Morgunblaðið - 01.09.1979, Síða 26

Morgunblaðið - 01.09.1979, Síða 26
Hemjum skattana — lækkum útgjöldin MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 2 5 Utanríkis og gjaldeyrisviðskipti 700 600 500 400 300 200 100 1955 1960 1965 1970 1975 5 Fríverzlun eykur þjóðartekj- ur, framleiðni fyrirtækja og hagkvæmni atvinnulífsins. Frí- verzlun örvar einnig hagkvæma alþjóðlega verkaskiptingu, eyk- ur framleiðslu þjóðanna og bæt- ir þannig lífskjörin um allan heim. Þessi mikilvægu rök frí- verzlunar standa enn óhögguð og hafa gert í eina og hálfa öld. Reynsla okkar sjálfra er ólygn- ust um réttmæti þessara raka. Við íslendingar öflum rúmlega 50% þjóðartekna okkar með útflutningi vöru og þjónustu. Ekki er markaður fyrir þennan útflutning innanlands og án þessa útflutnings gætum við ekki keypt til landsins margvís- lega vöru og þjónustu, sem okkur er hagkvæmara að kaupa erlendis frá. Frjáls utanríkisvið- skipti eru þjóðinni farsælust og ættu stjórnvöld að gera inn- og útflutningi frjálsan í öllum vörutegundum, nema raunveru- legar heilbrigðis- og öryggis- ástæður réttlæti annað. Þó er það hagsmunamál okkar, að útflutningssamtök fái að njóta forgangs á unnum markaði, en nýr útflutningur til nýrra mark- aða ætti að vera algjörlega frjáls. Á síðustu árum hafa kröfur um ýmis frávik frá fríverzlun og aukin höft í utanríkisviðskipt- um orðið háværari en oft áður, bæði hér og erlendis. Þessar nýju haftahugmyndir ættu að vera öllum þjóðum þyrnir í augum, því að aukin utanríkis- viðskipti hafa átt stærstan þátt í vaxandi þjóðartekjum og batn- andi lífskjörum frá lokum síðari heimsstyrj aldar. Á síðustu 30 árum hefur út- flutningur í heiminum ellefu- faldazt. Milljónir manna um allan heim eiga afkomu sína undir þessum viðskiptum, enda hefur hann skapað velmegun, er var áður óþekkt á Vesturlönd- um. Án þessara utanríkisvið- skipta væru lífskjörin á Vestur- löndum stórum verri en nú er. Á síðustu árum hafa þróunarlönd- in einnig veitt fríverzlunar- stefnunni fylgi sitt, enda sjá þau, að aukinn útflutningur og fríverzlun er leiðin til bættra lífskjara. Loks má nefna þann stóra kost fríverzlunar, að hún opnar aðgang að auðlindum um allan heim í gegnum viðskipti. Yfirráð yfir auðlindum verða því ónauðsynleg. Viðskipti dafna best í skjóli friðar og vinsamlegra samskipta. Frí- verzlun er því einnig friðflytj- andi. Útflutningur frá íslandi er innflutningur hjá öðrum þjóð- um. Vegna smæðar okkar á stórum mörkuðum erlendis, skerða tollar og aðrar álögur erlendis útflutningstekjur okk- ar, því að við þurfum að lækka verðið, sem nemur aðflutnings- gjöldum til að standast sam- keppni við innanlandsfram- leiðslu. Aðflutningsgjöld á inn- flutning til Islands leggjast hins vegar yfirleitt einnig á íslenzka neytendur, því að íslenzki mark- aðurinn er það smár og innan- landsframleiðsla það fábreytt, að erlendir seljendur þurfa ekki að lækka sín verð til að standast samkeppni á markaðnum. Af- nám allra aðflutningsgjalda hér pg erlendis er því hagsmunamál Islendinga. Ef engar álögur væru á inn- fluttar vörur og tekna til ríkis- sjóðs aflað með öðrum hætti, þyrfti verð erlendra gjaldmiðla að hækka til að viðhalda jafn- vægi í okkar utanríkisviðskipt- um. Álögur á innfluttar vörur skekkja því gengisskráninguna, þar eð verð erlendra gjaldmiðla verður lægra vegna aðflutnings- gjaldanna, sem skaðar hags- muni útflytjenda og þeirra, sem keppa við innfluttar vörur og þjónustu. Fyrir innflutnings- verzlunina eru aðflutningsgjöld- in einnig óæskileg, einkum ef þau eru mishá. Tollar og ýmsar álögur á innfluttar vörur hér- lendis eru þó sérstaklega gallað- ar, þar sem þær eru bæði mjög 500 450 400 450 300 250 200 150 100 50 mismunandi milli skyldra vöru- tegunda og milli markaðssvæða. Þessi mismunun milli mark- aðssvæða verður stöðugt meiri og alvarlegri vegna áframhald- ansi tollabreytinga í tengslum við fríverzlunarsamninga okkar við önnur Evrópulönd. Skyn- samlegast væri því að afnema aðflutningsgjöld algjörlega, og sjá ríkissjóði fyrir nauðsynleg- um tekjum með öðrum hætti. Þar til því markmiði verður náð, þarf nú þegar að: Lækka hæstu tolla verulega og afnema vörugjaldið og jöfnunargjaldið. Fækka tollum og samræma tollaálögur, þannig að skyldar vörur verði tollaðar eins, og tollar verði alls ekki hærri á hráefni og efnivörum til iðnaðar en á fullunnum vör- um. Draga úr mismun á tolli eftir uppruna vörunnar. Heimila gjaldfrest á greiðslu aðflutningsgjalda og einfalda uPPgjör þeirra, þannig að stærstur hluti vörubirgða inn- flutningsfyrirtækja verði geymdur í eigin vörugeymsl- um, sem nú eru oft mjög vannýttar á sama tíma og vörugeymslur flutningafyrir- tækja eru yfirfullar. Slík kerf- isbreyting gæti sparað um 1500 milljónir króna m.v. verðlag í ársbyrjun 1979. Aukið frjálsræði í viðskiptum með erlent fjármagn er hlið- stæða frjálsra viðskipta og verð- myndunar á innlendu fjár- magni. Tilhugsunin um frjáls gjaldeyrisviðskipti er okkur e.t.v. þó fjarri vegna þess, hve lengi við höfum vanizt hinu gagnstæða. Hér er þó ekki um neitt nýtt fyrirbrigði að ræða, heldur almenna reglu á Vestur- löndum, að gjaldeyrisviðskipti séu að stærstum hluta frjáls. Heft gjaldeyrisviðskipti og óraunhæf gengisskráning hefur ekki styrkt útflutningsatvinnu- vegina og örvað nýjan útflutn- ing, heldur dregið úr gjaldeyris- tekjum, takmarkað ferðafrelsi og búferlaflutninga lands- manna, leitt til erlendrar skuldasöfnunar og boðið heim margvíslegri spillingu. Þessu þarf að breyta með frjálsum gjaldeyrisviðskiptum, sem heimila öllum landsmönnum að eiga, kaupa og selja erlenda mynt, þegar þeir óska. Verð erlendra gjaldmiðla ræðst þá af markaðsaðstæðum. Kostir frjálsrar gjaldeyris- verzlunar eru ótvíræðir og breyta miklu um starfsemi at- vinnulífsins: Almenningur og fyrirtæki hefðu fullt frelsi til að eiga, kaupa og selja erlenda mynt. Rekstrargrundvelli útflutn- ingsatvinnuveganna yrði ekki stefnt í hættu vegna rangrar gengisskráningar og veruleg- ur halli í utanríkisviðskiptum myndast ekki af þeim sökum. Gjaldeyrisstaðan yrði traust- ari. Takmarkað framboð efna- legra gæða er regla í efna- hagslífinu. Erlend mynt hefur þar enga sérstöðu. Óraunhæft gengi gerir ónógt framboð hins vegar sýnilegt, líkt og verður með öll gæði efnahags- lífsins, ef þau eru verðlögð of lágt. Frjáls verðmyndun leiðir hins vegar til verðlagningar, þar sem skorturinn virðist hverfa vegna þess að framboð er jafnt eftirspurn. Gjaldeyrir til ferðalaga yrði frjáls og án takmarkana. Samhliða frjálsum gjaldeyris- viðskiptum þarf að koma í fram- kvæmd ýmsum öðrum umbót- um: Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað- arins þarf að byggja upp í samræmi við tilgang hans til að jafna verðsveiflur. Sjóðinn ætti að ávaxta erlendis, svo að hann hafi ekki áhrif á pen- ingamál innanlands. Koma þarf á framvirkum gjaldeyrismarkaði, þar sem út- og innflytjendur geta keypt og selt erlendan gjald- eyri fram í tímann. Notkun stuttra erlendra vöru- kaupalána þarf að vera heimil í öllum vöruflokkum. Kaup og sölu erlends gjaldeyr- is þarf að einfalda. Aðgang atvinnulífsins að er- lendu fjármagni verður að rýmka eftir almennum regl- um, án þess að fyrirtækjum og atvinnuvegum sé mismunað. Afnema þarf mismunun milli atvinnuvega og létta verður höftum af atvinnulífinu, þannig að innlend atvinnu- starfsemi búi við svipuð starfsskilyrði og keppinautar hennar erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.