Morgunblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 10
\ 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 Fyrstu sporin til vinstri stjórnar Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu A-flokkarn- ir tekið sér sama skjaldarmerkið, þar sem greypt var vígorðið: Samningana í gildi. Þeim varð vel ágengt, enda trúðu margir því, að þeim væri alvara. Einkum átti Alþýðuflokkurinn auknu fylgi að fagna, sem var þakkað því, að hann hafði fengið andlitslyftingu. Benedikt Gröndal hafði tekið við af Gylfa Þ. Gíslasyni og víða voru nýir og ungir menn í framboði, flestir kunnir af fjölmiðlum. Af þessu hrifust ýmsir. Þ.á.m. gamlar kempur eins og Bragi Sigurjónsson, sem þóttist kominn í endurnýjun sinna pólitísku lífdaga, enda kvað hann við raust gamalt rímnastef, um leið og hann hampaði Vilmundi: Berserkur á bádar síður báknið skekjavann, f stórdyngjum landsins lýður lá í kringum hann. Leggjum áherzlu á verðlækk- unarleiðina Þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapaði verulega fylgi í kosning- unum, hafði hann enn 20 þing- menn og var í þeirri sérstöku aðstöðu að geta myndað meiri- hlutastjórn með hverjum hinna flokkanna sem var. Að öðrum • kosti yrðu vinstri flokkarnir þrír að sameinast. Ólafur Jóhannes- son sat eftir með 12 þingmenn af 18 og var að vonum beiskur yfir þessum úrslitum. Hans fyrstu viðbrögð urðu þau að bjóða A-flokknum hlutleysi, því að — „persónulega vil ég gera allt til þess að sýna, hvað í þeim býr“, sagði hann. Eða eins og Einar Ágústsson orðaði það: „Þessir menn búa yfir töfraráðum og það væri ekkert óeðlilegt, að þeir fengju að beita þeim.“ Þessu tilboði Framsóknar- manna var tómlega tekið, enda var Fljótamaðurinn grunaður um græsku. Það varð þó til þess, að A-flokkarnir tóku upp könn- unarviðræður, og var því sér- staklega lýst yfir af Alþýðu- flokknum, að „eina leiðin til að koma fram stefnumáli flokksins um kjarasáttmála væri ríkis- stjórn þriggja flokka, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks og að það yrði að vera verk Alþýðuflokksins að leiða Alþýðubandalagið og Sjálf- stæðisflokkinn saman til þeirrar ríkisstjórnar“. Litið var svo á, að liðveizla Framsóknarflokksins yrði aðeins 12 menn á þingi, en enginn utan þings. Eftir tveggja vikna þóf sögðu þeir Benedikt og Lúðvík báðir, að viðræðurnar hefðu verið „mjög gagnlegar", þótt þær „leiddu ekki til neinna niður- staðna í sjálfu sér enda var það aldrei ætlunin," eins og Benedikt orðaði það. „Við fórum ekki ofan í botninn í neinu ákveðnu máli,“ sagði Lúðvík. Benedikt lét þó hafa það eftir sér, að gengisfelling væri búin að „vera hin hefðbundna leið hér á landi, en reynslan jafnan orðið sú að hún væri engin frambúðar- lausn. Því viljum við nú kanna aðrar leiðir og erum að skoða ýmsa möguleika á lausn vanda næstu vikna og mánaða og hvernig megi jafnframt komast áfallalaust frá því og yfir í nýjan efnahagsmálaramma.“ Og Lúðvík lét ekki sér eftir liggja: „Það er ljóst að við leggjum áherzlu á að fara verðlækkunar- leið, sem þýðir ákveðna milli- færslu í sambandi við fjáröflun og við erum mjög andvígir gengislækkun eða öðrum verð- lækkkunarleiðum." Þetta virtist vera sá útgangs- punktur, sem könnunarviðræð- urnar leiddu til. Er fróðlegt að hafa það í huga, þegar fram- vindan verður rakin. „Mannleg náttúra söm við sig“ Hinn 12. júlí gerði forseti íslands upp hug sinn og fól Benedikt Gröndal myndun ríkis- stjórnar og að fyrirmælum flokks síns batt hann sig við „nýsköpunarstjórn", þótt Alþýðubandalagið hefði í þeim svifum setið á löngum fundum með Framsókn. Það fór líka svo, að þegar næsta dag skrifaði Alþýðubandalagið Benedikt bréf, þar sem það taldi það „hlutverk sitt að beita sér fyrir framgangi vinstri stefnu" enda liggi nú fyrir „að Framsóknar- flokkurinn vill taka þátt í við- ræðum um vinstri stjórn". Um þetta hafði Jón Skaftason þau orð, að „gömlu stjórnmálarefirn- ir, — sérstaklega í Alþýðu- bandalaginu, — létu kvissast til ákveðinna forystumanna í Framsóknarflokknum að grund- völlur væri fyrir vinstri stjórn með tilheyrandi tækifærum. Og mannleg náttúra er söm við sig. Áhrifamenn í þingflokknum féllu fyrir freistingunni og aðrir þorðu ekki að andæfa af ótta við að verða taldir andstæðingar vinstri stjórnar“. Jón lagði áherzlu á, að Framsóknaríiokk- urinn ætti að veita A-flokkunum tímabundinn stuðning, — „það sé deginum ljósara að sú sið- Bjartsýni hjá Benedikt að vera hóflega bjartsýnn, en ég er engan veginn svartsýnn. Gamlar kempur eins og Bragi Sigurjónsson þóttust komnar í endurnýjun sinna pólitfsku iff- daga. Synjun Alþýðubandalagsins kom eins og köld gusa yfir okkur krata. Við erum mjög andvígir gengis- lækkun eða öðrum verðhækk- unarleiðum. ferðilega skylda hvíli á Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalaginu að mynda næstu ríkisstjórn", sagði hann. Lúðvík vildi fá að reyna Um leið og Alþýðubandalagið hafnaði öllum hugmyndum um „nýsköpunarstjórn" réðst Þjóð- viljinn harkalega á þá ákvörðun forseta íslands að fela Benedikt stjórnarmyndun en ekki Lúðvík. — „Hitt hljóta allir að viður- kenna að vinstri stjórnarvið- ræður undir forystu Benedikts Gröndals eru nánast hlægilegar og líklega mest til að sýnast. Viðræður um myndun vinstri stjórnar verða að eiga sér stað af fullum heillindum“, sagði þar pg Lúðvík lét hafa eftir sér: „Ég mun ekki skorast undan því að stýra viðræðum um vinstri stjórn, ef eftir því verður óskað...“ Benedikt sagði, að synjun Alþýðubandalagsmanna við „ný- sköpunarstjórn" hefði komið eins og „köld gusa“ yfir þá krata: „Það var mikill einhugur í okkar röðum um fyrsta möguleikann og nú þegar hann er úr sögunni, þá eru viðhorfin til vinstri stjórnar efst á blaði, en aðrir meirihlutamöguleikar okkar, sem eru samstjórn með Sjálf- stæðisflokknum og samstjórn með Sjálfstæðisflokki og Fram- sóknarflokki eru ekki ræddir í neinni alvöru". Hinn 17. júlí bauð Benedikt síðan Alþýðubandalagi og Fram- sóknarflokki til vinstri stjórnar viðræðna. Athygli vakti, að ólaf- ur Jóhannesson var ekki í við- ræðunefndinni, heldur þeir Steingrímur Hermannsson, Tómas Árnason og Jón Helgason af hálfu Framsóknar. — „Ég var búinn að tala við Ólaf og stóð í þeirri trú að hann mundi verða með“, sagði Stein- grímur jafnundrandi og allir aðrir. Og ennfremur: „Við höfum lýst því yfir, að það muni ekki standa á okkur að taka samning- ana í gildi. Við höfum hins vegar bent á, að það stóreykur vand- ann sem við er að glima...“ Um svipað leyti birti Tíminn þær upplýsingar að slík ákvörðun myndi kosta 5—6% gengisfell- ingu eða hratt gengissig. Sóknarkona fengi í kauphækkun 4.552 krónur, en þingmaður 66.671 krónu. Rammi með gati Á næstu dögum gekk hvorki né rak. Benedikt sagðist á einu stigi stjórnarmyndunarviðræð- anna vera „bjartsýnn“ og trúa því, að flokkarnir hefðu „allir gengið af heilum hug til þess- arar tilraunar". Og daginn eftir sagði Steingrímur það bjartsýni hjá Benedikt að vera „hóflega bjartsýnn", þótt sjálfur væri hann engan veginn svartsýnn. Og Alþýðubandalagsmenn höfðu orð á því, að frumdrög Benedikts að stjórnarsáttmála væru „rammi með gati, þar sem vantar í dæmið um efnahags- vandann, sem nú er við að glíma". Hinn 26. júlí lagði Alþýðu- bandalagið svo fram efnahags- tillögur sínar. — „Við trúðum lengi vel ekki okkar eigin augum, þegar við sáum þennan pólitíska hráskinnaleik Alþýðubandalags- ins“, sagði einn af þingmönnum Alþýðuflokksins. „Þessar tillög- ur eru hókus pókus, sem menn geta teygt sig á til áramóta, en það er borðleggjandi að áfram- haldið verður að íslenzkt þjóð- félag verður gjaldþrota um þetta leyti næsta árs, enda ná tillögur Alþýðubandalagsins ekki lengra." Steingrímur lét í ljós furðu sína á, að Alþýðubanda- lagið hafnaði nú algerlega gengisfellingu. — „Við erum búnir að liggja í þessum tillögum og það er langt frá því að við fáum dæmi Alþýðubandalagsins til að ganga upp“, sagði hann. „Bæði teljum við að kostnaður sé vanmetinn, tekjur ofáætlaðar og ýmsum mjög mikilvægum liðum sleppt." Hinn 29. júlí var stjórnar- myndunarviðræðunum svo formlega slitið og einn kenndi öðrum um, eins og oft vill verkast. Allir vildu þeir vinstri stjórn Það er eftirtektarvert, að þeir þremenningarnir Benedikt, Lúðvík og Steingrímur virtust allir afskaplega eyðilagðir yfir því, að vinstri stjórn varð ekki komið á laggirnar. — „Alþýðu- bandalagið sleit viðræðunum um efnahagsmálin í morgun og þar með var það Alþýðubandalagið sem eyðilagði þessa tilraun til myndunar vinstri stjórnar, sem var þó þeirra óska stjórn", sagði Benedikt. „... Þetta var ekki spurning um gengislækkunar- leið, því að gengislækkun er þegar orðin...“ Lúðvík sagði, að þeir Alþýðu- bandalagsmenn hefðu ekki með öllu útilokað gengislækkunar- leiðina. Þeir gerðu það einungis í þessu tilfelli en ekki um alla eilífð. Það þyrftu að vera tiltekin skilyrði fyrir því að gengisfell- ingarleiðin kæmi að gagni, — t.d. þegar orðið hefði mikið verðfall á erlendum mörkuðum eða þegar orðið hefði aflabrestur en hvorugu væri til að dreifa núna. Steingrímur taldi, að ósveigjanleiki Alþýðubanda- lagsins í efnahagsmálum hefði valdið því að upp úr slitnaði. En Ólafur Jóhannesson vildi ekkert um málið segja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.