Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 7
• 26 tommur. • 60% bjartari mynd. • Ektaviður: palisander, hnota. • 100% einingakerfi. • Gert fyrir fjarlægðina 2—6 m. • Fullkomin þjónusta. 29800 BUÐIN TOPPURINN frá FINNLANDI Ráðstefna Sam- einuðu þjóðanna um flóttafólk í Indó Kína Dr Kurt Waldheim, aðalfram- kvæmdastjri Sameinuðu þjóð- anna, hefur tilkynnt að ráðstefna S.Þ. um vandamál flóttamanna frá Indó-Kína verði haldin í Genf 20. og 21. júlí næstkomandi. Dr. Kurt Waldheim mun sjálfur stjórna ráðstefnunni og honum til aðstoðar verður flóttamannafull- trúi S.Þ. Poul Hartling. Á ráð- stefnunni verður fjallað um flótta- mannavandamálið frá öllum hlið- um þess. Væntanlega munu ríkis- stjórnir kunngera á þessari ráð- stefnu framlög sín til flótta- mannahjálpar, bæði viðtöku flóttafólks og fjármuni. Haraldur Kröyer sendiherra íslands í Genf mun sitja ráðstefnuna fyrir ís- lands hönd. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152-17355 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ1979 Umsjónarmaður Gísli Jónsson__________8. Þáttur Mér urðu á ritglöp í síð- asta þætti, skrifaði orðinu í stað fallinu. Klausan á að vera þannig: N.N. minnir einnig á það mállýti, þegar tvær forsetningar, sem stjórna sínu fallinu hvor, eru hafðar með sama fallorði. Dæmi: Flutningar til og frá Búðardal. Vandann er auð- velt að leysa í þessu dæmi með því að segja að og frá Búðardal, því að báðar þess- ar forsetningar stýra þágu- falli. í málum, þar sem mjög gætir mismunandi endinga eftir svokölluðum föllum, mega þau orð þykja einkennileg sem eru eins að sjá og heyra í öllum föllun- um. Nokkur nafnorð í ís- lensku eru eins í öllum föll- um eintölu. Sjaldgæfast er þetta um karlkynsorð og telst raunar til undantekn- inga. Sælir verið þér, séra minn, 8agdi ég við bÍHkupinn. Aftur á móti annar hinn: Þér áttuð að kalla mig herra þinn. Hér koma fyrir þau tvö ein karlkynsorð í íslensku sem svona eru skrýtin, tökuorðin herra og séra. Einnig kemur fram í vísunni að biskupinn telur sig vantitlaðan með orðinu séra. Ástæðan til þessa sérkennis í beyging- unni stendur' sennilega í sambandi við það að herra og séra eru mest notuð sem ávarpsorð og titlar. Ekki treysti ég mér til að stinga upp á því að nefnifall þeirra verði haft herri og séri til samræmis við önnur orð í sama beygingaflokki. Orðið séra (síra) er sama og Sir í ensku, ættað úr latínu senior = eldri og al- kunnugt í spönsku í þeirri gerð. Þá notuðu menn gerð- ina signor sem virðingartitil hér áður fyrr, og jafnvel Sighvatur skáld Þórðarson, sem uppi var um 1000, var ekki feiminn við að kalla konunginn sinjór. En hann var þá líka nýkominn frá Róm og híaði sér ekki heldur við að láta fjallið heita mont. Hann segist í ferðavísu hafa staðið á mont. Nokkur hvorugkynsorð eru eins í öllum föllum eintölu. Hafa þau þá sama form og herra og séra og tákna flest líkamshluta, svo sem auga, eyra, nýra, lunga, eista og milta. Einnig má nefna síma = band og hnoða = hnykill eða hnútur. Flest munu þó kvenkyns- orðin vera sem eru eins í öllum föllum eintölunnar, en þau eru óhlutkenndrar merk- ingar (abstrakt), svo sem reiði, gleði, kæti, teiti, elli, kristni, beiðni og fræði. Fæst þeirra eru höfð í fleirtölu. Áhrifsbreytingar hafa lítið ruglað þessu, en þó tók ég eftir því í blaðaviðtali á dögunum, að haft var eftir einum ráðherranna að ekki hefði enn verið tekin afstaða til beiðnar. Ekki þóknast mér þetta tal. Hvernig ætli okkur þætti, ef sagt væri: Hann bjó þar allt til ellar, eða írar hneigðust snemma til kristnar. Ætli okkur þætti ekki kauðalegt að tala um Óðinn til gleðarinnar í staðinn fyrir gleðinnar, eða þá að reita einhvern til reiðar í staðinn fyrir að reita til reiði, enda kynni það að misskiljast. Vegna þess sem sagði í síðasta þætti um orðið snurða kom Bragi Sigur- jónsson á Akureyri að máli við mig. Ég hafði, til þess að flækja ekki þráð máls míns of mikið, látið orðið snurða jafngilda orðinu hnökri að merkingu, svo sem orðabæk- ur greina. En vissulega er þetta ónákvæmt. Snurða er einkum samsnúningur eða lykkja á harðspunnum þræði, þó orðið merki einnig hvers konar ójöfnu, hrufu, örðu eða hnúsk á sama hátt og hnökri. Þegar eru teknar að berast til mín uppástungur um orð í staðinn fyrir túrismann. Björn Stefánsson í Reykjavík segir mér að fyrir nokkru hafi hann búið til og notað í ritgerð ferðaútvegur í lík- ingu við sjávarútvegur, enda þarf margt að útvega í túr- isma. Björgvin Júníusson á Akureyri hefur búið til orðið ferðingur. Dæmi: Hvernig gengur ferðingurinn í sumar? Og N.N. vill hafa þetta í kvenkyni fleirtölu: ferðingar. Dæmi: Hvernig er ástandið í ferðingunum núna? Eru ferðingarnar líf- legar og ábatasamar? Ljóst er að túrhestaaðferð- in dugir ekki hér, en Hlym- rekur handan sendir Stefáni Þorlákssyni kveðju guðs (og sína). Hlymrekur kvað: Hann Stefán lét ekki á sér stúr festa, þó steyptist á rigningarnkúr versta. Kvikur í bragdi á brattann hann lagdi og teymdi á eftir sér túrhesta Og enn kvað hann: Maritt erlent er sniðuift og egKjandi, hvort orðmælt það fer eða hneggjandi. I>að má hefja upp giaum. i»að má taka i taum. En á túrhesta er ekki leggjandi. Að lokum er ítrekuð uppá- stunga um löður í staðinn fyrir sjampó. SAVLON s SAVLON Baby Care er frábær vörn fyrir viökvæmt hörund barnsins. Án ilmefna, fullkomlega ofnæmisprófaö. Shampooiö hreinsar skán úr höföi mjög vel og háriö verður silkimjúkt. NYTT FRA SAVLON: Baby Bath, fljótandi sápa. snmE^ . . <zMn\e.rió\zci* Tunguhálsl 11, R. Síml 82700 1 Verð kr. 446.700 Bæsuð vegghúsgögn Staögr: 537.504.- Sendum um allt land 50 ara 3 ára ábyrgð á myndlampa Sérstakt kynningarverð. » 559.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.