Morgunblaðið - 01.09.1979, Page 11

Morgunblaðið - 01.09.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 11 Glæsíleg sýning í Norræna húsinu hafa frá fyrstu tíð verið haldnar allmarg- ar grafíksýningar bæði innlend- ar og erlendar og er ekki að efa, að það hafi orðið innlendri graf- ík-mennt mikil lyftistöng. Er- lendir listamenn hafa ósjaldan kynnt grafískar greinar, er hér voru óþekktar, og þ. á m. ýmsar nýjungar, er rutt hafa sér til rúms á undanförnum árum. Grafík sem handverk er allt annað á vorum dögum er fyrir hálfri öld t.d., og hvað þá ef farið er aftur í tímann til daga Goya, Rembrandts og annarra slíkra höfuðsnillinga. Nútíma tækni hefur umbylt grafíkinni bæði hvað útfærslu og þrykkingu áhrærir. En um leið hafa ýmsir þættir gamla handverksins verið endurreistir, þótt vinnslan kunni ýmsum tilvikum að fara fram á annan og auðveldari hátt. Ljósmyndavélin og þrykk- tæknin hafa haft ómælt að segja við umbyltingu tæknisviðsins, og þær mörgu aðferðir, er henni tengjast, og þá bæði til góðs og ills, — hún hefur t.d. rutt fjölda miðlungsmanna braut inn í raðir hinna þekktari grafíklistamanna og um leið gert hæfileikameiri listamönnum, er halda tryggð við hin sígildu vinnubrögð, erfið- ara fyrir um verðskuldaða viður- Myndllst eitir BRAGA ÁSGEIRSSON kenningu. Þá gerir nútímatækn- in það mögulegt að þrykkja grafík-myndir í stórum, já næsta ótakmörkuðum upplögum, svo að helst minnir á endur- prentunartæknina, enda eru skilin hér á tíðum harla lítil, ef þá nokkur. — Allt eru þetta nauðsynleg- ar upplýsingar varðandi sýningu á nútíma finnskri grafík, er var opnuð í kjallarasölum N. hússins sl. laugardag og stendur til 9. september. I langflestum tilvik- um er nefnilega um hin sígildari vinnubrögð að ræða á þessari sýningu, upplag mynda tak- markað, og gerir þetta hana þeim mun merkilegri á þessum síðustu tímum. Það má segja, að hér séu samankomnar allar hin- ar sígildu grafísku aðferðir þó að xylografíu undanskilinni, jafn- vel „mezzotinta", sem er með erfiðustu og tímafrekustu grein- um grafískra aðferða og verður því vafalítið aldrei vinsæl meðal iðkenda grafískra lista. Freist- ingin við að láta sýrurnar vinna fyrir sig með ívafi ljósmynda- tækninnar er alltof mikil og almenn, og þó eru þar einungis örfáir sannir meistarar. — Sýningin í Norræna húsinu er vafalítið fágaðasta sýning sinnar tegundar, er þar hefur sést og verðskuldar, að henni sé sérstakur gaumur gefinn, ekki aðeins af almenningi heldur og fjölmiðlum, og er þá sjónvarpið hér áhrifaríkasti miðillinn. Ég tel það tvímælalaust skyldu sjónvarpsins að annast góða kynningu á sýningunni, því að slíkt hefur geysilega þýðingu sem menntunaratriði um þessa hluti. Þessari sýningu hefur verið mætt með furðulega tómlæti, aðsókn og sala er t.d. í lágmarki. Mætti líkja þessu við, að frábær hljómlistarmaður fengi örfáa gesti á tónleika sína. Vegna þess að sýningin er í svo háum gæðaflokki, væri alltof langt mál að fara að telja her upp nöfn sýnendanna, því að það væri alltof löng of fræðileg upptalning. Hér eru einnig svo margir, sem eru unnendum þess- arar listgreinar að góðu kunnir og sýna frábær tæknibrögð að venju, aðrir eru minna þekktir, svo sem hin unga Elina Luukan- en (f. 1941). Ég sá fyrst myndir eftir hana á Biennalinum í Rost- ock í sumar og hreifst mjög af þeim, — þær eru frekar smáar að stærð, en hafa yfir sér fágæt- an þokka og eru sumar hreint „brillant" í útfærslu. Get ég illa skilið, að hverju slíkar myndir eru ekki rifnar út, því að verði þeirra er mjög stillt í hóf, einkum ef miðað er við gæði. Að sjálfsögðu eiga ýmir á sýningunni jafngóðar myndir, en þessar litlu, tæru og innilegu myndir höfðuðu sérstaklega sterkt til mín. Ég læt hér staðar numið, en vil hvetja fólk eindregið til að sjá þessa sýningu, hún ætti engan að svíkja, er ánægju hefur af grafík og myndlist almennt. Bragi Ásgeirsson. Pentti Kaskipuro — Borð og stólar Marjatta Nuoveva — Eyja og strönd Já - nú ber vel í veiði fyrir alla sem vinna við og hafa áhuga á sjávarútvegi og fiskvinnslu. - Á alþjóðlegu vörusýningunni er sérstök sjávarútvegsdeild í 1000 fermetra hliðarkála við höllina. Þar er að finna fjöldan allan af nýjungum í tækjabúnaði til veiða og vinnslu - þar er 900 hestafla bátavél, 50 milljón króna fiskleitartæki - tölvustýrðar vogir - færibönd og handfæravindur - lyftarar - fiskikassar og umbúðir og fleira og fleira BERVELI I ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING 1979 SÝNINGIN SJÁLF ER SÖGU RÍKARI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.