Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1979 * Mor^unhlaðið 1 i 1 atlöKU viö Mount McKinley hæsta fjall Norður „Yið vorum mættir með allt okkar hafurtask á Hótel Loftleiðum til þess að komast með langferðabílnum til Keflavíkurflugvallar þann 31. maí s.l., nema hvað Helga vantaði. Við gerðum okkur að vísu ekki mikla grillur út af því að hann vantaði, hann hlaut að hafa fengið einhvern til að skjóta sér upp á flugvöll. Þetta ver upphaf fjögurra vikna ferðar okkar fjögurra félaga íslenzka Alpaklúbbs- ins til Alaska í Bandaríkjunum, þar sem við hugðumst leggja til atlögu við Mount McKinley, hæsta fjall Norður-Ameríku, 6194 metra hátt. — „Fall er fararheill“ hugsuðum við þegar Helgi kom móður og másandi út úr leigubíl uppi á Keflavíkurflugvelli, þar sem við stóðum í biðröð til að koma af okkur farangrinum, sem var óhemjumikill. Klukkan hjá honum hafði stoppað og hann var í makindum að dútla við farangurinn þegar hann var að því spurður hvort hann ætti ekki að vera mættur út á Loftleiðir. — Nei, nei, klukkan er bara þrjú, sagði kappinn, en mínútu síðar var hann á fleygiferð í leigubílnum áleiðis niður á Loftleiðir og bílstjóranum var að sjálfsögðu sagt að aka í „loftinu“, en það dugði ekki til svo hingað var hann nú kominn. Það er nú orðið rúmt eitt hálft ár síðan við félajjarnir, sem erum í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík, auk þess að vera félag- ar í Islenzka Alpaklúbbnum, kom- um saman ásamt fleiri félögum og ákváðum að fara þessa ferð. I upphafi vorum við að vísu tólf sem höfðum áhuga, en það saxaðist fljótlega á þá tölu og í byrjun þessa árs var fjöldinn kominn niður í fjóra, þ.e. Arngrím Blön- dahl, Arnór Guðbjartsson, Helga Benediktsson og Sighvat Blön- dahl, sem voru ákveðnir í að fara. Þá var þegar hafist handa um undirbúi ferðarinnar hvað varðar ýmis tæknileg atriði, svo sem hvað við myndum borða í ferðinni, skrifa út til að fá leyfi til að klífa tindinn, verða sér úti um talstöð, sem er skilyrði fyrir leyfinu og ekki síst að tryggja sér flug úr byggð upp í Kahiltnajökul við rætur fjallsins. Æfingar höfðu þá staðið yfir um veturinn, auk þeirrar þjálfunar, sem við höfðum fengið í starfi björgunarsveitanna. Seinnipart vetrar heldum við svo nokkra fundi um málið auk sam- eiginlegra æfinga á helztu tinda í nágrenni Reykjavíkur og síðustu mánuðina þjálfaði hver um sig, með því að hjóla og synda þegar tækifæri gafst, auk þess sem sumir stunduðu þrekæfingar und- ir stjórn þjálfara. Frá Keflavíkurflugvelli flugum við með DC-8 þotu Flugleiða til Chicago, þar sem við höfðum aðeins einnar nætur viðdvöl áður en haldið var áfram til Seattle á Vesturströnd Bandaríkjanna. Við svifum yfir Seattle í mjög góðu veðri og gátum því virt umhverfið mjög vel fyrir okkur, þar á meðal hið glæsilega fjall Mt. Rainier, hæsta fjall Washington- fylkis tæplega 4400 m hátt. Mikill áhugi var hjá okkur að klífa það þegar við hefðum lokið við fjall- gönguna á Mount McKinley og skíða niður frá tindinum. Frá flugvellinum í Seattle héld- um við beinustu leið inn í mið- borgina, þar sem við ætluðum að leita uppi „Recreational Equip- ment“ eina stærstu fjallavöru- verslun í veröldinni. Leitin að verzluninni tók skamman tíma og áður en varði vorum við farnir að ráfa um hin stóru salarkynni hennar í leit að ýmsum búnaði, sem við höfðum hugsað okkur að kaupa. Þaðan héldum við klyfjaðir niður í bæ í leit að einhverju ódýru, en góðu hóteli. Fátt markvert gerðist fyrr en við sátum að snæðingi á ágætu veitingahúsi. Þá fórum við að veita því eftirtekt að fjöldi manna var búinn að koma sér notalega fyrir fyrir framan sjónvarpstækið á staðnum og farinn að gefa frá sér hin ýmsu óhljóð á stundum. Við skildum ekki neitt í neinu, en héldum bara að íbúar Seattle væru að horfa á einhverja íþrótta- keppni, eins og við horfum á enska fótboltann á laugardögum í ís- lenzka sjónvarpinu. Við héldum því niður á hótel í rólegheitunum og fórum að ræða um fyrirætlanir okkar í Alaska. Þá tók aftur að bera á torkennilegum ópum og hljóðum úti á götunni svo við fórum nú að leggja við hlustirnar, sáum nokkra hópa ungmenna sem fóru um göturnar með fagnaðar- ópum. Með fyrirspurnum niður í anddyri hótelsins fengum við loks svar við þessum undarlegheitum öllum, — Super Sonic, þ.e. körfu- knattleikslið staðarins, hafði rétt í þessu tryggt sér bandaríska meistaratitilinn í íþróttinni, en það er talið jafngilda því að verða heimsmeistari félagsliða að sigra í þessari hörðu keppni. Arngrímur og Sighvatur ákváðu um kvöldið að fá sér kvöldgöngu til að fylgjast með vaxandi látum úti á götum borgarinnar. — Um tíuleytið var eins og allir bílar borgarinnar væru komnir út á götur og ekki nóg með það heldur máttu menn lítið vera að því að aka þeim vegna ákafans að þeyta horn þeirra og æpa indíánaöskur til að fagna sigri sinna manna. Ekki voru þetta bara unglingarnir á staðnum heldur var greinilegt að hver einasti sem vettlingi gat valdið var kominn þarna út á götu, heilu fjölskyldurnar mættu, allir til að fagna. Slíkur var fögnuður margra að þeir bökkuðu bílum sínum eftir götunum og lögreglan var iokuð af þegar hún ætlaði eitthvað að fara að skipta sér af málum. — Þrátt fyrir þessi miklu fagnaðarlæti vorum við svo lerk- aðir eftir þetta langa flug að við féllum í þungan svefn og sváfum eins og steinar til næsta morguns. Síðasti þáttur ferðarinnar til fyr- irheitna landsins var svo flugið meðfram strönd Kanada, þar sem KJettafjöllin blöstu við og l'ent var í Anchorage, stærstu borg Alaska, eftir um þriggja tíma flug með DC-10 þotu, sem fór þarna eina af sínum síðustu ferðum, áður en' hún var kyrrsett. Við komuna til Anchorage voru Helgi og Sighvatur gerðir út af örkinni til að komast yfir ein- hvern stóran og hraðskreiðan bílaleigubíl, því farangur okkar var gífurlega mikill eins og áður sagði og þurftum ennfremur að fara mjög víða í borginni í ýmsum útréttingum, svo sem kaupa allan mat fyrir ferðina, leigja talstöðina svo eitthvað sé nefnt. Við vorum heppnir, fengum splunkunýjan Ford Ltd., risastóran stationbíl, sem aðeins hafði verið ekið um 500 mílur. Eftir erilsaman dag sváfum við í móteli en morguninn eftir ætluð- um við að aka upp í smábæinn Talkeetna með allt okkar hafur- takst, en þaðan er svo flogið upp á jökul. Þar sem ekki var hægt að leigja bílinn með þeim kjörum, að hann væri skilinn eftir á áfanga- stað, lá það fyrir eð einhver þyrfti að aka daginn eftir Anchorage og taka síðan lestina til Talkeetna aftur. — Við töldum þetta vera betri lausn heldur en að ráfa með farangurinn í gegnum bæinn nið- ur á brautarstöð í Anchorage og síðan að troðast með hann um borð í lestina til mikillar gremju fyrir aðra farþega. Við komuna til Talkeetna hitt- um við fljótlega Cliff Hudson, gömlu kempuna sem ætlaði að fljúga með okkur upp á jökul, en hann hefur það sem aðalstarf að fljúga með fjallgöngumenn á hin ýmsu fjallasvæði í Alaska. Hann vildi ólmur fljúga með okkur upp þá þegar því veður var þá skap- legt, en oft þarf að bíða fleiri daga eftir að hægt sé að fljúga, sér- staklega er oft erfitt um vik að lenda uppi á jöklinum. Þetta var auðvitað ekki hægt þar sem við áttum eftir að skila bílnum aftur út á flugvöll í Anchorage og ganga endanlega frá öllum farangri. Það var því ákveðið að Cliff myndi fljúga með tvo úr hópnum, þá Helga og Arnór, upp á jökul um morguninn og síðan með Arngrím og Sighvat eftir hádegi þegar þeir kæmu með lestinni. Arngrímur og Sighvatur lögðu þegar um kvöldið af stað aftur til Anchorage og skiluðu bílnum. Þegar við Arngrímur komum með lestinni til Talkeetna daginn eftir voru Arnór og Helgi fyrstu menn sem við sáum á brautarpall- inum, það hafði sem sagt ekki verið hægt að fljúga. Seinna kom reyndar í ljós að mikil snjókoma var uppi á jökli þrátt fyrir sól og blíðu í byggð. Biðin langa var því hafin. Við höfum samband við Cliff tvisvar á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.