Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 46 Mikið sparkað um helgina AÐEINS einn leikur fer fram í 1. deiid íslandsmótsins í knatt- spyrnu um helgina, en fjórir hins vegar í 2. deild. Auk þess fara fram úrslitaleikir bæði í 3. deild og 2. flokki. Fram og KA leika á Laugar- dalsvellinum í dag og hefst leikurinn klukkan 14.00. KA á tölfræðilegan möguleika á að forðast fall og leikmenn liðsins munu eflaust gera allt meðan svo er. Fram siglir milli skers og báru og leikurinn skiptir þá engu, formsatriði að ljúka honum. í dag fara einnig fram allir fyrrnefndu leikirnir í 2. deild. Reynir og Magni leika í Sandgerði klukkan 16.00 og á Norðfirði leika Þróttur og FH á sama tíma. Klukkan 14.00 leika hins vegar í Kópavogi UBK og Austri og Þór mætir IBÍ á Akureyri. Úrslitaleikurinn í 2. flokki karla fer fram á sunnudaginn, en þá eigast við KR og Þróttur og hefst leikurinn klukkan 17.00. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. Ekki nóg með það, heldur er einnig í gangi um helgina úrslita- keppni 3. deildar. Leikið er í tveimur riðlum, einum í Reykjavík og öðrum á Akureyri. í Reykjavík rífast um bitann Völsungar, Einherji og Skallagrímur. I dag fer fram einn leikur í Akureyrarriðlinum, Skallagrimur og Einherji keppa klukkan 17.00 á Menntaskólavellinum. Á morgun leika síðan Ármann og Tindastóll á Laugardalsvelli klukkan 14.00 og á mánudaginn verður leikið bæði nyrðra og syðra. Á Akureyri leika Völsungur og Skallagrímur, en í Reykjavík Afturelding og Ármann. Hefjast leikirnir klukk- an 18.00. I>lovminMní»ií> Englendingar missa UEFA sæti HIÐ NÝJA punktakerfi, sem Knattspyrnusamband Evrópu hefur komið á f sambandi við þátttökuliðafjölda í UEFA keppninni frá hverri þjóð, er f fullum gangi. Það er f þvf fólgið, að hver þjóð fær tvö stig fyrir hvern sigur, eitt stig fyrir jafn- tefli. Komist lið f 8-liða úrslit eða lengra, vinnast aukastig. Heildarstigafjöldi samanlagður ræður þvf sfðan hve mörg liða hvert land fær að senda til kepnr.i. Kerfi þetta tekur gildi á keppnistímabilinu 1980—‘81 og eins og staðan er nú, munu fjögur lið frá Vestur-Þýskalandi, Hol- landi og Belgíu taka þátt, þrjú lið frá Englandi, Spáni, Rússlandi, Júgóslavíu og Austur-Þýskalandi og færri frá öðrum. Ekkert land er með þessu útilokað, íslendingar halda sínu. En Englendingar geta hins vegar verið gramir, því að þeir missa eitt lið, hafa áður haft fjögur lið í UEFA-keppninni og ensk lið hafa oft unnið keppnina. mm • Nýtt heimsmet gerið svo vel. Það væri synd að segja að þeir gefi ekki allt sem þeir eiga, gömlu mennirnir. Myndin er tekin á heimsmeistaramóti öldunga sem fram fór f Hannover á dögunum. Ljósm. Svend Simon IN. Kenndi margra grasa á HNI öldunga í Hannover ÞAÐ VÖKTU fleiri athygli á dögunum á HM öldunga í Hannover, en Valbjörn Þoriáksson. Keppendur voru um 3200 frá um 42 þjóðum, allir 40 ára eða eldri. Einn þeirra og sá elsti, Petar Gois frá Júgóslavfu er 83 ára gamall og hann var gersamlega óhuggandi að fá ekki keppinaut f 100 metra hlaupi. Einn Svfi var skráður, nokkrum mánuðum yngri, en hann boðaði forföll. Petar lét þess getið að það væri ekkert varið f að vinna vegna forfalla keppenda. Þarna keppti einnig langhlaup- arinn Norman Bright. Hann er 67 ára og blindur að auki. Ef Bright. er spurður hvernig gangi að stunda æfingar án þess að sjá hvað maður er að gera, hristir hann höfuðið og gefur lítið út á það. Enn hann viðurkennir að hafa þrívegis verið keyrður niður er hann hljóp óafvitandi fyrir bifreið og hann er hættur að telja þau skipti sem hann hefur hlaupið á tré, póstkassa og fleira. Hinn sextugi John Gilmore frá Ástralíu þykir búa yfir ótrúlegu þreki. Sjálfur segir hann að það verði rakið til síðari heimsstyrj- aldarinnar, þegar hann var fangi Japana í rúm þrjú ár við hroðaleg- an kost. Hann var gangandi beina- hrúga þegar hann var loks frelsað- ur. 73 ára Kanadamaður, Arnold Titicatis, vippar sér öruggleg yfir 1,80 metra í stangarstökki og Masato Sugimoto frá Japan, 75 ára, er slyngari en margur yngri í 100 metra hlaupi, með sitt nafla- síða hvíta alskegg. Af þessu má sjá, að það kenndi margra grasa á HM öldunga, en það er sannast sagna, að leikar- arnir í Hannover vöktu og vekja ekki síst athygli fyrir hve fjöl- breytilegt lið þar mætir til leiks. Sveinbjörn skeyt öll málinni“ - Sveinbjörn á skot- skónum í Færeyjum Sveinbjörn Danfelsson, ungur piltur úr Garðabæ og leikmaður með Stjörnunni, hefur leikið með færeyska 1. deildarliðinu Royn í sumar og gert þar stóra hluti. Er hann sem stendur markhæsti leikmaður í 1. deildinni færeysku og nú fyrir skömmu skoraði hann þrennu í leik Royn og HB. Á íþróttasíðu færeyska blaðsins Sosialurinn, er sagt frá afreki Sveinbjarnar og farið lofsamlegum orðum um frammistöðu hans og markheppni. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sveinbjörn skora fyrsta mark sitt í leiknum, vippar laglega yfir markvörðinn. Síðari mörkin skoraði hann í síðari hálfleik. Fyrst skoraði hann á 55. mínútu, þá „púra fríur" eins og stendur í Sósíalinum og síðan skoraði hann þriðja mark sitt, „skeyt sokallað fullfiggjað hatt-trikk“ eins og fréttamaður færeyska blaðsins orðar það, skömmu fyrir leikslok. Einkunnagjöfin ÍA: ÍBV: Jón Þorbjörnsson 2 Áraasll Svainason 4 Guðjón bóröarson 2 Snorri Rútsson 1 Jóhannss Guöjónsson 3 Vióar Elfaason 3 Siguröur Lárusson 2 Þóröur Hallgr.ss. 3 Siguröur Halldórss. 3 ValÞór SigÞórsson 4 Krístján Olgairsson T Svainn Svainsson 3 Svaínbj. Hákonarson 2 örn Óskarsson 4 Árnl Svainsson 2 Óskar Valtýason 2 Matthfas Hallgr.ss. 2 Ómar Jóhannaaon 1 Jón Gunnlaugsson 3 Tómaa Pélsson 3 Sigbór Ómarss. (vm) 1 Gústaf Baldvinss. 1 Kristinn Björnss. (vm) VÍKINGUR: 1 Guömundur Erllngss. (vm) 3 DÓMARI: Saavar Sigurösson 3 HAUKAR: Diörik Ólafsson 3 Örn Bjarnason 2 Magnús Hansson 1 Vignir Þorléksson 2 Magnús Þorvaldss. 2 Úlfar Brynjarsson 1 Jóhannas Béröars. 2 Danfal Gunnarsaon 2 Róbart Agnarsson 2 Gunnar Andráason 1 Halgi Helgason 3 Guömundur Sigmaraa. 2 Gunnar örn Krlstj.ss. 1 Ólafur Torfaaon 1 Ómar Torfason 2 Lérus Jónsson 1 Lérus Guömundsson 2 Björn Svavarsson 2 Slgurlés Þorlaifss. 2 Kristjén Kristj.ss. 2 Aöalst. Aöalstalnss. 2 Hermann Þórisson 1 Óskar Þorstainss. (vm) 1 Valur Helgason (vm) 1 Jóhann Savarsson (vm) 1 DÓMARI: Óli Ólsan 3 ÍBK: KR: - Þorst. Ólafss. 3 Hraiöar Sigtryggss. 4 Óskar Faarsath 3 örn Guómundsson 2 Guójón Guöjónason 2 Ottó Guömundason 3 Gfsll Eyjólfsson 2 Börkur Ingvarsson 2 Sigurbj. Gústafss. 2 Siguröur Pátursson 1 Siguröur Björgvinss. 3 Siguröur Indriöas. 3 Einar Áabj. Ólafsa. 3 Sosbjörn Guóm.ss. 2 Friórik Ragnarsson 2 Birgir Guöjónsaon 1 Rúnar Gsorgsson 2 Stafén örn Slguröss. 2 Ólafur Júlfusson 3 Elfas Guömundsson 1 Ragnar Margairsaon 3 Jón Oddsaon 2 Stainar Jóhannas. (vm) 2 Jóstainn Elnarss. (vm) 1 Björn Ingólfss. (vm) VALUR: 1 DÓMARI: Hraiöar Jónsson ÞRÓTTUR: 2 Siguröur Haraldas. 1 Ólafur Ólafs 2 Magnús Bargs 3 Otto Hralnsson 2 Dýri Guömundsa. 3 Ásgelr Árnason 1 Grfmur Samundssan 2 Rúnar Sverrlsson 2 Atll Eövaldsson 3 Halldór Araaon 2 Guömundur Þorbj.ss. 3 Daöi Haröarson 3 Ólafur Danivalss. 2 Svarrir Brynjólfss. 3 Sssvar Jónsaon 2 Péll Ólafsson 2 Ingi B. Albertsa. 2 Þorgalr Þorgairsa. 2 Albart Guóm.ss. 4 Agúst Hauksson 2 Hélfdén Örlygss. 1 Svarrir Elnarsson 2 Jón Einarsson (vm) 1 Baldur Hannaason (vm) Arnar Friörlksson (vm) DÓMARI: Kjartan Ólafsson 1 1 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.