Morgunblaðið - 01.11.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 01.11.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 17 Ef Nordsat-áætlunin verður að veru- leika, munu norrænu útvarps- og sjón- varpsstöðvarnar senda upp til hnattar, sem er í 36.ooo km kæð yfir vestur- strönd Afríku og hann síðan endur- sendir efnið til allra Norðurlandanna. lands eða landa. Í þeim tilvikum eru það aðallega kvkmyndir, skemmtiþættir og íþróttir sem lokka áhorfendur, en aðeins ör- lítill hluti hefur áhuga á fréttum og fræðsluþáttum. Sænsku stjórnmálaflokkarnir eru ekki á einu máli um Nordsat. Hægri flokkurinn (móderatar) eru með Nordsat, kommúnistar (VPK) eru á móti, en hinir flokkarnir eru enn óákvéðnir. Auglýsingar Fjölda réttarfarslegra vanda- mála verður að leysa áður en farið er af stað. Eitt af þeim eru auglýsingarnar. ísland hefur auglýsingar, bæði í útvarpi og sjónvarpi, Finnland í sjónvarpi, en í hinum löndunum er bann við auglýsingum. Sá möguleiki hefur verið ræddur að taka út auglýsingarnar frá íslandi og Finnlandi þegar efni frá þeim er sent. Eða að breyta og samræma reglur landanna, þá aðallega með tilliti til sjónvarpsauglýs- inga. Forsvarsmenn Nordsat- skýrslunnar hafa óskað eftir umræðum og telja að hún komi stjórnmálamönnum að góðu gagni, þegar þeir síðan eigi að taka ákvörðun. Verði sú ákvörð- un tekin vorið 1981 að setja upp samnorrænan fjarskiptahnött, þá gætu tilraunasendingar haf- ist fimm árum síðar, að undan- gengnum könnunum, áætlunum og byggingu. En reglubundnar sendingar frá Nordsat yrðu í fyrsta lagi komnar í gang um 1990 Stokkhólmi, 28. okt. Sigrún Gísladóttir. Norðmenn létu fimm og hálfan milljarð íslenzkra króna af hendi rakna til flóttamanna Frá fréttaritara Mbl. í Osló. Jan Erik Laure. 29. október. NORÐMENN söfnuðu á sunnu- dag fé til flóttamannaaðstoðar. Um 80 þúsund sjálfboðaliðar gengu hús úr húsi og alls söfnuð- ust tæplega fimm og hálfur milljarður íslenzkra króna. „Þetta er stórkostlegt," sagði forseti flóttamannaráðsins norska, Henrik Hauge. Ólafur Noregskonungur hóf söfnunina með því að hvetja Norðmenn til að láta fé af hendi rakna. Sonja krónprinsessa lagði einnig sitt af mörkum — hún hvatti til fjárframlaga nokkrum sinnum í norska sjónvarpinu á sunnudag. Hún var nýlega á ferð um s-austur Asíu þar sem hún kynnti sér aðstöðu flóttamanna þar. Hin mikla og almenna þátttaka þýðir, að hver Norðmaður hefur látið að meðaltali 546 krónur af hendi rakna til flóttamanna. Féð rennur einkum til flóttamanna frá Kambódíu en einnig til flótta- manna, sem hafa streymt yfir landamærin til Pakistans frá Afg- anistan. \I (,I.YSI\I,\SIMINN KK: 22480 ^ Jl'orflimblfibit) Fururúm 140x200 cm Kr. 239.000 - meö dýnum. Fururúm 120x200 cm. Kr. 169.500.- meö dýnu Fururum 150x200 cm. Kr. 347.000.- meö dýnum og náttboröum Sjáió þessi sex rúm Ljós eik/ brúnbætuö Dýnustærö: 170x200 cm. Kr. 394.000.- meö dýnum, náttborö- um, Ijósum, tölvuklukku og útvarpi. Baesuö eik Dýnustærö 170x200 cm. Kr. 384.3oo.- Dýnustærö 140x200 cm. Kr. 364.800 - meö dýnum. peiðpið Monica svefnherbergissett Rúm með dýnum, náttboröum, snyrtiborði, spegli, Ijósum, næturljósi, lesljósi, kassettuútvarpi. Allt þetta fyrir kr. 781.400.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.