlagningar og telur að það muni hægt. Hér skal aðeins fjallað um mjólk og mjólkurafurðir og sauðfjárafurðir. Aðrar búgreinar eru að mestu háðar framboði og eftirspurn á hverjum tíma og þeir, sem framleiða, verða oftast að sjá um sölu sjálfir og þá kemur það að sjálfu sér, að sá, sem getur ekki selt, verður að minnka við sig og framleiðslan fer í jafnvægi. Að ekki gegnir sama máli um kjöt og mjólkurframleiðslu er fyrst og fremst vegna þess, að mikið landrými þarf til þess bú- skapar og því ekki hægt að þjappa honum saman kringjum þ^ttbýl- issvæðin. í öðru lagi er sú krafa gerð, að þessi búskapur sé stund- aður um allt land, ekki síst vegna „jafnvægis í byggð landsins". Það hefur aftur skapað sérstakt sölukerfi, sem bændur hafa ekki að öllu jöfnu þurft að hafa áhyggj- ur af, heldur einbeitt sér að því að framleiða sem mest, og að það yrði ekki of mikið hefur tíðarfarið séð um. En hvað skal þá gera til að halda þessari framleiðslu í jafn- vægi, að hún verði ekki of lítil og ekki of mikil? Einfaldast er að setja „kvóta“ á hverja jörð eða framleiðanda, þannig að hann framleiði aðeins visst magn, en fari hann fram úr því, fái hann aðeins útflutnings- verð fyrir það, sem umfram er. Auðvelt væri að koma þessu á í sambandi við mjólk og nautgripi og gætu mjólkursamlögin séð um framkvæmd á því að mestu leyti eða gefið skýrslu jafnóðum til framleiðsluráðs, en það gæfi bændum framleiðsluleyfi. Ekki er nema sanngjarnt að bændur hlíti því. I staðinn fengju þeir fullt verð fyrir afurðir sínar og þyrftu ekki að hafa áhyggjur af sölunni. Það skal viðurkennt, að þetta gæti orðið erfiðara í framkvæmd í sambandi við sauðfé vegna þess, að menn gætu farið að selja „á bak við“, en koma mætti í veg fyrir það, meðan notaðar eru niður- greiðslur á kjöt. Erfitt er að selja það á bak við, meðan það er ódýrara í búðum. Ég hef lengi haft þá skoðun, að sauðfé ætti ekki að vera fleira í landinu en það með góðu móti ber og þó heldur færra, þannig að landið grói upp frekar en hitt, hvað sauðfé viðkemur. Nú þegar hafa gróðurkort verið gerð yfir mest allt landið og miklar framfarir í þeirri grein. Þess vegna er ekki nema sjálfsagt að nota þau til beinnar stjórnunar á sauðfjárhaldi í landinu eða alla vega til að takmarka hámarks- fjölda sauðfjár. Þessu mætti haga þannig, að gróðurkort væri gert yfir hverja jörð á landinu og eftir því væri ákveðin tala þess sauðfjár (og hrossa), sem ganga mætti laust í högum jarðarinnar. Þessar tölu: skyldu fylgja með í gögnum yfir viðkomandi jörð rétt eins og fasteignamat og brunabótamat. Væri þetta til mikils hagræðis við kaup og sölu jarða, að skráð væri hversu mikið jörðin ber. Sama á að gilda um alla afrétti og sameiginleg upprekstrarlönd og væri mönnum skylt að fá leyfi umráðamanna afrétta og ekki leyfilegt að taka fleira af lausum fénaði í afrétt en gróðurkortin leyfa. Þannig fyrirkomulag skapaði mikið hagræði, svo að ekki sé meira sagt, í sambandi við úti- húsabyggingar og allar lánveit- ingar stofnlánadeild. Jarðir yrðu þá ekki yfirbyggðar, eins og nú á sér stað. Einnig myndi þetta leysa að mestu vandamál í sambandi við fjáreign þéttbýlismanna, þannig að þeir yrðu að hafa upprekstrar- leyfi og leyfi viðkomandi jarðeig- anda eða afréttareigandi þá að hafa færra sjálfur. Þetta kæmi þó ekki í veg fyrir að þeir, sem hafa yndi af kindum, gætu átt fáeinar, en drægi úr landlausum mönnum að setja upp stór fjárbú." Vonandi verður þetta bréf bónd- ans á Sv-landi einhverjum til umhugsunar og bezt væri, að í fjölmiðlum yrðu umræður um málið á grundvelli staðreynda, raka og reynslu, en ekki þeirra fullyrðinga og tilfinningakasta, sem fæla menn frá þátttöku í þjóðmálaumræðum. Það ætti að vera hægt að ræða landbúnaðar- mál án þess að vera algóður eða alvondur; alvitur — eða brenni- merktur jólasveinn fyrir lífstíð. Eh það er erfitt. Málefnalegar umræður eru ekki sterkasta hlið okkar íslendinga, allra sízt þegar viðfangsefnið er talið „pólitískt Viðkvæmt". Það er m.a. ástæða þess, að hógværir menn og hlé- drægir halda að sér höndum. Bóndinn, sem hér hefur verið vitnað til, er einn þeirra. En því meiri ástæða er til að koma sjónarmiðum slíkra manna á framfæri. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.