Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979
37
Ný björgunarstöð
risin í Hornafirði
Á undaníörnum árum hafa
Björgunarfélag Hornafjarðar og
slysavarnadeildin Framtíöin
unnið að uppbyggingu björgun-
ar- og slysavarnastarfsins í
Hornafirði. Félögin hafa nú lokið
við að reisa 160 mJ björgunar-
stöð, sem hýsir búnað björgunar-
sveitarinnar, jafnframt því sem í
húsinu er aðstaða til félagsstarfa
deildanna, fundarsalur og eld-
hús.
Þá hafa félögin komið sér upp
búnaði til björgunarstarfa bæði á
sjó og landi s.s. slöngubát m/vél
og nýrri björgunar- og sjúkra-
bifreið, sem mun koma í þessari
viku. Félögin eiga ýmsan sjúkra-
búnað og önnur björgunartæki.
Starfssvæði björgunarsveitar-
innar á Höfn er eitt hið stærsta á
landinu, og innan þess er Vatna-
jökull, en á hann aukast nú stöð-
ugt mannaferðir. Til jöklabjörg-
unar er sveitin nú vanbúin og eru
kaup á slíkum búnaði því næsta
stórverkefni félaganna.
Björgunarsveit SVFÍ á Austur-
landi mun halda hina árlegu
samæfingu dagana 31/8 — 2/9 og
fer hún fram í Lóni.
óskar Karlsson erindreki S.V.F.Í. Sveinn Sighvatsson formaður
Björgunarfélags Slysavarnarfélagsins Framtíðarinnar ásamt björg-
unar- og sjúkrabifreiðinni sem Björgunarsveitin og Björgunarfélagið
hafa eignast.
í\ '
jk r aoVtR®'
Q
Ql. STURTUSÝNINGAR KL. 330.430.530.730.81 s.gi5
o
BYGGINGAVÖRUVERSLUN
K0PAV0GS SF.
BYKO
RB.
BYGGINGAVÖRUR HE
„Togvmduævintýri” Hafþórs
Laugardaginn 25. þ.m. birtist í
Þjóðviljanum frétt á baksíðu, sem
að meginuppistöðu var samtal við
Ingimar Einarsson, deildarstjóra í
sjávarútvegsráðuneytinu um
breytingar á togvindukerfi í haf-
rannsóknaskipinu Hafþóri. I frétt-
inni er haft eftir deildarstjóranum
eftirfarandi:
„Þetta er ósköp einfalt mál. Við
létum verktakann hætta viðgerð-
um því við treystum honum ekki
til að fullklára verkið. Það virðist
því miður vera staðreynd, að hér
innanlands fyrirfinnst ekki sú
þekking, sem þarf til að lagfæra
þess háttar togvindukerfi, sem er í
Hafþóri", og ennfremur í annarri
frétt á sömu blaðsíðu:
„Þann 15. marz sl. var verktakan-
um við spilaviðgerðina sagt upp
störfum, þar sem ljóst þótti, að
hann gat ekki gert við það vegna
tæknilegrar vankunnáttu".
Af þessu tilefni leyfum við
okkur að fara þess á leit, að
neðanskráð greinargerð verði birt
í blaði yðar, til leiðréttingar á
ofangreindum ummælum deildar-
stjórans:
Með verksamningi við sjávarút-
vegsráðuneytið, dags. 25. nóv.
1977, tók Vélaverkstæði Sigurðar
Sveinbjörnssonar h.f., Garðabæ,
að sér að annast breytingar á
vindukerfi í b/v Baldri, nú haf-
rannsóknaskipinu Hafþóri, allt í
samræmi við útboð nr. 2309/1977.
í útboðslýsingu um togvindukerfi
skipsins, sem er dags. 10. ágúst
1977, og gerð er af Skipatækni h.f.
segir svo m.a.:
3.01 Togvindur
„Ætlunin er hér að taka tog-
vinduna (togvindu þá, sem fyrir
var í skipinu) í sundur og gera
hana að splittvindum, sem stað-
settar verða aftar á togþilfarinu
og hver um sig drifin af sínum
vökvamótor. Við b.b. splittvinduna
þarf ekki að gera annað en að
smíða festingar fyrir vökvamótor-
inn og tengja hann ásnum. Ásinn
á núverandi togvindu er settur
saman milli sb. tromlu og
gilstromlunnar, sem er sb. megin
við gírkassann. Einnig er sam-
setning inn í b.b. tromlunni.
Greinargerð
frá Vélaverk-
stæði Sig.
Sveinbjörns-
sonar hf.
Smíða skal nýja hlið í sb. splitt-
vindu, þar sem gírkassinn er á
núverandi togvindu. Gera skal ráð
fyrir, að splittvindurnar verpi
með svipaðan togkraft og hraða
eins og hver tromla á togvindunni
er með nú, en það er:
Togkraftur á miðja tromlu 2x6.5
tonn
Vírahraði á miðja tromlu 115
m/mín“.
í verklok, þann 10. ágúst 1978,
fóru fram átaksmælingar á vindu-
búnaði skipsins, sem framkvæmd-
ar voru undir eftirliti Fiskifélags
íslands, tæknideild, að viðstödd-
um fulltrúum verkkaupa og verk-
sala.
Niðurstöður átaksmælinga
þessara reyndust þær, að tog-
kraftur stjórnborðstogvindu var
6.4 tonn og togkraftur bakborðs-
togvindu 7.3 tonn, en í útboðslýs-
ingu var miðað við að hvor vinda
skilaði 6.5 tonna togkrafti.
í reynsluför, sem farin var 29.
ágúst 1978, reyndust allar vindur,
sem vélaverkstæði Sigurðar
Sveinbjörnssonar h.f. sá um að
ganga frá, 7 að tölu, standast
prófraun þá, sem útboðslýsing
gerði ráð fyrir, að því undan-
skildu, að við prófraun á umrædd-
um togvindum eyðilagðist aðal-
dæla togvindu stjórnborðsmegin,
og var talið m.a. að hitamyndun í
togvindukerfinu væri höfuðorsök
skemmdanna.
Var reynt að ráða bót á hita-
myndun í kerfinu og að gera
fyrirbyggjandi ráðstafanir til þess
að koma í veg fyrir að hitamynd-
unin eyðilegði einstaka hluta tog-
vindukerfisins. Þrátt fyrir veru-
legar endurbætur, sem gerðar
voru á kerfinu, kom í ljós við
ítrekaðar prófanir, að hitamyndun
var enn til staðar í kerfinu.
Vegna þessa, fóru fram á vegum
verktakans mælingar á afköstum
togvindukerfisins í maímánuði
1979 til þess að leita orsakanna
fyrir hitamyndun í kerfinu. Var
fenginn til verksins sænskur sér-
fræðingur, sem skilaði ítarlegri
skýrslu um niðurstöður sínar
þann 28. maí 1979.
Niðurstöður þessara prófana
leiddu í ljós, að verktakinn hafði
fyllilega staðið við verk sitt skv.
útboðslýsingu og að togvindurnar
skiluðu þeim afköstum og þeim
togkrafti, sem óskað hafði verið
eftir samkvæmt útboðslýsingu.
Þannig mældist snúningsvægi
vindanna 3.400 kpm., sem sam-
svaraði 6.8 tonna togkrafti miðað
við 6.5 tonna togkraft skv. útboðs-
lýsingu.
Hins vegar sýndu niðurstöður
mælinganna, að þessar togvindur
væru of litlar fyrir skipið og var
talið að togkraftur togvindanna
þyrfti að vera 9—10 tonn til þess
að fullnægja þörfum skipsins.
Um afleiðingu þess, að vindurn-
ar voru of litlar fyrir skipið, segir
hinn sænski sérfræðingur í
skýrslu sinni (lausl. þýðing):
„Þegar varpan er hífð inn með
hámarkshraða togvindanna og
skipið siglir samtímis hraðar en
2 hnúta, fer þrýstingur í vökva-
kerfinu í 230 bar. (miðað við 210
bar. skv. útboðslýsingu). Sigli
skipið þannig hraðar en 2 hnúta
streymir olían í kerfinu um
framhjáhlaupsloka, sem hefir
það í för með sér, að orkan, sem
knýja skal mótora spilanna
breytist í hita í kerfinu.
Til þess að koma í veg fyrir
þetta verður að auka togkraft
togvindanna."
Þegar þessar niðurstöður lágu
fyrir var ljóst, að Vélaverkstæði
Sigurðar Sveinbjörnssonar h.f.
hafði fyllilega staðið við skuld-
bindingar sínar gagnvart verk-
kaupa, skv. verklýsingu um verkið.
Það, að vindurnar skv. útboðs-
lýsingu voru of litlar fyrir skipið,
var ekki á ábyrgð verktakans
(Vélaverkstæði Sigurðar Svein-
björnssonar h.f.) heldur á ábyrgð
verkkaupans (sjávarútvegsráðu-
neytisins) og þeirra, sem verk-
kaupi hafði falið hönnun togvind-
anna.
Þá leyfum við okkur að mót-
mæla því sem hreinni fjarstæðu,
að okkur hafi verið sagt upp
störfum við verkið þann 15. marz
s.l., vegna tæknilegrar vankunn-
áttu, eins og segir í fréttinni.
Minnum við deildarstjórann á,
að þegar ofangreindar niðurstöður
lágu fyrir krafðist Vélaverkstæði
Sig. Sveinbjörnssonar h.f. þess
með bréfi dags. 5. júní sl., að
verkkaupinn, sjávarútvegsráðu-
neytið, tæki við verkinu sem full-
búnu, og var gert samkomulag við
verkkaupann, dags. 23. júlí sl.,
undirritað af deildarstjóranum,
Ingimar Einarssyni, f.h. sjávarút-
vegsráðuneytisins, þar sem sjáv-
arútvegsráðuneytið tók við verk-
inu sem fullbúnu af verktakanum
og kemur þar fram, að öll verk
verktakans teljist fulllokin eftir
því sem fram kemur í úttekt
eftirlitsmanna sjávarútvegsráðu-
neytisins með verkinu, Skipatækni
h.f.
Um togvindubúnaðinn segir
orðrétt í téðu samkomulagi:
„3. Verkkaupi tekur við tog-
vindum, lögnum að þeim, stjórn-
búnaði þeirra og drifi þeirra
(dælubúnaði) sem fullbúið væri“.
Hörmum við að deildarstjórinn
skuli viðhafa þau ummæli, sem
eftir honum eru höfð í umræddri
frétt Þjóðviljans gegn betri vit-
und, en ummælin eru til þess
fallin að skaða fyrirtæki okkar, og
flokkast undir hreinan atvinnu-
róg.
Minnum við deildarstjórann á,
að margítrekað varaði Sigurður
Sveinbjörnsson verkkaupann með-
an á verkframkvæmd stóð við því,
að togvindurnar myndu ekki duga
Hafþóri við þau verkefni, sem
honum væru ætluð og lagði til að
breytingar yrðu gerðar á togvind-
unum frá því, sem greinir í út-
boðslýsingu en því var jafnoft
hafnað af verkkaupa.
Við leyfum okkur að benda
deildarstjóranum á, að allar aðrar
vindur í skipinu, 7 að tölu, sem
gerðar voru skv. fyrirsögn Véla-
verkstæðis Sig. Sveinbjörnssonar
h.f. hafa að öllu leyti reynst
uppfylla þær kröfur, sem til þeirra
voru gerðar.
Hins vegar verður sjávarútvegs-
ráðuneytið að bera ábyrgð á því að
hafa ekki í upphafi við gerð
útboðslýsingar beðið um togvind-
ur, sem eru við hæfi þeirra verk-
efna, sem r/s Hafþóri er ætlað að
vinna.
Komist sjávarútvegsráðuneytið
að niðurstöðu um hversu stórar
togvindur skipið þarf, getum við
fullvissað deildarstjórann um, að
tæknileg þekking er til í landinu
m.a. hjá fyrirtæki okkar, til þess
að framkvæma óskir ráðuneytis-
ins.
Reykjavík, 28. ágúst 1979.
Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörns-
sonar h.f.
Sig. Sveinbjörnsson.