Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 14
HEIMSSTYRJOLDIN SIÐABI X 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 Kom í kurteis- is heimsókn og snen fallbyssum gegn virkinu Fyrstu skotunum var skotið að Dan- zig í Pólska hliðinu, sem skildi Aust- ur-Prússland frá þýska ríkinu. Yfirráð Pólverja í þessari gömlu Hansaborg höfðu lengi verið Þjóðverjum þyrnir í auga, og Hitler sá að taka hennar á fyrsta degi stríðsins hafði táknrænt gildi. Skömmu áður hafði Schleswig-Holstein, æfingaskip úr þýska flotanum, siglt inn í höfnina í Danzig, í kurteisisheimsókn að því er sagt var. En áhöfnin hafði brýnni skyldum að gegna en skoða hin sér- stæðu og fögru burstahús fornra versl- unarjöfra í Danzig. Að vísu var Schleswig-Holstein löngu úrelt sem orrustuskip, smíðað árið 1906, en orr- ustuskip eigi að síður, búið öflugum 11 þumlunga fallbyssum. Að morgni 1. september var þessum fallbyssum snúið gegn pólska virkinu Westerplatte, er verja skyldi höfnina í Danzig. Liðið sem þar var til varnar hafði engan sambæri- legan vopnabúnað og átti ekki annars úrkosti en gefast upp fyrir linnulausri seigdrepandi stórskotahríðinni. Dagur var kominn á loft þegar pólski hershöfðinginn Wladyslaw Anders heyrði loftið fyllast af óhugnanlegum gný, en hann stjórnaði herdeild í þorpinu Lidzbark um 150 km suðaustur af Danzig og 20 km sunnan austur- andi stríðsvopn, að nokkru af sálrænum ástæðum. Flautum hafði verið komið fyrir neðan á mörgum þessara véla, og þegar þær steyptu sér í átt til jarðar kvað við ægilegur, ymjandi gnýr. Og þegar Stukan kom æðandi úr hálofti með ærandi flautum, fannst hverjum einasta hermanni á jörðu niðri að flugvélin stefndi beint á hann. Þraut- þjálfaðir menn, sem staðist gátu langt- um skaðvænlegri sprengjuárásir en Stukan megnaði að gera, misstu kjark- inn — að minnsta kosti fyrst í stað — þegar þeir sáu og heyrðu þennan ógnvald steypast af himni ofan. A eftir steypiflugvélunum komu mótorhjólin, brynvörðu bílarnir, skrið- drekarnir — og á eftir þeim brynvarið fótgöngulið og stórskotalið brynsveit- anna er þreifaði eftir veilum í vörn Pólverja. Þegar slík veila fannst, brut- ust þeir í gegn og dreifðu sér að baki víglínunni, rufu tengsl og samgöngur, birtust skyndilega meðal liðssafnaða er talið höfðu sig óhulta langt að baki víglínunni, vöktu ringulreið er breyttist brátt í skelfingu. Hraðfara sveitir Þjóðverja æddu yfir landið og brátt var pólski herinn sundraður í smáhluta. Hver eining út af fyrir sig var í vonlausri aðstöðu. Sannleikurinn var sá að hún var því verr á vegi stödd sem hún barðist hetjulegar. Ef einangraðar sveitir hopuðu hvergi en vörðust öllum árásum framan frá, mátti vænta að þær yrðu brátt umkringdar liði sem þust hafði gegnum skörð þau er brynsveit- irnar höfðu rofið. Ef þær hörfuðu hins vegar undan héldu þær beint inn í þann vítiseld sem leifturstríðið hafði vakið að baki þeim. SS-foringjar leitaá Varsjárbúa prússnesku landamæranna. I endur- minningum sínum segir Anders frá því er hann og menn hans 'litu til lofts og sáu þýskar flutsveitir stefna hraðfara suður á bóginn í áttina til Varsjár, eina eftir aðra; þær minntu hann á trönu- hópa á flugi. Þetta voru háfleygar sprengjuflugvél- ar Hitlers. Á fáeinum ídukkustundum lögðu þær meginhlutann af baksviði pólska hersins í rústir. Þær eyðulögðu megnið af pólska flughernum á jörðu niðri, sprengdu flugvélar hans, flugskýli og eldsneytisbirgðir í loft upp. Þær tættu sundur járnbrautarstöðvar fullar af hermönnum er voru að gegna her- kvaðningu, kurluðu járnbrautarlestir, brýr, útvarpsstöðvar, stjórnstöðvar, hermannaskála og hergagnasmiðjur. Sprengjur kveiktu ofsaleg bál í borgum Póllands og skutu skelki í brjóst óbreyttum borgurum landsins. Gegn pólsku varnarsveitunum við landamærin var beitt óvæntu og skelfi- legu vopni. Það var sprengjuflugvél af gerðinni Junkers-87, er steypti sér að marki — Stukan. Hún reyndist ógnvekj- Flugvélarnar og skriðdrekarnir sem birtust svo skyndilega eins og dýrin í Opinberunarbókinni, vöktu í fyrstu óhug í friðsælum sveitum, síðan hroll- vekjandi sögusagnir og loks blindan ótta. Menn brugðu við og fleygðu vistum og einhverjum eigum sem þeám voru kærastar á vagna sína eða hjólbörur, bundu þær að öðrum kosti á bak sér og héldu út á vegina — þá sömu vegi sem pólski herinn þurfti að fara um, ætti hann að hefta sókn Þjóðverja. Brátt voru allir aðalvegir og einkum og sér í lagi öll vegamót teppt af óðum her- mönnum, skelfdum óbreyttum borgur- um, hálftrylltum hestum og biluðum ökutækjum. Og hvenær sem ringulreið- in virtist tekin að réna, mátti reikna með því að þýskar flugvélar bæri að óáreittar með skothríð og sprengjukasti og hleyptu þeirri losaralegu skipan sem á var komin í enn harðari hnút en fyrr. Það gætti líka ringulreiðar hjá Þjóð- verjum. Þýskir fótgönguliðar sáu að lítil flugvél tók að hringsóla uppi yfir þeim og skutu ótæpilega á hana úr rifflum sínum þangað til hún lenti loks mitt á meðal þeirra. Ut úr henni snaraðist öskuvondur yfirmaður í þýska flughern- um sem átti að fylgjast með samhæf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.