Morgunblaðið - 01.09.1979, Síða 48

Morgunblaðið - 01.09.1979, Síða 48
/{ i Sími á afgreiöslu: 83033 JHtr^unbUibtb mmmmmmmmmmmp LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 / Utflutningsafurðalán: Vextir og gengisákvæði jafngilda 67,6% ársvöxtum Stór og falleg sumargotssfld hefur undanfarna daga sést víða fyrir Norðurlandi og jafnvel vaðið inni á fjörðum. Sjémenn frá stöðum við Eyjafjörð og frá Vopnafirði hafa aflað dável og er sfldin ýmist fryst f beitu, unnin f lagmeti eða snædd f heimahúsum. Jón Brynjar Krist- insson á Akureyri heldur rogg- inn á tveimur vænum sfldum á þessari mynd og upplifir trú- legast sitt fyrsta sfldarævintýri. (Ljósm. Sverrir Pálsson). Agreiningur um efni Jan Mayen- viðræðnanna VEXTIR og gengisákvæði lána út á útflutningsafurðir, sem almennt eru bundin gengi Bandarikjadollars, jafngiltu tímabilið júni, júlí og ágúst 67,6% ársvöxtum, en nafnvextir þeirra eru 8,5% og héldust óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun. Gengissigið hefur verið mjög mishratt, þannig að ef litið er til tímabilsins frá áramótum til dagsins í dag sem einnar heildar, þá jafngilda vextir og gengisákvæði útflutningsafurðalána 40,1%. Eiríkur Guðnason hag- fræðingur hjá Seðlabanka íslands sagði í samtali við Mbl. í gær, að frá áramótum hefðu ný lán vegna útflutn- ingsframleiðslu verið gengis- tryggð. Eiríkur tók þrjú þriggja mánaða tímabil og reiknaði út, hvað vextir og gengisákvæði jafngiltu í árs- vöxtum á hverju tímabili, og loks hvernig þetta kæmi út fyrir allan tímann frá ára- mótum. Fyrstu þrjá mánuðina jafngiltu vextir og gengis- ákvæði 21,4% ársvöxtum, tímabilið apríl, maí og júni jafngiltu þau 35,5% ársvöxt- um og tímabilið júni, júlí og ágúst jafngiltu þau 67,6% ársvöxtum. Yfir allt tímabil- ið, frá áramótum til dagsins í dag, jafngilda vextir og gengisákvæðin 40,1% árs- vöxtum. SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, greinir stjórnir íslands og Nor- egs á um efni vætanlegra við- ræðna um Jan Mayen, sem fram eiga að fara f Reykjavík að áliðnum októbermánuði. íslend- ingar munu viija ræða málið f heild, það er hugsanlega lögsögu umhverfis eyna, réttindi til fisk- veiða innan lögsögunnar og rétt- indi á hafsbotninum, en Norð- menn munu hins vegar aðeins vilja ræða lögsögu- og fiskveiði- málin. Vísa Norðmenn í þessu sambandi til no’-skra iögsögu- laga frá 1963 og benda á að íslendingar hafi látið henni ómótmælt á þeim tfma, en innan fslenzku rfkisstjórnarinnar er það sjónarmið rfkjandi að íslandi beri að minnsta kosti helmingur- inn af þeim gögnum og gæðum, sem eru innan væntaniegrar efnahagslögsögu við eyna. Er Morgunblaðið ræddi við Knut Frydenlund í gær og spurði hvort Reykjavíkurviðræðurnar í október mundu snúast um málið í heild sinni eða um fiskveiði- og lögsögumál einvörðungu, svaraði ráðherrann: „Þessi spurning er svo erfið, að ég get alls ekki svarað henni á þessu stigi málsins." Öðrum spurningum um Jan Mayen fékkst Frydenlund ekki til að svara. Frydenlund átti þriggja stund- arfjórðunga fund með Ólafi Jó- hannessyni forsætisráðherra í skrifstofu hans síðdegis í gær. Að loknum fundinum vörðust báðir frétta og kváðu hér aðeins hafa verið um kurteisisheimsókn að ræða. Samið við Sovétmenn um sölu á lagmeti, ull og málningu: 1,2 milljarða samningur undirritaður um helgina SAMNINGAR við Sovézka sam- vinnusambandið um sölu á ull- arvörum, lagmeti og málningu að upphæð 3,2 milljónir dollara eða um 1,2 milljarða íslenzkra króna voru á lokastigi i Moskvu l gær. Það eru fulltrúar frá Iðnað- ardeild Sambandsins, sem staðið hafa f þessari samningagerð und- anfarna daga og að þeim loknum Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra tekur á móti Knut Frydenlunl utanrfkisráðherra Noregs í Stjórnarráðinu í gær. (Ljósm. ól. K. Mag.j er útlit fyrir að Samvinnusam- bandið kaupi héðan vörur f ár að upphæð 6,2 milljónir dollara eða fyrir upphæð sem nemur 2,3 milljörðum fslenzkra króna. Er hér um að ræða þreföldun á samningsupphæð við Samvinnu- sambandið sovézka, en undanfar- in ár hefur það keypt héðan vörur fyrir um 2 milljónir doll- ara. í Reykjavík var fyrir viku síðan undirritaður samningur um sölu á lagmeti héðan, alls 25 þúsund kössum. í þeim samningum, sem gengið verður frá um helgina er samið um sölu á 25 þúsund kössum til viðbótar. Samtals hef- ur því verið samið um sölu á lagmeti fyrir 2,4 milljónir dollara á einni viku eða fyrir um 900 milljónir króna. Þessir samningar tryggja rekstur fyrirtækjanna K. Jónsson og co. á Ákureyri og Sigló-sildar í Siglufirði fram á næsta ár, en lagmeti það sem hér um ræðir er gaffalbitar. í síðustu viku var einnig gengið frá samningum á verulegu magni af ullarvörum héðan og í gær var gengið frá sölu á ullarvörum fyrir um 1,4 milljónir dollara. Þá var einnig samið um sölu á máln- ingarvöru héðan fyrir 600 þúsund dollara á samningafundunum í gær. Að sögn Hjartar Eiríkssonar var í gær verið að ganga frá samningum um vörur héðan fyrir 3,2 milljónir dollara og með samn- ingum, sem gengið var frá í síðustu viku og fyrr á árinu, kaupir sovézka Samvinnusam- bandið vörur héðan á árinu fyrir 6,2 milljónir doliara. Að sögn Gylfa Þórs Magnús- sonar hjá Sölustofnun lagmetis hefur verið samið um sölu á 22 þúsund kössum af gaffalbitum á árinu, en með þeim samningum, sem voru á lokastigi í gær, hafa 50 þúsund kassar af gaffalbitum ver- ið seldir til Samvinnusambands- ins sovézka. Dræm loðnuveiði EKKERT hefur lifnað yfir loðnu- veiðunum síðustu daga og virðist loðnan enn vera mjög dreifð og standa djúpt. Frá því síðdegis á fimmtudag þar til seint í gærkvöld tilkynntu fjögur skip um afla til loðnunefnd- ar: Fimmtudagur: Sigurður 90, ísleifur 440, Oli Óskars 500. Föstudagur: Óskar Halldórsson 380.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.