Morgunblaðið - 01.11.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
21
Smásagan kynnt
1 FÁUM DRÁTTUM.
183 bls. Mál og menning.
Rvík, 1979.
BÓK þessi inniheldur «tólf
íslenskar smásögur í skólaút-
gáfu», eins og segir á titilblaði,
umsjónarmaður Njörður P.
Njarðvík. Hann ritar bæði for-
mála og fræðilegan inngang um
smásöguformið yfirhöfuð. I for-
málanum kveður hann val sagn-
anna ekki byggjast «á því að gera
grein fyrir þróun íslenskrar smá-
sagnagerðar, heldur er reynt að
sýna tjáningarform smásögunnar
í ýmsum myndum.* Smásögurnar,
sem Njörður hefur valið, eru
þessar: Sunnudagskvöld til mánu-
dagsmorguns eftir Ástu Sigurðar-
dóttur, Farísearnir eftir Guðberg
Bergsson, Lilja eftir Halldór
Laxness, Grimmd eftir Halldór
Stefánsson, Maður í tjaldi eftir
Njörður P. Njarðvík
Hannes Pétursson, Að enduðum
löngum degi eftir Indriða G.
Þorsteinsson, Stella eftir Jakob-
ínu Sigurðardóttur, Síðan hef ég
verið hérna hjá ykkur eftir Nínu
Björk Árnadóttur, Píus páfi yfir-
gefur Vatíkanið eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson, Blátt tjald eftir Stef-
án Jónsson, Saga handa börnum
eftir Svövu Jakobsdóttur og Talað
í rör eftir Véstein Lúðvíksson.
Njörður getur þess í formálan-
um að sögurnar séu allar samdar
eftir 1930 og hafi hann viljandi
miðað við það tímatakmark. Mið-
að við þá forsendu hygg ég óhætt
sé að fullyrða að valið hafi tekist
vel. Gömlu meistararnir, Gestur
Pálsson, Guðmundur Friðjónsson
og Einar H. Kvaran, eru hér
útilokaðir, allir sem einn. í virð-
ingarskyni við Halldór Stefánsson
er bókin heitin eftir fyrstu bók
hans. í fáum dráttum. Og meir en
svo, því umsjónarmaður útgáf-
unnar kveður þann titil einneginn
lýsa að nokkru smásöguhugtak-
inu.
Halldór var ágætur smásagna-
höfundur, einn fárra íslenskra
höfunda sem hafa helgað sig því
formi öðrum fremur, ennfremur
annar tveggja sem blésu nýjum
lífsanda í smásöguformið á fjórða
áratugnum. Hinn var Þórir
Bergsson. En hann er ekki í
þessari bók og þess sakna ég því
hann var — þótt alþýðlegur væri
— ólíkur öllum öðrum íslenskum
smásagnahöfundum fyrr og síðar
og ekki síður listfengur en t.d.
Halldór Stefánsson. Ég segi þetta
því fremur sem mér er kunnugt
um að margt ungt fólk nú á dögum
veit ekkert um aðrar bókmenntir
en þær sem því eru kynntar í
skólum og því fylgir veruleg
ábyrgð að velja efni í svona bók.
Legg ég því fremur áherslu á þetta
þar sem ég tel þessa bók annars
vel til þess fallna að ná því
markmiði sem umsjónarmaður út-
gáfunnar hefur sett henni: «að
vekja áhuga ungs fólks á mjög svo
heillandi bókmenntagrein sem
ekki hefur verið í sviðsljósi
íslenskra bókmennta um nokkurt
skeið.» Til að ná þeim árangri álít
ég að Njörður hafi gert rétt að
velja ekki aðeins sögur eftir höf-
unda sem hafa að mestu leyti
fengist við smásagnaritun heldur
líka aðra sem eru þekktari fyrir
annars konar ritstörf. Þannig tel
ég að Maður í tjaldi eftir Hannes
Pétursson eigi vel heima í riti sem
þessu enda þótt Hannes hafi
aðeins sent frá sér eina smásagna-
bók á móti sínum mörgu ljóðabók-
um. Sögur Hannesar hafa alltaf
staðið í skugganum af Ijóðum
hans. En að mínu viti eru þær ekki
síður athyglisverðar. Sögur Ástu
Sigurðardóttur ætla að lifa, eiga
það enda skilið. Ásta var sérstæð-
ur og djarfur höfundur sem bæði
galt þess og naut að vera á undan
tímanum. Ánnars eru konur þarna
einungis hálfdrættingar á við
karla og býst ég við að það sé
nokkuð í samræmi við hlutfallsleg
afköst þeirra í smásagnaritun á
tímabili því sem um ræðir. Stella
eftir Jakobínu er ein besta saga
hennar — prýðilega valið! Saga
handa börnum hygg ég sé naum-
ast besta saga Svövu, en hún er
dæmisaga og þannig einkennandi
fyrir þann frásagnarhátt sem
Svava er raunar þekktust fyrir,
samanber t.d. Leigjandann. En
smeykur er ég um að útskýra þurfi
fyrir mörgum táknmál sögunnar.
Nína Björk er af annarri kyn-
slóð og annars konar. Hún mun
vera leikmenntuð. Og einhvern
veginn finnst mér saga hennar
sniðin til upplestrar — helst
leikara. Búkhljóðin í sögunni
verða bara stafagrautur þegar
sagan er lesin í hljóði.
Eftir Laxness hefur Nirði þótt
henta að velja Lilju. Skiljanlegt.
Sú saga hefur verið kynnt með
ýmsu móti. Og rök má leiða að því
að hún höfði til ungs fólks betur
en aðrar sögur Laxness. Og auð-
velt er að fallast á útlistun
Njarðar í inngangi: «Sagan sjálf
er í rauninni aldrei sögð. Það er
lesandinn sem skapar hana sjálfur
bak við yfirborð atvikanna.*
Njörður raðar höfundunum í
stafrófsröð. Af því leiðir að bókin
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
endar á sögu eftir Véstein
Lúðvíksson. Svo vill til að hann
byrjaði sem smásagnahöfundur.
Þær frumraunir voru bæði athygl-
isverðar og skemmtilegar. Hins
vegar sér maður nú að þær höfðu
ekki mikið forsagnargildi um
síðari verk Vésteins. Strax með
annarri bók var hann búinn að
stilla sig inn á allt aðra rás. Mér
þótti fyrsta bók hans — smásög-
urnar vekja of litla athygli en
sumum síðari bókum hans hafa
verið hampað umfram verðleika.
Ég vona að það sé vegna verðleika
hans sem smásagnahöfundar að
hann fær nú rúm í þessari bók en
ekki vegna annarra og óskyldra
verka.
Sem heild sýnist mér þessi
skólaútgáfa vera vönduð. Og inn-
gangur Njarðar er fyrst og fremst
fræðilegur eins og vera ber en eigi
að síður auðskiljanlegur hverjum
meðalgreindum nemanda. Smá-
sagan hefur legið í láginni undan-
farið svo ekki veitir af að kynna
ungu fólki hvað það í raun og veru
er sem því nafni nefnist svo ekki
sé meira sagt.
Fötluð börn heimsækja Akureyri
Kveðja til Kiwanisklúbbanna „Kaldbaks”
á Akureyri og „Esju” í Reykjavík
Að morgni 27. október s.l. hófst
á Reykjavíkurflugvelli ævintýra-
ferð hóps fatlaðra barna til Akur-
eyrar. I hópnum voru liðlega
tuttugu manns að meðtöldu
fylgdarfólki.
Á Akureyrarflugvelli tóku
„Kaldbaksmenn" á móti hópnum.
Var nú haldið af stað í skínandi
björtu haustveðri í vel skipulagða
ökuferð um sveitir Eyjafjarðar.
Leiðsögumaður var Ingimar
Eydal. Hann sagði frá staðar-
heitum og sögu sveitanna og
kunnu krakkarnir auðheyrilega
vel að meta fróðleik hans og
glettni.
í Hrafnagilsskóla voru skátarn-
ir sóttir heim en þeir héldu þar
flokksforingjanámskeið. Hressi-
legur hópur, sem fór létt með að
skemmta krökkunum og fá þau
með í leik og söng. Að skemmtun
lokinni voru veittar pylsur með
öllu og gos. Sérlega vinsælt.
Áfram var haldið út í sólskinið
og næst var skoðuð kirkjan að
Grund, sem er stærsta timbur-
kirkja á íslandi. Ekið var hjá
kirkjunni að Möðruvöllum, þeirri
sömu og fauk hér um árið, en var
flutt að nýju á sinn gamla grunn.
Staðarbyggðin, sú gróskumikla
sveit, var framundan og var barið
dyra á hinu snyrtilega bændabýli
Stóra-Hamri. Þar var hópnum vel
tekið og fengu krakkarnir að litast
um í 30 kúa fjósi, hlýða á „sam-
sönginn" í hænsnahúsinu og skoða
reykhús þar sem kjötið er reykt
uppá gamla mátann.
Ilmurinn úr reykhúsinu fylgdi
okkur unz hringferðinni lauk inná
plani Iðnskólans á Akureyri. Þar
biðu fleiri „Kaldbaksmenn" með
eigin bíla. Nú skiptist hópurinn og
dreifðist inn á einkaheimili þeirra
félaganna. Þar var dvalist í góðu
yfirlæti með fjölskyldunum til kl.
3, en þá aftur farið á stúfana og
sameinaðist hópurinn á ný í
veitingastofunni Bautanum.
Húsráðandinn — Hallgrímur —
tók hópnum af mikilli gestrisni og
bar fram ljúffenga máltíð, af
þeirri hæversku og hlýju sem
honum er lagið. Þökk sé einnig
aðild bæjarstjórnar Akureyrar í
máltíð þessari.
Það var saddur og sæll hópur
sem hélt nú í leikhúsið. Þar var
sýning á „Galdrakarlinum í Oz“ og
var hópurinn nú í boði Leikfélags
Akureyrar. Mikið var hlegið og oft
haldið niðri í sér andanum, þegar
ekki þótti útséð um hvor myndi
sigra að lokum — góða nornin eða
sú vonda. Úr leikhúsinu aðstoðuðu
„Kaldbaksmenn" okkur áfram út á
flugvöll og haldið var heim á leið
eftir óvenju viðburðaríkan dag.
í flugvélinni heyrðist sagt: „Ö
mamma ég vildi að við værum að
leggja af stað norður á Akureyri
núna.“
Einnig skal komið á framfæri
þökkum og beztu kveðjum til
félaga í Kiwanisklúbbnum Esju,
en þeir veittu rausnarlegan styrk
til ferðarinnar. Flugleiðum hf. er
þakkaður afsláttur af fargjöldum.
Frumkvæði að ferðinni átti Krist-
inn Guðmundsson og var hann
jafnframt fararstjóri.
Að lokum sendum við „hlýjar
sunnankveðjur" þeim „Kaldbaks-
mönnum" og fjölskyldum þeirra,
sem tóku þannig á móti hópi
fatlaðra barna fjórða árið í röð.
Jóhanna Stefánsdóttir.
Notaður 19 feta Shetland, árg. 78 meö vagni og vél.
Benco
Bolholti 4, 3. 21945.
Pappírsbleija — plastbuxur
/
5
stæröir
TUNGUHÁLS111. SÍMI 82700.
ÞuiTbMja lUMt barninu htoypir raka út (
ytri pappiraiðgin, aam taka við mikilli
vaatu
Afaatar piaattiuxur koma i vag fyrir að
fötinbtotnl
Baminu liður val mað Pampara btoiju
hún paaaar val og barnið or purrt.
SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454
ð Ifökull hf.
Höfum fengiö nokkra Plymouth Volaré Premi-
er Station árgerö 1980.
í bílunum er 6 cyl. 3,7 lítra vél, sjálfskipting,
vökvastýri, aflhemlar, litaö gler, rafhituö
afturrúöa, farangursgrind, delux frágangur í
hólf og gólf og m. fl.
í sparaksturskeppni Bifreiðaíþróttaklúbbsins
eyddi þessi 6 cyl. 3,7 I vél aöeins 10,73 I pr.
100 km. Plymouth Volare er neyslugrannur
lúxusbíll.
Verö pr. 29.10.79 ca. kr. 8,7 milljónir.
CHRYSLER