Morgunblaðið - 27.09.1979, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979
bands sveitarfélaga
ÁRSFUNDUR Hafnasambands
sveitarfélaga 1979 verður hald-
inn að Hótel Sögu i Reykjavik i
dag og á morgun. Auk venju-
legra ársfundarstarfa verður á
undinum fjallað um fjárhags-
stöðu og gjaldskrármál hafna og
flutt yfirlit um starfsemi sam-
bandsins frá stofnun þess. Þá
verða á fundinum umræður um
skipulagsmái hafna óg aðstöðu
atvinnufyrirtækja á hafnarsvæð-
Tapaði
183 þiís.
í GÆRDAG varð kona fyrir
þvi óhappi að veski hennar
rann út úr bíl hennar, þar
sem hún var að sækja barn
að Langholtsskóla kl. 14.35.
Konan var á dökkbláum
Volkswagen. í veskinu voru
meðal annars 183 þúsund
krónur i peningum. Síðar um
daginn var veskinu skilað í
Holtsapótek en þá voru pen-
ingarnir horfnir úr því. Lög-
reglan í Reykjavík biður þá
sem kynnu að geta gefið
upplýsingar um málið að
hafa samband við lögregluna
og sérstaklega biður lögregl-
an foreldra og forráðamenn
barna og unglinga að veita
því eftirtekt, hvort þau hafa
óeðlileg fjárráð þessa dag-
ana.
um. Ennfremur verður á fundin-
um fjallað um 4ra ára áætlun um
hafnargerðir.
Formaður hafnasambandsins,
Gunnar B. Guðmundsson, hafnar-
stjóri í Reykjavík, mun setja
fundinn. Við fundarsetningu mun
samgönguráðherra, Ragnar Arn-
alds, flytja ávarp, svo og Jón G.
Tómasson, formaður Sambands
ísl. sveitarfélaga.
Þetta verður 10 ársfundur
Hafnasambands sveitarfélaga,
sem stofnað var 12. nóvember 1969
fyrir forgöngu Sambands ís-
Ienzkra sveitarfélaga, en hafna-
sambandið starfar í tengslum við
það.
Aðildarhafnir Hafnasambands
sveitarfélaga eru nú 55, og eiga 67
fulltrúar þeirra rétt til setu á
ársfundinum. Auk kjörinna full-
trúa munu allmargir boðsgestir
sitja fundinn, meðal annarra full-
trúar frá hafnasamböndum á
Norðurlöndunum.
Núverandi stjórn Hafnasam-
bands sveitarfélaga skipa: Alex-
ander Stefánsson, Ólafsvík, Guð-
mundur Ingólfsson, ísafirði, Sig-
urður Hjaltason, Höfn í Hornaf-
irði, Stefán Reykjalín, Akureyri
og Gunnar B. Guðmundsson,
Reykjavík, sem verið hefur form-
aður Hafnasambandsins frá
stofnun þess.
INNLENT
Ársfundur Hafnasam-
Frá aðalfundi Rauða kross íslands, Eggert Ásgeirsson framkvæmdastjóri i ræðustól.
Rauói kross íslands:
V eitti fé til kaupa
á 13 sjúkrabflum
NÝLEGA VAR haldinn aðalfund-
ur Rauða kross íslands og auk
venjulegra aðalfundarstarfa
voru ýmis mál á dagskrá fundar-
ins. M.a. voru lagðar fram tillög-
ur neyðarnefndar R.K.Í. um sam-
ræmingu sjúkraflutninga um
land aiit og voru þær einróma
samþykktar.
Þá var raett um alþjóðlegt
hjálparstarf Rauða krossins og
þátttöku R.K.Í., en fjórir íslend-
ingar hafa sótt Norðurlandafund
Rauða kross félaga um alþjóðlegt
hjálparstarf auk þess sem hér var
sl. vor haldið námskeið þar sem 30
íslendingar voru þjálfaðir til al-
þjóðlegra hjálparstarfa. Jóhannes
Reykdal var einn þeirrá er sótti
fyrrnefndan fund og í erindi er
hann flutti benti hann á að
mikilvægt væri fyrir R.K.Í. að
taka þátt í aljóðlegu starfi, auk
þess sem hann ræddi einnig um
ungliðastarf Rauða'krossins í öðr-
um löndum. Leifur Dungal flutti
erindi um starf sitt í Simbabwe og
sr. Sigurður H. Guðmundsson
flutti erindi um flóttamenn frá
Malasíu.
Gengið var frá fjárhags- og
framkvæmdaáætlun fyrir næsta
ár og veitt úr svokölluðum sér-
verkefnasjóði R.K.Í. til starfsemi
deilda. Veittar voru 52,5 m.kr. á
þessu ári og rennur meginhlutinn
til kaupa á sjúkrabílum til 13
staða á landinu. Þá var veitt fé til
barnaheimilis, öldrunarverkefna,
skyndihjálparfræðslu og til ann-
arra verkefna sem deildir hafa
með höndum víðs vegar um landið.
Á þessu ári er ráðgert að 61
milljón renni til sérverkefnasjóðs-
ins, en það er fjórðungur af
afrakstri söfnunarkassa um land
allt.
Núverandi stiórn R.K.Í. er
þannig skipuð: Ólafur Mixa for-
maður, Benedikt Blöndal varafor-
maður, Sigurður H. Guðmundsson
ritari, Björn Friðfinnsson gjald-
keri, Björn Tryggvason, Jón Guð-
mundsson frá Seyðisfirði, Ragn-
heiður Þórðardóttir, Akranesi,
Guðrpn Holt og Arinbjörn Kol-
beinsson.
Meðal hinna erlendu fyrirlesara
á ráðstefnunni eru: Ole Bentzen
yfirlæknir frá Danmörku, sem
verið hefur framámaður í endur-
hæfingu heyrnarskertra og stuðl-
að að uppbyggingu heyrnarstöðva
á vegum WHO víða um heim; Sven
Forssman prófessor frá Svíþjóð og
hefur hann m.a. verið forstöðu-
maður atvinnusjúkdómadeildar
heilbrigðisstofnunar sænska ríkis-
ins og læknisfræðilegur ráðgjafi
sænska vinnuveitendasambands-
ins; Kaye H. Kilburn frá Banda-
ríkjunum sem mikið hefur fengist
við rannsóknir atvinnusjúkdóma
lungna; Michael Brennan frá
írlandi, sem starfað hefur í Kan-
ada lengst af. Starfaði hann sem
aðstoðarprófessor í heimilislækn-
ingum í London, Ontario og þykir
kennsla í heimilislækningum skól-
ans þar ein hin fremsta í heimi;
Jack Pepys, sem tók læknapróf í
Suður-Afríku og stundaði þar
heimilislækningar í 10 ár, en
fluttist síðan til London og lagði
stund á ónæmisfræði. Hefur hann
aðallega rannsakað ónæmisfræði
lungnasjúkdóma í mönnum og
varð hann ásamt samstarfs-
mönnum fyrstur til að sýna fram
á samband milli heymæði og
sveppa í mygluðu heyi.
Aðspurðir kváðu þeir Árni
Björnsson og Tryggvi Ásmunds-
Vitni vantar að árekstri á Laugavegi
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 21.
september s.l. klukkan 23.50 varð
árekstur milli tveggja bifreiða á
mótum Suðurlandsbrautar,
Laugavegar og Kringlumýrar-
brautar. Datsun-bifreið ók vestur
Suðurlandsbraut og Honda-bifreið
ók austur Laugaveg og beygði
norður Kringlumýrarbrau
Skullu bílarnir saman. Ágreininj
ur er um stöðu umferðarljósann
en bifreiðarstjórarnir halda þ’
báðir fram, að þeir hafi ekið
móti grænu ljósi og þarf lögregla
nauðsynlega að ná tali af vitnui
að árekstrinum.
Frá námskeiðinu um atvinnuheilbrigðismál. Lýkur því i dag, en á morgun verður ráðstefna með þátttöku
lækna og fulltrúa vinnumarkaðarins. Ljósm.: Emiiia.
Læknafélag íslands og Læknaf élag Reyk javíkur:
N ámskeið og ráðstefna
um atvinnuheflbrigðismál
UM þessar mundir stend-
ur yfir í Domus Medica í
Reykjavík læknaþing, með
námskeiði um atvinnu-
sjúkdóma og ráðstefnu um
atvinnuheilbrigðismál , á
vegum Læknafélags ís-
lands og Læknafélags
Reykjavíkur. Árni Björns-
son formaður námskeiðs-
og fræðslunefndar lækna-
félaganna sagði að þarna
kæmu saman læknar úr
hinum ýmsu sérgreinum
og héldu erindi um verk-
efni sín og rannsóknir.
Á námskeiði um atvinnusjúk-
dóma hafa innlendir og erlendir
fyrirlesarar rætt ýmis efni svo
sem slitsjúkdóma og vöðvagigt,
vinnuleiða, vinnuslys, skráningu
atvinnusjúkdóma, heyrnask-
emmdir og um heilbrigðisvandam-
ál í Kísilgúrverksmiðjunni, Álver-
inu og Kísiljárnverksmiðjunni. Þá
verður á morgun, föstudag, ráð-
stefna um atvinnuheilbrigðismál
og er hún öllum opin. Þar verður
m.a. fjallað um íslenzka löggjöf
um atvinnuhéilbrigðismál, þátt
heilsugæzlustöðva og vinnustaða í
þeim og almannatryggingar og
fulltrúar ASÍ, VSÍ og Stéttarsam-
bands bænda greina frá sjónar-
miðum sínum. Árni Björnsson og
Tryggvi Ásmundsson, sem báðir
sitja í námskeiðs- og fræðslunefnd
læknafélaganna greindu m.a. frá
því á fundi með fréttamönnum að
á aðalfundi Læknafélags íslands í
fyrra hefði verið samþykkt álykt-
un þar sem vakin var athygli á
aukinni þörf heilsugæzlu á vinnu-
stöðum og eftirliti og rannsóknum
á atvinnusjúkdómum. Var stjórn
L.í. falið að boða til ráðstefnu um
þau mál og fræðslunefndinni að
hrinda ályktuninni í framkvæmd.
son að e.t.v. mætti segja að ísland
væri á þróunarstigi hvað varðaði
stöðu atvinnuheilbrigðismála, eft-
irliti með atvinnusjúkdómum og
skráningu þeirra væri ábótavant,
svo og eftirliti með hvort í notkun
væri hættuleg efni í hvers kyns
iðnaði o.s.frv. Mætti rekja til
fjárskorts og skorts á starfsfólki
hversu lítt hefði miðað hérlendis í
skipulagningu þessara mála og
væri ráðstefnunni ætlað að vekja
athygli á þeim ef verða mætti til
þess að almenningsálitið ýtti við
stjórnmálamönnum og yfirvöldum
til að sinna þessum málaflokki
meira. Sýnt væri, að væri það
reynsla nágrannalanda, sem væru
komin mun lengra áleiðis á sviði
atvinnuheilbrigðismála, að fjár-
magn er veitt væri til þessa
málaflokks skilaði sér margfalt
aftur.
Dœmdur
fyrir illa
meðferð
á hundum
í VIKUNNI féll í sakadómi
Reykjavíkur dómur í máli 27
ára gamals manns, sem gerst
hafði sekur um illa meðferð á
hundum. Var maðurinn
dæmdur í þriggja mánaða
fangelsi, þar af i tvo mánuði
skilorðsbundið fyrir brot á
dýraverndunarlögum.
Umræddur maður, sem býr
skammt fyrir ofan Reykjavík,
átti fjóra hunda. í febrúar
1978 fór maðurinn á sjóinn og
skildi hundana eftir umhirðu-
og matarlausa í læstum skúr.
Tæpum hálfum mánuði seinna
áttu skátastelpur leið þarna
um. Heyrðu þær ýlfur í hund-
unum og var Dýraverndunar-
félaginu gert viðvart. Var
skúrinn brotinn upp og blasti
þá við ljót sjón, hundarnir
nær dauða en lífi af sulti.
Voru þeir svo illa haldnir að
lóga varð þeim öllum.
Við yfirheyrslur vildi
maðurinn ekki gefa neinar
skýringar á þessu framferði
sínu.