Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1979 21 Það gustar á hæsta fjalli Manar, Snæfelli. Forsetahjónin Kristján og Halldóra Eldjárn með forseta Manarþings, Keruish. Ekki sást til sex konungsríkja af Snæfelli, eins og sagnir segja að takast megi í góðu skyggni. Forsetahjónin íslenzku við útsýnisskífuna ásamt fylgdarliði sínu og gestgjöfum. Fremst má sjá Sigurð Bjarnason sendiherra og frú Ólöfu Pálsdóttur og fyrir miðju írú Keruish og Birnu Björnsdóttur. Eftir Elínu Pálmadóttir minnsta kosti hefur verið nægi- lega ríkur til að hafa með sér konu í gröfina — líklega manska amb- átt. En þeir voru líka grafnir í kristinna manna reitum. Allar víkingagrafirnar eru grafir karl- manna, engin kvennagröf. Enda ólíklegt að norskar konur hafi fylgt karlmönnum í víking alla leið til Manar. Manarstúlkurnar hafa því vafalaust freistað víking- anna og af rúnasteinum frá 10. öld má ráða að þeir hafi oft gengið að eiga þær. Víkingaferðum lauk svo að vík- ingar þessir brutu undir sig eyna um 1100 og sameinuðu Suðureyj- um, en Skotlandi á 13. öld. Kom Magnús berfætti úr Noregi 1098, lagði undir sig Mön og reisti ríki heilags Patreks í Peel. Og nú, níu öldum síðar voru mættir á Mön til einhvers konar ættarmóts allir „Berfætlingar", sem til náðist víðs vegar um heiminn. íslenzkir ferðamenn rák- ust á þessa Berfætlinga á hótelinu sínu. Hvort þeir eru afkomendur Magnúsar berfætta er mér ókunn- ugt, en safnað hafði verið saman í tilefni þúsund ára hátíðarinnar öllum þeim sem bera nafnið Bare- foot. Sögðu Islendingarnir að þarna hefðu verið tugir Berfætl- inga saman komnir. Keltneska var mál landsmanna þegar fyrir 1500 árum og lifði hún af víkingatímann. Snemma urðu Manarbúar líka kristnir. Mun kristin trú hafa borist þeim eftir fall Rómaveldis, þegar prestar og munkar flúðu í vestur undan barbörum og settust að á þessum útkjálkum. Eins og víkingarnir norrænu tóku fljótlega kristni, sem fyrir var í landinu, þá virðast þeir líka strax hafa tileinkað sér gerð lágmynda í flöguberg, og tekið að höggva í þær sín eigin norrænu mynstur og myndir, og með rúna- letri áletranir á norrænni tungu eða íslenzku. Segir ein fyrsta áletrunin, sem til er, frá fólki er uppi var fyrir 1000 árum. Þar stendur að Arni hafi reist þennan kross til minningar um Hlíf dótt- ur sína og Gautur, sonur Björns frá Kuli, reisti annan til minning- ar um Ofeig föður sinn. Og hafa Gautur þessi og Árni þá verið fyrstu listamennirnir á norður- hveli, sem settu höfundarnöfn sín á verk sín. Hefði það sparað mörg prð og mikinn pappír, ef höfundar íslendingasagna hefðu farið að dæmi þeirra. Þorvaldskrossinn í Andreas nyrst á Mön er einkenni- legt sambland norrænnar heiðni og kristni. Þó gætir þar ekki mótsagna, því myndin sýnir ótví- ræðan sigur kristninnar og er í samræmi við íslenzkar hugmyndir um að kristnitakan sé sigur Hvíta Krists yfir Ása-Þór. Er þar bæði mynd af Ragnarökum, þegar úlf- urinn gleypir Óðinn, en hinum megin mynd af manni, sem ber kross og biblíu. Þannig hefur hin keltneska menning og norræna ofist eðlilega saman. Víkingar réðu Mön í 400 ár, en þá létu Norðmenn Mön og Suður- eyjar af hendi við skozku krúnuna fyrir 4000 mörk. Seinna kom önnur greiðsla fyrir völdin á Mön, þegar eyjan var gefin Sir John Stanley árið 1405, er skyldi greiða fyrir tvo fálka á ári. Síðustu fálkarnir voru afhentir við krýn- ingu Georgs IV 1820. En þótt Mön yrði í nokkrar aldir að lúta ýmsum enskum eða skozkum konungborn- um mönnum eða aðalsmönnum, þá hélt hún alltaf miklu sjálfstæði. Eyjan hefur aldrei verið hluti af Bretlandi, og þing Manar hefur ávallt sett eynni lög um innaneyj- armál. En þau ganga í gildi þegar Elísabet drottning hefur staðfest þau, sem er formsatriði. • Börnin léku þingheim Þing Manarbúa er einu sinni á ári, 5. júlí, flutt úr þingsölum á hinn forna þingstað á Tynwald * hæð. Elísabet drottning var sjálf 'C íslenzki fáninn blaktir yfir stöðum þar sem val nýs fyririiða fer fram. Hin litla kirkja keltanna sést f jærst. óvinaskip fyrir landi. Sendiherrafrúin í London, ólöf Pálsdóttir, kncifar af horni í víkingaskálanum eftir innrásina. Úthöggnir steinkrossar frá vfkingatímanum, þar sem saman fer keltnesk list og norræn, og oft áletranir á fslenzku með rúnaletri. viðstödd á þessu hátíðarári, en venjulega er landstjórinnn fulltrúi hennar. En þrisvar sinnum á árinu setja skólabörn þessa hefð- bundnu hátíðarathöfn á svið í Tynwald, klædd viðeigandi bún- ingum. í fyrsta skipti í vor, þegar forseti Möltu og frú hans voru í opinberri heimsókn. Nú fyrir for- seti íslands og fylgdarlið hans og seinna í sumar, þegar Ólafur Noregskonungur kemur í heim- sókn. Voru börnin klædd viðeig- andi búningum, einn sem land- stjóri hennar hátignar, aðrir sem þingmenn og tveir forsetar þings- ins, sem lásu lögin á ensku og samtímis á máli eyjaskeggja Manx. Léku börnin hátíðlega sitt hlutverk mörgum höfðingjum eyj- arinnar til mikillar skemmtunar, sem þar þóttust sjá sjálfa sig að fremja þessa hátíðlegu siði, sem nú urðu dálítið broslegir. Var nákvæmlega fylgt athöfninni á Tynwald. Eitt frávik var þó. Sex konur voru í hópi þingmanna, sem hlýtur að vera óskhyggja skóla- barnanna, því konur á þingi eru ekki nema tvær í raun. Tynwald-hæðin er í alfaraleið á eyjunni og er hlaðinn upp hringur með fjórum stöllum, þar sem þingheimur situr, en forsetar standa fremst meðan þeir lesa upp lögin. Stallarnir eru hlaðnir upp og grasi grónir og sagan segir að í þeim sé gróðurmold frá öllum hinum 17 fornu sóknum. Þingið, sem víkingarnir stofnuðu þarna til og ávallt hefur verið haldið þar síðan, er svipað og hið islenzka þing á Þingvöllum. Allir eyjarbú- ar, eða að minnsta kosti þeir sem eitthvað áttu undir sér, komu til þings. Þar voru sett lög, lesin upp lögin og kveðnir upp dómar. Eitt frávik virðist þó hafa verið frá því sem var á Þingvöllum. Þarna er enginn drekkingarhylur eða önnur hegningartól, en þar rís hæð með bröttum hlíðum, Slieau Whallian, þar sem sakamaðurinn var látinn velta niður í tunnu, og dómi þannig framfylgt. Ekki langt frá er vatn, Curah Glass, sem notað var til að finna galdrakonur. Ef sú grunaða flaut, þá var hún sek, en ef hún sökk, þá var hún saklaus. Varla ánægjulegt fyrir fórnariambið. En það full- nægði áhorfendum í heiðnum sið, því ef hin sakfellda kona hvarf í vatnið, þá táknaði það að guðirnir væru ánægðir, og hefðu þegið fórnina. • Kunnugleg nöfn Þegar hinir norrænu víkingar tóku að blanda blóði við landslýð- inn á Mön, gætti þar áhrifa á tungu þeirra. Islendingur, sem fer um Mön, þekkir þar fjölda nafna á íslenzku. Síðasta dag heimsóknar- innar fóru försetahjónin upp á Snæfell, hæsta fjall eyjarinnar, sem er rúmir 600 m á hæð, í fylgd með forseta Manarþings Kerruish og konu hans. Ekki sást þó af Snæfelli til konungsríkjanna sex, sem sagt er að megi eygja þaðan í góðu skyggni. En þau konungsríki eru England, Skotland, Wales, írland, Mön — og himnaríki. Ekki var þó landvætturinn Manannan, sem sagan segir að breiði yfir eyjuna þokuteppi, þegar hætta er á ferðum eða erlendir konungar sækja hana heim, þarna á ferð- inni, því veður var allbjart. Þegar ferðast er um eyna má fara eftir Rognaldsvegi, koma við í bænum Laxey og aka með Laxá eða út á Langanes. Flugvöllurinn á eynni heitir Rognaldsway. Algeng eru orðin ey og vágr eða voe. Mörg nöfn eru dregin af norrænum nöfnum. Margir telja til dæmis að nafnið á neðri deiid þingsins, Keys, sé dregið af orðinu að kjósa, og nöfnin Corlett og Corkill og Cormode munu vera nöfnin Þorljótr, Þorkell og Þor- móður. Biskupinn á eynni er biskup a Man og Sodor, en seinna nafnið er frá víkingatímanum, þegar biskupsdæmi hans fylgdu Sodorenses eða Suðureyjar. Þann- ig minnir margt á Mön íslending- inn á sameiginlegan uppruna þessara eyþjóða. - E.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.