Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979
45
JU
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
^t/jAinKK'' ua'i> ir
að stuðla að í máli þessu er að
íbúar Reykjavíkursvæðisins
ákveði sjálfir í almennri kosningu
hver örlög torfunnar verða.
Albert Guðmundsson kom einn-
ig fram með tillögu um almenna
kosningu í borgarstjórn Reykja-
víkur á sínum tíma en sú tillögu-
gerð hans var þá drepin niður af
kommúnistum eins og vanalega
þegar um þörf málefni er að ræða.
Þá beita þeir alltaf kjafti og klóm,
eins og orkan framast leyfir, gegn
öllum heiðarlegum starfsháttum í
þjóðfélaginu.
Reykjavík
28. ágúst 1979
Þorkell Hjaltason.
• Bæjarlækur eða
árspræna
Valgeir Þormar andmæli í
Velvakanda því að Bessastaðaá sé
nálægt því að geta kallast bæjar-
lækur. Því miður hef ég ekki séð
þessa „ágætu" virkjunará, en ég
hef þetta eftir strangheiðarlegum
manni sem hefur oft séð hana.
Valgeir telur þessa á svipaða
Elliðaánum og get ég þá ekki
annað séð en hann sé mér nærri
sammála því allir hér syðra vita
að Elliðaár eru ekki ólíkar bæjar-
læk. En sá reginmunur er á
þessum tveimur ám til virkjunar
að Elliðaár hafa mjög góð, nær-
tæk vatnsmiðlunarskilyrði en
Bessastaðaá ekki. Og þess vegna
þarf að „smaía saman“ vatni á
fjarlægum stað á heiðum uppi,
helst í vorleysingum, eins og ég
gat um í Velvakandagrein 24.8.
Fyrir mörgum árum var ég á
ferð þarna eystra og fór yfir brú á
smálæk. Ég spyr samferðafólkið
hvaða lækur þetta sé, og svarið
var Grímsá. Allir vita að
Grímsárvirkjun hefur ætíð verið
ónóg og oft nær stöðvast vegna
vatnsskorts í löngum þurrkum og
vetrarhörkum. Lagarfossvirkjum
hefur líka orðið að minnka orku-
framleiðslu sína vegna svonefndra
náttúru- eða umhverfisverndar-
manna sem hafa komið í veg fyrir
eins fets hækkun á vatnsyfirborði
Lagarfljóts.
Er nú ekki mál að linni sprænu-
eða Grímsársjónarmiðum í virkj-
unarmálum Austurlands og að
tafarlaust verði farið að undirbúa
alvöruvirkjun til að beisla hin
gífurlegu auðæfi stóránna þar?
Það er áreiðanlega eina þekkta
leiðin út úr núverandi orkukreppu
og líka trygging gegn því að við
lendum á skuldaklafa olíuauð-
valdsins til frambúðar.
Ingjaldur Tómasson.
• Hvers vegna
ekki fleiri?
Eins og landsmenn eflaust
hafa tekið eftir nýtur Umferðar-
ráð nokkurrar sérstöðu varðandi
auglýsingar í útvarpi. Fær ráðið
auglýsingatíma milli dagskrár-
liða, þegar aðrir fá ekki að aug-
lýsa, auk þess sem nýjar og nýjar
raddir lesa þær og tónlist er látin
vekja á þeim athygli. Auglýsingar
þessar benda okkur á að vera
varkár í umferðinni. Vissulega er
þetta þarft framtak og hefði átt að
vera komið fyrr á fót. En það eru
ýmsar aðrar stofnanir og ráð sem
ekki síður er nauðsynlegt að aug-
lýsi til að bæta hag landsmanna.
Því njóta þær stofnanir ekki
slíkra hlunninda sem Umferðar-
ráð? Tökum sem dæmi Krabba-
meinsfélagið, Hjartavernd, Eld-
varnareftirlitið og aðrar slíkar
sem miðla okkur upplýsingum til
að bæta öryggi okkar, rétt eins og
Umferðarráð.
Nú skal ég ekki segja það, að
þessar stofnanir sem ég nefndi og
aðrar sama eðlis, hafi farið þess á
leit að njóta sömu hlunninda
varðandi auglýsingar í útvarpi og
Umferðarráð. Mér finnst það, hins
vegar, sjálfsagt að þær geri slíkt.
Kona úr austurbænum.
• Þakkir
Ágústa hringdi til Velvak-
anda og vildi koma á framfæri
þakklæti fyrir miðdegissögu út-
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
varpsins „Aðeins móðir“ eftir
Anne De Moor. Sagðist hún vita
um stóran hóp manna sem líkaði
sagan framúrskarandi vel svo og
framsögn lesandans. Ágústa vildi
einnig fá að vita hvaðan höfund-
urinn væri.
Anne De Moor er Hollendingur
og Jóhanna G. Möller þýddi sög-
una úr norsku.
HÖGNI HREKKVÍSI
/Ige AO éAWA p&y£>\S /"
Lærið
vélritun
Ný námskeið hefjast þriöjudaginn 4. september.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar í síma 41311 ídag.
VélritunarskQlinn
Suðurlandsbraut 20
Til viðskiptamanna
Nýborgar hf.
Baöstofan Ármúla 23 hefur yfirtekið sölu Nýborgar hf. á
hreinlætis- og blöndunartækjum.
Nýborg hf. mun eftir sem áöur annast sölu á öörum vörum
verslunarinnar sem hingaö til. Meö aukinni sérhæfingu væntum
viö aö geta veitt betri þjónustu í framtíðinni, um leið og viö
þökkum hinum fjölmörgu viöskiptamönnum, er byggt hafa meö
okkur vöruúrval á undanfömum árum.
Baðstofan
Ármúla 23 Reynir Hjörleifsson
Sími 86755 Ármúla
Sími 31810
Vörumarkaðurinn hf.
Körfur sem auöveida meöhöndlun matarins.
Ármúla 1A. Sími 86117.
Hjarirnar eru eins litlar og
mögulegt er þess vegna
getur frystikistan staöiö
nær veggnum. Einnig er
hægt aö lyfta hjörunum upp
— auðveldara aö opna og
loka kistunni.
Gerð TC
Gerð TC
Gerð TC
Gerð TC
Þunnir veggir.
Meö þessu móti eykst
geymslurýmiö í frystikist-
unni.
Jlectri
hcestíí.
H D
800 225 Itr. 85 62 x 'A
1150 325 Itr. 85 62 x 00,0
1500 425 'tr. 35 62 X 32>5
195 510 Itr. 35 62 x 41,0