Morgunblaðið - 05.08.1979, Síða 10

Morgunblaðið - 05.08.1979, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 „Mér hefur fundizt ágætt að geta haft heimilisverk að aóalstarfi“ Sólin glampaði á Kópavoginn, þegar ég bankaði upp á á heimili þeirra Kristjöhu Millu Thorsteinsson og Alfreðs Elíassonar í Arnarnesi á dögunum. Kristjana hefur ekki síður en maður hennar verið nokkuð í sviðsljósinu upp á síðkastið; það vakti verulega athygli, þegar hún lagði fram tillögu á aðalfundi Flugleiða á útmánuðum þess efnis, að fyrirtækinu skyldi skipt og flugfélögin hæfu aftur flugrekstur á sama hátt og var fyrir umdeilda sameiningu. Tillagan náði ekki fram að ganga, enda hefur flutningsmaður ugglaust ekki gert ráð fyrir því, en um tuttugu prósent greiddu henni atkvæði og þetta varð til að hleypa af stað býsna f jörugum og nokkuð harðskeyttum umræðum um störf og stöðu Flugleiða. Á leiðinni út í Arnarnesið var ég að bræða með mér, hvort ég ætti að spyrja Kristjönu nánar út í þessi flóknu Flugleiðamál. Þau hafa vissulega verið í brennidepli og menn hafa ekki verið á einu né tvennu máli um, hvernig að sameiningunni hafi til dæmis verið staðið, hvernig eignahlutföll skipuðust, úfinn og beizkur ágreiningur meðal starfsmanna, sem hafa raðað sér í andstæðar fylkingar, gagnrýni hefur verið á meðal almennings um að þjónusta hafi versnað ... og mætti áfram um fjalla. Ég komst að þeirri niðurstöðu að líklega væri bezt að láta þetta eiga sig í bili, enda væri væntan- lega um nóg annað að spjalla. Þau búa vel og myndarlega í vænu húsi á Arnarnesinu. Voru fyrstu íbúar þarna fyrir fimmtán árum. Þegar þau fluttu var ekkert rafmagn komið, svo að þau urðu að lýsa upp með mótor. En síðan hefur byggðin smáþétzt og nú er að heita má albyggt. Umhverfis húsið er ræktarlegur garður, enda eru Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Myndir: RAX þau hjón bæði áhugamenn um garðrækt. Elías, yngsti strákurinn á heimilinu, var að slá blettinn, úti á víkinni lónaði bátur. Við settum okkur niður á efri hæðinni, þar er útsýni til allra átta, suður um Reykjanesið og í norðri blasir Snæfellsjökull við. — Ég er fædd á Skólavörðu- stígnum, segir hún. — Gekk í Verslunar skólann og seinna fór ég út til Bandaríkjanna og var þar við nám, meðal annars í hagfræði, í tvö ár. Við Alfreð þekktumst lítillega áður en ég fór út, en svo giftum við okkur ári eftir að ég kom heim. Eftir að við giftum okkur hef ég ekki unnið úti. Börnin eru sex, á aldrinum 12—29 ára, svo að það var nóg að snúast. Við bjuggum fyrst á Vífilsgötunni, uppi á lofti hjá tengdaforeldrum mínum. Síðar fluttum við í Hlíðarnar og byggðum svo hér fyrir fimmtán árum. Það voru engin götuljós hér þá en við fengum strax síma. Einnig kom fljótlega skólabíll og tók krakkana í skólann, að ógleymdum Boðabíl, sem færði okkur nauðsynjar nánast inn á eldhúsgólf. Við höfum því fest rætur og unað okkur vel hér á Nesinu. — Jú, ég fór oft út í styttri ferðir með Alfreð og hef gert það alla tíð. Fyrstu árin sem við vorum gift var hann flugmaður og síðan tók hann við fram- kvæmdastjórn og þurfti að vera á stöðugum þeytingi. Þá varð oft niðurstaðan sú, að við vildum taka okkur frí hér heima, höfðum fengið nóg af því að vera á ferðinni. Meðan krakkarnir voru litlir áttum við sumar- bústað við Elliðavatn og það var út af fyrir sig ágætt, en svo fannst okkur við verða of bundin að vera alltaf á sama staðnum og seldum hann. — Jú, ég dreif í því að fara í I heimsókn hjá Krístjönu M. Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.