Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
Rússi biður
Svía um hæli
Stokkhólmi, 31. október. AP.
ÞRJÁTÍU og sex ára gamall
sovézkur verkíræðingur hefur
beðið um hæli i Svíþjóð sem
pólitískur flóttamaður að sögn
sænska utanríkisráðuneytisins.
Hann var í hópi nokkurra so-
vézkra tæknifræðinga sem komu
til Svíþjóðar til að kynna sovézka
tækni og heimsókn þeirra er
nýlokið.
Fulltrúi sovézka sendiráðsins
hefur beðið um leyfi til að hitta
manninn en slíkt leyfi verður því
aðeins veitt að verkfræðingurinn
samþykki það að sögn talsmanns
utanríkisráðuneytisins.
Árás á sendiráð
í San Salvador
Sovéska rannsóknaskipið í ljósum logum eítir áreksturinn.
Símamynd AP
Árekstur sovézkra
skipa á Stórabelti
Kaupmannahöín, 31. október. AP.
SOVÉZKT leiðangursskip á leið til Suðurskautssvæðisins, „Olenck" rakst í
dag á sovézkt oliuflutningaskip á Stórabelti og eldur kom upp i þvi.
Af 99 sem voru um borð var 94 bjargað í önnur skip. Vitað er að einn
maður beið bana. en þriggja var saknað. Tveir menn brenndust alvarlega
en fjórir fengu minni hrunasár.
Niels Bagge, talsmaður siglinga-
máladeildar iðnaðarráðuneytisins,
sagði, að „01enek“ hefði siglt röng-
um megin norður eftir Stórabelti
milli Sjálands og Fjóns, það er
vinstra megin, og það hefði valdið
slysinu.
Olíuflutningaskipið „General
Shkodunovich" gat haldið ferð sinni
áfram á ákvörðunarstað, til danska
hafnarbæjarins Abenrá. Það var
með tvo danska hafnsögumenn um
borð, en eginn hafnsögumaður mun
hafa verið um borð í „01enek“,
Dimmviðri var þegar slysið var en
sæmilegt skyggni.
Sex tímum eftir áreksturinn var
enn mikill eldur í „01enek“ og mikill
halli kominn á skipið. Benzíntunnur
og gasgeymar sem nota átti í
leiðangrinum sprungu. I skipinu
voru 1.600 tunnur af gasolíu, 200
gasgeymar, 1.000 lítrar af parafín-
olíu og 20 súrefnisgeymar að sögn
danska umhverfismálaráðuneytis-
ins.
Skipstjóranum, Vladislav Ivanov,
var bjargað um borð í sænska ferju
og fluttur með þyrlu til Korsör.
Hann hafði verið lengi í köldum
sjónum og var væstur mjög að sögn
yfirvalda.
Igor Vrontsov, fyrsta stýrimanni,
var einnig bjargað og hann sagði
fréttamönnum, að eldur hefði komið
upp miðskips strax eftir sprenging-
una og björgunarbátarnir hefðu
brunnið.
Sjö konur voru um borð og þeim
var bjargað, en þær fengu tauga-
áfall.
Samkvæmt sovézkum heimildum
sigldi „Olenek" frá Leníngrad á
laugardag og átti að koma við á
Kanaríeyjum og í Suður-Ameríku á
leið sinni til suðurskautsins. Að sögn
„Pravda" er „01enek“ fyrsta skipið
sem Rússar senda í 25. leiðangur
sinn til Suðurskautssvæðisins með
mannafla og útbúnað til Druzhn-
aya-stöðvarinnar við Weddel-haf.
Nokkur önnur skip eiga að fara í
nóvember.
Leiðangurinn á að rannsaka
mengun í andrúmsloftinu á Suður-
skautssvæðinu og samsetningu
jarðkjarnans á þessu svæði. Gert er
ráð fyrir að Austur-Þjóðverjar,
Pólverjar, Bandaríkjamenn og Jap-
anir tækju þátt í leiðangrinum.
San Salvador. El Salvador.
31. október. AP.
UM 300 vinstrisinnar réðust á bandaríska sendiráðið í San
Salvador í nótt, skutu aí byssum og hrópuðu: „Við skulum
taka sendiráðið,“ að sögn yfirvalda.
Bandarískir landgönguliðar Árásin á sendiráðið fylgdi í
og hermenn stjórnarinnar kjölfar frétta fratWashington
beittu táragasi til að bægja í
burtu árásarmönnum sem
klifruðu yfir girðinguna við
sendiráðið en voru hraktir í
burtu áður en þeir gátu ruðzt
inn í bygginguna.
Hermenn og brynvarðir
bílar komu á vettvang til þess
að verja sendiráðið eftir árás-
ina. Tveir landgönguliðar
særðust lítils háttar en enginn
úr árásarliðinu.
Minnst 24 biðu bana og um
100 særðust í skotbardögum
vinstrimanna, sem efndu til
götumótmæla, og öryggis-
sveita stjórnarinnar um það
bil einum sólarhring áður en
árásin á sendiráðið var gerð.
Fréttir herma, að vinstri-
sinnar, sem hafa 12 menn í
gíslingu í verkamálaráðuneyt-
inu og efnahagsráðuneytinu,
hafi lagt undir sig mennta-
málaráðuneytið í gær og hafi
20 starfsmenn þess og gesti í
haldi.
Mondale leggur til
atlögu við Kennedy
Atlanta, Georgiu, 31. október. AP.
WALTER MONDALE varafor-
seti sagði í gærkvöldi, að ekki
væri hægt að réttlæta þá
ákvörðun Edward Kennedys
öidungadeildarmanns að bjóða
sig fram gegn Jimmy Carter
forseta og að barátta þeirra
gæti orðið svo hörð að repúblik-
ani yrði kosinn forseti á næsta
ári.
Varaforsetinn, sem var sam-
starfsmaður Kennedys í 12 ár,
sagði að á næstu mánuðum
mundi hann nota allar helgar og
öll kvöld til að berjast fyrir
málstað Carters.
Hann sagði að milli Carters og
Kennedys væri enginn raunveru-
legur málefnaágreiningur og að
hver sá maður sem hefði verið
forseti síðustu þrjú ár væri í
vanda staddur nú vegna yfir-
standandi erfiðleika.
„Verðbólgan væri eins mikii
þótt Kennedy væri forseti
núna... Hann hefur engan raun-
verulegan málefnagrundvöll,"
sagði Mondale.
Mondale sagði að baráttan
gegn Kennedy hefði verið já-
kvæð fram til þessa en kvaðst
hafa „barizt oft á ævinni... og
Mondale
fólk skiptist í fylkingar í fjöl-
skylduerjum og þær væri erfitt
að jafna“.
Jafnframt sagði Kennedy í
gærkvöldi, að hann hefði flýtt
fyrirætlunum sínum um að fara
gegn Carter þar sem hann hefði
verið búinn að taka ákvörðun
fyrir fullt og allt og að engin
ástæða væri til að draga hana á
langinn.
Kennedy
Hann kvaðst „afskaplega
þakklátur" Jane Byrne borgar-
stjóra í Chicago, Dick Clark fv.
öldungadeildarmanni frá Iowa
og starfsmannafélagi fjármála-
ráðuneytisins, sem er skipað
70,0000 félögum, fyrir að lýsa
yfir stuðningi við sig. Frú Byrne
hafði áður lýst yfir stuðningi við
Carter en dró þá yfirlýsingu til
baka.
Aðstoðarráðherra í
dómsmálaráðuneytinu, J. Will-
iam Heckman Jr., hefur einnig
lýst yfir stuðningi við Kennedy.
Dick Clark er gamall banda-
maður Kennedys og var forstöð-
umaður flóttamannaáætlunar
stjórnarinnar í Washington en
sagði af sér til að taka þátt í
kosningabaráttunni með Kenne-
dy.
Clark sagði að hann hefði
ætlað að vera hlutlaus í kosn-
ingabaráttunni. En hann kvaðst
hafa talið að það hefði verið
ábyrgðarleysi að vera hlutlaus í
jafn þýðingarmikilli kosninga-
baráttu.
Hins vegar tilkynntu Edward
King, ríkisstjóri demókrata í
Massachusetts, heimaríki
Kennedys, að hann mundi styðja
Carter. En King er íhaldssamur
og hefur aldrei verið í náðinni
hjá stuðningsmönnum Kenne-
dys.
í Atlanta sagði sr. Martin
Luther King eldri, faðir mann-
réttindaleiðtogans, að hann
stæði við stuðningsyfirlýsingu
sína við Carter þrátt fyrir beiðni
um stuðning frá Kennedy.
um að Bandaríkjastjórn væri
reiðubúin að bjóða „umtals-
verða“ aðstoð við stjórn E1
Salvador, þar á meðal táragas,
til að gera henni kleift að ná
stjórn á ástandinu.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amtterdam
Aþena
Barcelona
Chícago
Feneyjar
Frankfurt
Genf
Helsinki
Hong Kong
Jerúealem
2
13
19
17
19
15
9
12
-1
29
31
Jóhannetarborg 25
Liasabon 19
Las Palmas 22
London 14
Madrid 17
Majorka 17
Malaga 22
Nýja Dalhi 32
Naw York 11
Óaló 1
París 12
Rio da Janeiro 38
Rómaborg 12
Raykjavlk 3
Stokkhómur 5
Sydnay 25
Tókíó 21
Toronlo 6
Vancouver 12
Vagna truflana
vantar á skeytíö
marga ataói aam
vanjulaga aru maö.
alakýjaö
rigning
akýjað
skýjað
skýjaó
haiöakírt
þoka
miatur
snjókoma
bjart
bjart
bjart
skýjað
lóttakýjaö
bjart
bjart
lóttskýjaó
haiöskírt
bjart
bjart
skýjaö
skýjaó
akýjaö
akýjaó
skýjaó
akýjaö
skýjaö
bjart
bjart
bjart
6 f órust
r £* r • X •
i f arviðri
New York, 31. október. AP.
SEX manns biðu bana og um það
bil helmingi fleiri slösuðust í
miklu hvassviðri, snjókomu, rign-
ingum og fellibyljum í hlutum
Nembraska, Colorado, Kansas,
Oklahoma og Texas í nótt.
Snjókoman var svo mikil í
Colorado, að þar var skíðastaður
opnaður og skaflar voru allt að
þriggja metra háir.