Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 41 fclk í fréttum + Hér eru mættir til leiks Savalasbræðurnir Gus og Telly.— Heimsfrægur er Telly, til h., fyrir leik sinn í löggusjónvarpsmyndinni „Kojak“. Hér eru þeir bræður um borð í skipi. í sumar hefur Telly leikið í nýrri sjónvarpskvikmynd fyrir ABC- sjónvarpsstöðvar, sem frumsýna á í nóvembermánuði næstkomandi og heitir „The French Atlantic Affair“. Ævar R. Kvaran hefur Framsagnarnámskeið á næstunni fyrir jafnt unga sem gamla. Upplýsingar í síma 32175, milli kl. 17—19. Við kynnum nýjar snyrtivörur frá Breytt Naturelle Hárlína 3 tegundir af shampoo og hárnæringu. Nýr lagningarvökvi með HENNAEXTRAKT sem gefur hárinu aukna mýkt og glans. FÁST í SÉRVERSLUNUM lim.MigVj . , eriJtKCl r Tunguhálsi 11, sími 82700. „JournaUst Olofsson ” + Þetta er Svíinn Clark Olofsson, sem nú er 32ja ára gamall.— Hann rataði ungur að árum út á ógæfu- brautina og er þjóðkunnur maður þar í landi þó ævi- árin, sem hann hefur lagt að baki sér nú séu ekki mörg, hefur hann eytt flestum bak við lás og slá, afpláandi fangelsisdóma fyrir ofbeldi og rán. En nú hefur sá dagur runnið upp í lífi Olofssons, að hann hefur fengið ósk sína upp- fyllta.— Hann hefur feng- ið leyfi til þess að innritast í Blaðamannaskólann f Stokkhólmi og leggja þar stund á nám f blaða- mennsku, sem hefur verið langþráður draumur hans, segir í myndtextanum. Hann mun því er stundir líða fram hugsanlega verða kunnur í heimalandi sfnu sem „journalist Olofs- son„. Páfi mun skíra barnið + / vor er leið voru brezk bjón meðal hinna mörgu kaþólikka sem lögðu leið sína suður í Páfagarð til að ganga fyrir páfa og hljóta blessun hans.— Hjónin heita Janine og Stephen BiIIer.— Var konan þá með barni. Hafði Jóhannes Páll páfi spurt hjónin um fjölskylduhagi og hvenær frúin ætti von á barni þvísem hún gengi itieð. — Það yrði væntanlega í júnímánuði svaraði hún.— Þá hafði páfinn boðið hjónunum að hann skyldi skíra barnið,— Er nú ákveðið að hjónin fari suður til Rómar einhverntíma nú í september, með barnið til að láta Jóhannes Pál páfa skíra það. Þetta er sveinbarn og er þriðja barn hjónanna. Foreldrarn- ir búa í Luxemburg. Þetta verður annað barnið sem Jóhannes Páll páfi skírir eftir að hann varð páfi. Notaðir bilar Argerð 1979 929 L 4ra dyra hard top Árgerð 1978 929 station 929 2ja dyra coupé 929 station sjálfskiptur 818 4ra dyra 616 4ra dyra 323 5 dyra Árgerð 1977 121 2ja dyra hard top 929 4ra dyra 929 2ja dyra coupé 616 4ra dyra 323 3ja dyra Árgerð 1976 929 4ra dyra sjálfskiptur 929 station 929 2ja dyra coupé 616 4ra dyra 818 4ra dyra Árgerð 1975 929 station 929 2ja dyra coupé 929 4ra dyra 818 4ra dyra 616 4ra dyra Árgerð 1974 818 4ra dyra Athugið: 6 mánaða ábyrgð ofangreindum bílum. ekinn km. 17.000 23.000 9.000 7.000 23.000 30.000 16.000 30.000 32.000 38.000 33.000 43.000 40.000 74.000 31.000 27.000 36.000 87.000 78.000 53.000 78.000 70.000 45.000 fylgir öllum BÍLABORG HF. SMIÐSHÖFDA 23 simar 812 64 og 812 99 Með gullbros á vörum + Þessi sómahjón, bandarísk, eiginmaðurinn heimskunnur um margra áratuga skeið, áttu fyrir nokkru gullbrúðkaup. Það er ekki laust við að það votti enn fyrir nokkrum hjónasvip með þeim, eftir öll þessi (löngu) ár. Hjónin eru: Gloria og James Stewart kvikmyndaleikari.— Var myndin tekin af þeim fyrir skömmu á veröndinni heima hjá þeim í Beverly Hills.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.