Morgunblaðið - 08.07.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.07.1979, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1979 22 Pjotr Grigorenko, fyrrum hershöfðingi í Rauða hernum sovézka, hefur verið í hópi þekktustu andófsmanna á síðari árum, en mál hans er nú ofarlega á baugi síðan niðurstöður geðrannsóknar, sem hann gekkst undir í Bandaríkjunum, voru birtar fyrir nokkrum dögum. Niðurstaða bandarískra geðlækna, sem eru úr hópi virtustu sérfræðinga vestanhafs. er á þá leið að Grigorenko sé fullkomlega heill á geðsmunum og að ekki séu merkjanleg minnstu einkenni þess að hann hafi nokkurn tíma átt við geðsjúkdóm að stríða. Þessi niðurstaða er sem sé í beinni mótsögn við niðurstöður tveggja geðrann- sókna. sem Grigorenko var látinn undirgangast í Sóvetrfkjunum, en þar var niðurstaðan í bæði skiptin á þá leið, að hann væri geðsjúkur og skyldi því dveljast í geðsjúkrahúsi. Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist í The New York Times Magazine, og er höfundur hennar Walter Reich, sem stjórnaði geðrannsókninni vestra, en hann er geðlæknir og prófessor í þeim fræðum við Yale-háskóla. Við ritun greinarinnar naut hann aðstoðar tveggja sérfræðinga, sem einnig áttu mikinn þátt í geðrannsókninni, þeirra Alan A. Stone, prófessors í lögum og geðlækningum við Har- vard-háskóla, og Lawrencc G. Kolb, sem er prófessor í geðlækningum við Colombia-háskóla: Andófsmaðurinn og útlaginn Grigorenko með mynd af Grigorenko hershöfðingja í Rauða hernum. Síðla í ágúst 1977 var samþykkt á sjöttu alþjóðaráðstefnu geð- lækna, sem fram fór á Honolulu, ályktun, sem varð til þess að hella olíu á eldinn í einu mesta deilu- máli stéttarinnar. Með naumum meiri hluta var misbeiting geðlækninga — það er að röng sjúkdómsgreining og innilokun á geðveikrahælum fordæmd. Nokkrum stundum áður en atkvæðagreiðslan fór fram sat ég í mótelherbergi í Waikiki og hlust- aði á Andrei Snezhnevsy, virtasta geðlækni Sovétríkjanna, en hann hélt því fram statt og stöðugt að sjúkdómsgreining sovézkra andófsmanna væri rétt og að herferðin gegn sovézkum geðlæknum um áratugar skeið, sem væri að ná hámarki á þessari ráðstefnu, væri ekki annað en „móðursýki og sýndarmennska". Hann hélt því fram að ef ég — sem viðurkenndur sérfræðingur í geðsjúkdómum — fengi það verkefni að sjúkdómsgreina andófsmennina, kæmist ég að nákvæmlega sömu niðurstöðu og sovézku geðlæknarnir. Fjórum mánuðum eftir þetta hringdi síminn á heimili mínu skammt frá Washington D.C. í símanum var vinur Pjotr Grigorenkos, eins þekktasta andófsmanns Sovétríkjanna. Grigorenko hafði verið hershöfð- ingi í Rauða hernum og hug- kvæmni hans í hernaðarlist viðbrugðið áður en hann hneigðist til pólitískrar mótmælastarfsemi. Tvívegis hafði hann verið úrskurðaður geðsjúkur og sendur í fangelsissjúkrahús fyrir vitskerta glæpamenn, en nú var hann kom- inn til Bandaríkjanna þar sem hann hafði fengið sex mánaða dvalarleyfi, og óskaði eftir því að fá annarra álit á geðrænu ástandi sínu. Ég ráðfærði mig við Alan A. Stone, sem er sérfræðingur bæði í lögum og geðlækningum. Hann tjáði mér að hann hyggði á ferð til Sovétríkjanna og fengi þá tækifæri til að ræða þessa mála- leitan Grigorenkos persónulega við Snezhenvsky. Það gerði hann í fyrra sumar. Sovézki sér- fræðingurinn féllst á það sjónar- mið, að rétt væri að rannsaka Grigorenko, og rétti maðurinn til að takast slíkt verkefni á hendur væri einmitt geðlæknir á borð við Stone. Við Stone ræddum síðan málið við ýmsa stéttarbræður okkar heima í Bandaríkjunum. Ný geðrannsókn Grigorenkos var auðvitað fágætt tækifæri, hvort sem á málið var litið frá læknis- fræðilegu eða sögulegu sjónar- miði. Slíkt hafði ekki áður gerzt. Þó var þetta ekki vandræðalaust. Vorum við færir um að fram- kvæma slíka rannsókn á algjör- lega hlutlægan hátt? Mundi óhjákvæmileg hlutdrægni okkar í málinu ekki hafa áhrif á afstöðu okkar og verða til þess að okkur sæist yfir' sjúkdómseinkenni en legðum í staðinn of mikla áherzlu á einkenni um heilbrigði? Okkur grunaði að nokkrir hinna sovézku andófsmanna í geðsjúkrahúsun- um, að minnsta kosti, væru ekki fullkomlega heilir á geðsmunum, og höfðum af því áhyggjur, yrðum við varir við slíkt hjá Grigorenko, að við kynnum að valda honum óbætanlegum skaða er við birtum viðurstöður okkar. Vorum við í raun og veru reiðubúnir að gera það? „Já“ var svar okkar við öllum þessum spurningum — jafnvel þeim sem snertu tilhneigingu okkar til hlutdrægni og hættuna á því að Grigorenko biði tjón af. Við gerðum okkur grein fyrir því að við hlytum að breyta venjulegri forgangsröðun í gildismati, og setja skyldur okkar við læknis- fræðina og málið sem slíkt ofar skyldum okkar við sjúklinginn, um leið og við kæmumst ekki hjá því að gera ýmislegt til að sanna fyrir Grigorenko, sjálfum okkur og öðrum, að þetta hefðum við einmitt gert. Fyrst og fremst yrðum við að gera Grigorenko grein fyrir þessum óvenjulegu ástæðum og fá samþykki hans til að standa þannig að málum áður en rannsóknin hæfist. Við útskyrðum fyrir honum hvað fyrir okkur vakti og hvaða áhættu hann tæki sjálfur, þar sem það var ekki einungis skilyrði af okkar hálfu að hann féllist á rannsóknin færi fram með ofan- greindum hætti, heldur einnig að við hefðum heimild til að birta niðurstöðuna með þeim hætti, sem við teldum við hæfi. Hann kvað sér ljóst hvað þessi viðvörun fæli í sér og féllst fullkomlega á þau skilyrði, sem við settum. Hann hafði raunar engu að tapa, sagði hann, — hann hafði þegar verið stimplaður geðveikur. Utbúið var skjal, þar sem Grigorenko skyldi votta það með undirskrift sinni, að hann féllist á þá málsmeðferð, sem hér hefur verið lýst, — skjal, sem enginn okkar hefði beðið sjúkling að undirrita við venjulegar kringum- stæður. Að þessu sinni töldum við ekki hjá því komizt að girða fyrir að síðar kæmu fram fullyrðingar um að við hefðum verið bundnir Grigorenko hinum venjulega læknaeiði og almennum skyldum við sjúkling, og að rannsóknin hefði raunar miðazt við fyrirfram ákveðna miðurstöðu. Grigorenko las skjalið á rússnesku, og undir- ritaði það með þeim ummælum að hann hafði ekkert við þetta að athuga. Maðurinn sjálfur Pjotr Grigorievitsj Grigorenko fæddist í Úkraínu árið 1907, og var af strangtrúuðu rússnesku bænda- fólki kominn. Móðir hans dó úr taugaveiki er hann var þriggja ára að aldri. Faðir hans kvæntist aftur árið 1913, en áður en ár var liðið fór nýja konan að heiman, skömmu eftir að heimilisfaðirinn var kvaddur í herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni. Grigorenko var fyrsti þorpsbú- inn, sem gekk í Æskulýðsfylkingu kommúnista. Þegar hann var fimmtán ára fór hann til Donetsk, þar sem hann starfaði við vélar og lásasmíði, jafnframt því sem hann sótti kvöldskóla. Tvítugur gekk hann í kommúnistaflokkinn. Flokkurinn sendi hann í vélfræði- háskóla hersins, og þaðan braut- skráðist hann með láði árið 1934. Hann var kallaður í herinn og tók fyrst beinan þátt í átökum árið 1939, í bardögunum við Japani. Hann særðist í baki þegar hann varð fyrir handsprengju, og í bardögum við Þjóðverja síðar særðist hann tvívegis. Eftir stríð tók Grigorenko til starfa við Frunze-herakademíuna í Moskvu. Hann var skipaður varaformaður þeirrar deildar, sem annaðist vísindalegar rannsóknir við stofnunina, og árið 1958 var hann settur yfir stýrifræði-deild- ina þar. Um sama leyti var hann sæmdur heiðursnafnbót fyrir hernaðarleg vísindaafrek. Árið 1959 náði ferill Grigorenk- os innan hersins hámarki, en þá var hann gerður að hershöfðingja. Þegar þessum ferli hans lauk fimm árum síðar lágu eftir hann yfir 60 hervísindaritgerðir, sem flestar voru leyniskjöl. Þá hafði hann verið sæmdur fjölda heið- ursmerkja, m.a. Leníns-orðunni, tveimur orðum „Rauða borðans", Rauðu stjörnunni, orðu seinni heimsstyrjaldarinnar, auk sjö heiðursmerkja hersins. Grigorenko gekk fyrst í hjóna- band árið 1927. Því hjónabandi lauk með skilnaði 15 árum síðar, en þrír synir af þessu hjónabandi eru búsettir í Sovétríkjunum. Núverandi kona hans, Zinaida, ól honum einn son, Andrei, sem fluttist til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum og hefur búið þar síðan. Andófsmaðurinn Grigorenko átti nokkrum sinn- um í útistöðum við sovézk stjórn- völd áður en til alvarlegra árekstra kom, tjieðal annars þegar hann mótmælti gyðingafordómum innan akademíunnar. Til meiri- háttar tíðinda dró þegar hann krafðist þess í ræðu, sem hann flutti á þingi kommúnistaflokks- ins árið 1961, að flokkurinn tæki upp lýðræðislegri stjórnarhætti. Hann var þegar í stað sviptur umboði til setu á þinginu. Um líkt leyti ritaði hann kjósendum í Moskvu opíð bréf þar sem hann gagnrýndi „ósanngirni og oft á tíðum skaðlegar ráðstafanir Krus- jeffs og aðstoðarmanna hans". Umsvifalaust missti hann þá stöðu sína við herakademíuna. Hann var lækkaður í tign í hern- um og sendur til liðléttingsstarfa í Austurlöndum fjær áður en sex mánuðir voru liðnir. Þar stofnaði Grigorenko „Sam- band um endurreisn Lenínismans" árið 1963, en þrettán manns áttu aðild að því. Hann gaf út og dreifði bæklingum málstaðnum til stuðnings þar eystra, en árangur- inn var sá að hann var tekinn höndum og sendur í geðrannsókn í Serbsky-réttargeðrannsóknar- stofnunina í Moskvu. Þar var hann úrskurðaður geðveikur og sjúkravist hans lauk ekki fyrr en eftir fall Krusjeffs, eða vorið 1965. Hann hafði verið sviptur rétt- indum til eftirlauna herforingja, og fékk ekki að starfa á sérsviði sínu. 58 ára gamall átti hann ekki kost á annarri vinnu en uppskipun og dyravörzlu. Hann ritaði Kosyg- in forsætisráðherra, Prövdu og KGB mótmælabréf, þar sem hann kvartaði yfir því að hafa verið sviptur stöðu sinni og titlum, en jafnframt tók hann þátt í almenn- um mótmælaaðgerðum vegna réttarhalda yfir nafntoguðum andófsmönnum. Á árinu 1969 varð hann við áskorun um að fljúga til Tashkent til að vitna til varnar andófsleið- togum í réttarhöldum, sem þar fóru fram. Hann var handtekinn og fenginn nefnd geðlækna í Tashkent til meðferðar. Sú nefnd úrskurðaði að hann væri algjör- lega heill á geðsmunum. Samt sem áður var sá óvenjulegi háttur á hafður að senda hann í annað landshorn til frekari rannsóknar, það er að segja í Serbsky-stofnun- ina í Moskvu. Þar var hann öðru sinni úrskurðaður geðsjúkur. Aft- ur var hann lokaður inni í sjúkra- húsi gegn vilja sínum, að þessu sinni í meira en fjögur ár. Árið 1974 var honum sleppt, og þá hóf hann að nýju þátttöku í starfsemi andófsmanna. Árið 1977 fékk hann sex mánaða vegabréfs- áritun til að heimsækja son sinn í New York, þar sem hann kvaðst eiga kost á læknismeðferð, sem ekki væri unnt að fá heima fyrir. Þremur mánuðum síðar gaf Æðsta ráð Sovétríkjanna út til- skipun undirritaða af Leonid Brezhnev, þar sem Grigorenko var sviptur ríkisborgararétti sínum, og þá sótti hann um hæli sem pólitískur flóttamaður í Banda- ríkjunum. Sjúklingurinn Tvær nefndir réttargeðlækna, báðar í Serbsky-stofnuninni í Moskvu, höfðu mælt með því að Grigorenko væri hafður í geð- sjúkrahúsi. Voru niðurstöður þeirra algjörlega samhljóða, og í aðalatriðum á þá leið, að mótmæli Grigorenkos ættu fremur rót sína að rekja til sjúklegra geðtruflana en ákveðinna skoðana. Þetta var

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.