Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLI1979 25 Markús Örn Antonsson: Afmælishátíð í borgarstjóm SUNNUDAGS-Þjóðviljinn síðasti ílutti heilsíðugrein eftir einn af borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins, sem maður hélt áður en lestur hófst, að væri nokkurs konar pólitfsk úttekt á fyrsta ári hins sigurglaða meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. En annað kom á daginn. Höfundur sýndi reglulega leikni með því að koma sér undan því að minnast á nokkuð sem máli skipti í þessari grein f tilefni af ársafmæli kosningasigursins. Þess f stað var tekið upp léttara hjal og sagt frá rápi milli tízkuverzlana í bænum og rifjaðar upp útlenzkar skrítlur. Var þetta gert á allra snotrasta hátt enda er borgarfulltrúinn Guðrún Helgadóttir verðlaunaður skáld- sagnahöfundur eins og alþjóð veit. Það þarf ekki að koma neinum á óvart þó að borgarfulltrúar Alþýðubandalags- ins vilji helzt dreifa huganum frá amstri borgarmálanna með því að skoða falleg föt í búðum. Á þessum fyrstu tólf pánuðum vinstra „samstarfs" í borgar- stjórn hafa Alþýðubandalagsmenn orðið fyrir hverju áfallinu af öðru. Kenningar okkar sjálfstæðismanna um að hinn ósamstæði hópur vinstri manna myndi aldrei geta tekið stjórn borgarmálanna nægilega föstum tökum hefur sannazt. I röðum borgarfulltrúa þríflokkanna er hver höndin upp á móti annarri. í nefndum og ráðum hafa fulltrúar þess- ara flokka sýnt af sér fádæma sinnuleysi og getuleysi til að koma í höfn brýnum úrlausnarefnum sem látin eru reka á reiðanum meðan þeir taka sér frest á frest ofan. Meðferð skipulagsmála borg- arinnar er skýrt dæmi um þetta. Fá ekki að stjórna eftir sínu höfði Á þessu fyrsta ári vinstra samstarfs- ins hefur Alþýðubandalagið orðið að þola hverja auðmýkinguna af annarri af völdum samstarfsmanna sinna. Þetta hefur orsakað meiriháttar truflanir á sálarlegu jafnvægi kommúnistanna að svo miklu leyti sem því er annars fyrir að fara. Alþýðubandalagsmenn ætluðu nefnilega frá upphafi að stjórna Reykja- vík eftir sínu höfði, þó að þeir þyrftu til málamynda að dröslast með tvo aðra stjórnmálaflokka í eftirdragi til að koma málum fram. Hvar sem því hefur mögulega verið við komið hafa Alþýðu- bandalagsmenn ætlað að keyra mál í gegnum ráð og nefndir með frekju og látum, ýmist án nokkurs samráðs við aðra fulltrúa meirihlutans eða þá með einhverju snöggsoðnu samkomulagi, sem náðst hefur á lokuðum meirihlutafund- um eða með símhringingum milli manna. I þeim tilfellum hefur réttur okkar í minnihlutanum til eðlilegrar umfjöllun- ar mála hreint ekki verið viðurkenndur og lýðræðisleg vinnubrögð þánnig talin gjörsamlega óþörf af því að meirihlutinn hafi verið búinn að ákveða að svona skyldi það vera! Samstarfsmönnum meir en nóg boðið Smám saman hefur þó í ljós komið, að það eru fleiri en við í minnihlutanum, sem ekki vilja una þessu kommúníska ofríki. Æ sterkari stjórnarandstaða hef- ur verið að magnast innan meirihlutans á síðustu mánuðum og er þróun mála þar á einn veg: Að hafa taumhald á yfirgangsvörgum kommúnista. Mjög misjafnlega mikið hafa einstakir full- trúar Alþýðuflokks og Framsóknar haft sig í frammi hvað þetta snertir. Öllum er kunn forysta Sjafnar Sigurbjörnsdóttur að þessu leyti en minni hefur reisn Framsóknarfulltrúanna verið, sem sumir hverjir skríða gjörsamlega í duftinu fyrir pólitísku skyldfólki sínu í Alþýðu- bandalaginu. Sem kunnugt er af fréttum hefur alltaf öðru hverju blossað upp ágreiningur milli meirihlutamanna um afgreiðslu mála, misjafnlega þýðingarmikilla, á borgarstjórnarfundum undanfarna mán- uði. Þetta hefur reitt „forystusveit" borgarstjórnar í Alþýðubandalaginu til reiði. Fulltrúar þess hafa skipt litum á borgarstjórnarfundum, þegar allur málatilbúnaður hefur farið úr böndun- um. Þeir hafa ýmist orðið hvítir sem nárinn, eins og rauðglóandi vígstirni eða hreinlega fjólubláir af bræði. Undir svona sterkum geðhrifum hafa þeir hreytt ótuktarlegum athugasemdum í „samstarfsmennina" svo að allir mættu heyra. Tillögum komm- anna kálað Borgarstjórnarfundur sl. fimmtudag var samfelldur harmleikur fyrir borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins og reyndar fleiri meirihlutafulltrúa í borgarráði og félagsmálaráði, svo að nokkuð sé nefnt. í borgarráði höfðu fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins gert tillögu um að frestað verði uppsögnum þeirra, sem nú hafa náð eftirlaunaaldri og eru í störfum hjá Reykjavíkurborg, þar til nefnd, er starf- ar að endurskoðun á reglum um aldurs- mörk borgarstarfsmanna, hefur lokið störfum og borgarráð hefur rætt niður- stöðu nefndarinnar. Við sjálfstæðismenn höfum áður flutt tillögu í borgarstjórn um að þessar reglur borgarinnar verði endurskoðaðar með það að markmiði að skapa öldruðu fólki atvinnutækifæri. Sérstök nefnd hafði verið skipuð í málinu en seinagangur mikill í störfum hennar og liggja niðurstöður hennar ekki enn fyrir. Meirihlutinn • í borgarráði hafði ékki viljað fallast á sjónarmið sjálfstæð- ismanna þar og samþykkti að vísa málinu frá. Þetta ágreiningsefni kom svo til kasta borgarstjórnar á fimmtudaginn. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir flutti málamiðl- unartillögu, sem fól í sér að umræddir starfsmenn fengju að vera áfram í vinnu hjá borginni að minnsta kosti þangað til fyrir liggur, hver almenna reglan á að vera í framtíðinni um þetta efni. Á þetta gátum við Sjálfstæðismenn mætavel fallizt. Frávísun var felld og tillaga Sjafnar samþykkt með 8 atkvæð- um. Næsta áfall Alþýðubandalagsins og fleiri meirihlutamanna á þessum fundi var afgreiðsla á máli forstöðumanns dagheimilisins Laufásborgar, sem nokk- uð hefur verið rætt í blöðúm undanfarið. Alþýðubandalagið var búið að reka það mál með miklum gauragangi og láta samþykkja ákveðinn umsækjanda á fundi í félagsmálaráði. Málavextir voru flóknir og kröfðust nákvæmrar athugun- ar. Beiðni um frestun ákvörðunar í félagsmálaráði var felld í atkvæða- greiðslu. Var það gert á sama fundi og ráðsmönnum voru í fyrsta skipti sýndar umsóknir um stöðu forstöðumannsins. Eru þessi vinnubrögð einsdæmi. Þetta Laufásborgarmál verður þó betur kann- að eins og beðið var um, því að borgarstjórn greip í taumana á síðustu stundu og hnekkti úrskurði meirihluta félagsmálaráðs. Þriðja áfall þeirra Alþýðubandalags- manna: Þeir fluttu á þessum umrædda borgarstjórnarfundi tillögu um meðferð listaverka í eigu Reykjavíkurborgar. Er sérstaklega tilgreint, hvaða hlutverki menningarmiðstöðin á Kjarvalsstöðum eigi að gegna í því sambandi. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir er formaður í stjórn Kjarvalsstaða. Ekki var við því að búast að flutningsmenn tillögunnar og sam- starfsmenn í meirihlutanum hefðu neitt samráð við hana um þessi mál, sem þó snerta náið rekstur Kjarvalsstaða. Sjöfn gerði nokkrar athugasemdir við þessa tillögu og samþykkti borgarstjórn breyt- ingartillögu hennar en ekki upphaflega tillögu Alþýðubandalagsins. Senuþjófur Framsóknar Fjórða áfallið: Borgarfulltrúi Alþýðu- þandalagsins Þór Vigfússon talaði á Markús Örn Antonsson. fundinum fyrir ósköp sakleysislegri til- lögu þeirra félaganna um að athugað yrði, hvort ekki mætti hafa sundstaði borgarinnar opna lengur um helgar en nú er gert, og eins, hvort ekki væri hægt að opna kennslusundlaugar í Árbæjar- hverfi og Breiðholti fyrir almenning yfir sumarmánuðina. Þetta var mál, sem borgarfulltrúar gátu almennt fallizt á að yrði athugað. En viti menn. Eiríkur Tómasson, fulltrúi Framsóknarflokksins í íþróttaráði og formaður þess, var búinn að stela scnunni frá Alþýðubandalag- inu. Tillaga þess hafði verið send út til kynningar sl. þriðjudag en á fimmtu- dagsmorgun, sama dag og hún kemur fyrir borgarstjórnarfund, ber Eiríkur fram tillögu í íþróttaráði um að fræðslu- yfirvöld kanni, hvort ekki megi opna sundlaugarnar við skólana í Árbæ og Breiðholti fyrir almenning og verði það þá gert nú í ágúst! „Meirihlutinn" — innan gæsalappa Það var býsna vel til fundið, að eins árs afmælis vinstri meirihlutans í borg- arstjórn skyldi minnzt með einhverjum hætti nú fyrir sumarhlé á borgar- stjórnarfundum. Þetta var gert á af- skaplega viðeigandi hátt á fundinum á fimmtudagskvöldið — þó ekki beinlínis látlausan. Það var síður en svo nokkur lognmolla yfir afmælispartíinu. Þvert á móti myndum við segja eins og krakk- arnir að það hafi verið „geggjað fjör“. Afmælisbörnin verða kannski misjafn- lega á sig komin eftir þann darraðardans en ná sér vonandi vel á strik fyrir næstu lotu með góðri afslöppun í faðmi guðs grænnar náttúrunnar eða skyndiinnliti hjá Dídó og öðrum tízkuverzlunum borgarinnar. Á þessum merku tímamótum hefur það svo gerzt að Þjóðviljinn talar í fyrsta sinn um „meirihlutann" sinn — innan gæsalappa. Það er yfirskrift, sem sann- prlega hæfir þessari hátíð. NNIMARKAÐUR í IÐNAÐARHÚSINU V/HALLVEIGARSTÍG Nýjar vörur á mánudag. Fatnaður: • Jakkar • Bolir • Peysur • Kjólar • Pils Barnabuxur Kvenbuxur Herrabuxur o.fl. Húsgögn: • Skatthol • Barir • Innskotsborö • Lampar • Borö o.fl. Verslið ódýrt Barnafatnaður Plötur Leikföng Allt góðar vörur á mjög viðráðanlegu verði llnnimarkaðurinn í Iðnaðarhúsinu v/Hallveigarstíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.