Morgunblaðið - 01.11.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.11.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1979 vaxtahækkunum kæmi. Þetta tókst og í síðustu viku var sett nýtt met í kaupum og sölu verðbréfa í Wall Street. Shultz sagðist vona og búast við að ró kæmist á markaðinn á næstu vikum. Baráttan við verðbólguna yrði hins vegar háð fram á næsta áratug. Nú þyrfti að stöðva hana, og ná henni niður hægt og bítandi. Hann sagði að eining bankaráðsmanna um stefnu bankans væri mikils virði og miklar vonir væru bundnar við áhrif aðgerðanna. Hvort þær bera tilætlaðan árangur væri komið undir hækkunum á olíu á næsta ári. Ef hækkanir á olíu verða ekki of miklar eiga aðgerð- ir bankans nú að ráða við þær en annars gætu þær stefnt stöðu dollarans í hættu á ný og efnahagsmálum um allan heim. Shultz sagði, að uppskeran í Bandaríkjunum í ár væri svo góð, að verð á matvöru ætti ekki að kynda undir aukinni verð- Bandarískur almenning- ur er nú hœttur að spara Frá önnu Bjarndóttur. fréttaritara Mbl. i Bandarikjunum, 25. október. BANDARÍSKUR almenningur er hættur að spara — fyrstu einkenni vaxandi verðbólgu i Bandarikjunum eru að koma í ljós. Aldrei fyrr hefur verð- bólga i Bandarikjunum haft þessi áhrif, jafnvel svo að nú er almeitningur farinn að ganga á sparifé sitt. Bandarískir efna- hagssérfræðingar höfðu af þessu miklar áhyggjur og þann 6. október síðastliðinn lagði bandariski seðlabankinn fram nýja stefnu í peningamálum. Stríð var hafið á hendur verð- bólgunni og það verður almenn- ingi ekki sársaukalaust. Fredrich Shultz, varafor- maður bankaráðs Seðlabankans skýrði blaðamönnum frá því í vikunni að þegar hann var skip- aður í bankaráðið síðastliðið vor, hefðu flestir verið þeirrar skoð- unar að sigrast yrði á verðbólg- unni með hefðbundnum aðferð- um. Þegar leið á sumarið varð ljóst að hinar hefðbundnu að- gerðir í baráttunni gegn verð- bólgu dugðu ekki. Seðlabankinn hafði hækkað vexti til að tak- marka peningamagn í umferð en lán voru engu að síður tekin í jafn ríkum mæli. Búist var við frekari hækkunum og bankar vildu taka lán áður en þær hækkanir yrðu. Sama gilti um neytendur og öll viðskipti blómstruðu þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans. Línurit yfir efnahagsþróunina undanfarin ár sýndu að sveiflur voru tíðari og ýktari en áður. Samanburður við efnahagssögu þjóða, sem átt hafa í stríði við mikinn verðbólguvanda sýndu að einkennin voru hin sömu. Verð- bólgan jókst og komst upp í 15%. Shultz sagðist álíta, að efna- hagskerfi Bandaríkjanna þyldi ekki óðaverðbólgu og aðrir voru sömu skoðunar. Því voru menn mjög uggandi vegna þessarar þróunar og bankaráðið lagði fram áætlun sem Shultz kallaði mestu breytingu á efnahags- stefnu Bandaríkjanna síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Paul Volcker, formaður bankaráðsins, skýrði frá aðgerð- um seðlabankans þann 6. októ- ber. Þau voru: vaxtahækkun á lánum til viðskiptabanka úr 11% í 12%. Krafist yrði, að 8% af erlendum lánum, sem viðskipta- bankarnir fengu erlendis yrðu varðveitt en ekki lánuð út aftur. Frelsi viðskiptabanka til að ákveða vexti á lánum án afskipta seðlabankans. Shultz sagði að markmið að- gerðanna væri að koma í veg fyrir aukna tilhneigingu til að fólk notaði tækifærið áður en að bólgu. Það sem skipti meginmáli í baráttunni við verðbólguna væri að halda verðhækkunum á olíu niðri. Bandaríski seðlabankinn er sjálfstæð eining í stjórnkerfinu. Stjórnmálamenn hafa því ekkert vald yfir stefnu hans. Ný stefna hans í peningamálum getur haft alvarleg áhrif á afkomu almenn- ings á næstu mánuðum. Þegar framboð á peningum er dregið saman eru vextir á lánum hækk- aðir og í gær fóru vextir nokk- urra viðskiptabanka upp í 15%, sem er hærra en áður hefur þekkst hér í Bandaríkjunum. Dýrari lán þýða minni fram- Málfríður Halldórsdóttir: Enn um ferðaútgerð Dick Philips á Hornströndum VEGNA viðtals og greinar í Vestfirzka fréttablaðinu og síðar í Morgunblaðinu hefur Englend- ingur nokkur, að nafni Dick Philips, sagt i sama blaði, og einnig í Morgunpósti útvarps, að þær frásagnir væru rugl og þvættingur. Þar segir hann einn- ig, að það standi skýrum stöfum á veggjum umræddra húsa á Hornströndum á þremur tungu- málum, að öllum sé heimilt að gista þar. Það rétta er, að aðeins í einu húsi í Hornvíkinni er skilti á þremur tungumálum og á því stendur að húsið sé í einkaeign, en ef fólk sé komið inn er það vinsamlega beðið að ganga vel frá öllu svo að ekki hljótist hætta af vegna elds eða annars. Þetta skilti hefði umræddur Dick Philips eða hans ferðafólk ekki getað lesið ef þeir hefðu ekki farið inn í húsið án leyfis. Sá góði maður Dick Philips hefur aldrei við neinn eiganda þessa húss talað til þess að biðja um leyfi til að dvelja þar sjálfur ásamt ferðahóp- um sínum, en samt hefur hann árum saman notað það sjáifur og leyft eða leigt afnot af húsinu ásamt öðrum húsum á svipuðum slpðum. Þá eru meðtalin skip- brotsmannaskýli, en eins og allir vita, sem til þekkja, eru þau aðeins ætluð til afnota í neyðar- tilfellum og hefur því ekki verið um nein skilti að ræða í þeim, þar sem á stendur að heimilt sé að dvelja þar vikurnar út eins og þessir umræddu hópar gera. Um umrætt dæmi um, að komið hafi verið að þessum Englendingum Dick Philips í húsinu, er það að segja, að aðkoman var slæm fyrir okkur eigendur. Fólkið hafði búið þar í margar vikur og var eins og heima hjá sér — og þó ekki, því reikna verður með, að það gangi þrifalegar um sín eigin hús en þarna reyndist. Þetta var kurteisasta fólk, sem sagðist vera að rannsaka gróður á þessum slóðum. Það var tregt að víkja og undrandi yfir því að þurfa að fara, þar sem það sagðist vita, að Dick Philips hefði húsið á leigu og væri dvöl í því og öðrum húsum á þessum slóðum innifalin í því verði, sem það greiddi fyrir ferð- ina. Einnig fræddi það eigendur á því, að annar hópur væri farinn og byggi í Hlöðuvík, en þar er aðeins um skipbrotsmannaskýli Slysa- varnafélags íslands að ræða. Fólk- ið var með tjöld, en auðséð var að hluti af hópnum hafði búið í húsinu lengi og öll eldamennska fór þar fram, enda var sót á lofti og veggjum eins og verið hefur undanfarin ár þegar eigendur hafa komið, enda hóparnir stórir og dvöl þessara hópa nokkuð löng. Hefur þetta kostað eigendur mikil þrif og jafnvel málningu ár hvert. Rétt er að geta þess, að þegar þrír ísfirðingar, sem komu í ,.^v»ö®‘SrÍ5s ’ V»***„„v •• r;„n og -vW6tt fee ‘'e -*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.