Morgunblaðið - 05.08.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 05.08.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 ÞAK YFIR HÖFUÐ Húsnæðis- vandi ítal- annageríst æ hrika- legri í Torínó bar maður nokkur eld að sjálíum sér og brenndi sig til bana af þvi að hann átti hvergi höfði sínu að halla og hafði verið á götunni um langt skeið. Af sömu ástæðu hefur fólk í Mflanó. Róm, Bologna og öðrum ítölskum borgum svipt sig lífi á næst- um því jafn skelfilegan hátt. Um nokkurra ára skeið hef- ur ástandið í húsnæðismálum á Italíu verið með þeim ósköp- um, að miklu minna er byggt en þörf er fyrir og hefur þessi öfugþróun færst í aukana með hverju ári. Eftir því sem opin- berar skýrslur segja var lokið við 360.000 íbúðir á árinu 1971 en á síðasta ári var þessi tala komin niður í 154.000. Þeir sem einkum verða fyrir barð- inu á húsnæðisskortinum eru ung hjón sem neyðast oft til að hýrast inni á heimilum ætt- ingja sinna og er sagt að það hafi síður en svo uppbyggileg áhrif á hjónabandið. Raunverulegur húsnæðis- skortur á Ítalíu er sagður vera 20—28 millj. herbergja og er hann tilfinnanlegastur í stór- borgunum enda er húsaleigu- okrið þar með mestu ólíkind- um. Þrátt fyrir það standa íbúðir auðar á sumarleyfis- stöðum og víða úti á lands- byggðinni og það sem stefn- unni í ítölskum húsnæðismál- um — ef stefnu skyldi kalla — hefur einkum verið fundið til foráttu er að þar hefur mest verið byggt þar sem þörfin er minnst. Sökudólgarnir að flestra áliti eru byggingarfyr- ftölsku strætin vantar ekki feg- urðina — einungis hfbýlin handa fólkinu. irtæki í einkaeign, sem finnst það arðvænlegra að reisa vill- ur og lúxusíbúðir á sumar- dvalarstöðum og selja þær efnafólki. Mikið af þessum framkvæmdum fer fram án samþykkis yfirvalda og komið hefur fyrir að heil bæjarfélög hafa risið án þess að skipu- lagsyfirvöld hafi komið þar nærri. Byggingafyrirtækin líta öðrum augum á málið. Þau kvarta undan miklum fjár- magns- og launakostnaði, sem herská verkalýðsfélög ýti stöð- ugt undir, og segjast lítinn áhuga hafa á að bæta úr húsnæðisskortinum meðan þannig sé í pottinn búið. Auk þess hafi strangt eftirlit með húsaleigu síður en svo hvatt til aukinnar fjárfestingar í íbúð- arhúsnæði. Norris Willatt SPITALALIFI Aðgerðin tókst með ágætum - sjúklingurinn svalt bara í hel Það kann vel að vera, að sjúklingar deyi einfaldlega af hungri á sjúkrahúsum Bresku heilbrigðisþjónustunnar eða dánarorsökin getur eins vel verið sú, að sjúklingar hafi hlotið skakkt mataræði. Mest er hættan hjá þeim sjúkl- ingum, sen verið er að undirbúa undir skurðaðgerðir. Að sögn Ivans Johnstons, prófessors í skurðlækningum við Newcastle Háskóla, getur alvarleg van- næring sjúklinganna valdið dauða þeirra á skurðarborðinu. „Mitt í allsnægtunum er um hungursneyð að ræða á sjúkrahúsum! Oft á tíðum eru læknarnir allt of önnum kafnir til þess að veita þessu nokkra athygli," segir Johnston prófessor. „Næringarskortur get- ur haft hinar alvarlegustu afleið- ingar fyrir horfur sjúklinganna á endurbata." Johnston prófessor kveður óstjórnina og óreiðuna í stjórn iðnverkafólks vera höfuðorsökina til þess ófremdarástands, sem nú ríkir í fæðismálum margra breskra sjúkrahúsa. Þannig komu verkföll faglærðs aðstoðarfólks á sjúkrahúsum á síðastliðnum vetri í veg fyrir að sjúkrahúseldhúsun- um bærust nægileg og bráðnauð- synleg matvæli, einkum varð mik- ill skortur á matvöru sem nota skyldi í sérfæði sjúklinga. En ástæðurnar eru fleiri. Á hinum einstöku sjúkradeildum eru það ekki lengur hjúkrunarkonurnar, sem eftirlit hafa með úthlutun matar til sjúklinganna, heldur gangastúlkur og annað sérstakt aðstoðarfólk, sem vinnur á deild- unum. Hjúkrunarkonurnar geta því naumast fylgzt með því lengur, hvort sjúklingar í þeirra umsjá borða þann mat, sem þeim er ætlaður eða ekki. Þá er einnig verið að leggja niður hin sérstöku eldhús á sjúkrahúsunum af sparnaðar- ástæðum. Nú er farið að koma með matinn til sjúkrahúsanna frá sérstökum, risastórum eldhúsum úti í bæ, sem annast matreiðslu fyrir allmörg sjúkrahús hvert um sig. Þetta hefur þær afleiðingar fyrir sjúkrahúsin, að þar er vart hægt að bjóða sjúklingi upp á neitt annað en bolla af tei, utan fastra matmálstíma. Johnston prófessor hefur ásamt allmörgum öðrum framúrskar- andi brezkum skurðlæknum fyrir skömmu gefið út sérstaka skýrslu um ástand fæðismála á brezkum sjúkrahúsum; er ritlingur þessi svo harðorður, að jaðrar við for- dæmingu á stjórn Brezku heil- brigðisþjónustunnar fyrir ríkjandi ástand í fæðismálum. í skýrslu læknanna kemur í ljós, að iðulega sé hinn aðsendi matur alls ekki við hæfi sjúklinga, sem séu á sérfæði, og til þeirra sé ekkert tillit tekið í matreiðslu réttanna. Johnston prófessor kveður það nauðsynlegt, að starfsfólki á sjúkradeildum sé rækilega kynnt ástand þeirra sjúklinga, sem tví- sýnt sé um og þarfnist eftirlits í mataræði og næringarmagni, og einnig þurfi að láta hjúkrunar- konurnar bera ábyrgð á því, að sjúklingarnir fái bæði nægilega og einnig rétta næringu. Jafnvel þótt þetta sé tímafrekt eftirlit, álítur prófessorinn, að hjúkrunarliði sjúkrahúsanna beri að annast einnig þessa hlið umönnunar sjúklinganna. Annar mjög þekktur brezkur skurðlæknir, John Dickerson prófessor, segir í grein þeirri, sem hann ritar í ofangreindan ritling, að hann harmi það mjög, að þetta afar þýðingarmikla skyldustarf, þ.e.a.s. að sjá til þess að sjúkl- ingarnir nærist réttilega, sé nú falið í hendur starfsfólki, sem hafi alls enga kunnáttu til að bera í þessum efnum. Tom McArthur. OFSÓKNIR Eiginkona and- ófsmannsins og lögreglan Mihaela Dascalu, 26 ára gömul, gift rúmenskum andófsmanni, hefur um skeið orðið að þola skipulagðar ógnir og ofsóknir af hálfu rúmensku lögreglunnar. Hafa þessar lögregluaðgerðir gegn henni og litlu fimm mánaða dóttur hennar staðið allt frá þvf að eiginmaður hennar, Nikolai Dascaiu, var handtekinn vegna þátttöku sinnar og virkrar starf- semi í Frjálsa verkalýðsfélaginu, sem nýiega var stofnað í Bucha- rest. Mihaela býr nú ein ásamt ung- barninu í íbúð þeirra hjóna í rúmensku höfuðborginni, og hún er síhrædd og öll í uppnámi eftir að lögreglan hefur veitzt að henni hvað eftir annað með hótunum, húsrannsóknum og ofsóknum af öðru tagi. Eiginmaður hennar, sem getið hefur sér gott orð sem enskukenn- ari, var umsvifalaust rekinn úr starfi fyrir rúmu ári; hann tók að sér forystu í verkalýðsfélaginu, þegar þeir tveir menn, sem aðal- lega stóðu fyrir stofnun samtak- anna, voru handteknir í marz síðastliðnum. Þessir tveir menn eru dr. Ionel Cana og hagfræðing- urinn Gheorghe Brasoveanu, og voru þeir lýstir geðveikir báðir tveir, og lokuðu rúmensk yfirvöld þá því næst inni á geðdeild Jilava fangelsins, að því er áreiðanlegar heimildir í Bucharest herma. Samkvæmt rúmenskum lögum er stofnun verkalýðsfélags alls ekki glæpur. En stjórnvöld halda því hins vegar fram, að verkalýðs- félag þetta séu ólögleg pólitísk samtök, þar sem innan vébanda þess séu menn úr afar mismun- andi starfsgreinum. Meðlimir þessa nýja verkalýðsfélags hafa allir verið handteknir og eru nú hafðir í haldi, ýmist án þess að nokkur formleg kæra hafi verið borin fram gegn þeim eða þá að þeir- hafa verið kærðir fyrir önnur meint afbrot alls óskyld þátttöku þeirra í verkalýðsfélaginu. Þremur vikum eftir að Nikolai Dascalu tók við formannsstarfi í Frjálsa verkalýðsfélaginu, eða hinn 1. apríl síðastliðinn gerðu tveir menn úr rúmensku öryggis- lögreglunni, Securitate, húsleit í íbúð Dascalu hjónanna í háhýsi einu í Bucharest. Þeir kölluðu aðvaranir til frú Dascalus um að eiginmaður hennar yrði fangels- aður, ef hann sliti ekki sambandi sínu við -París. Nikolai Dascalu hafði sent stefnuyfirlýsingu Frjálsa verkalýðsfélagsins til Parísar nokkru áður. Nokkrum klukkustundum síðar greip lögreglan Nikolai á götu, fór með hann til höfuðstöðva sinna og hélt honum þar fram undir mið- nætti, og var hann látinn undir- rita fjölda yfirlýsinga varðandi það, sem hann hefði haft fyrir stafni í för sinni til Englands árið 1977. Árla morguns daginn eftir handtóku þeir hann á nýjan leik og fengu honum fleiri skjöl til undirskriftar, og Nikolai Dascalu undirritaði af einskærum ótta við álíka barsmíð og hann hafði feng- ið hjá lögreglunni tveinl árum áður. Hann var samt látinn laus aftur. Kvöld eitt, tveim vikum síðar, var Nikolai Dascalu hand- tekinn aftur, þar sem hann var á gangi á götu í Bucharest. Hann var ákærður fyrir að hafa gerzt brotlegur við lög varðandi frétta- sendingar, með því að senda frétt- ir um starfsemi Frjálsa verkalýðs- félagsins til Parísar. Fyrir þetta var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi hinn 26. maí síðastliðinn. Daginn eftir birtist Securitate-menn aftur i íbúð Dascalu hjónanna. Eftir fyrstu heimsókn rúmensku öryggislög- reglunnar í íbúðina, höfðu allir nágrannar og kunningjar þeirra hjóna forðast eins og heitan eld að líta þar inn, en einmitt þegar Securitate kom þar í annað sinn, voru tveir meðlimir Frjálsa verka- lýðsfélagsins staddir þar í heim- sókn hjá frú Dascalu. Öryggislög- reglan hóf strax allsherjar hús-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.