Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 198. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Khomeini: Sovétmenn ad baki Kúrdum Teheran. 3!. átrúst. — AP. Reuter. AYATOLLAH Khomeini. trúarleið- togi Irana, gaf í dag í skyn, að Sovétmenn stæðu að baki uppreisn Kúrda í landinu og að undirlatíi Sovétmanna ætluðu Kúrdar að koma á (ót kommúnísku ríki í Kúrdistan. Hann var mjög harðorð- ur og ásakaði kúrdíska leiðtoga um að útbreiða „kommúníska spill- ingu“. Hann hvatti Kúrda til að hafna hinum „kommúnísku djöfl- um“, eins og hann orðaði það. Hann nefndi Sovétmenn þó ekki á nafn, en engum duldist við hvað hann átti. „Spilltir menn, sem hafa McHenry nýr sendiherra Plaina. 31. átrúst. AP. Reuter. JIMMY Carter, forseti Banda- ríkjanna, útnefndi í dag blökku- manninn Donald McHenry til að taka við af Andrew Young sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þessi ákvörðun Carters hefur mælst vel fyrir og litið er á útnefningu McHenrys sem vilja Bandaríkja- manna til að halda góðum sam- skiptum við þjóðir þriðja heims- ins. McHenry var varafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Donald McHenry er 43 ára gamall, frá St. Louis. Hann hefur starfað í hálft þriðja ár sem varafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann komst á forsíður bandarískra blaða þegar hann stjórnaði samn- ingum við Sovétmenn vegna ball- ettdansmeyjarinnar Ludmilu Vlasovu. Bandaríkjamenn vildu þá fulivissa sig um að hún færi ekki nauðug úr landi. sambönd við erlend ríki, eru að reyna að koma á kommúnisma í landinu," sagði hann í útvarpsávarpi til þjóðarinnar. Annar trúarleiðtogi nefndi Sovétmenn, það var Teleghani. „Nágranni okkar í norðri hefur verið sakaður um að aðstoða uppreisnarmenn Kúrda og þeir fá einnig aðstoð frá öðru ríki múham- eðstrúarmanna," sagði hann. Trúar- leiðtogarnir héldu fundi í hinni helgu borg Qom í gær til að ræða ástandið í Kúrdistan og leiðir til að bæla niður uppreisn Kúrda. Landa- mæri írans og Sovétríkjanna liggja saman á 2500 kílómetra svæði. Khomeini sagði í ræðu sinni, að „spurningin væri ekki um Kúrda, heldur væri Kúrdistan í veði. Þetta fólk vill koma á kommúnísku ríki. Fólk í Kúrdistan ætti að vita að leiðir Islams og kommúnisma færu ekki saman." Stokkhólmi, 31. ágúst. KRÓNPRINS Svfa var skírður f dag — og hlaut hann nafnið Karl Filip. Athöfnin fór fram f konungshöllinni f Stokkhólmi. Silvfa drottning heldur á syninum, en Karl Gústaf, réttir Viktoríu prinsessu spjald. Símamynd AP. Bandaríkin lýsa áhyggjum vegna Sovétmanna á Kúbu | Washington, 31. igúst. AP. Reuter. BANDARÍKJAMENN hafa lýst yfir áhyggjum sfnum vegna sovéskra hermanna á Kúbu. Talið er að á milli tvö og þrjú þúsund sovéskir hermenn séu nú á Kúbu, auk um 1500 hernaðarsérfræðinga. „Þetta er í fyrsta sinn, sem okkur hefur tekist að fá það staðfest að sovéskir hermenn séu á eynni,“ sagði talsmaður bandarfska utanrfkisráðuneyt- isins, Hodding Carter, á fundi með fréttamönnum. Hann bætti við að hlutar herdeildarinnar á Kúbu hefði að því er virtist verið á eynni frá 1976. Carter sagði, að Bandaríkja- mönnum stafaði engin hætta af veru sovésku hermannanna. Hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu ekki borið fram formleg mótmæli, en lýst áhyggjum sínum vegna veru hermannanna. Öldungadeildarþingmaðurinn Frank Church skýrði fyrstur frá veru sovésku hermannanna. Hann hvatti Jimmy Carter, forseta Bandaríkjanna, til að krefjast, að hermennirnir færu þegar í 'stað frá eynni. „Bandaríkin geta ekki liðið, að Kúba verði sovésk her- stöð, aðeins 90 mílur undir strönd- um okkar, né getum við liðið að Sovétmenn noti Kúbu sem stökk- pall hernaðaraðgerða á vestur- hveli jarðar," sagði Frank Church. Church sagði, að hann ásamt öðrum nefndarmönnum í utanrík- isnefnd Bandaríkjaþings hefði haft spurnir af veru sovésku hermannanna á Kúbu en ekki hefði tekist að staðfesta það fyrr en fyrir tveimur dögum. Fjörutíu ár liðin frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari Bcrlín. 31. á|{ÚNt. AP. AÐEINS fuglar geta í dag ferðast frjálst um „Pariser Plazt“, Parísartorgið í Berlín, sem eitt sinn var miðdepill hins þýzkumælandi heims. Þvf er nú skipt í tvennt með Berlínar- múrnum, afleiðing heimsstyrj- aldarinnar sfðari, sem hófst fyrir nákvæmlega 40 árum, 1. september 1939 með innrás Þjóðverja í Pólland. Styrjöldin breiddist síðar út um Evrópu og stóð í sex ár. Á þessum sex „óralöngu" hörm- ungarárum fórust alls um 50 milljónir manna, víðs vegar um álfuna. — Stríðið sem átti að sameina Evrópu endaði með því að Þýzkalandi var skipt í tvo hluta, eins og það er enn þann dag í dag. Vegna þessara tímamóta hafa stjórnir beggja þýzku ríkjanna sent frá sér yfirlýsingar, þar sem þær fara hörðum orðum um nazismann og lýsa stuðningi sinum við varanlegan frið í heiminum. — í yfirlýsingu aust- ur-þýzku stjórnarinnar segir meðal annars, að það sé stefna hennar að haida uppi miklum hernaðarmætti á meðan ríkinu stafi ógn af heimsvaldasinnum víða um heim, en það muni aldrei koma til að Austur-Þjóð- verjar hefji stríð að fyrra bragði. — Þá er lýst yfir stuðningi við SALT-II-samning Sovétmanna og Bandaríkjamanna og sagt að hann sé mjög mikilvægt skref í átt til alheimsfriðar. Yfirvöld í Póllandi lýstu enn þeirri stefnu sinni í dag, að þau hefðu fullan hug á góðu sam- komulagi og samvinnu við bæði þýzku ríkin, sérstaklega væri ástæða til frekari samskipta við ÞÝZKAR hersveitir marsera inn í Pólland 1. september 1939. Vestur-Þjóðverja, en það er mál manna að mjög vel fari á með þeim Edward Gierek, leiðtoga pólska kommúnistaflokksins og Helmut Schmidt kanslara Vest- ur-Þýzkalands. í þessu sambandi má nefna að þeir Gierek og Schmidt áttu með sér óformleg- an fund fyrir skömmu, þar sem þeir fjölluðu um frekari sam- skipti landanna. Fundurinn var haldinn aðeins fáa kílómetra frá þeim stað er Þjóðverjar réðust inn í Pólland fyrir réttum 40 árum. Vegna þessara tímamóta ritar Hans Abel, varnarmálaráðherra Vestur-Þýzkalands, grein í hið kunna vikurit „Quick“. Þzr minnist ráðherrann þeirra fimmtíu milljóna manna sem létu lífið, — „þetta fólk varð að deyja vegna stefnu Þjóðverja, sem byggðist á takmarkalausu hatri og tilraunum til að þvinga hugmyndafræði nazista inn á fólk nauðugt viljugt". Sjá: „Heimsstyrjöldin síð- ari“ bls. 12-18. Fá dollar í árslaun Detroit. 31. ágúst. AP. FORMAÐUR og varaformað- ur stjórnar Chryslerbílaverk- smiðjanna bandarísku munu fá einn Bandarfkjadollar á ári í árslaun, eða sem nemur 370 íslenzkum krónum, þar til fyritækið hefur rétt úr kútn- um að þvf er talsmaður fyrir- tækisins sagði á fundi með fréttamönnum f dag. Þá hafa forstjórar fyrirtæk- isins, þeir John Riccardo og Lee Iacocca, ákveðið að þiggja að- eins átta sent í mánaðarlaun fram til loka árs 1981, vegna slæmrar stöðu fyrirtækisins. ,,Mælirinn er fullur” Dublin, 31. ágúst. AP. Reutor. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra Bretlands og Jack Lynch forsætisráðherra írlands munu halda með sér fund f næstu viku tii að ræða vaxandi hryðju- verk írska lýðvelishersins, IRA, sérstaklega með tilliti til morð- anna á Mountbatten jarli og skyldmennum hans sl. mánudag. Jack Lynch sagði á fundi með fréttamönnum í dag að írska stjórnin hefði ákveðið að láta sverfa til stáls og ganga til bols og höfuðs á liðsmönnum írska lýð- veldisins, sem hafa haft sig mjög í frammi á undangengnum mánuð- um. — „Mælirinn fylltist þó með morðunum á Mountbatten og skyldmennum hans,“ sagði Lynch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.