Morgunblaðið - 01.09.1979, Page 25

Morgunblaðið - 01.09.1979, Page 25
Hemjum skattana — lækkum útgjöldin 2 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 4 Á frjálsum fjármagnsmark- aði ræðst verðið af fjármagninu, vextir og arður af framboði og eftirspurn. Við slíkar aðstæður tryggja markaðsvextir og arður fullnægjandi framboð láns- og áhættufjár til atvinnuveganna og beina því í þær framkvæmdir og fjárfestingar, sem gefa þjóð- félaginu mestan arð, örasta hagvöxtinn og mesta lífskjara- batann. Ef hið opinbera reynir hins vegar að halda vöxtum og arði. niðri með höftum, dregur úr frjálsum sparnaði. Hið opinbera verður því að sjá fyrir láns- og áhættufé með skattheimtu, og veita því út í atvinnulífið eftir ýmsum skömmtunarleiðum. Við slíkar aðstæður sýnir reynslan, að stór hluti fjárfestinga verður þjóðhagslega óarðbær, sem rýr- ir lífskjör þjóðarinnar í framtíð- inni. Þetta ástand mála er okkur íslendingum að illu kunnugt. Margt má tína til um þann skaða, sem vaxtastefna stjórn- valda hefur unnið efnahagslíf- inu. Hér skulu einungis nefnd fimm atriði: Inneignir landsmanna í bankakerfinu hafa stöðugt dreg- izt saman síðustu árin vegna óraunhæfrar ávöxtunar, sérrétt- inda ríkissjóðs og lögþvingaðs sparnaðar. Ef sparnaður næmi svipuðu hlutfalli þjóðartekna og var á árunum 1960—1964, þ.e. um 50% í stað um 30% nú, fyrirtækinu eða viðtakanda. Eignarskatt þarf að afnema. Þá hindra skattalög ekki lengur, að áhættufé leiti í atvinnurekstur og hér skapist almennur verð- bréfamarkaður. Leyfa þarf frjálsa verðmynd- un á vöru og þjónustu, svo að óskir neytenda ákvarði hag- kvæmni fjárfestinga í samræmi við þjóðhagslega arðsemi, en hagkvæmnin ráðist ekki af ranglátum skattalögum, verð- myndunarhöftum, óraunhæfum vöxtum og verðbólgu eins og nú er. Þessar tillögur Verzlunar- ráðsins miða að því, að endur- reisa gildi sparnaðar í þágu arðbærra framkvæmda. Með heimild til verðtryggingar, frjálsri ákvörðun vaxta, breyt- ingum á skattalögum og frjálsri verðmyndun vöru og þjónustu næst það mark. Þá skapast jafnvægi á lánsfjármarkaði. Hagur sparifjáreigenda verður tryggður og frjáls sparnaður almennings kemur í stað lög- þvingaðs sparnaðar. Innlendur sparnaður getur því fullnægt betur eftirspurn eftir lánsfé, þannig að erlendar lántökur komast í eðlilegt horf og erlend- ar skuldir þjóðarinnar lækka. Með auknum sparnaði eiga bæði einstaklingar og fyrirtæki kost á nægilegu fé til að fjár- magna fjárfestingar og rekstur. Húsnæði og aðrar langtíma fjárfestingar er þá hægt að fjármagna með lánum til langs Fjármagnsmarkaður og fjárfestíng 10 9 1. Ástralía FJÁRFESTING OG HAGVÖXTUR 2. Austurríki 1965 - 1974 2. Belgía 4. Brasilía 5. Kanada : . ; :.! : ! i/ ■ i ! ; ; ■ í í'; : ■ \ ; : 6. Danmork Q 7. Finnland 8. Frakkland i ; 1' i :: | i ; r-r-f-r- I ; f : ' • .i.... ;• ! ■ 8 7 6 5 X 4 i. :• ; : /4 8 9. V.-Þýzkaland Œ 10. Grikkland .-/♦..... ' i : i j .j i ' i ■ : : ! : , /* . j : ! ;• £ 11. ísland a 12. írland • •■f • j . i ; ! : • * : ! :: : j : . í £ 13. italía E ** 14. Japan 15. Luxemborg ;L; . | 4: ... ■? ., .... . L:.:. } . :;: :. j *3 . " ...; i. ;. ■8 i ! * — T \ . ; • • : i: í 1 • ' , ' i i • I ■■ i ~<3 i . *• i ? 4 16. Holland • :• : : /j* x '1 . :v* : : i 17. Nýja-Sjáland 2 il . 'X j : 18. Noregur 7 19. Portunnl ú . : : ; m"; • ! ; í j // r:r - j , . 1 : i : : - ! - *. ; ; t ; í 20. Spánn 21. Svípjóö 22. Sviss r' : ! : .; . • /■ ! : 1 i 1 ! . : ! ■ ■; • i. ■ i ,■ .1 •‘ i : : i : ! : /erzlunarrið íslands —JÍA .. 1 * ; 1 : r ; ;;:L T ■ i : “! ;. 15 20 o/ 23. Tyrkland ^ 25 30 35 24. Bretland fjArfesting sem hlutfall af þjöðarframleiðslu 25. Bandaríkin 26. Færeyjar næmu inneignir landsmanna í bankakerfinu 100.000 milljónum króna hærri fjárhæð en nú er. Það samsvarar tæpum 2 millj- ónum króna á hverja 4 manna fjölskyldu í landinu. Á síðustu árum hafa heildar- framlög til fjárfestingarlána- sjóða, bæði skatttekjur og sér- stök framlög úr ríkissjóði, brunnið upp í verðbólgunni. Til jafnaðar hefur eigið fé sjóðanna rýrnað um 10—20% árlega en mismunur er á fjárhagsstöðu einstakra sjóða, enda eru út- lánakjör þeirra mismunandi. í landinu er um 100 lífeyris- sjóðir, sem hvorki geta fullnægt eftirspurn sjóðsfélaga né at- vinnulífsins eftir lánum. Fram- lög til sjóðanna, allt að 10% af launum starfsmanna, eyðast í verðbólgunni og fyrirsjáanlegt er, að sjóðirnir muni ekki geta staðið við raunhæfar greiðslur lífeyris til félaga sinna, þegar þar að kemur. Fjárfesting landsmanna, sem hefur numið um þriðjungi af tekjum þjóðarinnar, skilar ein- ungis hálfum arði í samanburði við aðrar þjóðir. Ef við næðum t.d. sama árangri og Banda- ríkjamenn, sem fjárfesta hlut- falislega helmingi minna en við en ná sama hagvexti, gætum við dregið úr fjárfestingu um helm- ing en aukið einkaneyzlu um 25%. Vel rekin fyrirtæki í ýmsum greinum atvinnulífsins eiga ekki kost á nægilegu fjármagni til starfsemi sinnar. Arðsemi ræð- ur ekki, hvert fjármagnið leitar. Allur almenningur greiðir kostnaðinn af þessari stefnu með hærra vöruverði og lægri launum. Af þessum ástæðum má ljóst vera, að frjáls fjármagnsmark- aður er knýjandi nauðsyn. Eftir- spurn atvinnuvega og einstakl- inga eftir láns- og áhættufé yrði þá fullnægt. Sparifjáreigendur yrðu ekki lengur arðrændir og fjármagni þjóðarinnar yrði var- ið til þeirra framkvæmda, fjár- festinga og reksturs; sem gefur mestan arð í þjóðfélaginu. Hagnaðinn af slíkri breytingu munu landsmenn allir uppskera í batnandi lífskjörum. Til þess að koma á frjálsum fjármagnsmarkaði hérlendis þarf að innleiða margvíslegar breytingar. Lagalegum hindrunum þarf að ryðja úr vegi, svo að fyrir- tækjum og lánastofnunum verði heimilt að bjóða almenningi raunhæfa vexti. Öllum lífeyrissjóðum þarf að heimila að verðtryggja útlán að fullu (sbr. bréf Seðlabanka ís- lands til Lífeyrissjóðs verzlun- armanna dags. 15. jan. 1979) svo að þeir geti lánað sjóðsfélögum stærstan hluta byggingarkostn- aðar til langs tíma, tekið aukinn þátt í uppbyggingu atvinnulífs- ins, og greitt eðlilegan lífeyri þegar þar að kemur. Þegar lífeyrissjóðir hafa fengið fullt frelsi til að ávaxta ráðstöfunar- fé sitt, verður að gera þá ábyrga fyrir greiðslu lífeyris og stjórn- endur þeirra geta ekki búizt við, að skattar á almenning verði notaðir til að greiða tap á vafasömum útlánum og fjárfest- ingum. Framlögum fyrirtækja og rík- isvalds til fjárfestingarsjóða á að hætta, en sjóðirnir geta starfað áfram með það fé, sem þeir nú ráða yfir, t.d. þar til þeir yrðu sameinaðir viðskiptabönk- unum. Það er eðlilegast og ein- faldast, að bakakerfið sinni þörfum atvinnuvega og einstakl- inga fyrir lánsfé og ávaxti spari- fé landsmanna. í skattalögum þarf að heimila endurmat vörubirgða jafnt og fyrninga til að eyða áhrifum verðbólgunnar. Eignir og skuld- ir þarf að endurmeta til gildandi verðlags og láta útgáfu jöfnun- arhlutabréfa ráðast af breyting- um á hreinni eign. Hið opinbera hefur talið slíkt endurmat eðli- legt í eigin rekstri og skref í þessa átt er stigið með lögum um tekju- og eignarskatt, sem tóku gildi 1. janúar 1979: Hagn- að þarf að skattleggja eins í öllum atvinnurekstri og einung- is einu sinni, annað hvort hjá tíma. Lífeyrissjóðirnir geta ávaxtað fé sitt og greitt fullan lífeyri. Aukinn sparnaður dreg- ur úr þeirri þenslu, sem verið hefur í efnahagslífinu og alið hefur á verðbólgunni. Frjáls fjármagnsmarkaður er því liður í baráttunni við verð- bólguna. Jafnframt er hann leið til bættra lífskjara, því að hann gerir kröfur til arðbærrar notk- unar fjármagns. Arðbær fjár- festing ætti því að aukast, en óarðbær að minnka. Árangurinn verður aukinn hagvöxtur, sem eykur þjóðartekjur og velmeg- un. Frjáls fjármagnsmarkaður leggur hins vegar þær skyldur á herðar stjórnvöldum að gæta jafnvægis í efnahagsmálum til að halda vöxtum lágum og verð- lagi stöðugu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.