Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 / Agæt karfa- veiði að undanfömu GÓÐ karfaveiði hefur verið hjá togurunum suður af landinu und- anfarið og t.d. komu togararnir Bjarni Benediktsson, Ogri og Vigri með mikinn afla til Reykja- víkur í vikunni. Bjarni var með um 300 lestir af ufsa eða karfa eftir vikutima og eftir helgina er Snorri Sturluson væntanlegur með góðan afla. Að sögn Marteins Jónassonar hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur hafa togararnir fengið ágætan karfaafla um 80 mílur suðvestur af Reykjanesi á karfamiðum, sem kölluð eru Fjöll. Aðspurður um hvernig það kæmi út fyrir útgerð- ina að vera á karfaveiðunum sagði Marteinn að þegar stutt væri að sækja eins og núna, vel aflaðist og skipin brenndu svartolíu mætti vel hugsa séð að hægt væri að gera út á þetta eins og Marteinn orðaði það. Hann sagði að svartolíu- brennsla væri orðið lykilatriði í þessu sambandi og einnig að þetta dæmi hefði orðið allt öðru vísi ef ekki hefði komið til 30% verðupp- bót á karfa og 25% á ufsa. Um vinnsluna sagði Marteinn að reynt væri að vinna eins mikið og mögulegt væri fyrir Bandaríkja- markað og ef mismikið væri að gera í frystihúsunum hjálpuðust menn að. Alltaf væri þó eitthvað, sem væri unnið fyrir Rússlands- markað, en síðar í þessum mánuði hefjast samningaumleitanir við Sovétmenn um viðbotarsamninga á karfa héðan. ♦ »-*--- Margeir fimmti í London LOKIÐ er í London Lloyds Bank Masters skákmótinu. Keppendur voru 70 frá 22 löndum, þar af 3 stórmeistarar og 11 alþjóðlegir meistarar. Meðal keppenda voru tveir ísiendingar. Margeir Péturs- son og Leifur Jósteinsson. Úrslit urðu þau að í 1.—3. sæti urðu Westerinen, Finnlandi, Haik, Frakklandi og Chandler, Nýja- Sjálandi með 7 vinninga en Chandler hlaut flest stig og telst því sigurveg- ari. Jansson, Svíþjóð varð fjórði með 6'/2 vinning en Margeir Pétursson hlaut 6 vinninga ásamt átta öðrum skákmönnum, en tefldar voru 9 umferðir. Leifur Jósteinsson hlaut 3 vinninga. Margeir var í hópi efstu manna allt mótið en í síðustu umferðinni tefldi hann við Chandler með svörtu og tapaði. Margeir heldur beint til Manchester, þar sem hann mun tefla á sterku skákmóti. Þeir Jón Samúelsson og Hans Tómasson hafa fengið ágætan sfldarafla í lagnet á Eyjafirði undanfarna daga. beir J>ekkja vel til þessa veiðiskapar frá sínum yngri árum í Færeyjum. A myndinni er það Hans, sem landar sfldinni við smábátabryggjuna á Akureyri í gær. (Ljósm. Svcrrir Pálsson). Stór og f alleg haf síld inni á fjördum nyrdra STÓR OG FALLEG sfld hefur undanfarna daga veiðst í Eyjafirði, Vopnafirði og víðar fyrir Norðurlandi hefur sést vaðandi sfld. Að sögn Jakobs Jakobssonar fiskifræðings hefur undanfarin ár orðið vart við sumargotssfld fyrir Norðurlandi á þessum árstíma og í auknum mæli eftir því sem þessi stofn hefur stækkað. Sfldin hrygnir fyrir sunnan land í júní og fram í júlí, en heldur síðan norður fyrir land í ætisleit. Að sögn Jakobs var mest um stóra kynþroska síld að ræða í fyrra og það sem hann hefði séð og frétt af í ár væri svipuð síld. Aðspurður sagði Jakob að sjávar- útvegsráðuneytið hefði ekki amast við því þó menn væru e.t.v. með 1—2 net og veiddu síld í beitu, en menn vildu þó vita hverjir reyndu þennan veiðiskap. — Það er eins og menn voni alltaf þegar þeir sjá síldina, að nú sé síldin að koma frá Noregi, en svo er nú ekki enn þá, því miður, sagði Jakob Jakobsson. Fréttaritari Morgunblaðsins á Vopnafirði tjáði blaðinu í gær, að síðustu fjóra daga hefði veiðst nokkuð af síld. Þannig hefði Guð- borgin, sem er 10 tonna trilla, komið með 6 tunnur í gær og 6 tunnur í fyrradag, en aflinn fékkst í reknet inni í miðjum firði skammt frá hólmunum. Annar bátur hefði fengið smávegis og fleiri ætluðu að reyna fyrir sér um helgina. Síldin væri væn og góð til frystingar í beitu. Tíðindamaður blaðsins á Akur- eyri sendir eftirfarandi frétt í gær: Akureyrl 31. ágúst. Falleg hafsíld hefur veiðst á Eyjafirði undanfarna daga og eru stærstu síldarnar allt að 40 sentimetrar á lengd. Síldin virð- ist vera dreifð um mestallan fjörðinn. Hún hefur verið veidd í lagnet og hafa trillur frá Dalvík, Hjalteyri, Grenivík, Akureyri og e.t.v. fleiri stöðum stundað þenn- an veiðiskap með munnlegu leyfi sjávarútvegsráðuneytisins. Nokkuð er misjafnt hve mikið veiðist. Suma daga fá menn lítið sem ekkert, en aðra daga allt að 12 tunnum í 10 net eða sem því svarar. Meirihluti síldarinnar er seldur til K. Jónsson og co, en nokkuð er fryst til beitu og sumt fer beint til neyzlu. Hafsíldar hefur orðið vart á Eyjafirði undanfarin ár, en aldrei virzt vera meira en nú. í hvert skipti hefur síldin aðeins stoppað stutt við, 2—3 vikur. - Sv.P. Erfidleikar í rekstri Skálatúns: „Daggjöldin duga ekki fyr- ir laun um, hvað þá fyr- ir vistum og nauðsynjum” „DAGGJÖLDIN hafa ekki fengist hækkuð frá því f marsmánuði. Á sama tfma hafa hins vegar allir kostnaðarliðir hækkað og nú er svo komið að daggjöldin duga ekki fyrir kaupi fólksins, hvað þá fyrir vistum og nauðsynjum", sagði Gunnar bormar, einn af forráða- mönnum Skálatúnsheimilisins f Mosfellssveit, f samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar sagði að rekstur heimilisins, en á því eru 57 vist- menn, hefði gengið með eðlilegum hætti fyrstu þrjá mánuði ársins og nam launakostnaður þá 69w af tekjum. En eðlilegt er talið að sá kostnaður nemi 65— 70%, að sögn Gunnars. Á tímabilinu frá fyrsta apríl til fyrsta júlí jókst launa- kostnaðurinn í 91% og launa- kostnaðurinn í júlí var 114% og í ágúst 107% miðað við tekjur. Gunnar sagði að frá því í byrjun apríl hefðu safnast saman lausa- skuldir að upphæð rúmlega 20 milljónir og sagði hann að orðið hefði að taka vistir og nauðsynjar út á krít þessa mánúði. Þá er fyrir- sjáanlegt að laun munu hækka um 9.17% frá og með fyrsta sepiember og fyrirsjáanlegt er neyðarástand í rekstri heimilisins á næstu vikum. „Það sem virðist vald a þessu er þessi tofstreita innan ríkisstjórnar- innar, fjármálaráðherra hefur ekki viljað hækka þetta á meðan ekki hefur verið bent á leiðir til fjáröfl- unar, skilst manni,“ sagði Gunnar Þormar. „Við erum búnir að snúa okkur til allra þeirra aðila sem hafa með þessi mál að gera og ekki fengið neina lausn og ekker t loforð. Við vitum því ekki til þess hvort vænta megi úrlausnar en þetta er um það bil að keyra slg fast,“ sagði Gunnar Þorm;-,r. „Vafasöm ráðstöf- un og verður bænd- um til stórtjóns” segir formaður Stéttarsambands bænda um frestun ríkisstjórnarinnar á búvöruhækkun „BÆNDUR eru mjög óhressir yfir þessari frestun rfkisstjórnar- innar. Að okkar dómi er þetta ákaflega vaíasöm ráðstöfun og á eftir að verða bændum til stór- tjóns vegna þess að þetta gefur fólki færi á þvf að hamstra búvörur," sagði Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda, er blaðið leit- aði álits hans á þeirri ákvörðun rfkisstjórnarinnar að fresta ákvörðun um hækkun á naut- gripaafurðum til 15. september n.k. Gunnar sagði að lögum sam- kvæmt ætti nýtt mjólkurverð að taka gildi 1. september ár hvert. Stundum hefði orðið dráttur á því að nýja verðið tæki gildi strax um mánaðamótin, ef staðið hefði á samningum um verðið innan sex- mannanefndar en Gunnar tók fram að ekki hefði staðið á því núna. Nýja mjólkurverðið hefði getað tekið gildi að minnsta kosti á mánudaginn, ef ríkisstjórnin hefði samþykkt það. Gunnar sagði að tap bænda vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar væri ómetanlegt en hann vildi ekkert segja um, hvort bændur gripu til einhverra sérstakra ráð- stafana af þessu tilefni en um það yrði rætt á aðalfundi Stéttarsam- bandsins í Stykkishólmi um helg- ina. „Mér finnst alveg fráleitt að grípa til aðgerða sem þessara nú,“ sagði Gunnar, „því að það hefur ekki verið gripið til hliðstæðra ráðstafana til dæmis þegar kaup flugmanna hækkaði gífurlega mikið í vetur né heldur þegar aðrar kauphækkanir hafa orðið í vetur. Mér finnst alveg fráleitt að beita þessu gagnvart bændum. Þessi hækkun búvara saman- stendur að öðrum þræði af launa- hækkunum, sem orðið hafa í þjóð- félaginu. Þá er þarna um að ræða hækkanir á innkaupsverði rekstrarvara, sem stafa að mikl- um hluta af gengissigi og að hluta af erlendum verðhækkunum eins og á olíunni. Þessar hækkanir eru því að stærstum hluta hækkanir, sem bændur geta engin áhrif haft á.“ Aðalfundur Stétt- arsambands bænda um helgina STÉTTARSAMBAND bænda held- ur um helgina aðalfund sinn f Stykkishólmi. Hefst fundurinn í dag, laugardag, með því að Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambandsins. flytur skýrslu sína og að henni lokinni ávarpar Steingrímur Hermannsson land- búnaðarráðherra fundinn. Aðalmál fundarins verður fram- leiðslustjórn og markaðsmál og mun fundurinn m.a. fjalla um hvaða heimildir nýsettrar reglugerðar um leiðir til að hafa stjórn á búvöru- framleiðslunni, verða notaðar við þær aðstæður, sem nú eru uppi í landbúnaðinum. Þá verður á fundin- um kosið í stjórn sambandsins en fundinum á að ljúka á sunnudags- kvöld. VSI boðar verk- bann á grafiska semjendum þeirra atvinnufyrir- tækja, sem eiga í kjaradeilu við SAMBANDSSTJÓRN Vinnuveitendasambands íslands kom saman til fundar í gærmorgun og fjallaði um beiðni Félags íslenzka prentiðnaðarins um að tafarlaust yrði boð- að til verkbannsaðgerða gagnvart Grafiska sveina- félaginu, sem boðað hefur bann á vakta- og yfirvinnu frá og með helginni. í samræmi við ályktun fé- lagsfundar Félags íslenzka prentiðnaðarins gerði sambandsstjórnar- fundur VSÍ eftirfarandi samþykkt: „Sambandsstjórn Vinnuveit- endasambands íslands samþykkir að boða verkbann gagnvart Graf- iska sveinafélaginu frá kl. 24.00 sunnudaginn 9. september 1979. Jafnframt samþykkir sam- bandsstjórnin að heimila fram- kvæmdastjórn að boða samúðar- verkbann gagnvart öðrum við- Skipstjórinn á Hval 9. Grafiska sveinafélagið, ef það á síðari stigum verður, að fengnu áliti samninganefndar, talið nauðsynlegt til þess að treysta hagsmuni aðildarfyrirtækjanna.“ r ' Ihuga gerðardóms- tillögu SÁTTAFUNDUR milli samn- I inganefnda Félags íslenzka prentiðnaðarins og Grafiska sveinafélagsins var haldinn í gær og stóð í um klukkustund. Á fundinum lögðu vinnuveitend- ur fram tillögu um að deilan yrði leyst með gerðardómi. Samninganefnd Grafiska sveinafélagsins íhugar nú þessa tillögu og eru samninganefndirn- ar boðaðar til nýs fundar í dag klukkan 18. Grafiska sveinafélagið hefur boðað vakta- og yfirvinnubann, sem taka á gildi um helgina. um ásökun Greenpeace: „LoftriffiU er ekki til um borð” „ÞETTA ER bara brandari frá okkar sjónarmiði séð og alveg út f bláinn," sagði Ingólfur Þórðarson skipstjóri á Hval 9. þegar hlaðamaður Morgun- biaðsins bar undir hann frásögn Greenpeace-manna á Rainbow Warrior f Morgunblaðinu f gær. En þar héldu þeir því fram að miðað hefði verið á þá úr loftriffli frá Hval 9. fyrir ■'ol k’-um dögum. Greenpeace-menn sögðu að gúmbátar þeirra hefðu verið á ferð nálægt hvalskipinu, þegar þeir hefðu komið auga á að verið væri að miða á þá með loftriffli. Skipstjórinn á hvalskipinu hefði komið þjótandi að hásetanum, sem var með loftriffilinn og þrifið hann af honum. Ingólfur sagði að slíkur atburður hefði aldrei átt sér stað og loftriffili væri ekki t.il um bo-ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.