Morgunblaðið - 27.09.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 27.09.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 13 Leiklistarnámskeið í Gallerí Suðurgötu 7 GALLERÍ Suðurgata 7 stendur fyrir leiklistar- námskeiði dagana 18., 29., og 30. september. Kennar- ar verða Arni Pétur Guð- jónsson og Margrét Árna- dóttir frá norræna leik- hópnum „Kröku“, sem hefur aðsetur sitt í Kaup- mannahöfn. Kraka hefur starfað á margvíslegan hátt, verið með sýningar í Dan- mörku, Svíþjóð og á Italíu. Einnig hefur Kraka staðið fyrir leik- listarnámskeiðum og kennt í Danmörku, Sviss, Frakklandi og á Islandi, meðal annars síðastliðið sumar í samvinnu við Gallerí Suðurgötu 7. Hluti aí þjálfun „Kröku" loikhópsins fer fram úti í náttúrunni og sú vinna verður m.a. kynnt á námskeiðinu í Gallerí Suðurgötu 7. A myndinni eru Árni Pétur Guðjónsson og Margrét Árnadóttir við útiþjálfun. Félagsráðgj af ar: Starfsfólki spítalanna mun fækka um 280 manns næstu mánuði Stéttarfélag islenskra félagsráð- gjafa hefur á félagsfundi 19. sept. 79 rætt niðurskurð þann, sem nú á sér stað á rikisspitölunum og sam- þykkt eftirfarandi samhljóða.: Stjórnarnefnd ríkisspítalanna sendi í lok júlí frá sér bréf, þar sem tilkynnt var um stöðvun nýráðninga á ríkisspítölunum, þar til komist verður í heimilaðan stöðufjölda á einstökum deildum að viðbættum 7%. Yfirlýsing þessi þýðir í raun fækk- un starfsmanna um u.þ.b. 280 á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir því, að sjúkrahúsin hafa ráðið til sín fleira fólk en heimild hefur verið fyrir er sú, að ekki hefur verið unnt að sinna nauðsynlegum störfum deildanna með þeim fjölda starfs- fólks sem heimilaður hefur verið. Fækkun starfsfólks á deildum mun í fyrsta lagi bitna á þeim sem þurfa að notfæra sér þjónustu sjúkrahúsanna, þ.e.a.s. sjúklingum, sem nú þurfa að bíða enn lengur eftir sjúkrahúsplássi og fá þar rrrinni þjónustu. Auk þess er ljóst að þessi niðurskurður mun bitna mjög á starfsfólki sjúkrahúsanna sem mun með þessu verða fyrir auknu vinnu- álagi. Stéttarfélag íslenskra félagsráð- gjafa telur rétt og nauðsynlegt að líta gagnrýnum augum á rekstur ríkisfyrirtækja. En þessi niður- skurður mun aðeins leiða til verri þjónustu við sjúklinga og er auk þess árás á kjör og stöðu þeirra lægstu Iaunuðu á sjúkrahúsum. Þjónustu á sjúkrahúsum þarf að bæta mjög frekar en hitt og félagið vill því mótmæla þessum aðgerðum harðlega. (Fréttatilkynning) BALLETTSKÓLI EDDU SCHEVING Skúlagötu 34 og félagsheimili Seltjarnarness Kennsla hefst 2. októberS 5ustu innritunardagar í síma 76350 kl. 2—5 e.h. DANSKENNARASAMBAND ISIANDS HAUST MARKAÐUR Höfum til sölu eftirtaldar úrvals bifreiöar: DODGE ASPEN station 1978 DODGE ASPEN custom 1977 DODGE ASPEN SE 4 dyra 1979 VOLARÉ Premier station 1979 VOLARÉ Premier station 1977 VOLARÉ Premier 4 dyra 1978 VOLARÉ Premier 2 dyra 1978 SIMCA 1508/1307 1977/1978 SIMCA 1100 1977/1979 SIMCA HORIZON 1979 VOLVO 244GL sjálfsk. 1979 VOVLO 244 DL 1976 MAZDA 323 sjálfsk. 1978 TOYOTA CRESSIDA 1978 MERCEDES BENZ 220D 1976 CHRYSLER LeBARON 1978 RANGE ROVER 1976 MERCURY MONARCH GHIA 1975 AUDI 100 LS 1977 CHRYSLER pnnn SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454 ð Ifökull hf. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.