Morgunblaðið - 01.09.1979, Side 13

Morgunblaðið - 01.09.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 13 í dag eru 40 ár liðin frá því að heimsstyrj- öldin síðari brauzt út. Að morgni föstudags- ins 1. september 1939 ruddust þýskar her- sveitir inn í Pólland. Adolf Hitler skýrði ríkisþinginu og þýzku þjóðinni frá því kl. 10 árdegis að stríð væri skollið á. Tveimur dögum síðar, sunnudaginn 3. sep- tember, kl. 11.15 árdegis birti brezka útvarp- ið svohljóðandi yfirlýsingu frá Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta: „Þetta land á í stríði við Þýzkaland. Þennan dag hvein í loftvarnarflautum í London, París og Berlín og íbúarnir hröðuðu sér í loftvarnar- byrgin. En engum sprengjum var varpað í Vestur-Evrópu þann daginn. Morgunblaðið hefur fengið leyfi Almenna Bókafélagsins og Time — Life-útgáfunnar til þess að birta nokkra kafla ásamt myndum úr nýútkominni bók AB, sem gefin er út með samningum við Time Life um heimsstyrjöld- ina síðari. Nú þegar eru komnar út í þessum bókaflokki tvær bækur. Hin’ fyrri nefnist Aðdragandi styrjaldarinnar en hin síðari Leifturstríð. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr siðarnefndu bókinni, sem lýsa innrásinni í Póllandi í september 1939. Þannig hóf Hitler síð- ari heimsstyrj öldina 17. ágúst 1939 barst heldur kynleg beiðni frá Heinrich Himmler, yfir- manni SS (Schutzstaffeln eða verndar- sveita Hitlers), skrifaði Pranz Halder hershöfðingi, yfirmaður foringjaráðs þýska hersins, í dagbók sína. Himmler vildi fá nokkurt magn af einkennisbún- ingum pólska hersins. Þýski herinn brást við eins og hans var von og vísa. Einkennisbúningarnir voru útvegaðir og afhentir eins og óskað var. Fatnaður þessi gegndi veigamiklu hlutverki í fyriraetlun Hitlers að finna átyllu til að fara með stríði á hendur Pólverjum, en að líkindum hafa hvorki Halder né aðrir yfirmenn hersins haft hugmynd um það. Einhvern tíma milli 17. ágúst, er Halder skrifaði þetta í dagbók sína, og 31. ágúst — kvöldsins fyrir árásina — voru 13 dæmdir glæpa- menn fluttir úr fangabúðum í Oranien- burg í Austur-Þýskalandi og vistaðir í skólahúsi einu, þar í grennd, þar sem þeir skyldu geymdir þangað til stundin rynni upp. Fyrirætlun þessi var tvíþætt og gekk undir dulnefninu „Niðursuðuvörurnar" — það voru glæpamennirnir sem átt var við. Fyrri þátturinn var framkvæmdur 31. ágúst er öllum föngunum að einum undanskildum var skipað að klæðast pólsku einkennisbúningunum. Að því búnu var sprautað í þá banvænum skammti af lyfi og síðan voru þeir fluttir til lítils skógar nálægt Hoch- linde, einum 15 km vestan pólsku landamæranna; þar voru þeir skotnir. Líkunum var hagrætt þannig að ætla mátti að þeir hefðu verið í sókn inn í Þýskaland; erlendir blaðamenn og önn- ur vitni voru von bráðar kvödd á vettvang til að sjá líkin og draga af þeim ályktanir. Síðar þennan sama dag var seinni þáttur áætlunarinnar framkvæmdur. Þá fór Alfred Naujocks majór og fimm menn aðrir úr SS-sveitunum (SD-deild- inni eða öryggisdeildinni) með þann fangann sem eftir lifði til borgarinnar Gleiwitz þar í grenndinni. Þar ruddust þeir félagarnir, sem allir voru óeinkenn- isklæddir, inn í útvarpsstöð og hertóku hana. Einn af fylgdarmönnum Naujocks flutti harðsvíraða yfirlýsingu í útvarpið á pólsku, kvað Pólland hafa ráðist á Þýskaland og kvaddi alla Pólverja til vopna. Síðan var látið sem átök yrðu milli dulbúinna SD-mannanna og starfsliðs stöðvarinnar, fylgdi því mikill hamagangur og skothríð frammi fyrir opnum hljóðnema. Öeinkennisklæddi fanginn var drepinn og skilinn eftir á gólfi útvarpsstöðvarinnar; átti hann að vera Pólverjinn sem flutt hafði hina harðorðu yfirlýsingu. Klukkan 10 að morgni næsta dag flutti Adolf Hitler ræðu í Ríkisþinginu í Berlín, vitnaði í lygavefinn sem spunn- inn hafði verið í Gleiwitz sem dæmi um yfirgang Pólverja á þýsku landi og tilkynnti að hann hefði stefnt öllum hernaðarmætti Þýskalands gegn ár£s- arþjóðinni. Þannig hóf hann síðari heimsstyrj- öldina. Þessi styrjöld var með mörgum hætti einkastríð Hitlers, hafin þegar og þar sem honum sýndist. Undanfarin sex ár hafði hann unnið einstæða sigra á óvinum sínum innanlands og utan — brotist til valda, hervætt Þýskaland að nýju, tekið Rínarhéruð, knúið Austur- ríki til bandalags og tekið Tékkóslóvak- íu. Þessir sigrar höfðu allir verið unnir án blóðsúthellinga, en nu var kominn tími til að Foringinn sýndi að hann væri jafnágætur fyrirliði á orrustuvellinum. 3. apríl hafði Hitler gefið yfirher- stjórn sinni skrifleg fyrirmæli þess efnis að ráðist skyldi á Pólland, skyldi atlagan hafin hvenær sem væri eftir 1. september. 23. maí hafði hann gert æðstu foringjum sínum glögga grein fyrir fyrirætlunum sínum. Hann kvaðst vera að brenna brýrnar að baki sér. Það sem Þýskaland þarfnaðist mest væri aukið lífsrými fyrir íbúa sína, og þess yrði einungis aflað með því að ráðast inn í önnur lönd eða á eignir annarra. Hitler hélt áfram máli sínu: „Frekari sigrar eru óhugsandi án blóðsúthell- inga.“ Og fyrsta blóðinu átti nú að úthella í Póllandi. Hitler kunni að beita pólitískum brögðum af ýmsu tagi, t.d. leynd, blekkingum og svikum, en meginvopnið sem beitt skyldi til sigurs í stríði voru vélbúnir hraðfara herir sem börðust með öðrum hætti en dæmi voru til. Hernaður sem háður var með slíku liði gekk undir nafninu Blitzkrieg eða leifturstríð og miðaði að því að sam- hæfður liðsafli brynsveita (með skrið- dreka og fallþyssur), háfleygra sprengjuflugvéla, steypiflugvéla og vél- búins fótgönguliðs brytist gegnum varnir óvinanna í snöggu eldhröðu áhiaupi. Þá er ekki ólíklegt að ónot hafi farið um hershöfðingjana er sátu undir ræðu Foringjans, þegar hann drap á hætturn- ar sem fylgdu hernaðarstefnu hans. Það voru sterkar líkur á að Bretland og Frakkland kynnu að skerast í leikinn, og það stafaði hættu frá Sovétríkjunum í austri. En það urðu fáir hershöfðingj- ar til að láta efasemdir í ljós eða spyrja spurninga, þótt þeir gerðu sér allir grein fyrir því að stríðsvél Þýskalands hefði hvorki þann hernaðarmátt né trausta iðnaðargrundvöll sem þurfti til að sigrast á öllum þessum hugsanlegu óvinum. Þeir óttuðust einræðisherrann, hrifust af sigrum hans til þessa og kusu nú að líta á sjálfa sig sem hlýðin verkfæri vilja hans. Flestir báru einnig þá dulhyggju í brjósti að hann gæti takmarkað stríðið, barist viþ óvinina einn í senn og umfram allt afstýrt því að Sovétríkin gengju í raunhæft hern- aðarbandalag við lýðræðisríki Vestur- landa til þess að Þýskaland þyrfti ekki að berjast á tvennum vígstöðvum, en það var öllum þýskum hernaðarfræð- ingum frá fornu fari mikið áhyggjuefni. Á vikunum eftir maífundinn tókst Hitler að afreka þetta allt og trú hershöfðingjanna á töframátt hans stóð óhögguð. Mikilvægasta afrek Foringj- ans hefur ef til vill verið undirritun hins geysiþýðingarmikla samnings Þýskalands við Sovétríkin 23. ágúst (tæpri viku eftir árás Þjóðverja á Pólland). í honum fengu Þjóðverjar ekki aðeins frjálsar hendur austur undan, heldur jafnframt tryggt að ekki yrði ráðist aftan að þeim ef til ófriðar drægi vestra. Stalín tryggði sér hins vegar áhrifasvæði í austanverðu Pól- landi, Evrópu suðaustanverðri, Finn- landi og í Eystrasaltsríkjunum Lett- landi og Eistlandi — óverulegt gjald fyrir samvinnu Rússa, að áliti Þjóð- verja. Það var því með óhvikulu trausti á sjálfum sér, hugboði sínu og leiðar- stjörnu sem Hitler stóð á fætur 1. september frammi fyrir auðsveipum ríkisþingmönnum sínum í brúnu skyrt- unum og tjáði þeim að hann hefði íklæðst gráum baráttuklæðum þýska hermannsins, hinni „heilögu yfirhöfn" er hann hefði borið í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar; í henni myndi hann sigra aðe bíða bana ella. Á þeirri stundu var fyrsti þáttur herferðar hans gegn Pólverjum þegar hafinn. í myrkr- inu skömmu fyrir dögun, nálega sex stundum áður, hafði sókn verið hafin á landi, af sjó og úr lofti og allt benti til skjótfengins sigurs Þjóðverja. „í KURTEISISHEIMSÓKN. ■ ■“ sjá næstu opnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.