Morgunblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979
Bullandi
verð-
bólga
fyrsta
árið
VERÐBÓLGUHÆKKUNIN
á fyrsta starfsári ríkis-
stjórnarinnar er miðað við
nóvember til nóvember áætl-
uð um 50%. Sé hins vegar
tekið tillit til þróunar verð-
lagsmála frá maí til nóvemb-
er eða í 6 mánuði er hækkun-
in 60,3% miðað við heilt ár.
Miðað við sama tfma f fyrra
var verðbólgustigið á sama
tfma þá miðað við heilt ár
39,2%.
Þess ber að gæta að við-
miðunin milli þessara
tveggja tímabila er talsvert
misvísandi, þar sem ríkis-
stjórnin jók mjög niður-
greiðslur síðari hluta árs í
fyrra, sem hún hefur síðan
aftur dregið úr á fyrri hluta
þessa árs. Þá má geta þess að
í fréttatilkynningu Seðla-
bankans er tilkynnt var um
hækkaða vexti, er verðbólgu-
stigið nú talið komið upp í
52,3%. Hafði það hækkað á
þriggja mánaða tímabili um
10,5 prósentustig, þar eð það
var í júníbyrjun 41,8%.
Ár frá valdatöku vinstri stjórnar
bl
N
Skattastefna ríkisstjórnarinnar:
Skattbyrðin á fyrsta
starfsári allt að 70%
RÍKISSTJÓRNIN hefur á því ári, sem hún hefur setið við völd þyngt mjög skattaálögur og enn nú á ársafmæli
stjórnarsamstarfsins eru stjórnarflokkarnir að ræða auknar álögur. Morgunblaðið hefur tekið saman
nokkrar helztu skattaálögur, sem ríkisstjórnin hefur lagt á fólk þessa valdatíð sína og fer það yfirlit hér á
eftir.
Tekjuskattur: Ríkisstjórnin
setti með bráðabirgðalögum nýtt
skattþrep, þ.e. að af tekjum ein-
staklings yfir 3.8 milljónum tæki
ríkið helming teknanna eða 50%.
Þetta tekjumark hjá hjónum er
rétt rúmar 5 milljónir króna.
Áætlaður tekjuauki ríkissjóðs af
þessari breytingu, en hæsta skatt-
þrep var áður 40%, var 1.850
milljónir króna. Tekjuskattur fé-
laga og stofnana var einnig hækk-
Gengisbreytingar eftir eins árs
vinstri stjórn;
Sterlingspund til
ferðamanna hefur
hækkaðum 863%
HÆKKUN erlends gjald-
eyris samkvæmt gjald-
eyrisskráningu Seðla-
banka íslands er gagn-
vart Bandaríkjadollar á
því ári, sem liðið er frá
því er núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum
orðið 44,5% og sé tekið
tillit til skattlagningar
stjórnarinnar á ferða-
mannagjaldeyri, hefur
gjaldeyrir til ferða-
manna í dollurum hækk-
að um 59%.
Svo sem menn rekur
minni til felldi ríkisstjórn-
in gengi krónunnar hinn 6.
september í fyrra eða
tæpri viku eftir að hún tók
við völdum. Sú gengisfell-
ing var um 15% og hafði í
för með sér hækkun dollar-
ans um 17,7%. Síðan hefur
verið stöðugt gengissig og
er hækkunin nú orðin svo
sem áður er getið 44,5%.
Hækkun sterlingspunds
er enn meiri en dollarans.
Á þessu ári hefur sterlings-
pund hækkað um 69,4% og
ferðamannagjaldeyrir í
pundum um 86,3%. Dönsk
króna hefur hækkað um
52,9% og ferðamanna-
gjaldeyrir í dönskum krón-
um um 68,2%. Vestur-þýzk
mörk hafa hækkað á þess-
um sama tíma um 59,6% og
ferðamannagjaldeyrir í
mörkum um 75,5%. Þá hef-
ur pesetinn hækkað um
62,6% og ferðamanna-
gjaldeyrir í pesetum hefur
hækkað um 78,9%.
aður. Áður þurftu félög að greiða
53% af skattskyldum tekjum, en
ríkisstjórnin hækkaði markið í
65%. Áætlaður tekjuauki rjkis-
sjóðs vegna þessarar breytingar
var 1.200 milljónir króna.
Eignaskattar: Skatthlutfall
einstaklinga var hækkað um 50%,
úr 0,8% í 1,2% af eign og hjá
félögum var skatthlutfallið hækk-
að um 100%, úr 0,8% í 1,6%. Allar
ofangreindar álögur voru og aft-
urvirkar fyrir síðasta skattaár,
þótt álagningu hafi verið að fullu
lokið fyrir það ár.
Eigin húsaleiga til tekjuskatts:
Þegar framtalseyðublöð bárust
skattgreiðendum eftir síðustu
áramót, kom í ljós, að eigin
húsaleiga hafði hækkað úr 1,1% í
1,5% af fasteignamati. Með því
náði hækkun þess tekjuliðar milli
ára 94%.
Breytingar fyrningarreglna:
Ríkisstjórnin felldi niður svokall-
aða verðstuðulsfyrningu, sem átti
að hafa í för með sér að afskriftir
héldust nær raungildi hins af-
skrifaða. Þá voru og reglur um
flýtifyrningu. Lækkar hún úr 30%
í 10% og hún má aldrei verða
meiri en 2% á einu ári. Þessar
breytingar hafa í för með sér
hækkaða tekjuskatta á atvinnu-
rekstur, sem nema 1.300 milljón-
um króna vegna verðstuðuls fyrn-
inganna, en um 1.060 milljónir
króna vegna flýtifyrningarinnar.
Aukning skattbyrði: Með þess-
um breytingum hefur skattbyrði
hækkað í allt að 70% á fólki, en
var áður 56%.
Skattur á skrifstofu- og verzl-
unarhúsnæði: Ríkisstjórnin setti
á nýjan skatt, sem ekki hafði
verið áður við líði. Af verzlunar-
og skrifstofuhúsnæði skyldi
greiða 1,4% af fasteignamats-
verði ásamt lóð og voru áætlaðar
tekjur ríkissjóðs vegna þessa nýja
skattstofns 550 milljónir króna.
Þessi skattstofn var að nokkru
umdeildur vegna þess, að sveitar-
félög töldu, að með þessu væri
farið inn á tekjustofnasvið þeirra,
fasteignaskatta, sem ríkissjóður
hefur ekki áður haft.
Nýbyggingagjald:
Ríkisstjórnin fann upp enn nýjan
tekjustofn, en undanþegið honum
var íbúðarhúsnæði og húsnæði
ýmissa opinberra stofnana, svo
sem skóla, sjúkrahúsa og barna-
heimila. Hagstofu íslands var
falið að reikna gjaldstofn og gefa
út skrá um áætlaðan bygginga-
kostnað. Skyldu menn greiða 2%
til ríkisins við upphaf fram-
kvæmda. Gjaldstofninn var í
verzlunarhúsnæði 40 þúsund
krónur fyrir hvern rúmmetra,
fyrir iðnaðarhúsnæði 20 þúsund
krónur fyrir hvern rúmmetra,
fyrir fjós 16 þúsund krónur fyrir
hvern rúmmetra, fyrir hesthús,
svínahús eða alifuglahús 15 þús-
und krónur á hvern rúmmetra
o.s.frv. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs
af þessum nýja tekjustofni voru
300 milljónir króna.
Vörugjald: Þegar ríkisstjórnin
tók við var vörugjald á ýmsar
vörur 16%. I september ákvað
hún að hækka vörugjaldið á all-
margar vörutegundir í 30%, en
aðrar sátu eftir í 16%. Síðar var
lægra markið hækkað í 18%.
Verðhöfnunargjald á raforku:
Þegar ríkisstjórnin tók við hafði
verðjöfnunargjald á raforku til
styrktar fjárhag Rafmagnsveitna
ríkisins og Orkubús Vestfjarða
um skeið verið 13%. Ríkisstjórnin
hækkaði verðjöfnunargjaldið um
6 prósentustig í 19%. Áætluð
tekjuaukning vegna þessarar
hækkunar var 700 milljónir
króna.
10% gengisskattur ferða-
manna: Þegar er ríkisstjórnin tók
við og felldi gengi krónunnar um
15%, sem hafði í för með sér
hækkun gjaldeyris í Seðlabanka-
skráningunni, sem nam rúmlega
17%, setti hún 10% skatt á
ferðamannagjaldeyri. Þessi breyt-
ing olli hækkun gjaldeyris fyrir
íslendinga, sem ferðuðust til út-
landa strax í upphafi stjórnar-
samstarfsins, sem nam um 29% á
farðamannagj aldeyri.
Flugvallarskattur: Ríkis-
stjórnin hækkaði fyrir tæplega
ári svokallaðan flugvallarskatt úr
3.000 krónum fyrir fullorðna í
5.500 krónur eða um 83,3%. Flug-
vallarskattur fyrir börn hækkaði
hins vegar úr 1.500 krónum í 2.800
krónur eða um 86,6%.
Vísitöluskerðing á fyrsta
ári vinstri stiómar 10,5%
VÍSITÖLUSKERÐING launa á valdatíma núverandi ríkisstjórnar er orðin 10,5%. á láglaun eða laun
þessu tfmabili hefur verið 37,96%, en hækkun framfærsluvísitölu hefur verið á sama tímabili 52.
mánuðina, eða frá því er lög rfkisstjórnarinnar um aðgerðir f efnahagsmálum tóku gildi er, 6,6%.
tímabili hækkað um 27,62%, en hin nýja vfsitala laga ríkisstjórnarinnar um 19,24%.
Á þeim tíma frá því er ríkis-
stjórnin tók við fyrir réttu ári
hafa laun hækkað vegna verð-
bótaákvæða þannig: 1. septem-
ber 1978 um 0%, 1. desember um
6,12%, 1. marz 1979 um 6,90%, 1.
júní um 11,40% og nú 1. septem-
ber um 9,17%. Hækkun launa er
því á þessu tímabili 37,96%.
Framfærsluvísitala á þessu
tímabili, frá ágústmánuði 1978
til jafnlengdar í ár hefur hækk-
að um 41,97%, en sú viðmiðun er
eigi alls kostar rétt, þar sem
vísitalan var færð niður í febrú-
ar. Sé tekið tillit til þeirrar
niðurfærslu fæst rétt mat á
hækkun F-vísitölunnar og er
hækkunin þá 52,5%. Skerðing
launa er því á þessu verðlagsári
um 10,5%. Þess ber að geta að
þessi skerðing er að nokkru leyti
vegna búvörufrádráttar og
vegna frádráttar vegna hækkun-
ar á tóbaki og áfengi. Einnig
koma inn skerðingarákvæði laga
ríkisstjórnarinnar, olíustyrks-
frádráttur og frádráttur vegna
rýrnunar viðskiptakjara. Hinn
síðastnefndi liður er þó enn ekki
að fullu kominn inn í áðurnefnd-
ar tölur, en mun ná fullum
áhrifum á því tímabili sem fyrir
höndum er fram til 1. desember.
Sé aðeins tekið það tímabil,
sem lög ríkisstjórnarinnar, er
samþykkt voru í þinglok í vor,
hafa gilt, þá settu lögin F-vísi-
töluna i febrúar, sem var 1.292
stig á 100. Þessi gamla vísitala
var í ágústmánuði komin í 1.649
stig. Hækkunin er 27.63%, en
verðbótavísitalan hefur á sama
tíma hækkað um 19,24%. Þar
hafa því laun verið skert um
6,6% með tveimur vísitöluút-
reikningum á tímabilinu frá
febrúar til ágúst. Þar af eru
vegna búvörufrádráttar 1,6%,
vegna olíustyrksfrádráttar 1,3%
og vegna áfengis og tóbaks-frá-
alls þorra íólks. Hækkun launa á
,5%. Vísitöluskerðingin síðustu 6
Framlærsluvísitala hefur á þessu
dráttar 0,8%. Samanlagt gerir
þetta 3,7% og er skerðing vegna
viðskiptakjara rýrnunar því
2,9%. Hún hefur enn ekki fylli-
lega komið til framkvæmda
gagnvart láglaunum eins og áður
er vikið að, þar sem verðbóta-
vísitala láglauna var við síðasta
útreikning 121,62 stig. Því er
skerðingin á láglaun enn ekki
nema 4,3% en nær fullu gildi
6,6% fyrir 1. desember. Þessi
skerðing verður því á hálfu ári,
og verður síðan enn meiri við
næsta útreikning verðbótavísi-
tölunnar, sem taka á gildi 1.
desember.