Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 24
Hemjum skattana ■— lækkum útqjöldin
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 2 3
3
Verð gegna mikilvægu
hlutverki í markaðshagkerfinu,
þar sem þau stýra efnahags-
starfseminni. Þau ákveða
nýtingu, framleiðsluþáttanna og
gefa til kynna í hvaða
framleiðslu, vöru og þjónustu,
framleiðslugetan verður hag-
kvæmast nýtt.
Markaðsverðmyndun í
frjálsri, virkri samkeppni, þar
sem verðið ræðst af samspili
framboðs og eftirspurnar á
markaði, er eina verðmyndunar-
kerfið, sem leiðbeinir efnahags-
starfseminni í samræmi við
óskir og hag þjóðarheildarinnar.
Slík verðmyndun endurspeglar
það verðmætamat, sem
einstaklingar leggja á þá vöru
og þjónustu, sem á boðstólum er.
Verð á slíkum markaði gefur
þannig ekki einungis til kynna
hvers virði fjölmargir
einstaklingar telja einstaka
vöru og þjónustu vera, heldur
einnig hvaða hlutfallslegt verð-
mætamat sömu einstaklingar
leggja á þessa vöru og þjónustu
innbyrðis.
Markaðsverðmyndun verður
því á mjög farsælan hátt leið-
andi fyrir framleiðslu og
dreifingu á vöru og þjónustu og
þar með, hvernig nýta beri
afkastagetu þjóðfélagsins. Verð-
myndun við slíkar markaðsað-
2500
2000
1500
1000
600
100
verðhækkanir og samráð milli
fyrirtækja.
Loks hafa verðmyndunarhöft-
in boðið heim margvíslegri spill-
inu, ófrelsi og valdníðslu.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
hefur engin ríkisstjórn komið á
frjálsri verðmyndun, þótt hún sé
sameiginlegt hagsmunamál al-
mennings og vel rekinna fyrir-
tækja. Þó þarf ekki einu sinni
lagasetningu til þess, að svo
megi verða. Eftir 40 ára fram-
kvæmd kerfis, sem hefur svo
marga ókosti, er kominn tími til
að breyta um starfshætti og
innleiða svipaðar verð-
myndunar- og samkeppnis-
reglur og þær tíðkast beztar á
Vesturlöndum.
Verzlunarráðið hefur sett
fram ítarlegar tillögur um
umbætur á þessu sviði sem
fluttar voru sem frumvarp á
Alþingi (99. löggjafarþing,
1977—1978, 151 mál). Sú stefna,
sem tillögurnar marka, kemur
ljóslega fram í þeirri afstöðu,
sem tekin er til fimm mikil-
vægra atriða:
1. Verðmyndun verði frjáls
ákvörðun einstakra fyrir-
tækja á grundvelli virkrar
samkeppni, en háð sam-
þykki yfirvalda, þegar um
er að ræða takmarkaða
samkeppni, einokunar- eða
markaðsráðandi fyrir-
tækja.
2. Samkeppni verði örvuð eftir
ákveðnum reglum til þess að
stuðla að sem lægstu verði,
stöðugra verðlagi og hag-
kvæmni í rekstri fyrirtækja.
5. Markaðsyfirráð verði
skilgreind og ennfremur hvað
teljist misnotkun markaðs-
ráðandi aðstöðu. Viðurlögum
verði beitt við slíkri
mosnotkun.
Hér er valin sú stefna, sem
ríkir í þeim löndum, sem hafa
hvað mesta reynslu á þessu
sviði. Það er einnig athyglisvert,
að í þessum löndum hefur
verðlag verið einna stöðugast,
samkeppni milli fyrirtækja
mikil og rekstur fyrirtækja
öflugur. Verzlunarráðið er hins
Vegar ekki alfarið fylgjandi
stefnu laganna um verðlag,
samkeppnishömlur og órétt-
mæta viðskiptahætti, sem eiga
að taka gildi 1. nóvember 1979.
Ástæðan er sú, að frjálsræði til
verðákvarðana er ekki nægilegt,
ákvæði laganna um sam-
keppnishömlur eru ófullkomin
og vald stjórnvalda er gert of
víðtækt.
Frjáls verðmyndun og aukin
samkeppni milli fyrirtækja er
bæði neytendum og vel reknum
fyrirtækjum til hagsbóta. Slíkir
viðskiptahættir valda umtals-
verðum breytingum:
Verðskyn kaupenda mun
batna og veita seljendum aðhald
í verðlagningu.
Verðsamkeppni eykst og sölu-
aðilum fækkar.
Innkaup fyrirtækja innan-
lands og erlendis verða hag-
kvæmari og sparnaður og
hagræðing í rekstri ber ávöxt.
Atvinnulífið fær aukið frjáls-
ræði og aðlögunarhæfni og
skipulag atvinnulifsins batnar.
Verðlag verður lægra og
Verðmyndun og samkeppni
HVER ER ARANGURINN?
LAND VERÐLAGSHÆKKUN SAMKEPPNIS- FYRIRKOMULAG
S.L. 15 ÁR: 1962-1977 REGLUR VERÐMYNDUNAR
V-ÞÝZKALAND 80% BANNA FRJÁLS
BANDARÍKIN 100% SAMKEPPNIS- HÖMLUR VERÐMYNDUN
SVlÞJÖÐ 150% EFTIRLIT
MEÐ
NOREGUR 155% SAMKEPPNI VERÐLAGS-
DANMÖRK 200% EFTIRLIT
ISLAND 1240% ENGAR REGLUR VlÐTÆK VERÐMYNDUNARHÖFT
stæður kemst næst því að
hámarka efnahagslega velferð
þjóðfélagsins, halda verði í lág-
marki og nýta sem bezt
takmarkaða framleiðsluþætti
þjóðarinnar: auðlindir, vinnu,
fjármagn og framtak
einstaklingsins. Af þessum
sökum er frjáls verðmyndun
farsælasta verðmyndunarkerfið.
Reynsla okkar af heftri
verðmyndun sannar, að svo er.
Á Þjóðveldisöld tóku goðarnir
sér snemma vald til að ákveða
verð á vöru þeirra innlendu og
erlendu kaupmanna, er sigldu til
íslands. Síðar tóku bændur við
þessu hlutverki. Virðast bæði
goðar og bændur hafa verðlagt
vörur kaupmanna ser í hag með
þeim afleiðingum að áhugi
kaupmanna á verzlun við ísland
dofnaði, unz hún lagðist af.
Endalokin urðu loks þau, að við
íslendingar skiptum á sjálfstæði
okkar 1262, gegn því, að Noregs-
konungur tryggði okkur verzlun
og siglingar. Hélzt sú skipan í
fimm aldir, landinu til mikils
skaða, að erlendir aðilar sáu
einvörðungu um verzlunina.
Á árinu 1938 vará ný farið að
beita verðmyndunarhöftum á
íslandi. Hefur sú skipan haldizt
síðan samfellt í rúm 40 ár.
Afleiðingarnar hafa verið
háskalegar:
Verðlag hefur nú hækkað
samfellt í 40 ár, en hafði verið
stöðugt í 20 ár, áður en fyrsta
verðlagsnefndin tók til starfa.
Verðbólgan hefur verið tífalt
meiri hérlendis en í nágranna-
löndum okkar, þar sem sam-
keppni er virk og verðmyndun
frjáls.
Innkaup til landsins hafa
verið torvelduð og gerð óhag-
kvæmari, þjóðinni til stórtjóns.
Innlend framleiðsla hefur
ekki fengið að njóta
sanngjarnas hluta þess
hagnaðar, sem hagkvæmari
framleiðsluhættir skapa.
Framleiðni er því minni hér en
erlendis, vöruverð hærra og
hagnaður fyrirtækja minni.
Verðskyn neytenda hefur
verið slævt með blekkingum um,
að opinberir aðilar geti tryggt
„rétt“ verð á vöru og þjónustu.
Neytendur hafa því ekki nægi-
lega beint viðskiþtum sínum til
þeirra, sem selja ódýrar og
góðar vörur.
Dregið hefur úr samkeppni
milli fyrirtækja og þjónustu við
neytendur. Samkeppnishaml-
andi viðskiptahættir hafa einnig
viðgengizt, enda er hér engin
samkeppnislöggjöf.
Verðmyndunarhöftin hafa og
auðveldað samræmdar
3. Samruni fyrirtækja verði
háður eftirliti og bannaður, ef
hann getur leitt til eða styrkt
markaðsráðandi aðstöðu
fyrirtækja.
4. Skaðlegar samkeppnishöml-
ur verði skilgreindar og
bannaðar, enda er slíkt mikil-
væg forsenda frjálsrar
verðmyndunar og öflugrar
samkeppni.
stöðugra en nú er, kaupendum í
hag, en seljendur geta til fulls
notið ávaxta af hagkvæmri
framleiðslu og innkaupum,
þannig að hagnaður vel rekinna
fyrirtækja mun aukast. Mögu-
legt verður að útiloka sam-
keppnishamlandi viðskiptahætti
og tilraunir til hringa-
myndunar, um leið og þeim
fyrirtækjum, sem nú eru
markaðsráðandi, yrði veitt
æskilegt aðhald.