Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 14
Hverju á ég aö klæðast? Skyldi þetta vera í tísku núna, eöa er ég asnaleg(ur) í þessu? Spurningar þessu líkar fljúga í gegnum huga margra karla og kvenna á hverjum degi, ekki síst á góöum sumardögum. Konungar tískunnar birta fjórum sinnum á ári hugmyndir sínar um þaö hverju almenningur eigi aö klæðast og ná sumar þessara hugmynda aö festa rætur hér norður við Dumbshaf en oft seint og síöar meir. Þó eru flestir sammála um þaö aö íslendingar séu fremstir Norðurlandabúa í kapphlaupinu viö tískuna. En hverju á að klæðast til aö vera samkvæmt nýjustu tísku og hvernig er tískan á íslandi núna? Til þess aö fá svör við þessum spurningum snéri blm. sér til Stefáns Á. Magnússonar framkvæmdastjóra og Hrafnhildar Siguröardóttir blaöamanns, en þau fylgjast bæði grannt með því sem gerist í tískuheiminum. Buxur, skyrtur og jakkar fyrir kvenfólkiö „Rauðar, gular og bláar buxur, skyrtur og jakkar verða í tísku í sumar en ekkert sem er afbrigðilegt eða skemmtilegt að klæðast,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir um kvenfata- tískuna. „Það er einnig þannig hjá okkur íslendingum að við tökum alltaf einn hlut ríkjandi fatatísku og sjáum ekkert annað. Sem dæmi um það eru frakkakápurnar sem voru í tísku í vetur. Þá gekk önnur hver kona í slíkri kápu. „Flotta línan“ í núverandi tísku, þröng pils og fínir jakkar, virðist ekki ætla að ná rótfestu hér í sumar, en mikið er um slíkt erlendis. í haust ætti meira af gulli og glimmeri að koma hingað og fólk fer þá að klæða sig mjög skrautlega. Er líða tekur fram á vetur fer grái liturinn að koma að nýju en einnig nýr vínrauður litur. Það er einn litur sem hefur gleymst í þeirri sumartísku sem nú er að ryðja sér veg hér, alveg skærgrænn litur og sá bleiki hefur líka sést lítið fram að þessu.“ Hrafnhildur Sigurðardóttir, biaðamaður. Hrafnhildur kvað samkvæmistískuna vara mjög svipaða og undanfarin ár. „Síðir kjólar eru alltaf ríkjandi í samkvæmistískunni en nú er líka mikið um mjög víðar eða mjög þröngar buxur. Sumar buxurnar sem notaðar eru í samkvæmin eru nánast leistalausar sokka- buxur og nokkurs konar sloppur hafður utan yfir þær. Hattar eru líka mikið í tísku um þessar mundir en það er eins og fáir þori að ganga með þá hérlendis. Ungar stúlkur í Reykjavík eru ekki mjög skemmtilegar í klæðaburði að sögn Hrafn-' hildar. „Að vísu hugsa þær meira um að klæða sig fallega núna en fyrr. Þær eru bara allar í eins fötum. íslendingar eru þannig gerðir, af einhverjum ástæðum, að þeir þora ekki að klæða sig öðru vísi en náunginn. Hér verða allir að vera eins.“ En er hægt að klæðast samkvæmt tískunni hér á kalda íslandi? „Nei, úti á götu þarf alltaf að gera ráð fyrir yfirhöfnum. Tískan er hins vegar sniðin með erlenda veðráttu í huga, Að því leyti þyrftum við íslendingar að móta okkar eigin tísku sem samræmdist íslenskri veðráttu. Það er líka algjörlega útilokað fyrir konu með meðaltekjur að ætla sér að fylgjast með tískunni. Sjálf sauma ég megnið af mínum fötum," sagði Hrafnhildur að lokum. Ljós föt handa karlmönnunum „Ljósir litir verða yfir- gnæfandi í tísku karlmanna í surnar," sagði Stefán Á. Magnússon. Skyrturnar og buxurnar verða víðar og skórnir Ijósir og opnir, flestir ítalskir og franskir. Efnin í fötunum hafa líka breyst, gerfiefnin eru fyrir bí, en 100% bómull, silki eða ullarblöndur hafa tekið við. Þá hefst nýtt æviskeið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.