Morgunblaðið - 01.11.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
15
Paul Volkart, tormaöur bankaráös seölabanka Bandaríkjanna.
Veróbréfamarkaöurlnn (Wall Straat. Nýtt met í kaupum og sölum á
veröbréfum í kjölfar aögeröa seölabankans.
kvæmdir og bjóða atvinnuleysi
heim. Jimmy Carter, forseti
Bandaríkjanna, lýsti yfir stuðn-
ingi við aðgerðir seðlabankans
en hann skipaði Paul Volkert
Hlöðuvík og hittu menn úr þessum
hópi í skýlinu þar, voru útlend-
ingarnir stórhneykslaðir á eigend-
um að reka fólkið út þar sem
ferðaútgerðarmaðurinn Dick Phil-
ips hefði þetta hús á leigu, sem af
íramansögðu má vera ljóst að eru
algjör ósannindi. Síðar kom bréf
frá Dick Philips, þar sem hann
baðst afsökunar og kennir ensku
fararstjórunum um allt og segist
ekki hafa gefið leyfi til þess, að
fólkið byggi í húsinu á þessum
árstíma, en á honum má skilja, að
annað mál væri ef fólkið væri
þarna á ferð að vori til.
En í bréfinu viðurkennir hann
að hafa leyft því að koma saman
til ráðagerða um áætlanir næsta
dags í þessu umrædda húsi og sést
á því, að hann telur sig hafa rétt á
því að ráðstafa annarra eignum
án nokkurs leyfis. í bréfinu nefnir
hann „welcoming notice", en þess
háttar tilkynning er hvergi í
húsinu og því síður utan á því.
Einnig viðurkennir hann, að bæði
hann og hans ferðafólk hafi notað
húsið fyrri ár, eins og við höfum
vitað, þar sem við höfum hitt fólk,
sem komið hefur að þessu fólki,
jafnvel allt að 20 manns, og öllum
vistum þess í húsinu, en eigendur
lítið getað aðhafst, þar sem þeir
höfðu ekki sjálfir komið að ferða-
hópunum fyrr en í sumar.
En nú finnst öllum tími til
kominn að sporna við fótum svo
svona komi ekki fyrir aftur og
einnig að fá að vita hjá réttum
aðilum hvort margumræddur Dick
Philips eða aðrir hans líkar hafa
rétt til að stunda þessa iðju hér á
landi. Þ.e. að reka ferðaskrifstofu
erlendis þar sem hann ráðstafar
ferðum á Islandi og notar annarra
eignir án leyfis. Ekki eru nein
undur þó að hann hrósi sér af því
að vera með ódýrari ferðir en
aðrir.
Einnig væri fróðlegt að vita
hvort þessir erlendu ferðahópar
formann bankaráðsins í sumar.
Mikil verðbólga og yfirvofandi
atvinnuleysi er þó ekki bezta
veganesti hans í komandi kosn-
ingabaráttu.
hafa leyfi til þeirra rannsókna,
sem þeir segjast stunda hér á
landi og hvort ekkert eftirlit er
með því hvað þetta fólk flytur með
sér inn og úr landi.
Hornstrandir eru dásamlegur
staður og náttúran þar stórfeng-
leg, enda mjög eftirsóttar af
ferðamönnum. Er því sárt til þess
að vita fyrir þá, sem þykir vænt
um þessa staði og eiga þarna
eignir, að menn skuli misnota það
traust, sem fólki er sýnt með því
að hafa húsin opin. Yfirleitt þarf
ekki að kvarta undan umgengni,
en viðkunnanlegra væri ef farar-
stjórar eða ferðafólk almennt, sem
á þessa staði leitar, hefði samband
við eigendur húsanna þarna, ef
það hefur hugsað sér að dvelja í
þeim í „neyðartilfellum". Ófyrir-
gefanlegt er að skipbrotsmanna-
skýlin skuli vera jafn misnotuð og
raun ber vitni.
Aldrei verður of brýnt fyrir
ferðamönnum, sem á þessar slóðir
fara, að Hornstrandir eru friðað
land og að miklu leyti í löglegri
eign ýmissa aðila og er því óheim-
ilt að bera skotvopn eða annan
veiðiútbúnað en mikill misbrestur
er á að ferðamenn taki þetta til
greina eða fari að lögum.
Einnig þarf fólk að gera sér
grein fyrir því, að það þarf að vera
með tjöld og nógan fatnað og
vistir, en ekki treysta á skýli og
veiði á Hornströndum eins og
alltof margir virðast gera.
Að lokum skal skýrt tekið fram,
að hvorki Dick Philips né öðrum,
sem ferðaskrifstofur reka, er
heimilt að ráðstafa eða búa í
húsum eða skipbrotsmannaskýl-
um á Hornströndum nema að
fengnu leyfi eða í neyðartilfellum.
Rétt væri að landeigendur,
Náttúruverndarráð og Slysa-
varnafélag íslands tækju höndum
saman um að þeirri misnotkun
linni, sem alltof oft hefur átt sér
stað á þessum stöðum.
Akureyri:
L A boðið að sýna á
Norrænu leikhúsmóti
Akureyri, 28. október.
MÓT norrænna landshlutaleik-
húsa, þ.e. atvinnuleikhúsa utan
höfuðborga Norðurlandanna,
verður haldið í Örebro í Sviþjóð
dagana 3.-9. desember. Þangað
er stefnt fulltrúum atvinnuleikh-
úsa viðs vegar að af Norðurlönd-
um, en nokkur leikhús hafa verið
valin úr þeim hópi og þeim boðið
að sýna þar.
Meðal þeirra er Leikfélag Akur-
eyrar, sem mun halda tvær sýn-
ingar á sjónleiknum „Fyrsta
öngstræti til hægri“ eftir Örn
Bjarnason undir leikstjórn Þór-
unnar Sigurðardóttur. Sýningar
þessar munu njóta algers for-
gangs á mótinu, enda hefur verið
lagt mjög hart að L.A. að sækja
mótið.
Þar sem fjárhagur L.A. er
næsta þröngur nú um sinn, var
slíkt talið algerlega óhugsandi,
nema ríflegur fararstyrkur feng-
ist. Nú hefur félaginu borist stað-
festing á því, að Norræni menn-
ingarmálasjóðurinn muni kosta
þessa leikför að öllu leyti, þ.e.'
greiða fargjöld og uppihald leikar-;
anna og allan annan kostnað, sem
ferðin krefst. Er því afráðið, að
leikför þessi verði farin. — Sv. P.
HVAÐA
MERKI ER
ÞETTA
MANNI?
OT nol
HJÁLPAÐU MANNA OG KONNU VIÐ AÐ
FINNA RÉTTA NAFNIÐ Á ÞESSU MERKI. EF
ÞÚ SENDIR RÉTTA LAUSN FÆRÐU SENDA
SKEMMTILEGA LITABÓK FRÁ HAGTRYGG-
INGU H.F. ÞÚ FINNUR MEIRA UM GET-
RAUNINA AFTAR í BLAÐINU.
HAGTRYGGING HF.
Suöurlandsbraut 10, Reykjavík.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
I>1 Al'GLYSIR l M Al.LT LAXD ÞEGAR
Þl Al'GLÝSIR I MORGINBLAÐIXU