Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 Sigurður Kristófers- son — Minningarorð Fæddur 29. júní 1902 Dáinn 20. ágúst 1979 Sigurður Kristófersson, síðst til heimilis að Gilhaga í Lýtingstaða- hreppi í Skagafirði, lést í sjúkra- húsinu á Sauðárkróki 20. ágúst s.l. eftir langa sjúkrahúsvist, 77 ára að aldri. Móðir hans var Sigur- björg Sveinsdóttir húsfreyja í Gilkoti, síðar bústýra hjá GKUÐ- MUNDI Þorvaldssyni, en faðir hans var Kristófer Tómasson fyrrverandi bóndi á Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi. Sigurður átti ekki alsystkin, en þrjú hálfsyst- kin. Hálfsystkin hans sem eftir lifa eru Helga húsfreyja í Gilhaga og Kristján bóndi á Stórhóli. Þau eru börn Guðmundar í Gilkoti. Sigurlaug Sveinbjörg hálfsystir Sigurðar giftist ekki. Hún mun hafa látist á miðjum aldri. Sigurð- ur dvaldist hjá móður sinni til 15 ára aldurs, eða þar til hún lést 1917. Eftir það var hann á ýmsum stöðum í vinnumennsku, lengst á Sjávarborg í Borgarsveit og Heiði í Gönguskörðum hjá Jóni bónda Björnssyni, en þeir voru systkina- synir. Árið 1930 skiptir um í lífi Sigurðar og hann gerist sjálfs sín herra og var það upp frá því meðan heilsa entist. Hann byrjaði búskap á Lýtingsstöðum 1930 og bjó síðan á nokkrum bæjum í Lýtingsstaðahreppi til ársins 1936. Á þessum búskaparárum Sigurðar mun Helga systir hans hafa staðið fyrir búi með honum. Eftir 1936 er Sigurður „kóngsins lausamaður" á ýmsum stöðum í Lýtingsstaðahreppi, en þó lengst á Mælifelli. A þessum árum hafði hann nokkuð margt fé, allt að 120 ær, og nokkur hross. Árið 1944 kemur Sigurður til undirritaðs að Brekkukoti og er þar og á Ljósalandi í 15 ár, og er þetta án efa samfelldasti kafli í búskap hans. Sigurður heyjaði alltaf einn fyrir sínum skepnum á útengjum því að hann hafði ekki ræktað land til umráða. Hann tileinkaði sér aldrei „vélamenn- inguna" og háðist aldrei slíkum „tryllitækjum", — sló með orfi og ljá á þýfðum engjum og rakaði með hrífu, bar saman í „flekki" og síðan í „bólstra", batt síðan í bagga og flutti á klakki í hlöðu. Þessir búskaparhættir voru hon- um vel að skapi, enda atorkumað- ur til slíkra verka sem fáir náðu góðum tökum á eftir að kom á fjórða áratug aldarinnar. Sigurður var mikill dýravinur og umgekkst allar skepnur af sérstakri nærgætni. Hestamaður var hann allgóður og átti góðhesta hvern fram af öðrum og hafði mikla unun af þeim. Fjárglöggur var hann svo að af bar og þekkti flest fjármörk í mörgum hreppum. Hann var allra manna duglegast- ur í smalamennskum og fjalla- ferðum, alltaf vel ríðandi og átti ætíð frábæra fjárhunda. Sjálfur var hann snar í snúningum og hlífði sér hvergi ef á þurfti að halda. Sigurður var dökkur á brún og brá, meðalmaður á hæð og að + Eiginkona mín og dóttir, ÁRNÝ JÓNÍNA LEIFSOÓTTIR, lést fimmtudaginn 30. ógúst. Guðmundur Gudjónsson, Leifur Steinarsson. GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Grundarstíg 2, Reykjavík, lést 29. ágúst í Landakotsspítala. Ástríður Ólafsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Siguröur Kristmundsson. + Útför móöur minnar, KRISTÍNAR LÁRU ÁRNADÓTTUR, fer fram frá heimili hennar Hesteyri, Mjóafiröi, mánudaginn 3. september kl. 3. Bátsferö verður frá Neskaupsstaö kl. 1.30. Anna Marta Guömundsdóttir. + Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR, Langholtsvegi 18, fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 3. september kl. 1.30. Blóm afbeöin, en þeir sem vildu minnast hennar er bent á Áskirkju. Jón Þorsteinsson, Unnur Jónsdóttir, Jóhann Gunnar Jónsson, Edda Herbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, LAUFEYJAR SVEINSDÓTTUR, Aöalbraut 48, Raufarhöfn. Magnús Ágústsson og aörir aöstandendur. gildleika, brúneygur og snareygur og snöggur í hreyfingum. Greið- vikinn var hann og vandaður í orði og verki. Hann var „skyggn" sem kallað er, sá bæði framliðna menn og dýr og vissi fyrir suma hluti sem öðrum voru huldir. Sigurður var greindur maður og fróður um margt en sérkennilegur á ýmsa lund, og margir sem hann þekktu munu efalítið setja hann á bekk með hinum „kynlegu kvist- um“ sem lifað hafa í landi voru frá fyrstu tíð. Hann var mjög bók- hneigður og las ósköpin öll af bókum og blöðum, hann keypti margt tímarita og fylgdist vel með öllu sem var að gerast á hinum „pólitíska orustuvelli". Hann hafði skemmtilega kímnigáfu og næmt eyra fyrir því skoplega í mannlíf- inu, fljótur til svars í orðaskaki og meinfyndinn í svörum. Hann var þeirrar gerðar að þora að fara óstuddur sínar eigin leiðir og þræddi þá ekki alltaf þær slóðir sem aðrir fóru. Fastmótaðar skoð- anir hafði hann sem hann hvikaði ógjarnan frá nema hann fengi skýr rök viðmælenda fyrir því að rangt væri. Hann hafði unun af því að ræða við menn bæði um pólitísk dægurmál og annað sem mannlegum viðskiptum viðkemur, enn hann var sjaldan á sama máli og aðrir, — sótti og varði sitt mál af miklum eldmóði, glöggur á allar veilur í málflutningi annarra og fljótur að notfæra sér þær. Sigurður var mikill átrúnaðar- maður í stjórnmálum, fyrst sem framsóknarmaður, síðan alþýðu- bandalagsmaður, og manni fannst hans pólitík vera hrein „persónu- dýrkun". Ég hygg að á meðan hann hélt fullri heilsu og and- legum næmleika hafi þeir verið „hálfguðir" í hans augum Jónas frá Hriflu og síðar Einar Olgeirsson. Hann lærði ungur að leika á orgel og hafði unun af tónlist. Hann var organisti við Mælifells- og Reykjakirkju í fjölda ára. Síðasta skipti sem ég heyrði hann leika í kirkju var í Mælifellskirkju fyrir sex árum þegar sonardóttir mín var skírð. Hann hafði gaman af söng og var félagi í karlakórnum Heimi í áratugi. Sigurður kom til okkar hjóna árið 1944 og var hjá okkur í fimmtán ár sem fyrr segir. Þessi ár hafa efalítið verið sviptivinda- söm fyrir hann, því að við hjón eigum átta syni sem allir höfðu ýmislegt til málanna að leggja og taka varð tillit til. Sigurður vitist una hag sínum vel innan um allt þetta „strákastóð", hann var sér- staklega barngóður og bar sér- staka umhyggju fyrir þeim öllum. Ósjaldan mun fólk sem kom í Ljósaland á þessum árum hafa séð „Sigga Kristó" með stráka sitt á hvorum handlegg, ljómandi af ánægju. Konu minni sagði Sigurð- ur þegar hann fór frá Ljósalandi alfarinn árið 1960 að sér hefði hvergi liðið betur eða verið jafn- ánægður og á hennar heimili. Óneitanlega yljar þetta manni um hjartarætur. Sigurður fór að Gilhaga til Helgu systur sinnar þegar hann fór frá Ljósalandi, og var það hans heimili upp frá því. Síðustu árin í Gilhaga var hann heilsuveill, og annaðist Helga hann af einstakri lipurð og hjarta- hlýju, og á hún mikið þakklæti skilið fyrir þá umönnun. Við leiðarlok er margs að minn- ast sem ekki verður skráð en geymt í sjóði minninganna. Að lokum þakka synir okkar, og við hjónin samverustundirnar margar og góðar og trygglyndið sem aldrei brást. Samúðarkveðjur sendum við öll, systkinum hans, frændaliði og vinum. Jóhann Hjálmarsson frá Ljósalandi. Kveðja—Þórunn Kristjánsdóttir Sláttumaðurinn slyngi hefur gerð sér tíðforult í sveitina okkar það sem af er þessu ári. Einn af öðrum hafa samferðamennirnir horfið úr hópnum, ungir sem gamlir. Mig langar til að minnast með fáeinum orðum vinkonu minnar úr þessum hópi, Þórunnar Kristjánsdóttur, Miðfelli, sem andaðist að Reykjalundi 23. ágúst. Þórunn var fædd 22. febrúar 1905, og var því á 75. aldursári er hún lést. Ætt hennar og uppruna verð ég að láta öðrum eftir að rekja, en vil þó geta þess að meðal systkina hennar voru þeir lands- þekktu menn, Sverrir sagnfræð- ingur og Klemens á Sámsstöðum, eins og hann var jafnan nefndur. Þórunn var orðið miðaldra kona þegar kynni okkar hófust. Hún bjó ein í litla húsinu sínu, sem stendur á einum fallegasta stað í sveitinni, og er útsýni mikið yfir Flóann og til Reykjavíkur. Þar var hvorki hátt til lofts og vítt til veggja, en hjartarúmið nóg, og gestrisni mikil. Margra ánægjustunda er að minnast, og mörg voru kvöldin sem við sátum við gluggann og skröfuðum saman, eða þögðum saman, meðan rökkvaði í stofunni og ljósin tendruðust í vaxandi byggð sveitarinnar. En það var ekki alltaf setið auðum höndum á Miðfelli. Þórunn var forkur dugleg meðan heilsan entist, og hlífði sér jafnvel ekki eftir að hún tók að bila. Henni þótti vænt um húsið sitt og um- hverfi þess, og vann mikið að fegrun þess. Á vordögum og fram á bjartar sumarnætur mátti þá oft sjá hana tína grjót úr kartöflu- garðinum sínum, hlaða upp sól- byrgi, hlúa að gróðri og dytta að ýmsu. Hún var líka mikil hann- yrðakona, prjónaði, heklaði fín- gerð sjöl, hreinustu listaverk, og saumaði út. Á stofugólfinu hennar var stórt rýateppi, sem mig minn- ir að hún væri á annað ár að vinna. Um tíma var hún í saum- aklúbb með okkur fjórum ná- grannakonum. Hann var skírður Jómfrúklúbburinn, og þar var oft glatt á hjalla. Þegar Þórunn var komin fast að sextugu, tók hún bílpróf og keypti sér lítinn bíl. Bílinn kallaði hún Grána, og hélst nafnið þó hann skipti um lit síðar. Hafði hún mikla ánægju af að fara allra sinna ferða á Grána, og vera engum háð með far, en það var ríkur þáttur i eðli hennar að standa á eigin fótum. Þórunn var kona há og grönn, beinvaxin, svipmikil, og silfur- hærð á síðari árum. Stundum gat hún verið dálítið fasmikil, en við sem þekktum hana náið, vissum að undir skelinni bjó hlytt og viðkvæmt hjarta, og djúp samúð með mönnum og málleysingjum. Hún tók þátt í sorg og gleði nágranna sinna, og enginn gat hlegið jafn innilega og hún í glöðum hópi. Þó hafði lífið ekki alltaf farið um hana mjúkum höndum. Hún giftist ekki, en eignaðist einn son er Loftur hét. Hann dó ungur, og var það henni þungur harmur. Þá bjó hún á Akranesi, og verður hún jarðsett þar við hlið hans. Oft talaði hún um drenginn sinn, og efaðist aldrei um endurfundi þeirra. Seinustu æviárin voru Þórunni erfið á ýmsa lund. Heilsunni hrakaði, og hún dvaldi oft á sjúkrahúsum. Þrátt fyrir upp- skurð á augum dapraðist henni sjón, svo að hún gat lítið unnið að handavinnu, og má nærri geta hve erfitt hefur verið fyrir hana að sitja auðum höndum. Þá létust bræður hennar, Sverrir og Klem- ens með stuttu millibili, og fékk það mikið á hana. Síðustu mánuðina dvaldi Þór- unn á Reykjalundi. Hún hafði fótavist að mestu fram á síðasta dag, þó oft væri hún sárþjáð. Nú voru vinnusömu hendurnar tærð- ar og þróttlitlar, en handtakið var jafn hlýtt og áður, og brosið bjart. Hún átti sér þá ósk heitasta að komast aftur heim. Nú hefur henni orðið að þeirri ósk, þó á annan hátt sé. Nágrannar hennar og vinir kveðja hana með þakklæti, og votta jafnframt systkinum hennar og öðrum aðstandendum innilega samúð. Hafi hún þökk fyrir samfylgd- ina. Arndís G. Jakobsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður, bróöur og afa GUÐJÓNS SIGMUNDSSONAR, verkstjóra, Keilufelli 43. Sérstakar þakkir til starfsfélaga í Álverinu. Ester Sigurjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini híns látna. + Þökkum innilega auösýnda samúð og vlnáttu viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur, bróður og afa, EINARS ELÍESERSSONAR, Boröeyrl. Jónas Einarsson, Björn Einarsson, Ingimar Einarsson, Halla Einarsdóttir, og barnabörn Guðbjörg Haraldsdóttir, Gertrud Einarsson, Matthea K. Guómundsdóttir, Sigríöur Elíesersdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.