Morgunblaðið - 08.07.1979, Síða 30

Morgunblaðið - 08.07.1979, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1979 1 Sumarmáltíð Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR ÞAÐ ER óneitanlega afar skemmtilegt. og reyndar hag- kvæmt, að matreiða í takt við árstímann, þannig að maður notist einkum við þær afurð- ir, sem eru nýjar og beztar. Þetta á auðvitað einkum við um grænmeti. Miðað við þetta er sumarið sá tími, þegar skemmtiiegast er að matreiða. En þá erum við flest spenntari fyrir því að eyða frítimanum úti við heldur en inni yfir pottunum, ekki sízt ef veður- guðirnir lafa nú svo Iftið að senda okkur yl og sólarglætu. En þetta tvennt getur vel farið saman, og það er ekki endilega alltaf fljótlegast að nota hálftilbúið eða tilbúið hráefni. Það er auk þess dýrt að láta verksmiðjupott- ana malla fyrir sig. Uppskriftirnar hér á eftir- eru vissulega sumaruppskrift- ir, því sum hráefnin fást aðeins nokkra mánuði á ári, eða eru óhemju dýr á öðrum árstím- um. Uppskriftirnar eru saman heill matseðill, en auðvitað er einnig hægt að velja úr ein- staka rétti. Ég er afar hlynnt því að hafa súpu sem aðalrétt, svona á stundum. Súpa er léttur matur, en um leið seðjandi og nærandi, ef rétt er að farið. Eins og ég hef margoft nefnt setur heimabakað brauð punkt- inn yfir i-ið eins og endranær. Annars fást víða ljómandi heilhveitihorn. Eftir hlýjan dag kemur kvöldkul og þá er gott að fá eitthvað heitt. A eftir súpunni er ljómandi að fá grænmetissalat úr nýju og stinnu blaðsalati og öðru grænmeti. Og í eftirrétt er ekki amalegt að fá ylvolga rabarbaraköku með þeyttum rjóma. Það eru hæg heimatökin hjá þeim, sem hafa rabarbara og blaðsalat í garðinum sín- um. Uppskriftirnar eru handa fjórum. Góða skemmtun! Gúrkusúpa Gúrkur eða agúrkur eru ekki aðeins góðar hráar, heldur einnig soðnar, eins og ég hef áður nefnt. Reyndar eru þær alveg ljómandi í matarmiklar súpur. Nú er einmitt rétti tíminn til að nota gúrkur, því þær eru ódýrar núna, miðað við aðra árstíma. 2 vænar gúrkur 15 gr smjör (1 lítill smjör- pakki) 2 dl rjómi 1 1 yatn + 1 kjúklingasoðten- ingur, sem ætlaður er í 'k 1 af vatni, eða heimatilbúið soð. Nýmalaður pipar og e.t.v. ofurlítið salt. 1 dl fínsaxaður kerfill, gras- laukur eða steinselja. 1. Setjið upp pott með nógu af vatni í. Afhýðið gúrkurnar og skerið þær í um V2 cm þykkar sneiðar. Þegar vatnið sýður, dembið þá sneiðunum út í. Látið þær sjóða í 3 mín. eftir að suðan kemur upp. Hellið sneiðunum í sigti og látið renna vel af þeim. 2. Bræðið smjörið í potti. Látið sæmilega þurrar gúrku- sneiðarnar malla í smjörinu undir loki á vægum hita í um 15 mín. Smjörið á ekki að brúnast. Takið lokið af, bætið rjómanum í, og látið nú malla loklaust í 15 mín. 3. Gætið nú að, hvort gúrk- urnar eru ekki orðnar nægilega mjúkar. svo hægt sé að stappa þær. Ef ekki, látið þær þá sjóða lengur, eða þar til þið getið auðveldlega stappað þær. Það er e.t.v. auðveldara að merja þær gegnum sigti, eða setja þær í þar til gerða vél sem hakkar þær. 4. Bætið nú soðinu út í, saltið og piprið. Ef þið notið soðten- inga, skuluð þið salta varlega, því soðteningar eru vel saltir. Látið nú suðuna koma upp. Klippið jurtirnar yfir súpuna um leið og þið berið hana fram. Það er fallegt að sjá skær- 6-áa.iCA, diA-05ALAT 'o<r ÞAO i_eyN>í«. íte e, Að t^vö eft, SMftAfL. grænar jurtirnar svamla ofan á daufgrænni súpunni. Reyndar er þessi súpa einnig mjög góð kæld. Hún er þá kæld eftir að suðan hefur komið upp. Jurtirnar eru klipptar yfir um leið og hún er borin fram. E.t.v. er þá sett ofurlítið af þeyttum rjóma á hvern disk, eða skál, áður en hún er borin fram, og þá á undan jurtunum. Kaldar súpur eru vinsæll réttur í sumarhitum erlendis, en hjá okkur er kannski sjaldan svo heitt að köld súpa sé svalandi og hress- andi. Þó koma slíkir dagar, og þá er gott að vita að þetta er hægt. Blandað salat Ef þið hafið einhverja landspildu til afnota, marg- borgar sig að sá svolitlu af salati. Smá reitur fæðir marga, því maður tínir aðeins ein- stök blöð, en kippir ekki upp heilu hausunum. Það er gaman að rækta fleiri en eina tegund, því þá verður matbúið salatið bæði bragðbetra og fallegra á að líta. Blöðin sem þið notið í salatið eiga að vera stinn. Það verða þau ef þau eru skoluð og síðan sett í plastpoka inn í kæliskáp. Þannig frágengin geymast þau reyndar í nokkra daga, og eru samt stökk og fín. Einnig er hægt að setja þau í bleyti í ísvatni í u.þ.b. 15—30 mín., þ.e. að setja ísmola út í vatnið. En gætið þess þá að þerra blöðin vel, svo sósan þynnist ekki um of af vatn- inu. Þá verður hún nefnilega líka súrari. Venjulegt hlutfall af ediki og olíu er einn hluti af ediki á móti þremur af olíu. Mér finnst þó ágætt að hafa blönduna heldur veikari, en það er auðvitað smekksatriði. Ef sós- an á að vera einkar fín, þá skuluð þið setja ísmola í hana og þeyta hana með gaffli örstutta stund, eða þar til hún verður þykk, létt og örlítið freyð- andi. Þá er molinn tekinn burtu. Graslaukur eða aðrar nýjar kryddjurtir eru fyrirtak í salatið, og svo ýmislegt nýtt grænmeti, t.d. tómatar, papr- ika, sellerí, örþunnir lauk- hringir og margt fleira. Reynd- ar eru fíflablöð einnig skemmti- leg og góð viðbót við blaðsalat, þó fæstum eldri en svo sem þriggja ára detti það í hug. Þau eru nokkuð beizk og gefa því salati sérkennilegt, en um leið gott bragð, fyrir þá sem kunna að meta slíkt. Bezt er að tína ung, lítil blöð, en síður stór og þroskuð. Annars vík ég betur að fíflum einhvern tíma síðar. 1 blaðsalathöfuð, eða um 12 blöð 2 tómatar, gjarnan ekki mjög þroskaðir 1 græn paprika Sósa: 4 msk. olía, gjarnan maísolía eða sólblómaolía 1 msk. edik, gjarna hvítvíns- edik 1 dl fínsaxaður graslaukur, kerfitt; steinselja eða dill, en þó ekki það sama og þið notið í súpuna, ef hvort tveggja er borið fram saman. Þvoið salatið, eða meðhöndlið það eins og nefnt er hér að ofan. Þvoið tómatana og paprikuna, og hreinsið innan úr henni. Blandið sósuna, saxið kryddjurtirnar. Þerrið salatblöðin vel. Setjið allt grænmetið í skál og hellið sós- unni yfir en ekki fyrr en rétt áður en salatið er borið fram. Sósan má ekki standa á salatinu, því edikið dregur allan mátt úr blaðsalatinu og það verður læpu- legt. Blandið sósunni vel saman við grænmetið, svo að hún þeki hvert blað vel. Sósan á ekki að vera svo ríflega úti látin að hún kaffæri blöðin, heldur aðeins að hún sitji á blöðunum og gefi þeim bragð. Rabarbarapæi Mér hefur sýnzt, að allir þeir, sem hafa kynnzt rabarbarapæa, hafi mjög skyndilega orðið yfir sig hrifnir. Volgur pæi með ísköldum, hálfþeyttum rjóma er aldeilis sælgæti í lagi. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Það er betra að nota venjuleg- an rabarbara í kökur, frekar en vínrabarbara. En vínrabarbari er, eins og nafnið bendir til, hentugri í vín og reyndar sultur líka, því hann er svo safaríkur. Sennilega er þessi pæi upphaf- lega enskur að uppruna, enda er pæabakstur vinsæll þar. Þaðan barst íþróttin svo til Bandaríkj- anna með enskum innflytjend- um. Þar þykir svo sjálfsagt að nota rabarbara í pæa, að sums- staðar heitir rabarbari „pie- plant", pæajurt, þar í landi. Þetta verður að nægja um mat- arsagnfræði í þetta skipti. Vegna þess hve fyllingin er blaut, getur verið alveg eins gott og jafnvel betra að nota deigið sem lok í stað botns. Ef þið notið deigið sem lok, verðið þið að baka pæann í ofnföstu formi, sem þið getið borið hann fram í. Það er reyndar gott að baka hann þannig, því þá myndar stökkt lokið andstæðu við mjúk- an rabarbarann undir. V4 kg. rabarbari 1 'k — 2 dl. púðursykur, eftir því hvað rabarbarinn er súr 1 fínsaxað engiferhnýði, eða 1 tsk. rifið engifer Botn eða lok: 2 dl. hveiti 2 dl. heilhveiti % dl. olía, gjarnan maísolía eða sólblómaolía 3—4 msk. mjólk eða vatn 1—2 msk. hrásykur, púðursykur eða venjulegur strásykur 1. Setjið ofninn á 200°. 2. Skerið rabarbarann í bita, eftir að hafa hreinsað hann og þerrað vel. 3. Blandið mjölinu saman ásamt sykrinum, og dreypið olíunni og vatninu eða mjólkinni yfir. Hnoðið saman, þangað til þetta er orðið að deigi, sem tollir saman. Bætið vökva í, ef með þarf. Nú er bezt, að deigið fái að hvílast á svölum stað í klst. eða svo, því þá er auðveldara að móta það. Það er þó ekki bráð- nauðsynlegt. Ef þið ætlið að nota það í botn, er eins gott eða betra að þrýsta því og móta formið, frekar en að fletja það út. Ef þið ætlið að nota það í lok, getið þið þrýst því út og mótað á plasti, eða flatt það út með því að setja það inn í þunnt plast. Þá festist það ekki við keflið. Þetta á reyndar við um allt deig, sem erfitt er að fletja út. Mér hefur reynzt þetta einkar gott ráð. 4. Ef þið notið deigið sem botn, þá bakið hann í 10 mín. áður en rabarbarinn, blandaður sykri og kryddi, er settur í. Síðan þarf að paka pæann í um ‘/2 klst., eða þar til rabarbarinn er orðinn vel mjúkur. 5. Ef þið notið deigið í lok þá skerið þið rabarbarann í um 1 cm. þykka bita, eftir að hafa þvegið hann og þerrað. Blandið síðan sykrinum saman við og kryddinu. Setjið rabarbarann í ofnfast form og látið hann bak- ast í 10 mín. í heitum ofninum. Þá er lokið sett yfir, og því þrýst föstu á barmana. Nú þarf kakan að bakast í um Vz klst., eða þar til lokið er fallega gullið og bakað. Látið mesta hitann rjúka úr pæanum og berið hann fram ylvolgan, þá helzt með þeyttum,, en ekki endilega stífþeyttum,; vel kældum rjóma. Grálúðuveiðar: Illa gengur að losna við afla FRÁ ÍSAFIRÐI eru gerðir út tveir stórir línuhátar á grálúðuveiðar og haía þeir aflað vel að undanförnu. sem og flest önnur stærri fiskveiðiskip allt í kringum landið. Auk línuhátanna tveggja hafa ísafjarðartogararnir talsvert verið á grálúðu á þorskveiðihanninu. Grálúðan hefur fyrst og fremst verið unnin fyrir Rússlandsmarkað og söluerfiðleikar á grálúðu þangað skapa því talsverða erfiðleika fyrir frystihúsin. Auk ísafjarðar- hátanna hafa Súgfirðingar einnig gert sérstaklega út á grálúðu yfir sumartímann. Að sögn Jóns Páls Halldórssonar á Isafirði hefur verið um offramboð að ræða á grálúðu á markaði í Vestur-Evrópu og t.d. er um þessar mundir að fara síðasta sending af grálúðu, sem unnin var í fyrrasum- ar, til Belgíu og V-Þýzkalands. Verulegt magn af grálúðu er flutt út til Bandaríkjanna, þó svo að Rúss- landsmarkaðurinn beri fyrst og fremst uppi grálúðuútflutninginn. Jón Páll sagðist reikna með að frystihúsin myndu nú í auknum mæli vinna grálúðu fyrir Banda- ríkjamarkað, en einnig fyrir aðra markaði í von um að samningar næðust þó síðar yrði. Hann sagðist ekki reikna með að skip yrðu látin sigla með afla, en þeim yrði trúleg- ast beint að nýju á þorskveiðar meðan það mætti og svo væru menn að vona að ufsaafli væri að glæðast. Talsvert hefði verið af ufsa í afla togaranna að undþanförnu, en síð- ustu ár hefði ákaflega lítið verið af ufsa á slóð Vestfjarðartogaranna. Hins vegar hefði ufsi verið allt að !ó af ársafla togaranna fyrst eftir að skottogararnir komu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.