Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 Fimmtugur: Ragnar S. í dag 1. september verður Ragn- ar S. Halldórsson, forstjóri íslenzka Álfélagsins hf., fimmtug- ur. Ragnar réðist til ISAL í árs- byrjun 1967 sem framkvæmda- stjóri og vann við verksmiðju Swiss Aluminium Ltd. í Austur- ríki og við höfuðstöðvar þess í Sviss á árunum 1967 og ’68 til að kynna sér rekstur álvinnslufyrir- tækja. Árið 1969 var Ragnar ráðinn forstjóri íslenzka Álfélags- ins h.f. Hann hefur sýnt frábæra hæfni í starfi og er einn þeirra fáu manna, sem er það gefið að geta stjórnað stórfyrirtæki. Ragnar vinnur langan vinnudag og lætur verkefnin ekki hlaðast upp, en afgreiðir í dag það sem öðrum er hætt við að láta bíða til morguns. Eins og góðum forstjóra sæmir er hann snöggur að taka ákvarðanir. Hann hefur góða samvinnu við starfsmenn sína og er mjög vel metinn af öllum starfsmönnum fyrirtækisins fyrir fljóta úrlausn þeirra vandamála, sem upp koma, og fyrir drengskap sinn. Áður en Ragnar réðist til íslenzka Álfélagsins var hann verkfræðingur hjá flugher Banda- ríkjanna á Keflavíkurflugvelli ár- in 1956—59, en þangað réðist hann að afloknu prófi í byggingaverk- fræði frá DTH í Kaupmannahöfn. Yfirverkfræðingur var hann frá 1959 til 1961 og framkvæmdastjóri verkfræðideildar sjóhers Banda- ríkjanna á Keflavíkurflugvelli ár- in 1961 til 1966. Á þeim tíma hafði hann umsjón með viðhaldi og endurnýjun mannvirkja flugvall- arins og annarra bækistöðva varnarliðsins hér á landi. Á þessum árum fór hann nokkr- um sinnum í stuttar námsdvalir í Bandaríkjunum. Eftir að hann varð forstjóri ISAL sótti hann námskeið í stjórnun í Ziirich og Fontainebleu. Á Keflavíkurflugvelli var Ragn- ar sem annars staðar vel metinn og var í stjórn Islandsdeildar Félags bandarískra herverkfræð- inga frá 1959 til 1966 og þar af tvö ár varaformaður. Ragnar var í stjórn Bridgefélags Reykjavíkur og formaður þess 1972—1973. Ragnar er mikill sportmaður, hann hefur farið til eggjatöku í Látrabjargi, sem fáir munu leika Oddfellow- húsið AÐ GEFNU tilefni hér í Morgun- blaðinu, hefur blaðið verið beðið að geta þess, að það var Þorleifur Eyjólfsson húsameistari, sem á sínum tíma teiknaði Oddfellow- húsið við Vonarstræti. — Þór Sandholt skólastjóri teiknaði fimmtu hæð þess, sem jafnframt er rishæð og var byggð mörgum árum seinna. — Þá teiknaði Þór einnig skyggni við suðurdyr Odd- fpllnwhnQQÍnQ ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \l (.LVSIN(, \ SÍMIW Elí: 22480 Halldórsson, forstjóri 19 Breytingar á botn- vörpusvæðum vestra eftir, og gengur léttilega upp á Eiríksjökul eða Heklu, svo að ekki sé talað um smáfjöll eins og Keili. Sundmaður er Ragnar góður, enda byrjaði hann snemma að iðka það, og var eins gott að kunna að synda, þegar hann var í Róðr- arfélagi Reykjavíkur, en hann var varaformaður þess frá 1950 til 1952. Bridgespil og laxveiði eru upp- áhaldssportgreinar Ragnars og stundar hann þær af áhuga og kappi eins og annað, sem hann leggur gjörva hönd á. Ragnar hefur haft mikinn áhuga fyrir að kynna öðrum stjórnun fyrirtækja, sem hann hefur náð mikilli þekkingu í. Hann hefur verið í stjórn Stjórnunarfé- lags íslands frá 1970 og var formaður þess frá 1975 til 1979. Lagði hann sig fram, þar eins og annars staðar, til að auka veg þess félags, sem hefur sinnt hlutverki sínu með ágætum. Ragnar er fæddur í Reykjavík, og eru foreldrar hans Halldór, forstjóri og alþingismaður, Stef- ánssonar prests að Desjarmýri í Borgarfirði eystra og Halldóra Sigfúsdóttir bónda á Hofströnd í Borgarfirði eystra Gíslasonar. Halldóri, föður Ragnars, kynntist ég ekki en móður hans Halldóru kynntist ég, þegar hún var í stjórn og formaður kvenfélags Háteigs- kirkju, en hún er mikil höfðings- kona, og sækir Ragnar áreiðan- lega marga af sínum góðu kostum til hennar. Auk þeirra félaga, sem áður eru nefnd, hefur Ragnar verið í stjórn Verkfræðingafélags íslands 1971 til 1973, í stjórn Vinnuveitenda- sambands Islands og fram- kvæmdastjórn frá 1973 og vara- formaður Verzlunarráðs Islands frá 1978, í stjórn Rafgeymaverk- smiðjunnar Póla h.f. frá 1972 og stjórnarformaður frá 1977. Ragnar hefur því nú þegar afkastað miklu dagsverki, þótt stutt sé liðið af æfi hans, og er það gæfa hverrar þjóðar að eiga mikil- hæfa framkvæmdamenn sem hann. Ragnar er giftur sérstaklega góðri og myndarlegri konu, Mar- gréti Sigurðardóttur, stórkaup- manns í Reykjavík Þorsteinsson- ar, og konu hans Kristínar Hann- esdóttur, bónda í Stóru-Sandvík Magnússonar. Margrét er þéttur bakhjarl manni sínum í hans mikla starfi, og aldrei hefi ég hitt hana nema glaða og hressa og hún kann ráð við öllu. Þau hjónin eiga tvo syni og tvær dætur. Kristínu Völu, jarðfræð- ing, Halldór Pál, verkfræðing, Sigurð Ragnar og Margréti Dóru. Við Margrét óskum þeim hjón- um og börnum þeirra til hamingju með afmælið, við óskum þeim gæfu og gengis, farsælla og langra lífdaga. Fyrir hönd stjórnar íslenzka Álfélagsins þakka ég Ragnari fyrir hans vel unnin störf, dugnað og drengskap. Halldór H. Jónsson. Á S.L. VORI voru á Al- þingi samþykkt lög um breytingu á lögum nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. í breytingu þessari felst, að bátum undir 20 metrum er nú heimilt að stunda veiðar með botnvörpu úti fyrir Vestfjörðum á eftir- greindum tímabilum og svæðum: 1. Á tímabilinu frá 1. september til 30. nóvember á svæði utan línu, sem dregin er 4 mílur utan við viðmiðunarlínu, og markast svæð- ið af línum, sem dregnar eru réttvísandi 315° frá 66°23’6N og 23°24’5V og réttvísandi 360° frá 66°31’7N og 23°01’v. 2. Á tímabilinú frá 1. október til 30. nóvember á svæði utan línu, sem dregin er 4 mílur utan við- miðunarlínu, og markast svæðið af línum, sem dregnar eru réttvís- andi 300° frá punkti 65°51’5N og 24°13’0V og réttvísandi 300° frá punkti 66°04’8N og 23°57’0V. Við ákvörðun á lengd skips er miðað við mestu lengd samkvæmt mælingum Siglingamálastofnunar ríkisins. (Fréttatilkynning trá Sjivarútvegsr.) dief pepsi-cola drykKurinn Ein kaloría í heilli flösku af Pepsi! Þetta eru góðar fréttir fyrir þá, sem þurfa aó gæta matar- ræðis vegna aukakílóanna — jú og okkur hin líka. Nú fáum við okkur sykurlaust DIET PEPSI þegar okkur langar í, ein kaloría er ekki neitt. Haldið áfram að njóta lífsins með sykurlausu DIET PEPSI,nýja drykkn- um frá SANITAS HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.