Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 20
4
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ1979
r
Norrænir víkingar sigldu æ lengra í Vesturveg og komust til Manar.
Það var ekki að ástæðulausu, að
Manarbúar kusu að bjóða einmitt
þessum þjóðhöfðingja heim, er
þeir í ár minnast 1000 ára afmælis
þings síns, Tynwald. Bæði eiga
þessi eylönd svo margt sameigin-
legt í upprunalegum arfi og raun-
ar í svipuðum lífsháttum enn í
dag. Mön er eyja, þar sem býr
smáþjóð með eigin stjórn, eigin
þjóðfána og eigið þing í þúsund ár.
Sjálfir segja Manarbúar, að ekki
sé vitað nákvæmlega hvenær
þingið var stofnað, en það var á 10.
öldinni, ekki síðar en 950, líklega
fyrr. Þeim er forni þingstaðurinn
Tynwald jafn kær og okkur ís-
lendingum Þingvellir. Þeir segja
að þirtg þeirra sé, ásamt íslenzka
þinginu elsta þing í heimi. Eini
munurinn, sagði einhver við und-
irritaðan blaðamann, er sá, að
þing Islendinga var flutt burt af
Þingvöllum fyrir 150 árum, en
okkar þing hefur verið haldið á
Tynwald óslitið í 1000 ár og er
enn. Einu sinni á ári, 5. júlí, er
þing Manarbúa flutt úr þingsölum
á hina fornu Tynwals-hæð og lesin
öll ný lög, sem staðfest hafa verið
af Elísabetu drottningu á því ári, í
heyranda hljóði. Eru þau lesin
bæði á ensku og Manx-máli.
• Samruni
norrænnar og
keltneskrar
menningar
Þingið á uppruna sinn í menn-
ingu norrænu víkinganna, sem í
lok 8. aldar tóku að venja komur
sínar til Bretlands. Sigldu norður
fyrir Skotland, til Hjaltlands,
Orkneyja, Suðureyja og írlands og
Manar, sem liggur í írlandshafi
mitt á milli Englands og írlands.
A þessum stöðum hafa fundist
víkingaskip. Af skipi því, er fannst
norðarlega á Mön, voru aðeins
naglarnir eftir, sem sýndu lagið á
því. I tilefni hátíðarársins var
smíðað víkingaskip í Önsoy í
Noregi, nákvæm eftirlíking af
Gauksstaðaskipinu norska. 15
metra langt og 3,5 á breidd og
sigldu 11 Manarbúar og 5 Norð-
menn því þessa sömu leið og komu
til Peel 4. júlí, daginn fyrir þing-
hátíðina. Á áætlun, þótt það hefði
strandað við Skotland.
Eyjan Mön hlýtur fljótlega að
hafa verið víkingunum mikilsvert
leiðarmerki, er þeir sóttu í Vestur-
veg. í Njálu segir frá því að 15
brennumenn úr liði Flosa og 2
aðrir íslendingar hafi í liði Sig-
urðar jarls á leið til Brjánsbar-
daga á írlandi á árinu 1014 legið í
hléi vestur undir Mön. En víking-
arnir höfðu ekki aðeins not af Mön
sem leiðarmerki, þeir tóku að
herja á landsmenn og síðar að
setjast að og nýta hið frjósama
land, sem hinir keltnesku íbúar
voru þegar búnir að brjóta. Lauk
svo að víkingar brutu eyna undir
sig um 1100.
Það var slík innrás víkinga, sem
endurtekin var 28. júní 1979 í Peel.
Fjölda manns hafði drifið að og
ofan af tveggja hæða strætisvagn-
inum góða, horfðu íslenzku for-
setahjónin og fylgdarlið þeirra á
innrásina, ásamt gestgjöfum sín-
um, landstjóranum Sir John Paul
og konu hans Lady Paul, Kerruish
forseta Manarþings og konu hans
og fleirum. Á undan lék norsk
bárnalúðrasveit og komin' var á
vettvang lúðrasveit úr varðsveit
Noregskonungs.
Áður en víkingaskipin fjögur,
sem geymd eru allt árið í nausti til
þessarar hátíðar ög haldið við af
félögum í víkingaklúbbnum, birt-
ust, mátti sjá Keltana sem fyrir
eru í landinu, sinna störfum sín-
um á ströndinni. Börnin leika sér
og dansa, konurnar sinna elda-
mennsku og karlmennirnir skilm-
ast með spjótum og öxum. Keltar
voru fyrir á Mön áður en víkingar
komu þar. Þegár germönsku þjóð-
flokkarnir, Englar og Saxar, tóku
að leggja undir sig Bretlandseyjar
eftir 447, hröktu þeir hina kelt-
nesku íbúa til ýmissa útkjálka
landsins, til Wales, i skozku há-
löndin, til Irlands og til Manar.
Við sjáum í upphafi sýningarinn-
ar hvernig fólkið hleypur niður að
sjónum til að taka á móti heilög-
um Germanusi sem kemur sigl-
andi frá írlandi og allir halda til
litlu kristnu kirkjunnar á strönd-
inni, þar sem sungin er messa.
Síðan kemur kaupskip norrænna
manna og fólkið verzlar við far-
mennina, áður en þeir halda brott.
Þá sjást víkingaskipin og fólkið
hleypur niður að sjónum. Heldur
að þar séu aftur komnir kaup-
menn. Bál eru kveikt og rauður
reykur stígur upp af Peel kastala,
sem víkingarnir eiga að hafa
ráðist á hinum megin frá.
fegar vikingaskipin nálgast
land er skjöldunum snúið, sem
merki um árás, keltnesku konurn-
ar og börnin hlaupa felmtri slegin
Víkingaskip komu af hafi með ógnvekjandi trjónur sínar og norrænir víkingar
ruddust á land á ströndinni í Peel á eyjunni Mön og óðu höggvandi mann og annan
yfir hina keltnesku íbúa, sem þar voru að störfum sínum. Þetta gerðist
miðvikudagskvöldið 28. júní sl. í augsýn íslenzku forsetahjónanna og fleiri gesta,
sem þar skipuðu heiðurssæti uppi á opnum tveggja hæða strætisvagni og höfðu gott
útsýni yfir þessa endurtekningu á fyrsta strandhöggi víkinganna á þessum sama
stað árið 798, sem Manarbúar setja á svið á hverju ári. Með þessari víkingahátíð
lauk fjögurra daga opinberri heimsókn Kristjáns Eldjárns og frú Halldóru til
eyjarinnar.
Strandhögg
norrænna
víkinga á Mön
i síöustu viku
I0YAG*
Forseti íslands í góðum félagsskap víkinga.
Atgangur mikill er víkingar ryðjast á land, en Keltar verjast,
í skjól inn í bjálkagerði og loka að
sér, meðan karlmennirnir búast
til að verja þorp sitt. Víkingaskip-
in koma að landi og víkingar
ryðjast á land. Þar sem skipin
gátu ekki borið alla þá, sem áttu
að taka þátt í bardaganum, hafði
aukalið verið haft til taks í landi
og ruddist nú fram. Varð nú mikill
atgangur og hart barist, enda liðið
mikið og svakalegt. í bardaganum
fellur höfðingi víkinganna og allir
sameinast um að fylgja honum í
skipi sínu til votrar grafar. Nú fer
fram kosning á konungi yfir Mön,
sem heldur þrumuræðu og skekur
vopnin. Við sjáum bardaga þegar
Kelti neitar að greiða víkingi
skatt. Og við sjáum að lokum
hvernig víkingar ganga að eiga
keltneskar konur, í kristinni at-
höfn. Og það er staðfast tákn um
hvernig þessi tvenns konar menn-
ing, hin keltneska og norræna,
runnu saman og mynduðu þá
lífshætti, sem einkenndu líf Man-
arbúa upp frá því og eru undir-
staða menningar þeirra enn í dag,
sem þeir eru mjög stoltir af.
Eða eins og Kristján Eldjárn
forseti sagði við blaðamann Mbl. í
lok heimsóknarinnar á Mön: —
Við höfum farið um alla eyjuna.
Okkur hefur verið sýndur upp-
gröftur, staðir þar sem eru forn-
leifar kenndar við norræna menn
og keltneska einsetumenn. Af
fornleifum eru mest áberandi
þessir úthöggnu steinkrossar,
höggnir af norrænum mönnum,
sem þarna áttu heima, í bland
gaelisk list og rúnaletur á norr-
ænu máli. Sýnir það samruna
hinnar sérkennilegu írsku kristni
og heiðninnar. Þetta speglast í
norrænum og gaeliskum nöfnum
og er áberandi nú í dag í fornleif-
um og í fólkinu sjálfu, sem nú býr
á Mön og hefur ríka tilfinningu
fyrir þessari blönduðu menningu
og hefur á henni mætur. Það
kemur vel fram í þessum hátíða-
höldum hér á Mön í sumar. Tyn-
wald þeirra er jafn mikilvægt hér
og Þingvellir á íslandi.
• Merktu sér
listaverkin
Af fornleifum á Mön má sjá, a-
fyrst eftir að norrænu víkingarnir
settust að á eynni, þá voru þeir
grafnir að heiðnum sið, og með þá
muni sem þeir töldu sig þurfa á að
halda. En um 20 grafir frá 9. öld
hafa fundizt. Einn víkinganna að