Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 11 Gunnlaugur Halldórs- son, arkitekt, sjötugur Hamrahlíð, þegar öldungadeild- in tók til starfa af hverju? Ja, ég hafði eiginlega alltaf séð eftir því að hafa lokið stúdentsprófi. Það var auðvitað töluvert átak að hefja nám að nýju, eftir svona langt hlé. En áhuginn var fyrir hendi og þannig gekk þetta. Mér fannst Hamralíðartímabilið ákaflega skemmtilegur tími og þetta varð á allan hátt mér dýrmæt reynsla. Svo fór ég í viðskiptafræði, strax eftir að ég hafði tekið stúdentspróf og hef nú að mestu lokið henni. Ég hef tekið öll prófin og er að vinna að lokaritgerðinni og vonast til að skila henni áður en mjög langt um líður. — Hvort ég sé kvenréttinda- kona? Ætli við séum það ekki allar. Vilja ekki allir jafnan rétt? Mér finnst þróunin að mörgu leyti vera í rétta átt og trúi því að fullri samstöðu verði náð með tímanum. Ungt fólk nú skiptir meira með sér verkum en áður. Enda er það ekki nema sjálfsagt hvort sem konan vinnur heima eða úti, því að það er erfitt og þreytandi starf að vera með mörg lítil börn. Helgi Sæm hefur kallað okkur kven- fólkið pólitískar ambáttir — það er nú eflaust nokkuð til í því. En mér hefur fundizt ágætt að hafa haft heimilisverk að aðalstarfi og geta ráðið mínum tíma. Það horfir nokkuð öðruvísi við, ef konur hafa aflað sér starfs- menntunar og telja sig missa af tækifærum til frama. Ég hygg að þróunin byggist mikið á uppeldinu — og almennt þeirri miklu breytingu, sem hefur orðið á þjóðlífinu hjá okkur á tiltölu- lega skömmum tíma. Ég held að mikið liggi í uppeldinu. Ég á 28 ára son, sem er giftur og á tvö börn og hann tekur meiri þátt í heimilishaldinu hjá sér en Alfreð gerði á sínum tíma. Meðan krakkarnir voru að vaxa úr grasi var alltaf ákveðin skipt- ing á skyldustörfum sem þau áttu að inna af hendi, hver hafði sína uppvottaviku, þau skyldu hirða sín herbergi og vinna ýmislegt smálegt. — Nei, ég hef aldrei fundið til þessarar einangrunar sem margir tala um. En ég var kannski í betri og frjálsari aðstöðu en margar aðrar konur, ég hef aldrei verið húsmóðir lokuð inni í blokk yfir börnum allan daginn. Ég hef verið lán- söm og haft góðar aðstæður. — Nú er eins og viðhorfin séu að breytast á ný. Síðast liðin tíu ár hefur allt beinzt að því, að konur komist út á vinnu- markaðinn. Ég veit ekki nema það hafi farið út í öfgar, í sjálfu sér fæ ég ekki séð að kona verði frjálsari, þótt hún hlaði á sig útivinnu, bara útivinnunnar vegna. Er nokkuð frelsi eða sálarþroski í því einu falinn? Nú eru þessar umræður um að kon- an eigi að geta valið. Það er í sjálfu sér eðlilegt og auðvitað ættu það að vera sjálfsögð rétt- indi hvers og eins að geta valið... en málið er bara ekki svona einfalt. Það verður að taka svo margt með í reikninginn og margt fólk er hreinlega ekki í ‘þeirri aðstöðu, að það eigi allra kosta völ. — Að hverju ég hef gaman? Það er sem betur fer margt. Ég hef gaman af því að vera í garðinum, dálítið ^aman af því að fara í laxveiði. Ég hef stundað íþróttir, syndi mikið, fer á skíði og oft í leikfimi á veturna. Þegar við erum erlendis er ég æst í að skoða söfn og gamla kastala. Það finnst Alfreð ekki sérlega sniðugt, þá held ég hann dreymi um að vera kominn í laxveiði. En við reynum auðvitað að fara þarna bil beggja. í samskiptum fólks er það auðvitað það sem gildir. Nú svo er ég að vinna að þessari lokaritgerð minnni til háskólaprófs. Ég hef gaman af því líka. Og hvað lokaritgerðin snýst um? Hún brosir við. — Hún fjallar um samruna fyrirtækja.... Spurst hefur um sveitina, að tímamælir nágranna míns og vel- gjörðarmanns, Gunnlaugs á Hofi, sýni sjötíu ár á morgun. Slíkt gefur tilefni til frásagnar af manninum eða öllu heldur verkum hans. Má vera að þetta frumhlaup mitti falli honum ekki í geð, en ég vona að hann meti viljann fyrir verkið og þessi blaðaskrif til blíðu. Gunnlaugur hefur lengst íslenzkra arkitekta starfað sjálf- stætt og er því í augum okkar, sem yngri erum, „the grand old man“. Funktionalisminn var rétt fædd- ur, þegar Gunnlaugur stundaði sitt nám erlendis. Þeim skóla hefur hann ávalt verið trúr síðan. Glampi kemur í augu Gunnlaugs, þegar rætt er um góðu gömlu daga funktionalismans. Þá daga þegar arkitektúr var list. Sumum yngri kollegum þykir Gunnlaugur full strangur í sínum funktionalisma, en hann hefur þar komið til dyranna eins og hann er klæddur og fylgt því sem hans smekkur og sannfæring bauð. Hans arkitektúr er auðþekktur, taminn af föstum vilja og fágaður. Gunnlaugur hefur verið í forystusveit í mótun arkitektúrs hér á landi síðustu fjóra áratugi og þá margt glatt hans hjarta og stundum sært. „Neftóbak og anda- trú er eitt og hið sama“ sagði séra Bjarni, en arkitektúr og „arkitektúr" er ekki hið sama. Gunnlaugur treystir á ungu mennina í stéttinni, en mig grun- ar, að hann skjóti stundum augum í skjálg til þeirra, sem nýkomnir eru frá námi og fara geyst inn á vafasamar brautir. Að góðum íslenzkum sið vil ég geta nokkurra áfanga á göngu Gunnlaugs. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum 6.8. 1909, sonur hjónanna Halldórs Gunnlaugs- sonar héraðslæknis og konu hans Önnu S. Gunnlaugsson f. Theorp. Hann fór ungur til náms þ.e. til Akureyrar og lauk þar gagnfræða- prófi 1925. Síðan gerðist hann sigldur maður og nam húsagerða- list í Kaupmannahöfn með frá- bærum árangri og lauk því námi 1933. Eftir heimkomu opnaði hann teiknistofu með telefón og beið hringingar viðskiptavinar. I aug- um samtímamanna var kannski ekki ljóst til hvers brúks menntun þessa unga manns var, en fljótlega kom í ljós kunnátta og dugnaður sveinsins. Menn tóku að hringja og leita þekkingar Gunnlaugs. Þetta var á kreppuárunum og því þóknun fyrir störf greidd með ýmsu móti, stundum skildingum, stundum mublum, stundum bíla- varahlutum (bíl átti hann að sjálfsögðu ekki í þann tíð). Allt frá fyrstu hefur Gunnlaugur glímt við fjölbreytileg verkefni. Skulu nokk- ur verka hans tilgreind: Viðbygging við Landsbanka íslands, Pósthússtræti, Verkamannabústaðir Hofsvalla- götu, hús Búnaðarbankans, Austurstræti, hús SÍBS að Reykjalundi, en að þeim starfar hann enn í dag, endurbygging Bessastaða, Háskólabíó, Búrfells- virkjun, skipulag Fossvogshverfis, hús Amtbókasafns á Akureyri, Borgarbókasafn Reykjavíkur, auk fjölda íbúðarhúsa. Hann hefur tekið þátt í mörgum samkeppnum og jafnan skipað þar fyrstu sæti. Að sumum þessara verka hefur hann unnið með öðrum. Gunnlaugur hefur starfað að ýmsum félagsmálum. Um skeið formaður Arkitektafélags íslands og hefur gagnað því félagi mikið, enda heiðursfélagi þess. Formaður stjórnar Byggingaþjónustu A.í. í hreppsnefnd Bessastaðahrepps í 28 ár-og víðar komið við sögu. Gunnlaugur er bók- og listelsk- ur og fróður um íslenzka bygging- arsögu og hef ég átt margar ánægjustundir við hans vísdóms- brunn, hverjar ég þakka fyrir. Ekki 'er hægt að ljúka þessum línum án þess að minnast hans elskulegu eiginkonu, Guðnýjar Klemenzdóttur, og þeirra sér- stæða heimilis. Við í Smiðshúsi óskum þér, Gunnlaugur, eiginkonu þinni og fjölskyldu, allra heilla á þessum tímamótum og vonum, að þú njótir góðrar heilsu og starfs- þróttar enn um langar stundir. Manfreð Vilhjálmsson. vertu ekki of seinn Misstu ekki af möguleikanum á stórum vinningum, endurnýjaðu því tíman- lega. Mundu að endurnýjun hefst 14 dögum eftir drátt í hverjum mánuði. Við drögum lO.ágúst 8. flokkur 18 @ 1 000.000- 18.000.000- 36 — 500.000- 18 000.000 - 324 — 100.000- 32.400.000- 846 — 50.000- 42.300.000- 8.739 — 25.000- 218.475.000- 9 963 329.175.000,- 36 — 75.000- 2.700.000- 9 999 331.875.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun f þágu atvinnuveganna ELDRI BORGARAR Mallorkaferð 21. sept. 3 vikur. Verö kr. ca. 298.00- 5.500- Brottfsk. Kynningarfundur Kynningarfundur veröur haldinn vegna Mallorkaferöarinnar í Noröurbrún 1. fimmtudaginn 9. ágúst kl. 16.30. Sýndar veröa litskuggamyndir. Allir þeir, sem áhuga hafa eru hvattir til að koma. FELAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKUR ★ Dyalið á Hotel Columbus í St. Ponsa. ★ Gisting 1 tveggja manna herbergjum. ★ innifalið: Fullt fæði. Allar nánari uppiýsingar gefur: FERDASKRIFSTOFAN URVAL Pósthússtræti 9. Sími 26900 H. K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.