Morgunblaðið - 01.09.1979, Síða 36

Morgunblaðið - 01.09.1979, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 „Allt almennilegar mann- eskjur þegar þœr geta verið eins og þœr eiga að sér” í haust tekur til starfa í Reykjavík námsbraut í sállækningum. Þetta er í fyrsta sinn, sem kostur gefst á framhaldsnámi í sállækningum hér á landi, en skilyrði fyrir þátttöku er háskólapróf. Námsbrautin tekur þrjá vetur, en aö námi loknu verður unnt að sækja um viðurkenningu sem sállæknandi. Það er Félag til eflingar sálkönnunar, sem stendur að þessu fræðslustarfi, en þetta mun vera í fyrsta sinn að einkaaðilar hér á landi efna til fræðslu á háskólastigi, sem veita mun viðurkennd réttindi. Formaður Félags til eflingar sálkönnunar á íslandi er Esra S. Pétursson geölæknir, og er hann jafnframt formaður námsráðsins, sem annazt hefur skipulagningu námsbrautarinnar. Við ræddum við Esra um þessa nýbreytni og spurðum fyrst um aðdragandann og stofnun námsbrautarinnar í sállækningum: mmm — Hugmyndin er tiltölulega ný. Páll Ásgeirsson, yfirlæknir í barnageðlækningum, bar fram til- lögu um stofnun námsbrautarinn- ar á fundi okkar í Félagi til eflingar sálkönnunar á Islandi nú í vor. Tillögunni var strax mjög vel tekið og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Annars má segja að sjálfur að- dragandinn eigi sér lengri sögu, og mér finnst að hann megi rekja allt til þess að Geðlæknafélag íslands var stofnað árið 1960 og jafnvel lengra aftur í tímann. Dr. Harold Kelman heitinn, sem var formað- ur American Institute for Psych- oanalysis um það leyti sem geð- læknafélagið var stofnað, hvatti okkur mjög til þess að bindast samtökum. Honum var boðið að flytja tvo fyrirlestra við Háskóla Islands, annan fyrir okkur, en hinn fyrir Læknafélag Reykja- víkur. Nefndi hann það erindi Batahorfur í sállækningum, og var það síðar birt í Læknablaðinu 1. Koma Kelmans hingað var okkur mikil lyftistöng og varð hún meðal annars til þess að við fórum að semja erindi um sállækningar og flytja þau á fundum í hinu ný- stofnaða félagi okkar. í því voru allir starfandi geðlæknar á land- inu. Allir höfðum við fengizt nokkuð við sállækningar, en mismunandi mikið, og enginn hafði stundað nám í þeim sér- staklega þegar hér var komið. Þá var enn meira en nú beitt lyfja- meðferð raflostum og sjúkrahús- dvöl, sem, verið gat langvinn og stundum ævilöng. Nokkrir forver- ar okkar höfðu einnig fengizt við sállækningar. — Fáeinir sálfræðingar voru líka farnir að nota sállækningar og leiðbeiningu. Sigurjón F. Björnsson var þá nýkominn heim frá námi og fór hann upp frá því að stunda sálkönnun, sem hann hafði manna fyrstur hér á landi numið í París og Kaupmannahöfn. Síðar varð hann prófessor við háskólann í sálarfræði. — Hvað eru í rauninni sál- lækningar og hvar og hvernig er þeim beitt?. — Skilgreiningar á sállækningu eru margar. Bezt líkar mér lýsing Wolbergs á henni. I riti sínu The Technique of Psychothearpy segir hann: „Sállækning er lækningaað- ferð með sálrænum hætti á til- finninga- og lundarfarsvandamál- um. Sérhæfð persóna stofnar til mjög náins samstarfs við sjúkl- inga til þess að fjarlægja, milda eða draga úr sjúkdómseinkennum, lagfæra hegðunarvandkvæði og örva jákvæðan þroska og vöxt persónuleikans." — Sállækningar eru mikið not- aðar um allan heim og yfirleitt mun meira en hér, heldur Esra áfram. — Jerome D. Frank pró- ( Rœtt við Esra S. Pétursson um sállœkn- ingar og ngja námsbraut: fessor emerítus við John Hopkins háskólann telur að sállækningar verði áfram eins og hingað til helzta lækningaaðferð okkar í sálarflækjum, sálsýki og skapferl- isbrestum. Hann bendir ennfrem- ur á nýlega rannsókn er leiddi í ljós, að þunglyndissýki batnar jafnvel af sállækningum einum saman, sem miða að aukinni lyndislyfjum. Þetta kemur fram í grein Framks, Psychiatry, the Healthy Individual, í desember- blaði The American Journal of Psychiatry 1977. — Er talið að sömu aðferðir henti við sálarflækjur, skapfer- ilsveilur og þunglyndissýki? — Þær eru alloft notaðar jöfn- um höndum. Samt telur Columbia háskóiinn betra að miða við per- sónustyrk sjúlingsins þegar velja á um aðferð. Sé sjúklingurinn mjög langt leiddur, skortir góða dómgreind og er allur í molum á betur við að nota eldri aðferðir, svo sem sjúkrahúsdvöl, raflost, lyfjameðferð, holl ráð og leiðbein- ingar og annan stuðning með aðhaldi og aga. Ef sjúklingur er fær um að lifa í samfélagi við aðra, hefur sæmilega dómgreind og getur stundað sín störf þykir henta betur að nota aðferðir ýmiss konar sállækningaaðferðir, einu sinni til þrisvar í viku. Sé persónu styrkur vel í meðallagi, þannig að fólk fari með forystuhlutverk, gegni ábyrgðarstöðum, og vinni mikið með öðru fólki þykir betur henta sálkönnun tvisvar til sex j sinnum í viku. — Nú skilst mér, að mörgu | fólki, hvort sem það gegnir svo- kölluðum ábyrgðarstörfum eða ekki, þyki verra að láta spyrjast að það gangi til sállækna eða sáifræðinga. Kannast þú við þetta? —Já, það er ekki laust við það. Ennþá er einstöku manneskja, sem reynir að láta engan sjá eða vita að hún kemur til okkar, og enn ber nokkuð á fáfræði um það, sem fram fer í sállækningu og sálkönnun. Ég held samt að þetta sé farið að breytast og fólk færist nær réttu mati hér sem annars staðar. — Svo við víkjum að félagi til eflingar sálkönnunar á íslandi. — Hvenær var það stofnað og hverjir stóðu að því? — Vorið 1976 komum við saman Jón Stefánsson lektor í geðlækn- ingum, kona hans, Helga Hannes- dóttir, sem líka er geðlæknir, Páll Ásgeirsson og ég. 011 höfðum við mikinn áhuga á sálkönnun og höfðum kynnzt henni af eigin raun. Datt okkur í hug að hóp- handleiðsla með tilliti til sálkönn- unar myndi vera lærdómsrík og ákváðum við að reyna þetta. Upp frá því höfum við komið saman háifsmánaðarlega, nema sumar- mánuðina. Við þekktum fleiri, sem höfðu þessi sömu áhugamál, og smám saman bættist í hópinn, þannig að nú erum við sextán talsins. Auk sérfræðinga í barna- og almennum geðlækningum eru í hópnum sérfræðingar í barna- lækningum, sálarfræði og félags- ráðgjöf. — Það var svo 3. febrúar 1977 að félagið var stofnað, og í stjórn kosin við Halldór Hansen, Helga Hannesdóttir, Jón Stefánsson, Páll Ásgeirsson og Ásgeir Karls- son. Ári síðar bar svo Páll Ás- geirsson fram tillögu að stofnun námsbrautarinnar og var þá kosin nefnd til umdirbúnings. Nefndin samdi síðan drög um markmið, kennslutilhögun og viðurkenn- ingarkröfu námsins, og átti Jón Stefánsson drýgstan þátt í því starfi. Þegar þessi drög höfðu verið rædd og samþykkt á almennum félagsfundi var kosið fimm manna námsráð og störf þess ákveðin. í ráðinu eru Maia Sigurðardóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Ásgeir Karlsson og ég. Við höfum samið námsskrá, gert grein fyrir námstilhögun og sent bréf til formanna og félaga í samtökum þeirra, sem vinna við skyld störf, það er að segja Sálfræðingafélag íslands, Geð- læknafélag íslands og Félags- ráðgjafafélag íslands. — Lægi ekki beinna við að menntun af þessu tagi færi fram við opinbera stofnun eins og Háskóla íslands? — Svona nám ætti vel heima í háskóla, þar eð eitt lágmarksskil- yrði til að stunda þetta þriggja ára nám er að viðkomandi hafi háskólagráðu. Þetta er sem sé framhaldsnám að loknu háskóla- námi. En það er ef til vill einmitt þess vegna að víða erlendis er svona eftirmenntun á vegum fé- laga á viðkomandi sviðum eða annarra einkaaðila. — Hverjir verða kennarar? — Þeir, sem annast munu kennslu í sállækningum eru allt sérfræðingar, hver á sínu sviði. þeir eru ellefu talsins og kenna sumir eða hafa kennt við háskóla, sállækninga- og sálkönnunar- stofnanir hér og annars staðar. Einnig eru þeir sumir núverandi eða fyrrverandi formenn eða stjórnarmeðlimir fyrrnefndra fé- laga á þessu sviði. — í hverju verður námið eink- um fólgið og hvaða viðurkenning verður veitt að því loknu? — Til að geta hlotið viðurkenn- ingu þarf að ljúka að minnsta kosti 120 námsstundum í sállækn- ingum, öðru eins af leiðsögustund- um í einstaklings-, fjölskyldu- eða hópmeðferð og ekki færri stund- um í eigin sállækningu. Sé námið stundað vel er unnt að ljúka því á þremur árum, annars tekur það lengri tíma. Að svo búnu getur nemandinn sótt um viðurkenningu skólans sem sállæknandi. Náms- ráð gengur úr skugga um að öllum skilyrðum sé fullnægt og að sá, sem brottskráður er, sé hæfur sem sállæknandi, og gefur skólinn þá út skjallega staðfestingu, undir- ritaða af námsráði. Þeir, sem hafa hug á þessari framhaldsmenntun, þurfa að skila umsóknum til varaformanns námsráðs, Ingvars Kristjánssonar, fyrir 15. septem- ber, en umsóknareyðublöð verða afhent á fundi, sem boðað hefur verið til þriðjudaginn 4. septem- ber í Domus Medica. Kennslan sjálf hefst svo miðvikudaginn 3. október. — Getur þú gert grein fyrir því í stuttu máli hvað farm fer f sáilækningu? — Það gæti nú orðið nokkuð langt mál, því að ekki hafa verið skrifaðar fleiri bækur um annað efni en sjálfa biblíuna. Bækur um sállækningar eru margar fróðleg- ar og vísindalegar. Eru þær sumar alþýðlegar, mjög skemmtilegar og oft frábærlega vel skrifaðar. Freud fékk til dæmis Goethe- verðlaunin fyrir ritsnilld sína. — Ja, hvað fer fram? Það er stóra spurningin. Einn fyrsti sjúklingur Freuds, sem hann nefndi Önnu 0., kallaði þetta tallækningar. En sállæknandi og sálgreinandi hlustar meira en hann talar. Það gerir hann með því að hvetja sjúklinginn til að leysa frá skjóðunni og beita þann- ig aðferð hinna frjálsu hugrenn- ingatengsla. Hún er greiðfærust leið í gegnum blekkingarhjúp sál- arflækja. hjúpur sá er ímyndaður hjúpur, ofinn úr varnarkerfum ég-vitundar. Eru það varnir gegn kvíða og raunveruleika, sem mönnum finnst vera óþægilegur. Til að losa menn við þetta og gera þá frjálsa í anda segir sállækn- andinn: „Talaðu, talaðu bara um allt milli himins og jarðar, sem þér dettur í hug, undanbragða- og afdráttarlaust. Vertu ekki að velja úr og hafna þínum eigin tilfinn- ingum og hugsunum." Takist að fara eftir þessari leiðbeiningu fer fljótlega að rakna úr sálarflækj- unum og manneskjan fer að finna til sín aftur eins og hún á að sér að vera þegar hún losnar úr viðjum vandamálanna. — Reynsluþekking mín eftir þrjátíu og þriggja ára starf er sú að innst inni eru þetta allt al- mennilegar manneskjur, þegar þær geta verið eins og þær eiga að sér að vera. Leiðin þangað er stundum seinfarin og torsótt, en sé stefnt í þá átt fer fljótt að bera á því að vanlíðan og ófarsæld minnka, en vellíðan og velgengni fara í vöxt, sagði Esra S. Péturs- son geðlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.