Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 29
Hemjum skattana — lækkum útqjöldin 2 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 7 Á undanförnum árum hefur farið saman vaxandi opinber skattheimta, aukin umsvif hins opinbera í atvinnulífinu og verulegir brestir í stjórn efna- hagsmála. Leiðréttingar á þessu sviði eru orðnar með brýnustu verkefnum þjóðarinnar. Til að aðlaga opinber útgjöld og umsvif því nýja skattakerfi, sem sett var fram í kafla VI þarf margt að gera. Miðstjórn hefur farið vaxandi og úr henni verður að draga. Einkum er það þrennt, sem þarf að lagfæra: Auka þarf sjálfstæði sveitar- félaga og veita þeim vaxandi hlutdeild í tekjum hins opinbera og láta útgjaldaákvarðanir og fjárhagslega ábyrgð fara sam- an, hjá þeim aðilum sem bezt þekkja þarfir á hverjum stað. Þá þarf að auka efnalegt sjálfstæði atvinnulífsins, veita því nauðsynlegt frjálsræði til athafna og afnema margs konar 250 200 150 100 250 200 150 100 1965 1970 1975 Opinber fjármál og stjórn efnahagsmáha dýrt og ónauðsynlegt eftirlit með eðlilegri starfsemi fyrir- tækja. Loks þarf að auka sjálfstæði opinberra stofnana og fyrir- tækja, auka fjárhagslegt sjálf- stæði þeirra og abyrgð og bæta fjármálastjórn þeirra. Ef vilji er fyrir hendi, má vissulega ná fram verulegum samdrætti í opinberum útgjöld- um. Hér að framan var getið ýmissa leiða. Má þar minna á afnám framlaga í fjárfesting- arsjóði atvinnuveganna og sam- drátt í tekjutilfærslum vegna breytinga á tekjuskatti. Breytt fjármögnun mennta-, heilbrigð- is- og tryggingamála eykur hag- kvæmni á því sviði. Sömuleiðis er bent á leiðir til að draga úr niðurgreiðslum og útflutnings- uppbótum. Fleiri leiðir má einn- ig fara: Opinberum fyrirtækjum á að fækka, m.a. með því að selja þau einstaklingum, eða gera lands- menn að beinum eigendum með því að senda þeim hlutabréf í opinberum fyrirtækjum. Lögfesta á, að opinber fyrir- tæki, stofnanir og þjónusta þurfi að réttlæta tilvist sína fyrir Alþingi, t.d. á þriggja ára fresti. Óþörf þjónusta og þjón- usta sem ekki er talin jafn mikilvæg lengur verði þá lögð niður eða breytt (Sólarlagskenn- ingin); Fjárveiting til opinberrar starfsemi á að vera óbundin af fyrri fjárveitingu, þannig að núverandi verkefni ásamt nýj- um komi til endurskoðunar frá grunni við fjárlagagerð (Núll- grunns áætlanagerð). Færa þarf verkefni hins opin- bera sem mest yfir til atvinnu- lífsins með útboði verkefna. Innleiða á eins og frekast er unnt markaðsaðhald í opinbera starfsemi, t.d. með því að færa ýmsa opinbera þjónustu svo sem menntun, tryggingar og heil- brigðisþjónustu á almennan markað, þótt greiðslur vegna kostnaðar komi áfram úr sam- eiginlegum sjóðum. Afnema þarf sjálfvirkni í opinberum útgjöldum með því að leggja niður notkun mark- aðra tekjustofna. Taka þarf upp arðsemismat sem meginreglu við opinbera þjónustu og framkyæmdir. Selja á opinbera þjónustu við kostnaðarverði, eftir því sem hægt er, og sem mest af opin- berum verkefnum á að vera í höndum sveitarfélaga án sjálf- krafa þátttöku ríkisins í greiðslu kostnaðar. Minnka þarf hlutdeild hins opinbera í fjárfestingu lands- manna. Draga þarf úr opinberum af- skiptum af starfsemi atvinnu- lífsins. Einkum ber að leggja áherzlu á frjálsa gjaldeyris- verzlun, lánamarkað og verð- myndun. Endurbætur í hagstjórn og fjármálum hins opinbera hafa lengi verið tímabærar. Útgjöld ríkis og sveitarfélaga eru yfir- leitt fyrst ákveðin, en síðan fundnir upp nýir skattar til að standa undir sívaxandi útgjöld- um. Greiðslustaðan er afgangs- stærð, sem yfirleitt hefur breytzt í greiðsluhalla í lok ársins. Þannig hefur ríkissjóður og sveitarfélög einnig safnað skuldum í góðu árferði og aukið á þensluna, sem ríkt hefur. Verðjöfnunarsjóði fiskiðnað- arins hefur verið herfilega mis- beitt á þessum áratug. Hefur iðulega verið greitt úr sjóðnum, þegar fiskverð hefur verið með hæsta móti og ríkissjóður hefur jafnvel orðið að ábyrgjast greiðslugetu sjóðsins með geng- issigi. Ekkert af stjórntækjum Seðlabankans, bindiskyldu, verðbréfaviðskipti eða vaxta- stefnu hefur verið leyft að nota til jafnvægis og gegn verðbólg- unni. Gjaldeyrisvarasjóður hef- ur tíðum nær horfið og erlendar skuldir aukizt. Allt þetta sýnir þá nauðsyn, sem er á bættri hagstjórn. Mikilvægustu um- bæturnar skulu hér upp taldar: Tekjuöflun og útgjöldum hins opinbera þarf að haga þannig, að þau hafi áhrif til jafnvægis í efnahagsstarfsemina, en haldi ekki áfram að vera sá þenslu- valdur, sem hingað til hefur verið. Á þenslutímum má ekki verða greiðsluhalli hjá ríkissjóði og sveitarfélögum. Fjárlagagerð og fjárhags- áætlanir sveitarfélaga hefjist með ákvörðunum um greiðslu- stöðu fjárlaga og markist af efnahagsástandi á hverjum tíma. Útgjöld til einstakra málaflokka verði síðan innan þess ramma, sem tekjur og ákveðin greiðslustaða markar. Beita verður Verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins til þess að jafna sveiflur á verði útfluttra sjávarafurða milli ára en ekki sem styrktarsjóði, eins og gerzt hefur. Einnig verður að gæta þess, að sjóðurinn sé varðveittur í erlendri mynt, þar til verðbæt- ur eru greiddar. Við stjórnun peningamála þarf að gæta þess, að peninga- magnið í umferð vaxi árlega í samræmi við raunvöxt þjóðar- framleiðslu, sem ætti að stuðla að stöðugu verðlagi og jöfnum hagvexti. Jafn árlegur vöxtur peningamagns og stöðugt hlut- fall opinberra útgjalda miðað við þjóðartekjur er vænlegasta hagstjórnaraðferðin. Framkvæmd þessara tillagna leiðir til verulegs samdráttar í opinberum útgjöldum og gerir þau bæði hagkvæmari og mark- vissari. Jafnframt minnka opin- ber umsvif í atvinnulífinu og það losnar undan afskiptum hins opinbera. Þá leiða umbæt- ur í hagstjórn til jafnvægis í efnahagslífinu, stöðugs verð- lags, atvinnuöryggis og hag- vaxtar. LOKAORÐ Iiér að framan hafa verið rakin þau verkefni og sú stefna, sem Verzlunarráðið telur væn- legast að fylgja í efnahags- og atvinnumálum. Margar af þess- um tillögum verða einungis framkvæmdar á nokkrum árum, en ákveði landsmenn að skipu- leggja efnahagsstarfsemina á grundvelli hins frjálsa mark- aðshagkerfis, hafa þeir ekki einungis valið lýðræðislegasta hagkerfið, heldur einnig það hagkerfi, sem fært hefur þjóð- um heimsins beztu lífskjörin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.